Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 17
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. 63 Lífið stíll — sýning Guðrúnar Tryggvadóttur að Kjarvalsstöðum MyndJist Sá andi í listum sem skapast hef- ur í kjölfar póstmódemismans er um margt hliðhollur áttavilltum byrjendum og lítt þroskuðum tæknifríkum. Póstmódemisminn er nokkurs konar uppgjöf gagnvart samtíman- um, sprottinn upp úr kaldhæðni vonleysisins. Þetta vonleysi stafar svo aftur af fáránleikanum í tilver- unni, til dæmis gegndarlausri fjölmiðlun og kjamorkuvá. Orkula vonar um að geta sett mark sitt á aðkreppta og hvarf- landi samtíð hafa menn gefið markvissa nýsköpun upp á bátinn, Aðalsteinn Ingólfsson en hafa þess í stað tekið upp nokk- urs konar upprifjunar- eða ívitnun- arstefnu, sem felst meðal annars í því að kompónera með stílbrigðum úr fyrri tíma listum, jafnvel að rokka á milli myndstíla og við- fangsefna. I þessari myndgerð er sjaldnast gerður greinarmunur á þýðingu og/eða innbyrðis vægi hinna ýmsu hugmynda sem gripnar eru á lofti. Markverð minni og lítilmótleg, aðalatriði og aukaatriði, fá í stór- um dráttum sömu meðferðina í myndum póstmódernista eins og David Salle eða Sigmar Polke, stjörnu síðasta Feneyjatvíærings. f slíku samkrulli tapa allir mynd- þættir náttúru sinni. En það gildir einu, svo fremi sem listamaðurinn nær að búa sér til „stíl“, sem er æðsta takmarkið. Hluti af takmarkinu Þessi þróun er vatn á myllu byrj- enda sem ekki hafa öðlast nægan þroska til nýsköpunar. Tilvísanir í aðra list og listamenn, sem áður voru álitnar hluti af lærdómnum, eru orðnar hluti af takmarkinu. Sömuleiðis geta ungir listamenn, sem hafa orðið sér úti um mikla tækniþekkingu, en kunna ekki að Guðrún Tryggvadóttir - Hetjumynd, 1986. nýta sér hana til sjálfstæðrar sköp- unar, valhoppað stefnulaust og óáreittir milli stílbrigða og mótífa, rétt eins og egóið segir fyrir um, klappaðir upp af gírugum gallerí- eigendum og nýjungagjörnum safnstjórum. Líkast til er Guðrún Tryggva- dóttir, sem nú sýnir í vestursal Kjarvalsstaða, í hópi þeirra síðar- nefndu. Á sýningu hennar eru raunsæjar myndir með sjálfsævisögulegu yfir- bragði, til dæmis kátbrosleg mynd af listakonunni berrassaðri á liggj- andi hesti, frjálslegar expressjón- ískar myndir af fólki við einhverja ódefíneraða sýslan, Jesúmyndir í sleiktum, ögn ýktum raunsæisstíl, ljóðrænar dulspekistemmur, strangflataafstraksjónir með ein- hvers konar táknrænum ívitnun- um og loks hressilegar afstrakt- myndir í expressjónískum stíl. Allt þetta gerir sýninguna ansi ruglaða, svo ekki sé meira sagt. Mikil fyrirferð Ekki fer á milli mála að lista- konan hefur burði til að fást markvisst við eitt eða fleiri þessara viðfangsefna, en veit hins vegar ekkert um hvar hún á að bera nið- ur. Sterkustu persónueinkennin er að finna í stóru afstraktmyndun- um, sem festar eru beint á veggina. Þær gætu verið sprottnar upp úr landslagi, eru málaðar með breið- um pentskúf, hratt og af einlægri innlifun. 1 tengslum við þessa sýningu hef- ur verið mikil fyrirferð á listakon- unni í fjölmiðlum og hefur hún verið óspör á alls kyns sjálfumglað- ar yfirlýsingar og gaspur, svo ekki sé minnst á gífuryrði. Hversu oft hefur ekki hljóðfæra- mál ýmissa tónleikahúsa í Reykja- vík borið á góma í greinum tónleika? Oftast hafa það verið hnútur og tilefnið því miður jafnan verið ástand slagharpnanna á staðnum. Illa varð Norræna húsið fyrir barðinu á þessu um tíma, enda tilefnið ærið. Hitt máttu menn þó vita, og var raunar einnig tekið fram í skrifum þeim, að ekki væri það ástand í samræmi við metnað þann sem forstaða hússins legði í sinningu menningarmála. Og svo fór að lokum að breyting varð á. Á sunnudegi næsta eftir jafndægur á vori var ný slagharpa vígð í Nor- ræna húsinu við hátíðlega athöfn. Almennt ánægjuefnl Fjórir mætir píanistar tóku smá- rispur á hið nýja hljóðfæri til að kynna mönnum hljóm þess og svör- un við fingraleikfimi þeirra. Reyndist þar tilefni til ánægju al- mennt. Hljóðfærið nýja svaraði prýðisvel hóglátum Bach-leik Gísla Magnússonar; Jónasi Ingimundar- syni lét vel að „syngja" eitt af tónaljóðum Schuberts á það og Martin Berkofsky gat brunað að vild fram og til baka í Liszt og fékk ágæta svörun við öllu. Hljóðfærið nýja virtist standa jafngott eftir átök Berkofskys, að minnsta kosti var ekki annað að heyra þegar Halldór Haraldsson spilaði Chopin á það á eftir. Ný blómatíð í vændum Það er ástæða til að fagna því með aðstandendum Norræna húss- ins að hljóðfæramálin skuli nú í höfn. Heldur hefur orðið jöfnuður með Reykjavík og landsbyggðinni í þessum sökum upp á síðkastið. Kammermúsíkklúbburinn varð sér til dæmis úti um ágætt hljóðfæri fyrr í vetur. En góð og vel hirt píanó ættu að vera aðalsmerki hvers þess húss sem notað er til tónleikahalds, jafnt hér í höfuð- Tónlist Eyjólfur Melsted borginni sem annars staðar. Þess má kannski geta, svona í fram- hjáhlaupi, að í Stykkishólmi vígja þeir hljóðfæri nákvæmlega sömu gerðar og Norræna húsið hefur nú fengið, rétt viku á eftir. Því ber einnig að fagna. Megi menn nú væntra nýrrar blómatíðar í músík- málum Norræna hússins og vonandi fylgja fleiri tónleikahús í kjölfarið. -EM , Það er út af fyrir sig eftirtektar- vert hve fúsir fjölmiðlar eru að kokgleypa allt það sem ýtnir lista- mnnn eða aðstandendur þeirra halda að þeim, í stað þess að freista þess að greina hafrana frá sauðun- um. Skemmst er að minnast tveggja ungra listamanna, sem búnir voru að segja mörgum íslenskum fjöl- miðlum frægðarsögur af sjálfum sér langt fram í tímann, án þess að téðum miðlum dytti í hug að grennslast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Réttast þær nú af, hinar músíkölsku vogarskálar Norræna húsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.