Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 13
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 59 Mér finnst mjög gaman að þessu en það má enginn halda að ég vilji vera einhver atvinnumanneskja í þessu. Jú, auðvitað fæ ég svolítið út úr þessu sjálf en yfirleitt tek ég bara föt fyrir. Ég dreif bæði konuna hans Ragn- ars Margeirssonar og eiginkonu Eddie Krencevic (leikmaður hjá Anderlecht) með mér og þann 25. mars sýndum við í fyrsta skipti sam- an. Ingunn hefur náttúrlega sýnt heima á Islandi og eiginkona Eddie var módel í Ástralíu þannig að þær eru engir viðvaningar. Ég myndi ráðleggja stúlku, sem væri að fara út með eiginmanni eða unnusta, að læra málið, það er núm- er eitt, og síðan að koma sér sjálf áfram á sínum eigin vegum. Það þýðir ekkert að gera ráð fyrir að atvinnumaðurinn hafi tíma til að finna eitthvað fyrir okkur. Það þýðir heldur ekkert að sitja og bíða eftir honum allan daginn og ætlast til þess að hann haldi uppi einhverjum skemmtiatriðum á kvöldin þegar hann kemur loks dauðþreyttur heim. Ólöf og Arnór eiga son á níunda ári sem heitir Egill Smári. „Uppeldi sonarins hefur gengið vel,“ segir Ól- öf. „Málið kom af sjálfu sér en hann byrjaði kannski aðeins seinna að tala. Við tölum alltaf við hann á ís- lensku og íslenskan og flæmskan komu strax. Hann talar líka góða ensku og er að byrja að læra frönsku í skólanum. Auðvitað er erfitt íyrir hann að halda íslenskunni alveg þar sem hann er í erlendum skóla. Hann var þriggja ára þegar hann fór í leik- skóla og svo fór hann í skyldunám sex ára. En hann les dálítið í íslensk- um bókum; það vefst helst fyrir honum að skrifa íslenskuna. Uppeldið gekk vel en hann er ekki alinn upp eftir einhveijum sérstök- um bókum. Við leggjum áherslu á að hann komi vel fram við foreldra sína og sé kurteis. Það er mikið lagt upp úr því hér í Belgíu, ekki síst að DV-mynd Eirikur Jónsson Amóri bréf upp á Anderlecht. Ég þurfti að fara í viðtal og var þá rit- ari sendiherrans hér í Belgíu við- staddur þar eð hún átti að komast að því hvort ég kynni ennþá íslensku eftir þessi átta ár sem ég hef búið í Belgíu," segir Ólöf og hlær og bætir við: „Svo var ég strax ráðin í þetta og hlakka mikið til.“ Arnór Guðjohnsen og Olöf Einarsdóttir, nýgift og alsæl, með soninn Egil Smára á milli sín. börn séu kurteis og beri virðingu fyrir ömmum og öfum og eldra fólki yfirleitt. Egill Smári er líka mjög sjálfstæður og við höfum reynt að ala hann þannig upp,“ segir Ólöf ákveðin. Túlkur í söngvakeppninni Hvað skyldi svo vera framundan hjá Ólöfu? „Næsta verkefni hjá mér er að sjá um íslendingana sem koma hingað vegna söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Undirbúningurinn hér' hefst 28. mars en íslendingamir koma 3. maí. Ég mun verða með þeim alla þessa sjö daga sem þau verða hérna. í fyrsta lagi er ég fararstjóri og í öðru lagi túlkur. Það er mikið um blaðamannafundi og kokkteilboð og svo boð í íslenska sendiráðinu. Kvenfólkinu þarf ég að koma í hár- greiðslu og snyrtingu fyrir keppnina svo það er heilmikið að snúast í kringum þetta. Ég þarf alltaf að vera reiðubúin til að vera þeim innan handar með hvaðeina," segir Ólöf. „RTBS-sjónvarpsstöðin, sem sér um keppnina, réð mig í þetta og sendi AD SPARNAÐUR ÞINN STANDI Á TRAUSTUM GRUNNI I sparnaöi er ekkert mikilvægara en örugg og traust undirstaða. Mikil hagnaðarvon getur á svipstundu orðið að engu sé öryggið ekki tryggt. Spariskírteini ríkissjóðs eru ótvírætt öruggasta og traustasta fjárfesting sem þér býðst, því að baki þeim stendur öll þjóðin. Auk þess tryggja spariskírteini ríkissjóðs þér háa raunávöxtun til margra ára, fullar verð- bætur og þú getur selt skírteinin þegar þér hentar.Þú átt ekki kostátraustarifjárfestingu. RIKISSJOÐUR ISIANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.