Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórí: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Örir á annarra fé Nýjustu verðbólgutölur benda til, að rætast muni spá Þráins Eggertssonar prófessors um 40% verðbólgu í lok þessa árs. Hún var komin niður í 12% undir lok síðasta árs, en er nú komin á skrið á nýjan leik og mældist 23% 1. marz á mælikvarða vísitölu framfærslukostnaðar. Veigamesta skýringin á þessari skyndilegu öfugþróun er, að ríkisstjórnin hefur misst tök á fjármálum ríkis- ins. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur bent á, að þensluhalli ríkisfjárlaga þessa árs sé röskir fimm millj- arðar eða næstum 4% af landsframleiðslunni. Seðlabankastjórar vöruðu líka við þessu í lok síðasta árs. Þeir sögðu: „Halli ríkissjóðs í ár og á hinu næsta á sér stað þrátt fyrir mikið góðæri og hlýtur því að telj- ast til marks um grundvallarveilu í ríkisfjármálum.“ Þjóðhagsstofnun, sem jafnan þykir höll undir ríkis- stjórnir, hefur einnig þorað að æmta. „Betra jafnvægi í opinberum fjármálum og peningamálum er forsenda ...“ þess, að hægt sé að nota hin hagstæðu ytri skilyrði þjóðarbúsins til að varðveita árangurinn. Góðærið hefur fært okkur verðhrun á innfluttri olíu, góðan afla og verðhækkanir á útfluttum sjávarafurðum. Til skamms tíma færði það okkur einnig sæmilegt sam- komulag á vinnumarkaði um skiptingu gróðans á þann hátt, að lífskjör almennings bötnuðu verulega. Þótt góðæri sé gott, getur það haft óþægileg og jafn- vel hættuleg hliðaráhrif, ef ríkisstjórnin gætir sín ekki. Góðæri veldur nefnilega þenslu í þjóðfélaginu, sem veld- ur skorti á vinnuafli, er síðan veldur launaskriði og loks auknum innflutningi á vöru og þjónustu. Ríkisstjórnin má alls ekki magna þessa þenslu með fimm milljarða þensluhalla á fjárlögum. Ríkið verður að fresta framkvæmdum, þótt þær séu taldar mikilvæg- ar og jafnvel nauðsynlegar. Það verður að neita sér um að fjármagna ýmis gæluverkefni og niðursetninga. Ríkisstjórnin getur neitað sér um að leggja fé til að halda steinullarverksmiðju á floti eitt ár í viðbót. Hún getur frestað að bora göt í fjöll til að leggja þar vegi. Hún getur unnið skipulega að afnámi fjárhagslegra af- skipta hins opinbera af landbúnaði. Þetta eru örfá dæmi. Á núverandi ríkisstjórn sést eins og öðrum slíkum, að jafnan er torvelt að fara sparlega með annarra fé, í þessu tilviki skattgreiðenda. Sérstaklega vill það reyn- ast erfitt á kosningaárum, þegar freistingar sækja að veiklunduðum og skelkuðum stjórnmálamönnum. Ofan á venjulegar freistingar kosningabaráttunnar leggst að þessu sinni órói á vinnumarkaði opinberra starfsmanna. Hætt er við, að ríkisstjórnin sem vinnu- veitandi leiðist til meiri eftirgjafa en ella til að kaupa sér frið og vinsældir hjá starfsfólki, í stað óvinsælda. Ríkisstjórnin hefur lyft verðbólgunni úr 12% í 23% með því að efna til fimm milljarða þensluhalla á fjárlög- um ríkisins á þessu kosningaári. Ef ekki er að gert í tíma, fer sveiflan í 40% verðbólgu í árslok. Frekari at- kvæðakaup munu enn magna skrið verðbólgunnar. Sorglegt er, að ríkisstjórn, sem fór vel af stað og náði verðbólgunni niður í nágrenni við þær tölur, er tíðkast í nágrannalöndunum, skuli missa stjórnina úr höndum sér á síðustu mánuðum fyrir kosningar, af því að hún hefur ekki kjark til að segja fólki sannleikann. Flest bendir til, að ríkisstjórnin muni ekki bera gæfu til að fá um sig betri eftirmæli en þau, að fjármála- óstjórn hennar sjálfrar hafi komið í veg fyrir, að þjóðinni tækist að hagnýta sér góðærið sem skyldi. Jónas Kristjánsson „Vextir og afborganir af erlendu lánunum eru ekkert annaö en tollur á lifskjör unga fólksins sem þarf að skapa verðmætin í framtíðinni og greiða niður lánin.“ Rétt skráð gengi - engin skuldasöfnun Byggðastefna unga fólksins Markmið byggðastefnu unga fólksins er að ungt fólk eigi raun- hæfan kost á því að setjast að á landsbyggðinni. Frumskilyrðið fyrir því að slík tækifæri geti verið fyrir hendi er að hin almenna efhahags- stefna mismuni ekki atvinnulífinu á landsbyggðinni. Hér skiptir mestu máh að skrá gengi krónunnar rétt og safiia ekki erlendum skuldum. Útflutningurinn á landsbyggð- inni Byggðastofnun gaf nýlega út rit, Byggð og atvinnulíf 1985. Þar kemur fram að af mannaflanum í þjónustu- og verslunargreinum er 30%-35% á landsbyggðinni en um 65% af mann- afla útflutningsgreinanna. Skiptir Kjallaiiim Vilhjálmur Egilsson formaður SUS innanlands við gjaldeyrisöflunina. Rangt skráð gengi rýrir afkomu út- flutningsgreinanna og þær geta ekki staðið undir samkeppnisfærum lífs- kjörum á landsbyggðinni meðan innflutningsgreinamar hagnast tímabundið i skjóli óeðlilega lágs verðs á gjaldeyri. Rangt skráð gengi leiðir því til meiri innflutnings, minni útflutrdngs, viðskiptahalla og skuldasöfiiunar erlendis. Við getum líka snúið dæminu við. Ef við söfhum erlendum skuldum þá streymir erlent lánsfé inn í landið og skapar eyðslugetu án samsvar- andi verðmætasköpun. Það leiðir til uppgangs í ýmsum greinum verslun- ar, þjónustu og framkvæmda sem helst kemur fram á höfuðborgar- svæðinu. Þar með sogast vinnuaflið og fjármagnið frá landsbyggðinni. Kostnaði útflutningsgreinanna er hleypt upp vegna aukinnar sam- keppni um vinnuafl, fjármagn og þjónustu og þessir atvinnuvegir lenda í klemmu og samdrætti. Á meðan eykst innflutningurinn vegna falskrar eyðslugetu og með skulda- rangri gengisskráningu og skulda- söfnun erlendis. Þetta er frumþáttur í byggðastefnu unga fólksins. Skuldirnar tollur á lífskjör unga fólksins Erlend skuldasöfnun skiptir líka máli af öðrum ástæðum. Erlendu skuldimar námu um síðustu áramót upphæð sem svarar um 1300 þúsund- um á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu og vaxtagreiðslur til útlanda eru í heild um sex milljarðar eða svipuð upphæð og allur álagður tekjuskattur áður en bamabætur em dregnar frá. Vextir og afborganir af erlendu lánunum em ekkert annað en tollur á lífekjör unga fólksins sem þarf að skapa verðmætin í framtíðinni og greiða niður lánin. Ýmsir segja að margt hafi verið gert fyrir lánin og þess vegna hafi verið rétt að taka þau. Við stæðum þó mun betur ef allar fjárfestingar okkar hefðu verið fjármagnaðar með innlendum spam- aði í stað þess að brenna sparifé landsmanna upp á báli verðbólgunn- ar. „Afkoma útflutningsgreinanna, allt frá sjávarútvegi til ferðaþjónustu, ræður úr- slitum um það hvort atvinnulífið á lands- byggðinni er samkeppnisfært um unga fólkið.“ ekki máli í þessu sambandi hvort átt er við þjónustu á vegum einkaaðila eða opinberra aðila. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið er þjónustu- og verslunarmiðstöð landsins. Þessi staðreynd þýðir líka að upp- gangur í útflutningsgreinum kemur fyrst og fremst fram á landsbyggð- inni og erfiðleikar í þeim greinum koma að sama skapi niður þar. Auk- in umsvif í verslunar- og þjónustu- greinum koma svo höfuðborgar- svæðinu fremur til góða. Það er t.d. athyglisvert að á ámnum 1981-1985 fjölgaði um 3702 störf í opinberri þjónustu og stjómsýslu. Af þessum nýju störfum hins opinbera fóm 2259 eða 61% á höfuðborgarsvæðið en 1443 eða 39% á landsbyggðina. Tvær hliðar á sama peningn- um Afkoma útflutningsgreinanna fer eftir því m.a. hvemig gengi krón- unnar er skráð í ljósi kostnaðarins söfhun erlendis kemur því viðskipta- halli eins og dagur fylgir nótt. Röng gengisskráning og skulda- söfnun erlendis em því tvær hliðar á sama peningnum. Höldum áfram á réttri leið í fyrra tókst í fyrsta sinn síðan 1978 að ná hallalausum utanríkis- viðskiptum og skrá gengi krónunnar rétt. Umskiptin fyrir útflutningsat- vinnuvegina vom algjör og sjávar- útvegsfyrirtæki gátu nú í fyrsta sinn byrjað að greiða niður lánin. Mikil- vægt er að halda áfram á sömu braut á þessu ári. Gengi krónunnar er rétt skráð og því má ekkert gefa eftir með skuldasöfhunina. Afkoma útflutningsgreinanna, allt frá sjávarútvegi til ferðaþjónustu, ræður úrslitum um það hvort at- vinnulífið á landsbyggðinni er samkeppnisfært um unga fólkið. Þess vegna má ekki mismuna at- vinnulífinu á landsbyggðinni með Sjálfstæði í stað styrkja Raunhæfir möguleikar verða að vera til staðar fyrir unga fólkið á landsbyggðinni ef snúa á við þróun undanfarinna ára. Með réttri geng- isskráningu og stöðvun skuldasöfn- unar er ekki verið að færa atvinnulífinu á landsbyggðinni neina styrki heldur verið að gefa fyrirtækjunum kost á því að standa á eigin fótum og keppa á jafnréttis- grundvelli um unga fólkið. Byggðastefiia unga fólksins er ekki ölmusupólitík. Unga fólkið eltir ekki styrkina heldur leitar að traust- ari framtíð þegar það stofnar heimili. Þess vegna er það helsta verkefni stjómvalda í byggðastefnu unga fólksins að reka almenna efhahags- stefiiu sem gefur atvinnulífinu á landsbyggðinni sama tækifæri og fyrirtækjunum á höfuðborgarsvæð- inu til þess að hagnast og bjóða unga fólkinu upp á aðlaðandi störf. Vilhjálmur Egflsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.