Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 61 Blaðið mun standa i fylkingarbrjosti i baráttunni gegn kláminu, segir Alice Schwarzer, ritstjóri þýska kvennablaðsins Emma. Þýska húsmóðirin tilheyrir fortíðinni - segir feministinn Alice Schwarzer Þýska tímaritið Emma hélt nýlega upp á tiu ára afmæli sitt. Emma er feminískt blað og það stærsta í Evr- ópu sem kennir sig við þá stefnu. Tímaritið kemur út einu sinni í mán- uði í áttatíu þúsund eintökum og stendur fjárhagslega á traustum grunni. Alice Schwarzer, útgefandi, rit- stjóri og eini eigandi Emmu, hefur því fulla ástæðu til að gleðjast á þess- um tímamótum blaðsins. En Alice segist hafa ástæðu til að fagna fleiru en traustri stöðu Emmu. „Þýska húsmóðirin er dáin,“ segir hún, sigri hrósandi. „Hin dæmigerða þýska húsmóðir sem glöð fórnaði sjálfri sér og hugsaði um það eitt að skúra, skrúbba og bóna, elda og baka, hugsa um börn og gera eiginmanninum til hæfis heyrir fortíðinni til.“ Og skoðanakannanir sýna það svart á hvítu að þýskar konur eru í uppreisnarhug, en kvennabarátta hefur hingað til átt erfitt uppdráttar í hinu fastheldna þýska samfélagi. Vinnan númereitt „Margar þýskar konur standa að vísu ennþá í eldhúsinu, en þær eru ekki lengur ánægðar með það og láta það óspart í ljós,“ segir Alice og held- ur áfram, „og það er kvennahreyf- ingunni og skrifum Emmu að þakka að við höfum náð svo langt. Meira að segja þær íhaldsömustu úr hópi ungra kvenna eru farnar að krefjast þess að karlmennirnir axli sinn hluta ábyrgðarinnar á heimili og börnum. Og þessar konur langar einnig til að mennta sig og nýta þá menntun í starfi. Þar með eru íhalds- konur í dag farnar að tala um það sem aðeins róttækustu feministar töluðu um fyrir tíu árum. Það hefur átt sér stað hljóðlát bylt- ing meðal kvenna í sambandslýð- veldinu. í dag eru einni milljón fleiri konur virkir þátttakendur í atvinnu- lifinu, en var um 1970 þegar nýja kvennahreyfingin kom til sögunnar. Þessar konur hafa þyrpst út á vinnu- markaðinn þrátt fyrir atvinnuleysi og kreppu. Hversu margar hefðu þær ekki getað orðið ef efnahagsástandið hefði verið betra? Ég óttaðist að margar ungar konur myndu flýja kreppuna og leita skjóls í tálsýnum fjölskyldulífsins. En raunin varð önnur. í dag er vinnan efst á forgangslista allra kvenna, en fjölskyldan í öðru sæti,“ fullyrðir Alice. Klámiö blómstrar En ritstjóri Emmu sér líka slæm teikn á lofti fyrir konur og réttinda- baráttu þeirra. Klámiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. „Áður sáust klámmyndir eingöngu í sérrit- um ætluðum körlum, nú eru myndir af nöktu kvenfólki farnar að birtast í alls kyns blöðum ætluðum almenn- ingi. Og það er ekki bara kvenlíkam- inn sem slíkur sem er gerður að markaðsvöru, heldur er farið að sýna myndir af bundnum og hlekkjuðum konum, sem er misþyrmt. Bylgja sad- isma tröllríður nú öllu. Og þegar það rifjast upp fyrir manni að annarri hverri konu er einhvem tímann nauðgað og þriðja hver verður fyrir sifjaspellum, er ekkert undarlegt að konum ofbjóði. Þetta er sálfræðilegur hemaður sem miðar að því að grafa undan nýfengnu sjálfstæði kvenna. Þetta er nýi karlmaðurinn að svara fyrir sig. Klámiðnaðurinn þenst út og al- mennir miðlar eru orðnir hallari undir klám en áður. Sumir halda því fram að þetta sé spurning um frelsi, en það er ekkert frelsi að fá að niður- lægja aðrar manneskjur. Emma mun skipa sér í fremstu sveit og beijast gegn þessari þróun af öllum mætti,“ segir Alice. Róttækt kvennablað Alice segir Emmu vera feminískt tímarit og tilheyra róttækasta armi hinnar nýju kvennahreyfingar. „Við höfnum öllu tali um sérstakt eðli kvenna og um leið að til sé eitt- hvert séreðli gyðinga, svertingja eða öreiga. Kjarninn í kenningum af því tagi er hugmyndin um meðfædda kvenlega eiginleika og meðfædda karlmennsku. Okkar von er sú að einhvern tímann verði öllum mann- eskjum - körlum og konum - gert kleift að vera þær sjálfar, án þess að samfélagið sé að troða upp á þær einhverjum hlutverkum." Alice Schwarzer segir stærsta sigur Emmu vera fólginn í því að hafa lifað af óbuguð. Það er ekki síst því að þakka að við blaðið starfa atvinnumenn í blaðamennsku. „Við lærðum þetta fag í hörðum heimi karlaveldisins. Og okkur hefur tekist að búa til blað sem höfðar til breiðs hóps lesenda. Emma er í orðsins bestu merkingu almenningstímarit. Þess vegna er heldur ekki svo létt að bola því út af markaðnum. En það er reyndar kraftaverk að Emma skuli hafa komist af. Við á blaðinu - þá sérstaklega ég - höfum verið skotspónn sannkallaðra nornaveiða. Það hefur ekki farið fram nein málefnaleg umfjöllun um efni blaðsins, heldur hefur umræðan íyrst og fremst verið níð um mig sem persónu. Ménn hafa sett samasem merki á milli mín og blaðsins, þrátt fyrir að hér starfi margar aðrar konur. Því hafa menn ráðist á mig fyrir það sem þeim hefur mislíkað í blaðinu," segir Alice Schwarzer, útgefandi og eig- andi tímaritsins Emma. -snarað/VAJ W LAUGARDAGS- KYNNING AUSTAST v/STÓRHÖFÐA Kynning á hinum þekktu Revigrés vegg- og tréflísum. Kynningarafsláttur. VESTAST v/HRINGBRAUT Kynning á Hörpu- málningarvörum. Kynningarafsláttur. Sérfræðingar á staðnum OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA, KL. 10-16 LAUGARDAGA. 2 góöar byggingárvöruverslan ir, austast óg vestast i borginni. Stórhöföa, sími 671100 Hringbraut, sími 28600. VILTU S/ETTAST VIÐ VIGTINA? AUK hf. 9.169/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.