Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Menning s 'i ■<. Söngsveitin Fílharmónia á æfingu. „Vöntun á taktvísi' Catulli Carmina Tón'eikar Söngsveitarinnar Filharmóniu í Háskólabiói 15. mars. Stjórnandi: Smári Ólason. Einsöngvarar: Gunnar Guðbjörnsson og Elin Ósk Óskarsdóttir. Á efnisskrá: Carl Orff: Catulli Carmina, Ludi scaeinici. Fyrir þá sök að hafa verið eini „framúrstefnumaðurinn" sem menn- ingarpólitískir leiðtogar Þriðja ríkisins gátu unnt að starfa nokkum veginn óhindrað hefur Carl Orff mátt þola margan sleggjudóminn. Svo óheppilega vildi til að einmitt á þeim tíma urðu þáttaskil í tónsköp- un hans. Hann leitaði þá hins foma frums í tónlistinni. Hann þóttist finna það í miðaldakveðskap, í ljóð- um á gullaldarlátínu, fomgrískum leikjum og í asískum slaghljóðfærum og taldi sig byggja á því með sínum sterku, einföldu hljómrænu dráttum og harðslæga hryn, sitt eigið sér- staka og frumlega tónlistarform. Svo bókstaflega tekinn Kannski var það vegna hinna póli- tísku náðar, sem hann naut á óheppilegasta tíma, að svo margir áttu erfitt með að líta hann óhlut- drægum augum og gátu í besta falli samþykkt tónlistamppeldislegar kenningar hans sem settar vom fram í Schulwerk. Síðan átti fyrir þeim kenningum að liggja að verða svo bókstaflega teknar af mörgum hrein- trúarmanninum (fyrir kláran mis- skilning), einkanlega kennsludæmin byggð að hluta á grimmilegum söngvum úr Þrjátíu ára stríðinu, að það hefur leitt af sér skammaryrðið „orffiskt". Þótt kynni mín af mann- inum yrðu ekki önnur en þau að hnakkrífast við hann eina dagstund um notagildi kenninga hans, þegar sjúkur eða vanþroska hugur væri annars vegar, urðu þau þó til að auka stórum virðingu mína fyrir Tónlíst Eyjóifur Melsted tónskáldinu og manninum Carli Orff. Hvorki varið né útskýrt Sviðsleikurinn byggður á kvæðum Catullusar er dæmigert Orff verk. Djarfur textinn er undirstrikaður og stundum ýktur með dráttum hryns tónlistarinnar. Hér var hann fluttur í konsertuppfærslu og áheyrandan- um látið nægja að gera sér í hugar- lund hvemig erótískar senur, fysnar, trega og harmaljóðanna skyldu upp byggjast. Þrískiptur kórinn er þungamiðjan og meðleikinn annast sextán slaghljóðfæri, þar af fjögur píanó. Einsöngshlutverkin em Cat- ullus, skáldið, og Lesbía, ástkonan alræmda. Þar um em klárar línur og engin tilraun gerð til að verja eða útskýra neitt. Af skorti á sjálfsaga og sleifarlagi Óneitanlega var gaman að sjá og heyra unga og upprennandi slag- verkamenn leika með. Þeir skiluðu skrifuðum nótum mestanpart rétt- um, en skorti óneitanlega það bit, sem „orffiskan" útheimtir. En sama átti við um kórinn á stundum. Því miður sannaðist hér hið fomkveðna að taktvísi er langt því frá sterkasta hliðin á tónlistarhæfni íslendinga. Ekki var um að kenna slælegu slagi stjómanda eða skorti á bendingum af hans hálfu - fremur skorti á sjálfe- aga einstakra kórlima og sleifarlagi. Ljósasti geislinn Þáttur slagharpanna var hins veg- ar af betra taginu. Sama má um einsönginn segja. Að vísu fannst mér Elín Ósk syngja með næstum því einum of blíðlyndislegum raddblæ, en hún skilaði þessu öllu saman vel. Gunnar Guðbjömsson sýndi hér hversu feiknavel honum miðar yfir- leitt, einkum þó við úrvinnslu raddar sinnar. Músíkalítetið er eftir einsöng hans að dæma í besta lagi og var raunar söngur hans ljósasti geislinn sem á þessum tónleikum skein. Það er þakkarvert að ráðast í að flytja Orff verk eins og Fílharmónía gerði á þessum tónleikum. Að mörgu leyti vom tónleikamir vel undirbúnir, meðal annars með snoturri og vel unninni efnisskrá, svo að til fyrir- myndar var, en mætti ég biðja um svolítið meira af krassandi „orf- físku“ næst. -EM Vetrarferðin Tónleikar Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar á vegum Tónlistartélagsins í Austurbæjarbiói 14. mars. Efnisskrá: Franz Schubert Winterreise. Það var með mikilli eftirvæntingu að ég fór að hlýða á þá félagana Jónas Ingimundarson og Kristin Sigmundsson flytja Vetrarferð Franz Schuberts og Wilhelms Múller. Var það fyrir margar sakir og verða þær ekki tíundaðar hér, enda má hver sem vill rekja þær af mínum fyrri skrifúm. Það sem gleymdist að prenta í einfaldri en smekklega gerðri efn- isskrá fylgdu þýðingar Þorsteins Gylfasonar á ljóðabálki Wilhelms Múller. Þýðingar Þorsteins em kap- ítuli út af fyrir sig. Það sem eftir hartn liggur á þessu sviði er orðið harla mikið að vöxtum, sem út af fyrir sig hefði harla lítið gildi ef ekki væm þær undantekningarlaust miklar að gæðum. Það hefði ekki sakað að hafa frumtextann einnig prentaðan með í efnisskrá, svona rétt til að undirstrika gildi þýðing- anna og áhugasömum áheyrendum til hægðarauka. Annað gleymdist Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson „lögðu líf og sál í flutninginn". þó, sýnu mikilvægara, að prenta á efhisskrána - tilmæli um að fletta ekki nema í hléum á milli laga og að láta ógert að rísla með plaggið svo að í skrjáfaði meðan á flutningi stæði. Hin takmarkalausa virðing Það verkaði nefnilega eins og spjöll á helgistund að heyra hvemig sumir áheyrendur gátu verið að Tónlist Eyjólfur Melsted hnoðast með blessað prógrammið á milli handanna (náttúrlega alltaf mest á viðkvæmustu augnablikun- um) og er fátt meira truflandi á tónleikum, nema kannski pípið í tölvuúrunum, sem líka skal ævin- lega koma þegar verst á stendur. Já, líkt og spjöll á helgistund, því að sjaldan hefur verið jafnauðheyrt á islenskum listamönnum og á þeim Jónasi og Kristni á þessum tónleik- um með hve takmarkalausri virð- ingu fyrir viðfangsefninu sínu þeir unnu sitt verk. (Þetta minnti eigin- lega á gamla Róbert Abraham.) Enda uppskáru þeir eftir því. Stíllinn og skilningurinn var algjörlega þeirra eiginn, mótaður af langvar- andi, góðri samvinnu þeirra. Og samvinnan - fyrir henni mátti hrópa húrra. Nánast aukaatriði Það var kannski af því að tækni- legir þættir voru svo vel af hendi leystir að þeir voru þeim félögum nánast sem aukaatriði. Fyrir vikið fengu þeir lifað sig inn í túlkunina óhindrað og þeir lögðu líka líf sitt og sál í flutninginn. Ljóðaflokkinn allan fluttu þeir með góðri heildar- yfirsýn, svo að ekki er um að ræða að taka einstök ljóð út úr. Þar var flest mjög jafngott. Sitt gerði að þeir fluttu bálkinn í einni lotu, án hlés. Þannig verður hann jafiian svip- meiri. Þótt elding hafi ráðið örlögum linditrésins, sem um er ort, fyrir ald- aríjórðungi, eða meir, standa brunnurinn og hliðið enn á sínum stað, jafnódauðleg og ljóðbálkur Múllers og Schuberts. Jafnffábær flutningur hans og hjá Jónasi og Kristni lifir væntanlega líka lengi með þeim sem njóta fengu. -EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.