Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Utlönd Ein af sígildari dægradvölum verk- fræðinnar hefur verið heilabrot um það hvað verða mætti Skakka tum- inum í Pisa til bjargar frá því að falla alveg ó hliðina. Mönnum hefur nefnilega lengi verið kunnugt að halli hans vex ár frá ári og stefnir til þess, þótt ekki sé hallaaukningin mjög mikil á ársgrundvelli, að ein- hvern tíma taki þ>Tigdarlögmálið af skarið. Ný viögerðaráætlun Enn einu sinni hafa verkfræðingar lagt fram áætlun um úrræði til að afstýra því að þessi 800 ára gamli tum velti um koll. Þessi róð reikni- meistaranna hafa verið samþykkt af landsyfirvöldum í Röm, en þá bregður svo einkennilega við að íbú- amir í Pisa eru þessu hreint ekki eins fegnir og flestir mundu ætla. Hefði þó einhverjum þótt eðlilegt að þeir fögnuðu því ef þessu fræga kennileiti yrði bjargað frá glötun, því að fáir mundu vita af því að finna mætti bæinn Pisa einhvers staðar á landabréfinu ef ekki væri fyrir Skakka tuminn margfræga. Margra alda verkfræðiþraut En það hefur sem sé öldum saman valdið byggingameisturum, jarð- fræðingúm og fleiri reiknimeisturum heilabrotum hvers vegna Skakki tuminn hefur ekki fvrir löngu oltið á hliðina eða hvemig mætti afstýra því að hann hallaði enn meira undir flatt. Þessi klukkutum hefur ger- samlega hundsað öll þyngdarlögmál og hefur þar á ofan staðið af sér ýmsar hamfarir jafnt af nóttúrunnar sem mannanna völdum, og það allar götur frá því að smíði hans hófst árið 1173, samtímis byggingu hinnar tignarlegu dómkirkju Pisa. Tíðir jarðskjálftar hafa hrikt í und- irstöðum tumsins. Fyrir til dæmis tveim órum nötraði turninn í hálfa klukkustund eftir snarpan jarð- skjálftakipp. En hann stóð það af sér rétt eins og hann stóð af sér grimmi- Prófessor Giuseppe Toniolo við Skakka turninn í Pisa sem hallast meir og meir ár frá ári. simamynd Reuter Róm ætlar að bjarga Skakka tuminum fiá því að detta alveg lega stórskotahríð Bandaríkjahers 1944, sem þó eyðilagði gotnesk lista- verk og lágmyndir í kirkjugarðinum aðeins tvö hundruð metra í burtu. Fyrri ráð verri en engin Fyrri velviljaðar tilraunir til þess að stemma stigu við meiri halla tumsins hafa reynst verri en árang- urslausar. Vinna til þess að styrkja turninn árið 1838 gerði ekki annað en auka enn á halla hans. Árið 1932 var gripið til þess að veita neðan- jarðará þarna á svæðinu í nýjan farveg til þess að stöðva hallann, en þá tók ekki betra við. Jókst upp úr því hallaaukningin enn hraðar uns hún komst upp í 1,25 millímetra á ári, eins og hún hefur verið síðan. Um eitt hafa verkfræðingar verið sammála varðandi þennan furðu- tum, þar sem Galileo Galilei ungur maður vann við tilraunir sínar varð- andi þyngdarlögmálið, að við svo búið má ekki öllu lengur standa. Eða að Skakki tuminn muni ekki standa öllu lengur ef ekki verður eitthvað gert til þess að stemma hann af. Árið 1971 efndi Ítalíustjóm til al- þjóðlegrar samkeppni um úrræði til þess að stöðva hallann. - Tuminn hallar orðið rúma fimm metra frá lóðlínu. Fá turninn á heilann Hugmyndir em enn að streyma inn. Prófessor Giuseppe Toniolo, sem hefur yfirumsjón með varðveislu tumsins, dómkirkjunnar og annarra mannvirkja við þetta fræga torg í Pisa, á í fórum sínum stórar möppur troðnar af slíkum tillögum sem bor- ist hafa frá Kína, Indlandi og eigin- lega öllum heimshomum. Ófáar þessara tillagna em frá ferðamönn- um sem heimsótt hafa Pisa og orðið svo uppnumdir af vandamálinu að þeir hafa ekki vikið því úr huga sér íyrr en þeim datt eitthvert snjallræð- ið í hug til lausnar því og sendu hugmynd sína til Pisa löngu eftir að þeir vom komnir heim. „Fólk víða um heim hefúr orðið gagntekið af tuminum og hann hef- ur orðið þeirra hjartans mál. Það hefúr gert af honum líkön og lagst í verklegar tilraunir og grúsk með gífurlegum útreikningum í leit að lausn,“ segir prófessorínn. - Margar af hugmyndunum, sem fæðst hafa af þeim heilabrotum, láta ekki of viturlega í eyrum. Þar á meðal er tillaga um að reisa annan tum sam- hliða þeim Skakka og tjóðra þann gamla við hann. Önnur fól í sér að taka Skakka tuminn sundur stein fyrir stein, merkja vandlega hvem þeirra og pússla honum síðan saman aftur á traustari undirstöðu. Og svo enn fleiri ámóta gáfulegar. Reisa stálgrind til stuðnings og styrkja með steinsteypu Svo fór loks að landsyfirvöld skip- uðu nefhd ítalskra verkfræðinga til þess að glíma við þessa þraut, og þeirra úrlausnartillaga var síðan samþykkt núna í janúar í vetur. Sú áætlun gerir ráð fyrir að reist verði stálgrind líkt og stillansar utan um tuminn upp hann miðjan (en hann er 56 metra hár) og á hún að taka eitthvað af þunganum til burð- ar af tuminum, sem vegur 14.200 smálestir. Síðan væri unnt að hefjast handa við að styrkja sjálfa tum- bygginguna með steinsteypu og öðru, sem þó mundi ekki breyta hon- um í útliti. Það liggur nefhilega ljóst fyrir að byggingameistarar 12. aldar hafa fallið í þá sömu freistni og margir starfsbræður þeirra á síðustu tímum, að spara til byggingarefnis- ins, og því er innri hlið tumveggj- anna veikbyggðari en sú ytri. Einn þáttur þessarar áætlunar felur í sér að grafa í sandinn undir tuminum og steypa styðjandi steinsteypuhring umhverfis undirstöðuna. Verkfræð- ingamir ætlast til að tuminn verði réttur af um 0,7 gráður og hallinn síðan stöðvaður. Hallinn verður sem sé ekki réttur alveg af, svo Skakki turninn haldi áfram réttnefhi og verði áfram aðdráttarafl ferðafólks. En nú kvíða íbúar Pisa að þessar viðgerðarframkvæmdir við tuminn þeirra verði til þess að torgið fræga, sem hann stendur við, verði upprifið og ófrágengið árum saman, sem muni síðan fæla ferðafólk frá. Þetta torg heitir raunar í dag „Plazza dei Miracoli", sem þýðir torg krafta- verkanna og þykir sannnefni. Þúsundir flýja hungrið og stríðið í Mósambik í hverjum mánuði streyma um tvö hundruð fióttamenn frá Mósambik til norðausturhluta Zimbabwe og álíta hjálparstarfsmenn að fyrir árs- lok muni þeir verða orðnir allt að tólf þúsund. Flóttamennimir, sem em að flýja striðið milli stjómarhersins og skæruliða, bætast í hóp fjörutíu og átta þúsund annarra flóttamanna sem hafast við í búðum sem Samein- uðu þjóðimar hafa komið upp í Zimbabwe. Upphaflega var gert ráð fyrir að Mazowe flóttamannabúðimar í norðausturhluta Zimbabwe gætu rúmað sex þúsund manns en nú er verið að stækka þær til þess að geta tekið á móti sex þúsund í viðbót. Ráðgert er að opna nýjar flótta- mannabúðir í suðausturhluta lands- ins til þess að geta tekið á móti enn fleiri flóttamönnum. Margir deyja á leiðinni Það em dæmi þess að flóttamenn- imir gangi fleiri hundmð kílómetra frá stíðsherjuðum svæðum til flótta- mannabúðanna. Ekki kornast þó allir á áfangastað og deyja sumir úr hungri eða vegna sjúkdóma á leið- inni. Móðir nokkur lagði upp með bömin sín sex frá miðhluta Mósam- bik í von um að komast til Zimbab- we. Eftir hundrað kílómetra göngu höfðu öll bömin látist. Flóttamenn- imir kunna einnig að greina frá þrengingum þroskahefts og munað- arlauss drengs. Hann varð viðskila við bræður sína á Ieiðinni en tókst samt að komast til flóttamannabúð- anna. Ástand hans hefur ekki batnað við þær aðstæður sem hann býr við núna. Hjálparstarfsmenn hafa á orði að þeir geti séð flóttamönnunum fyrir helstu nauðsynjum. Þeim sé aftur á móti ekki unnt að segja þeim hvað framtíðin ber í skauti sínu og mesta vandamálið sé í raun og vem sú til- finning flóttamannanna að þeir geti sjálfir ekki haft nein áhrif á hana. Bráðabirgðaheimili Mozawe flóttamannabúðimar em nokkurs konar bráðabirgðaheimili Mósambikbúa sem bíða eftir að því að stríðinu í heimalandi þeirra, sem staðið hefúr í ellefu ár, ljúki. Mósambikbúar hafa einnig í þús- undatali streymt til Zambíu, Swasi- lands, Suður-Afríku og Malawi. I búðunum em níu þorp og sam- tals em um sautján hundmð heimili í búðunum. Þar fer fram kennsla á mörgum skólastigum, stunduð er maísrækt og bómullarrækt og tré- smiðir, jámsmiðir og múrarar kenna flóttamönnunum iðn sína. Margar vestrænar hjálparstofhanir ásamt Alþjóða Rauða krossinum og hjálp- arstofnun kaþólsku kirkjunnar í Zimbabwe leggja sitt af mörkum til reksturs flóttamannabúðanna. Fjórar til sex milljónir Mósambik- búa koma til með að horfast í augu við hungur á þessu ári og þegar hef- ur verið send beiðni út um allan heim um þrjú hundruð þúsund tonn af matvælum og öðrum nauðsynjum. Móðir þessi er ein níu þúsunda flóttamanna í Mazowebúðunum í Zimbab- we. Hafa þeir allir flúið stríðið og hungrið í heimalandi sínu, Mósambik. - Simamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.