Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. 37 Sviðsljós Jesse kyssir Ólyginn sagði. Hvort Jesse Jackson kyssir yfirleitt vel er ekki gott að segja en alltént er Ella Fitzgerald ekkert yfir sig hrifin af frammistöðu kappans. Kossinum var útdeiit á Waldorf Astoria í New York. Tilefnið var úthlutun Robieverðlaunanna til Ellu fyrir störf að mannúðarmálum - frá hendi Jackie Robin- son sjóðsins. Eftir kossinn var borinn fram kvöldverður á hótelinu. stendur nú í ströngu við að selja gamla húsið sitt í Beverly Hills sem hann byggði endur fyrir löngu. Hann hefur ekki búið í lengri tíma í húsinu heldur i öðru stærra. Sinatra verðlagði húsið einni milljón dollara dýrara en fasteignasalinn ráðlagði honum því að hann þóttist fá það mikið fyrir nafnið eitt - að Frank Sinatra hefði átt og búið í húsinu. Það kom á daginn að dæmið gekk ekki upp. Verðið var of hátt, hann varð að lækka það um eina milljón dollara. Þrátt fyrir það hef- ur húsið ekki enn selst. Clint Eastwood er nú aðalefnið I gróusögubók sem væntanlega verður gefin út ef einhver útgefandi fæst til að taka bókina að sér. Það er Lipp- man nokkur sem er ólmur i að breiða út kjaftasögur um leikarann fræga á prenti og snúast þær flestar um það að Clint Eastwood haldi við hinar og þessar konur. Sjálfur Clint vill ekkert láta hafa eftir sér um þessi mál og segir þetta hina mestu fjarstæðu. Vin- um hans þykir uppátækið með endemum þvi þeir segja Cli.nt vera rólegan mann sem ekki sé fyrir svona hluti. Frá þvi hann skildi við konuna sína fyrir mörgum árum hefur hann ávallt sést með sömu konunni, Sondra Locke, og að sögn fer vel á með þeim. Richard Prior er loks kominn í leikstuð aftur og upptökum á kvikmyndinni Critical Condition er lokið en í þeirri mynd leikur Prior lækni nokkurn á geð- sjúkrahúsi. Myndin er i laufléttum dúr, eins og Priors er von og vísa, og geng- ur myndin út á að Prior villist inn á sjúkrahúsið á röngum forsend- um með tilheyrandi uppákomum og atvikum. Að öðru leyti á kvik- myndin að vera þannig gerð að hún styðjist við raunveruleikann að miklu leyti en sé ekki algjört rugl. Skartgripir Windsoranna Vinsælustu slúðurdálkahjón allra tima - hertogahjónin af Windsor. í byrjun aprílmánaðar verða ýmsir skartgripir hertogaynjunnar af Winds- or á uppboði hjá Sothebys í Genf og þar á meðal Cartierhálsmenið sem frúin ber á meðfylgjandi Reutermynd. Annars er myndin tekin árið 1953 í kvöldverðarboði sem haldið var i Versölum og sýnir hún Windsor- hjónin mæta á staðinn - að sjálfsögðu í sparifötunum. Prinsinn var á sinum tíma þekktur fyrir glæsilegan klæðaburð og eiginkonan var eng- in beiningakerling heldur. Þau hjónin áttu engin börn en Diana prinsessa mun hafa erft eitthvað af skartgripum frúarinnar - þó ekki umrædda hásfesti sem ekki verður föl fyrir neina smáaura á uppboðinu. Lee Remick og Tate Donovan í hlutverkum sinum sem móðir og sonur. Lee Remick á heimavelli Nýjasta hlutverk Lee Remick er skvlt þeim fvrri sem hún hefur tekið að sér - hún leikur konu sem hefur lítið vald á tilfinningum sínum og lætur þær ráða athöfnum - jafnvel þótt það kosti aðra lífið. Hún túlkar Frances Schre- uder sem var árið 1982 dæmd í ævilangt fangelsi fvrir að neyða átján ára gamlan son sinn til þess að myrða aldraðan föður hennar. Astæðan fyrir verknaðinum var að hún óttaðist að hann myndi strika nafn sitt út úr erfða- skránni. Aðspurð um skilning hennar á manneskjunni Frances sagðist Lee ekki telja hana hafa jákvæða og mildandi eiginleika - hún félli ekki í þá gryfju til þess að fá samúð áhorfenda. Þeirri spurningu hvort hún hefði heimsótt konuna í fangelsið svaraði Lee neitandi - taldi það ekki þjóna neinum til- gangi, ekki síst vegna þess að konan hefði til þessa ekki fengist til þess að játa á sig verknaðinn. Aðstoð við böm og unglinga Diana prinsessa er verndari Dr. Barnardos Highclose School þar sem yfir fimmtiu börnum og ungling- um er veitt aðstoð í baráttu við félagslega eða likamlega fötlun - og reyndar forseti styrktarsamtaka að auki. Á meðfylgjandi Reutermynd ræðir hún við stúlku með Dawns Syndrome - eða mongólisma - i opinberri heimsókn til skólans sið- astliðinn föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.