Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. 7 Utlönd North og Poindexter veStt fnðhelgi ÓJafur Amarsan, DV, New York Rannsóknamefadir beggja deilda Bandaríkjaþings í íransmálinu á- kváðu í gær að halda sameiginlegar yfirhe>Tslur. Þær komu sér einnig saman um að veita tveimur aðalvitn- unum, Oliver North og John Po- indexter, friðhelgi. Þessi einstæða samvinna þingdeild- anna hefiir í för með sér að rannsókn- inni lýkur mun fyrr en ef aðskildar yfirheyrslur heföu verið haldnar. Tals- menn nefiidanna sögðu að yfirheyrsl- umar myndu hefjast 5. maí og ef allt gengur að óskum mun þeim ljúka i ágúst. Eftir að North og Poindexter verður veitt friðhelgi mun þeim skylt að bera vitni sem þeir hafa hingað til neitað að gera. Það mun þó ekki verða fyrr en í júm' að almenningur fær að fylgj- ast með svörum þeirra. Þó vitni njóti friðhelgi mun samt hægt að sækja þau til saka svo framarlega sem ákæran byggist á öðrum gögnum en þeim sem koma fram í framburði þeirra. Lawrence I. Walsh, sérstakur sak- spknari í íransmálinu, haföi lýst áhyggjum sínum yfir því að friðhelgi þeirra Norths og Poindexters gæti skaðað málarekstur hans á hendur þeim félögum. Kvaðst hann í gær vera ánægður með að þeir yrðu ekki yfir- heyrðir fyrr en í júni. 56 ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot Gurmlaugur A Jónssan, DV, Lundi; Sænskur maður og spænsk eigin- kona hans, búsett í Malaga á Spáni, hafa verið dæmd í 56 ára fangelsi fyr- ir að hafa misþyrmt og misboðið kynferðislega sænskum stúlkum er þau höföu ráðið í vist til sín (au pair). Hjónin, sem eru 35 ára gömul, geta reiknað með að sitja inni í 30 ár áður en þau geta vænst þess að verða látin laus. Á árunum 1983 til 1985 auglýstu hjónin eftir sænskum stúlkum i vist og lofuðu þeim gulli og grænum skóg- um. Stúlkumar, sem urðu fyrir barð- inu á þeim, segja að mjög vel hafi verið tekið á móti þeim fyrsta daginn en síðan hafi þær verið læstar inni, þvingaðar til að vinna frá morgni til kvölds og nauðgað. Hjónin rændu auk þess af þeim öllum peningum. Tvær stúlkur vitnuðu fyrir dómstól- um í Malaga en auk þess studdist dómurinn við skriflegan vitnisburð nokkurra annarra sænskra stúlkna. Hjónin hafa áfrýjað dómnum. Svíar streyma í eyðnipróf Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi Upplýsingaherferð sænskra heil- brigðisyfirvalda gegn eyðni, sem hófst nú í vikunni, leiddi til þess að öng- þveiti skapaðist á mörgum sjúkrahús- um landsins þar sem fólk streymdi að í þeim tilgangi að gangast undir eyðni- próf. „Við áttum alls ekki von á svo mik- illi aðsókn og höfðum hreinlega ekki nægilega mikinn viðbúnað til að mæta henni,“ sagði talsmaður eins sjúkra- hússins. Sænsk heilbrigðisyfirvöld hrósa sér af því að upplýsingaherferð þeirra sé mun betri og hógværari en herferð Englendinga sem hræði fólk með myndum af grafsteinum og krossum. I sænsku auglýsingunum er ekki bara lögð áhersla á hvað beri að varast heldur einnig reynt að draga úr mis- skilningi og óþarfa hræðslu fólks með því að benda á að eyðni smitist varla eftir öðrum leiðum en við samfarir. Komið hefur fram að síðastliðið ár dró mjög úr kynsjúkdómum í Svíþjóð og er talið fullvíst að skýringin á því sé minna lauslæti vegna óttans við eyðni. Fauk á hvolf Lögreglubíll þessi lenti í vindhviðu frá flugvél, sem var að prófa hreyflana, og fauk bíllinn út af ftugbrautinni með þeim afleiðingum að bílstjórinn lést. Á myndinni má sjá félaga bílstjórans með einkennishúfu hans. Annar lögreglu- maður, sem var með í bílnum, slasaöist. simamynd Reuter Þokast nær mótefhi gegn eyðni Bandaríski lyijaframleiðandinn Bri- stol-Myers segist hafa gert efrii sem hugsanlega mætti nota sem mótefni gegn alnæmi og mun sækja um leyfi til yfirvalda til þess að gera tilraunir með lyfið á mönnum. Aðalvonin í baráttunni gegn út- breiðslu alnæmis (eyðni) liggur í því að vísindamönnum takist að búa til mótefni gegn eyðniveirunni. í Banda- ríkjunum er vitað um að minnsta kosti 30 þúsund manns sem tekið hafi veik- ina og er ætlað að um 100 þúsundir annars staðar í heiminum hafi alnæ- missjúkdóminn. Bristol-Myers er annar aðilinn í Bandaríkjunum sem telur sig það langt kominn í leit að mótefni að geta byrjað tilraunir á mönnum. Hinn er vísindahópur undir stjóm dr. Allan Goldstein við George Washington- háskólann í höfuðborginni. Hópur vísindamanna í Frakklandi og Zaire segir frá því í bresku vísinda- ilFGoodrich Bjóðum áfram þessi frábæru kjör: A: Útborgun 15% B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum * C: Fyrsta afborgun í MAI Nýjar vonir gegn blóðkrabba Vísindamenn í krabbameina- rannsóknum segja að fólk, sem læknað hefur verið af Hodgkins- sjúkdómnum með C’hemo-meðferð- inni eða geislameðferð, þurfi ekki endilega að eiga yfir höföi sér að fá blóðkrabbamein síðar eins og hingað til hefúr viljað brenna við. t læknariti Nýja Englands segja þeir að hættan á blóðkrabba hjá þessu fólki hverfi þegar frá líður. Hins vegar væri hættan mest þrem til níu árum eftir að Hodgkins- sjúklingar byrjuðu að ganga undir meðferð. En ellefú árum eftir að meóferðm byrjaði virðist þessi hætta ekkert meiri en hjá öðru fóiiri. Dansklr kafarar finna fjársjóð Danskir kafarar, sem rannsakað hafa flak bresks farþegaskips er sökkt var með tundurskeyti árið 1917, segjast nú byijaðir að bjarga úr þvl af hafsbotni dýrgripum, svo sem gjöftim frá indverskum fúrst- um til bresku konungsfjölskyl- dunnar. Bresku blöðin herma að fiárejóð- ur um borð í „Medina“ (12 þúsund brúttólestir) frá P&O- skipafelag- inu gæti reynst að verðmæti allt að 20 milljónir sterlingBpunda. Henning Radderebæll, einn dönsku kafaranna, segir að þeir hafi nú fúndið í flakinu farangure- rýmið þar sem aðaldýrgripimir hafi verið geymdir. riti í gær að tilraun með mótefni hafi verið gerð á einum í hópnum. Segja þeir að maðurinn, Daniel Zagury við Pierre og Marie Curie-háskólann í París, hafi þegar sýnt í þessari tilraun að við inngjöfina hafi byijað að mynd- ast ónæmi í líkama hans við eyðnivei- runni. Nömiðu bófana belnt í gildm 218 manns létu ginnast til þess að vitja auglýstra erföahluta hjá skrifstofu tryggingafélag8 í Houe- ton, en gengu þá beint í gieipar lögreglumönnum sem voru fljótir að smella á þá handjámum. Var þetta fólk eftirlýst fyTÍr alls konar afbrot, allt frá innbrotum til nauðgana, og haföi sumu af því tekist lengi að komast undan rétt- visinni. Nú sótti það að allt frá New York, Mexíkó og víðar og beint i gildru lögreglunnar, sem haföi staðið fyrir auglýsingunum, þar sem lýst var eftir hveijum og einum vegna óvitjaðra erföahluta. Fljúgandi furðu- hlutur í Kína Yfir 20 manns i Sichuan-héraði i Kína segjast hafa séð fljúgandi fúrðuhlut bera við himin um mið- nætti 7. mare og lýsa honum í laginu eins og kínverekum strá- hatti, appelsínurauðum á ht. Samkvæmt lýsingum þeirra var gripurinn í um þúsund metra hæð, og þóttist fólkið heyra frá honum hljóð þó ólíkt því, sem það kann- ast við í öugvélum. LT235/75R15 31xl0.50Rl5LT 35x12.50R15LT LT255/85R16 32xll.50R15LT 31x10 50R16.5LT 30x9.50R15LT 33xl2.50Rl5LT 33xl2.50R16,5LT /VI4RTsf Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. Jeppadekkin sem duga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.