Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. 33 DV Menning Gunnar Karlsson - Smalastúlkan, olía á striga, 1985. Einsær tvíæringur FÍM-sýningin að Kjarvaisstöðum Hinar risavöxnu haustsýningar FlM virðast nú endanlega fyrir bí enda er nú nánast ógjömingur að bjóða hinum rúmlega eitt hundrað félagsmönnum til samsýningar einu sinni á ári hverju. I staðinn eru FIM- arar að prófa sig áfram með breyti- legt fyrirkomulag á sýningum, með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að halda sam- sýningar á tveggja ára fresti, efna til sérstakra boðsýninga, jafhvel óformlegra sumarsýninga, og nú stendur yfir sýning er nefhist „Tví- æringur FÍM 1987“ að Kjarvalsstöð- um. Áður fyrr gerði maður talsvert miklar kröfur til hinna árlegu FIM- sýninga, ætlaðist til þess að þær gæfu marktæka mynd af ástandi og horfum í íslenskri myndlist á hverj- um tíma. Nú, þegar meirihluti starfandi listamanna tekur ekki þátt í samsýn- ingum FÍM, er auðvitað ekki nokkur leið að gera þessar kröfur til þeirra. Sem er út af fyrir sig alveg ágætt. Þar með getur maður gaumgæft samsýningar FIM með sama hugar- fari og aðrar samsýningar úti í bæ, litið á þær sem tilviljunarkennt sam- ansafri nýlegra myndverka af ýmsum toga, haft ánægju af góðum verkum en horft framhjá slökum. Kurteisleg Sýningarskráin upplýsir ekki hvemig staðið var að vali lista- manna til þessa tvíærings nema hvað meira ber á yngri kvnslóð FÍM- ara en á mörgum fyrri samsýningum félagsins. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Alls eru sýnendur 29 talsins en verkin 97: málverk, teikningar, graf- ík, blönduð verk og skúlptúr. í heildina séð er þetta fremur kiut- eisleg sýning sem ekki ætti að koma neinum í opna skjöldu. Ef undan skilin eru verk eftir þá Pétur Stefánsson og Bjama Þórar- insson er varla hægt að segja að malerísk villimennska sé á dagskrá hjá sýnendum. En það verður líka að segjast að á henni er fátt sem er beinlínis vont sem gefur tilefni til að álvkta að sýningamefndin hafi unnið starf sitt af kostgæfni. Þótt engum komi hún í opna skjöldu em á sýningunni verk sem koma ánægjulega á óvart. Mér finnst til dæmis full ástæða til að bjóða Arnar Herbertsson vel- kominn til leiks með' „and-helgi- myndir“ sinar en nú em mörg ár liðin frá því þessi sérstæði listamað- ur sýndi síðast verk sín. Sigurður Örlygsson kemur líka hamramur út úr þessari sýningu. Þrjú glæný verk eftir hann hanga fyrir gafli í salnum. Þau em fram- hald á flekunum miklu á einka- sýningu Sigurðar í fyma og benda til þess að listamaðurinn sé í æ rík- ari mæli farinn að velta fyrir sér ráðrúmi í landslaginu. Stílhrein og margræð Það er líka nýnæmi að málverkum Margrétar Jónsdóttur sem virðist vera að þróa dálítið fjarstæðu- kennda myndveröld. ólíka öllu öðm sem málað er hér á landi. Málverk Eyjólfs Einarssonar mynda einfalda en magnaða heild. Listamaðurinn virðist hafa lagt skæm litunum og kompónerar nú með dökku í dökkt. Ása Ólafsdóttir er hér með verk úr blandaðri tækni sem hún sýndi áður í Galleríi Hallgerði. Þetta em fíngerð, stílhrein og margiæð verk sem eflaust þola talsverða stækkun. Loks má ég til með að geta Sigurð- ar Þóris. sem er hér upp á sitt allra besta, Kristínar Jónsdóttur, sem sýnir lágvær og fölskvalaus ljóð úr ull. bleki og öðrum efnum, og Rutar Rebekku, sem er komin út úr þeirri formrænu spennitreyju sem hún not- aði áður en málar nú frítt, mjúklega og með mikilli tilfinningu fyrir hin- um margháttuðu blæbrigðum lit- anna. Skúlptúrinn á sýningunni er ekki mikilla sanda en er þó engum til skammar. Sem sagt, virðingarverð FÍM-sýn- ing og gleðigjafi í vetrarveðrum. -ai LYFTARAR ATH! IMýtt heimilisfang Eigum til afgreióslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörum 16, simar 82770-62655. VOLVOSALURINN SKEIFUNN115. S. 35200 Volvo 245 GLT ðrg. 1982, ekinn 82.000 km, sjálfsk., m/vökvast., 6 cyl., 155 hö., rafmrúöur, sport- felgur. Veró kr. 495.000,- Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn 51.000 km, sjálfsk., m/vökvast., blár. Verö kr. 420.000,- Volvo 244 DL árg. 1982, ekinn 75.000 km, beinsk., m/vökvast., beige, góöur bíll á góóum kjörum. Verö kr. 350.000,- Volvo 245 DL árg. 1982, ekinn 66.000 km, rauöur, beinsk., m/ vökvast., toppbíll. Veró kr. 415.000,- Volvo 244 DL árg. 1982, eklnn Volvo 245 GL árg. 1980, eklnn 75.000 km, beinsk., m/vökvast., 82.000 km, sjálfsk., m/vökvast., Ijósbrúnn. Verð kr. 350.000,- Ijósblár metal. Verö kr. 330.000,- Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn 119.000 km, silfur metal, sjálf- skiptur, m/vökvastýri. Verð kr. Subaru 1800 GL station, árg. ekinn 83.000 km, rauöur metal., beinsk., góö kjör. Verö kr. Volvo 343 GLS árg. 1982. Ekinn 48.000 km. Blár metal, beinskiptur, sumar-/vetrardekk. Verö 290.000.- Datsun Sunny station árg. 1984. Ekinn 54.000 km. Sjálfskiptur, blár metal. Góóur bíll á góöum kjörum. Verð 350.000.- 390.000,- 370.000,- Vegna mikillar sölu undanfarið vantar bíla á staðinn. ★ Nýjar hugmyndir. ★ Góð kjör. ★ Úrval notaðra bíla ★ Heitt á könnunni. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00. VOLVOSALURINN SKEIFUNNI 15, SÍMI 35200 - 35207.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.