Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 4
50 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. ÚTBOÐ Efnisvinnsla á Suðurlandi 1987 f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Magn 49.000 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri Alex Meyja með ÚTBOÐ Súgandafjörður 1987 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, fylling 1.500 m3, neðra burðarlag 4.600 m3. Verkinu skal lokið 10. júli 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri Úthlutun úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sátt- málasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síóasta lagi 30. apríl 1987. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919 sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, sam- þykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrifstofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. rm Atvinna Laus er til umsóknar staða hafnarvarðar hjá Ólafs- fjarðarhöfn. Um er að ræða framtíðarstarf og starfsaðastaða er mjög góð. Æskilegt er að umsækjandi hafi skipstjórn- arréttindi eða starfsreynslu í sjómennsku. Nánari upplýsingar gefa form. hafnarnefndar, Óskar Þór Sigurbjörnsson, í síma 62134, og bæjarstjóri, í síma 62214. Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstofuna í Ólafsfirði rennur út 31 /3 1987. VIKAN F YRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR! VIKAN er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið heimilisrit, og býður hagstæðasta aug- lýsingaverð albra íslenskra tímarita. Kuldinn er með rakara móti daginn sem leiðin liggur til hins franska hárgreiðslumeistara Alexandre í París. Meistar- ann þarf vart að kynna. Hann er óumdeilanlega konungur hártískunnar og hefur haldið þeim titli lengi. Og það er betra að vera tímanlega því Alexandre er mjög nákvæmur og ákaf- lega upptekinn maður- vinnualki að eigin sögn og annarra. Parísarbúar þramma áfram með uppbretta kraga, hleypa í herðamar og óþreyjan eftir sumrinu lýsir úr hverju skrefi. Enda er þetta eldsnemma morguns og fæstir borgarbúar fæddir morgunhanar af guðs náð. Alexandre byrjar hins veg- ar daginn snemma og er kominn á fulla ferð þennan morgun. „Það er vegna þess að ég vil hafa nóg að gera og er að auki haldinn fullkomnunaráráttu. Enda er ég meyja með tunglið í ljóni, það er að segja hálft Ijón og hálf meyja. Sú staðreynd gerir það að verkum að helst allir skapaðir hlutir í kringum mig þurfa að vera óaðfínnanlegir. Ég vinn eins og hestur, verð helst líka að vera sjálfur í miðpunkti allra aðgerða og hætti aldrei við verk fyrr en ég er fullkomlega ánægður með árangurinn. Spákonan las í stjörnurnar Upphaflega ætlaði ég alls ekki að verða hárgreiðslumaður en langaði óskaplega til að læra tískuteiknun. Komast á toppinn eins og til dæmis Yves Saint Laurent er í dag. Þegar ég var sextán ára las spákona það í stjörnunum að óþekkt eiginkona konungs myndi gera mig frægan. Hún sagðist sjá gull og konunglegar virðingar „ ... en framhaldið er þitt eigið verk og þú færð ekkert að vita meira - nema kannski það að þú átt eftir að eiga tvö böm“. Síðar átti frú Simpson, sem varð eiginkona tilvon- andi Bretakonungs, eftir að ger- breyta lífi mínu.“ Hátignin valdi lærling Hann hóf störf hjá hárgreiðslustofu í heimaborginni St. Tropez hjá hin- um fræga Antoine þar sem viðskipta- vinirnir voru sveipaðir dýrindis refaskinnum og bám gull á hverjum fingri. Einn daginn sveif þar inn glæsileg frú sem benti á þennan fimmtán ára lærling með fasi þess sem ekki er vanur mótbárum. „Yfirmaður stofunnar kom til mín og sagði:,, Alexandre, hennar hátign, Clementine af Belgíu, vill fá að sjá þif“ Ég var látinn greiða henni og fékk hundrað franka í þjórfé. Næsta dag kom svo bílstjóri hennar hátignar í Rolls Royce með stóra súkkulaði- öskju. Frúin kom þarna svo til daglega og alltaf fékk ég það hlut- verk að greiða henni svo allir á stofunni öfunduðu mig. Þetta var prinsessan, ættingi Napóleons kon- ungs, sem þarna var enn á lífi. Og hún mætti ekki aðeins sjálf heldur sendi allar vinkonur sínar líka.“ Hjónaband og stríðsrekstur Síðan kom stríðið og þá vildi hann kvænast. Fannst það öruggara á þessum ófriðartímum. Alexandre bað fóður sinn leyfis en hann neitaði: „Þú ert svo mikið bam ennþá.“ „Móðir mín grét hins vegar og sagði mér að gera það sem ég vildi. „Hann deyr í stríðinu og ég vil eign- ast barnabörn," sagði hún milli gráthviðanna. Ég fór í stríðið og kvæntist líka og móðir mín fékk ósk sína uppfyllta í dóttur minni, Daniéle, sem er líffræð- ingur." Einn fjölskylduvinurinn var lækn- ir og gerði Alexandre að aðstoðar- manni sínum - eins konar Meðan viðtalið stendur yfir er meistari Alexandre ekki í rónni viö skrifborðið heldur hendist um herbergið. Og hann er eins og aðrir Frakkar að því leyti að hann notar hendurnar til jafns við talfærin til tjáningar. Texti og DV-myndii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.