Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Sviðsljós Læknissonurinn úr Svartaskógi undirbýr sig fyrir Hollywood Sascha Hehn heitir sá sem lék son Dr. Brinkmanns í þýsku sjónvarps- þáttaröðinni um Sjúkrahúsið í Svartaskógi sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu. Hann þykir kynþokkafullur í meira lagi og hefur nú verið fenginn til að leika á móti Farrah Fawcett í kvik- mynd sem tekin verður upp í Hollywood. Sascha leikur þar tennis- stjömu og er sagður passa flott í hlutverkið þar sem hann er íþrótta- mannslega vaxinn og mjög góður í tennis. Hann lætur það þó ekki gott heita heldur æfir tennis af kappi, stundar líkamsrækt og enskunám því hann er ákveðinn í því að taka Hollywood með trompi. Daðrað í Svartaskógi: Sascha Hehn og mótteikarinn, Anja Kruse. Læknissonurinn úr þáttunum Sjúkrahúsinu í Svartaskógi undirbýr af kappi för sína til Hollywood. Kaffi og kökur en eigi rús og reykur. Café reyklausar endur - Nei, elsku besti væni minn, við reykjum ekki hér, segir hin franska Catherine við viðskiptavin sem geng- ur inn í kaffihúsið hennar sem hún nefnir Tvær endur. Catherine er orðin áttatiu og sex ára gömul og hefur hún þá sérstöðu að reka eina reyklausa kaffihúsið í París. Helmingi minna eidsneyti án þess að það komi niður á hraöanum. Flugvél framtíðarinnar Meðfylgjandi Reuters-mynd sýnir nýja gerð af flugvél í sínu fyrsta reynsluflugi. Samkvæmt tíma- ritinu Popular Science þá er einkennandi fyrir þessa nýju gerð að gamla skrúfan er aftur tekin í notkun ásamt því að tveir venjulegir þotuhreyflar eru hafðir með. Flugvélin notar helmingi minna eldsneyti en flýgur samt sem áður á sama hraða og þoturnar sem fara um háloftin. Tom Hulce kynntist frægðinni allsnarlega eftir leik sinn í myndinni Amadeus en sviösljósið hefur látið á sér standa siðan. Leikari ellegar bakari Tom Hulce, sá sem lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Amadeus hér um árið, sem fékk mjög góðar viðtökur, er hræddur um að hann hafi nú þegar náð hápunktinum á ferh sínum sem leikari. Hann er þó ekki búinn að leggja upp laupana og hefur nú tekið til við sönginn og gefið út plötu. Söngurinn er samt eingöngu sem áhugamál hjá honum en það er leikhstin sem á hug hans allan. Það er haft eftir honum að gangi dæmið ekki upp sem leikari þá banki hann bara upp á hjá næsta bakara og biðji um að komast í læri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.