Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 33
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 33 „Skoða stundum í gluggana en hef sjaldnast tíma til þess,“ sagði Arnar Ólafsson. Hún bætti við að ... „ef maður er óákveðinn í hvað skal kaupa er á- gætt að rölta um í bænum og spá í gluggana en sér reyndar mest af því sem freistar þegar enginn peningur er til.“ Blóð á bróðurinn Fyrir utan Helgafell stendur Stef- anía M. Pétursdóttir og virðir fyrir sér útstillingu á litríkum tímaritum. Hún er á hraðferð eins og sumir aðr- ir. dýrmætum tíma sínum í slíka þarf- leysu. Arnar Ólafsson hraðar sér framhjá Torginu í Austurstræti og gefur gluggunum auga í leiðinni. Aðspurð- ur segist hann oft skoða í búðar- glugga, helst þá fataverslanir og sportvörubúðir. „Hef lítinn tíma til þess að eyða í það,“ segir Arnar. „Samt kemur það fyrir og er þá nokk- urn veginn sama hvort ferðinni er heitið til þess að kaupa eða ökki.“ Við leikfangabúð á næstu grösum stendúr Valdimar Þór Valdimarsson Útskeifur kannski en ákveðinn - það var ekki stigið skref inn fyrir og eng- um fjármunum eytt að þessu sinni. Útsala stóð stórum stöfum i næsta glugga en herramaðurinn leit ekki upp - skyldu buxurnar passa vel- flestum viðskiptavinum? „Var að ná í blöð fyrir aldraða móður mína í bókabúð og er síðan að flýta mér í strætó.“ Neðar á Laugaveginum eru konur með barnavagna við búðargluggana, bílarnir silast áfram því sumir fara í gluggaskoðun á bílnum - eru of latir til þess að láta eigin líkamsstyrk bera sig milli staða. Heilsubótin, sem aðrir fá af slíkum ferðum, hverfur þar úr myndinni. Margir keyra niður Laugaveginn og skoða þannig - hanga fyrir framan áhugaverða glugga. Upparnir, sem villast í slíka bílalest, eiga í hræðilegum þrenging- um því enginn sannur uppi vill eyða sem límdur við gluggann. Útstilling- in felur aðallega í sér límkenndar köngullær og önnur yndislegheit - svona í fljótu bragði séð. Hann segist aðallega stöðvast við dótabúðir, bókabúðir og skóbúðir. Fatabúðirnar vekja engan áhuga hjá honum. „Ég er að skoða bíla og hrekkidót - gerviblóð og þess háttar.“ V aldimar fullyrðir að gerviblóðið, sem hann á fyrir, hafi ekki verið notað nema á grímuball ... „og svo notaði ég smá á bróður minn“. En hann er eins og flestir aðrir í gluggaskoðunarflokknum - kaupir ekki nema stundum. Stefanía M. Pétursdóttir var að sækja blöð fyrir aldraða móður sína og gaf sér tíma til þess að lita í gluggana í leiðinni. Dægradvöl „Ég er að skoða hrekkidót, gerviblóð og svoleiðis," sagði Valdimar Þór Valdimarsson ábúðarfuilur. Blóðið hafði verið reynt á bróðurnum með ágætum árangri. • GAGGENAU VERÐLÆKKUN Þrátt fyrir verulega gengishækkun þýska marksins gera hagstæð innkaup okkur fært að bjóða stórkostlega verðlækkun á takmörkuðu magni af GAGGENAU heimilistækjum. Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta. GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun, tækni í heimsklassa. © Vorumarkaðurinn hf. Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.