Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Side 31
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 31 Sandkom Skoruðu á sjálfa sig Fólk hefur haft nokkrar áhyggjur af slæmum vegum nú í góðærinu eins og við minntumst raunar lítillega á hér í Sandkorni í gær. Sumir láta sér raunar nægja að hafa áhyggjur meðan aðrir taka málin í sínar hendur. Til hinna síðamefndu telj- ast nokkrir athafnasamir menn á Hvalfjarðarströnd. Þeir vildu gjaman að vegur- inn um Hvalfjörð yrði bættur enda hefur hann verið þyrnir í augum margra undanfarin ár. Þvi var það að þeir undir- bjuggu undirskriftalista sem vegfarendur voru beðnir um að^ita nöfn sín á. Var á hon- um áskorun til þingmánna Vesturlandsumdæmis um að bæta veginn. Mörg hundruð vegfarendur skrifuðu nöfn sín á listann. Vakti það nokkra athygli að þar á meðal vom þrír þing- menn, þeir Friðjón Þórðarson, Davíð Aðalsteinsson og Alex- ander Stefánsson, allir úr Vesturlandskjördæmi. Þeir Davíð Aöalsteinsson. höfðu þar með skorað á sjálfa sig að endurbæta Hvalfjarðar- veg þannig að framkvæmdir þar hljóta að verða stórbrotn- ar þegar að þeim kemur. Fleiri grasa kenndi á listan- um því á hann höfðu skrifað menn eins og Snorri Sturluson í Reykholti og sr. Hallgrímur Pétursson í Saurbæ. Vafalaust hefur þeim sem endurvöktu þessar gömlu kempur á papp- ímum þótt áhrifaríkara að skrifa nöfn þeirra heldur en einhvers Péturs og Páls sem enginn kannaðist við. Hvað um það, listinn var lagður fram og nú er bara að bíða árangurs verkanna. Salome Þorkelsdóttlr. Viðgerð á staðnum Frumvarp það til umferðar- laga sem nú er í meðferð á þingi hefur tekið á sig ýmsar myndir. Það var til dæmis í umræð- um um frumvarpið á dögunum að hæstvirtur þingmaður, Salome Þorkelsdóttir, varpaði fram nýstárlegri hugmynd. Var hún sú að aflir ökumenn skyldu sky ldaðir til að hafa varaljósaperu í bílnum hjá sér. Færi svo að ökumenn ækju á eineygðum bíl gæti lögreglan stoppað þá og skyld- að þá til að skipta um peru á staðnum. Synd efþessi hugmynd verð- ur ekki að raunveruleika, því gaman gæti orðið þá... Hvað var hann þungur? I Flóanum eru margar góðar laxveiðijarðir. En þar búa líka bændur sem ekki njóta neinna laxveiðihlunninda. Sagan segir að einhverju sinni hafi hlunnindalaus bóndi komið til laxveiðibónda og viljað kaupa af honum lax. Gekk það fljótt og vel. „Þú vigtar svo bara laxinn núna og ég fæ að borga hann seinna,“ sagði kaupandinn. Hinn kvað já við, vigtaði laxinn og skildu þeir kollegar svo sáttir að kalla. Það var svo nokkru seinna að þeir hittust á förnum vegi. Spurði kaupandinn seljand- ann þá hvað laxinn hefði verið þungur. Hinn kvaðst ekki muna það en vera með þyngd- ina skráða á miða heima hjá sér. Hann skyldi bara kíkja á þetta og láta kaupandann svo vita hvað hann ætti að borga. Svona gekk þetta nokkrum sinnum. Annar var alltaf að spyrja um þyngdina en hinn mundi hana ekki. Loks hittust þeir einu sinni sem oftar. „Heyrðu, hvað var laxinn nú annars þungur?“ spurði kaupandinn. „Hann var átta pund,“ svar- aði hinn. „Nei, góði,“ greip kaupand- inn fram í „hann var ekki nemasex." Kosninga- sjónvarp Nú er kominn kosningahug- ur í menn. Einn þeirra fostu liða sem setja svip sinn á „há- tíðina" er kosningasjónvarp- ið. Hafa æði margir lagt það á sig að vaka af nóttina og fylgjast með nýjustu tölum og spám í beinni útsendingu. En nú eru þeir hinir sömu nokkuð uggandi um sinn hag. Því hefur nefnilega verið hvíslað að Stöð 2 hafi sogað svo mikið af starfsfólki til sín frá ríkissjónvarpinu að erfitt verði fyrir sfðarnefndu stöð- ina að halda úti svo viðamik- illi dagskrá sem kosninga- sjónvarp er. Auðvitað vilja hinir íhalds- sömu horfa á gömlu stöðina sína á þvíh'kri ögurstundu sem kosninganóttin er og vonandi fá þeir sinn skammt vel útilát- inn. Gættu þín Þessa dagana er verið að sýna á litla sviði Þjóðleik- hússins verk Kristínar Bjamadóttur, Gættu þín. Með aðalhlutverkið fer Sigurjóna Sverrisdóttir. Hún leikur konu sem ekki getur átt barn og hefur af því nokkrar áhyggjur. En búast má við að það fari að styttast í veru Sigurjónu í þessu tiltekna hlutverki því hún og eiginmaður hennar, Kristján Jóhannsson stór- söngvari, eiga von á barni. Við segjum bara: til ham- ingju.... Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Kvikmyndir Háskólabíó/Trúboðsstöðin: ★★★ Kristur í frumskóginum Trúboðsstöðin/The Mission Bresk, 1986 Leikstjóri: Roland Jotfé Handrit Robert Bolt Framleiöendur: Fernando Ghia og David Puttnam Tónlist Ennio Morricone Kvikmyndataka: Chris Menges Aðalhlutverk: Robert De Niro, Jeremy Ir- ons og Ray Mc Annly Kvikmyndagerðarfólk hefur á undanfornum árum sótt mikið í það að finna verkum sínum stað inni í myrkum frumskógum þar sem mað- urinn þarf enn að leita til æðri máttarvalda um styrk til að skilja sjálfan sig og hlutverk sitt í tilver- unni. Maðurinn er herra jarðarinnar en er hægt að sjá það af hegðun hans? Það er ótrúlegt með hve mik- illi lítilsvirðingu hann getur umgengist náttúru jarðarinnar og meðbræður sína. Þetta gerist enn í dag og gerðist 1750 en þá áttu þeir atburðir sem Trúboðsstöðin segir frá sér stað. Með tilkomu landafundanna miklu varð snöggur en þó skamm- vinnur uppgangur í þeim löndum gamla heimsins sem harðast gengu fram í landnámi og arðráni. Spánn og Portúgal skiptu með sér þessum löndum eins og þar hefði ekki verið til nokkur maður. Á þrem öldum hrundu indíánamir niður í milljóna- vís og öllum var hjartanlega sama. Það var helst að kirkjunnar menn reyndu að spyrna við fótunum, sér- stakleg þeir sem höfðu dug í sér til að rísa gegn hinni valdagráðugu og hálfheiðnu pólitísku stofnun sem kirkjan var orðin. Jesúítar fóm þar fremstir í flokki enda um nokkurs konar betli- munkaregfu að ræða. Jésúítaprest- urinn faðir Gabríel er lykifpersóna í Trúboðsstöðinni, hann nær trausti og trú índíánanna enda hinn mæt- asti maður. Jesúítamir koma á fót trúboðsstöðvum sem em að upp- byggingu í ætt við kommúnisma og án nokkurrar virðingar fyrir eigna- réttinum. Það var i raun einfalt að koma þessu á vegna þess að þannig höfðu indíánamir lifað fram að því! En þetta var meira en hin nýríka yfirstétt gat þolað. Hún gerir kröfur til að fá að ráðskast með indíánana að eigin vild enda var litið á þá sem skepnur. Portúgalir leyfa þræla í sín- um nýlendum en Spánverjar em hins vegar búnir að banna það - þó meira í orði en á borði. Kirkjan heima í Evrópu verður að taka afstöðu í þessari deilu - og líf hennar og til- vera getur oltið á því að „rétt“ ákvörðun sé tekin. Því er stoppað við hinn sögulega bakgrunn þessarar myndar svona lengi að hann er mjög mikilvægur til að skilja myndina. Sagan í henni er yfirþyrmandi og sterk sem er að nokkm mótsögn þvi hún er hálfó- skiljanleg. Pólitík í Evrópu stuðlar að því að líf indíánanna verður til fárra fiska metið. Þessi pólitík verð- ur áhorfandanum jafnillskiljanleg og indiánunum á sínum tíma. Það er kannski hápunkturinn í vel skrif- uðu handriti Roberts Bolt þar sem boðið er upp á fáar lausnir en því fleiri svör. Leikaraparið, De Niro og Jeremy Irons, vekur óneitanlega forvitni. Þeir standa fyrir sínu en ekkert umfram það. Það getur verið að hin þunglamalega atburðarás haldi þeim félögum föstum, njörvi þá niður og haldi þeim í fullkomnu jafnvægi en gefi lítið færi á sprengitilþrifum. Mc Annly vinnur hins vegar sigur í hlut- verki Altamiro kardinála -- hins veraldlega klerks sem hefur gefist upp fyrir ytri vemleika tilvemnnar og byggir ákvarðanir sínar fremur á pólitískri skynsemi en samvisku sinni. Leikstjóm Rolands Joffé er ótrú- lega öguð miðað við að hér er aðeins um annað verk hans að ræða. Víg- vellimir vom magnað byrjendaverk þótt myndin væri of grunn og full keimlík heimildarmynd til að geta talist meiriháttar leiklistarverk. Annars hefur því verið fleygt að framleiðandinn, David Puttnam, eigi ansi mikið í þessari mynd - hann hafi ríka tilhneygingu til að grípa inn í myndir þær er hann framleiðir þar sem honum sýnist og velji því fremur viljalausa leikstjóra til starfa. Ósagt skal látið hvað hæft er i þessu en hitt er víst að án Puttnams væri kvikmyndalistin snöggtum fátækari. Óspillt náttúra frumskógarins skipar meginsess í fallegri rnvnda- töku Menges. Myndin líður þó aðeins fyrir hve ófrumleg og þung- lamaleg hún er. Sérstakri fegurð frumskógarins hefúr verið gerð skil áður í myndrnn eins og Greystoke, the Legend og Emerald Forest. Trú- boðsstöðin bætir þar litlu við. Sigurður Már Jónsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Ætlarðu að ^ Láttu okkur Tjoxuþvottui. þvöttúr og þurrkun a aöcins kr. - . - oíálfQÖnÖU. ___.vM-im ^^SvS^.^e^ásaxmntogtepputn I S meö Wnu niöeterka Mjattarva^onr 1@@B[ o|iÍLlfeltífel[sll|slö[g|fe Klöpp - Sími 20370 V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380 Höfðabón Höfðatúni 4 - Sími 27772 Notaíir bílar til aölu SYNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ MAZDA 323, 1,5 I, 3 dyra m/sport felgum, árg. '86, ekinn 19 þús. Verð 425 þús. MAZDA 626 GLX Saloon árg. '85. ekinn 19 þús. Verð 470 þús. MAZDA 323 GT, 4 dyra m/sóllúgu árg. '85. ekinn 5 þús. Verð 450 þús. MAZDA 626 LX, 5 dyra, árg. '83, ekinn 77 þús. Verð 350 þús. MAZDA 929 station, árg. '84, ekinn 49 þús. Verð 450 þús. MAZDA 929, 4 dyra, árg. ‘82, ekinn 54 þús. Verð 340 þús. Fjöldi ai staönum OPIÐ LAUGARDAGA 1-5 BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.