Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Side 14
14 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Er ramminn sprunginn? Sérkennileg orðaskipti hafa átt sér stað í fjölmiðlum milli Steingríms Hermannssonar annars vegar og Þor- steins Pálssonar hins vegar. Steingrímur hefur látið þau orð falla að tilboð Þorsteins til sjúkraliða og ríkisstarfs- manna, sem samningar við þá byggjast á, stofni verð- bólgu- og efnahagsmarkmiðum ríkisstjórnarnnar í hættu. Litlu munaði að samninganefnd ríkisins legði niður störf vegna ummæla Steingríms og Þorsteinn hefur komist svo að orði að það hefði verið rökrétt að stöðva samningana af þessum ástæðum. Það taldi hann þó ábyrgðarleysi og hefur raunar vísað ummælum for- sætisráðherra á bug og fullyrðir að tilboð sitt hafi verið innan þess ramma sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Þessi orðaskipti eru sérkennileg fyrir ýmsar sakir. í fyrsta lagi vekur það furðu að forystumenn stjórnar- flokkanna hafi ekki ræðst við áður en tilboð fjármála- ráðherra er gert heyrinkunnugt. í öðru lagi ber það ekki vott um gott samstarf eða mikla festu í ríkisstjórninni að gerð eru tilboð, sem sjálf- ur forsætisráðherra efast um að séu innan þeirra marka sem sett hafa verið í efnahagsmálum. Það er sá mála- flokkur sem stjórnarflokkarnir hafa sett á oddinn og hrósa sér réttilega af. í þriðja lagi gengur flestum illa að skilja hvernig hægt er að semja við verkalýðshreyfmguna um rétt rúmlega fimm prósent launahækkun en gera síðan ríkis- starfsmönnum tilboð um tuttugu prósent hækkun og halda að það hafi ekki áhrif á launamál á hinum al- menna vinnumarkaði. Enda hefur Ásmundur Stefánsson þegar lýst yfir því að samningarnir við opinbera starfs- menn kalli á endurskoðun almennu kjarasamninganna frá í vetur. Orðahnippingar forystumanna ríkisstjórnarinnar eru ekki traustvekjandi. Þær eru þess eðlis að almenningur hefur það á tilfinningunni að ríkisstjórnin sé hætt að stjórna en þess í stað séu foringjarnir komnir í kapp- hlaup um atkvæðin. Og það sem verra er, allt bendir til að efnahagsramminn og skorðurnár, sem settar voru til að stemma stigu 'við verðbólgunni, sé fokið út í veð- ur og vind. Ekki skal efast um góðan hug Þorsteins Pálssonar til að finna farsæla lausn á illvígri kjaradeilu. Ekki skal heldur efast um að hann hafi viljandi teflt á tæp- asta vað til að höggva hnútinn. En það er slæmt og engan veginn hyggilegt að leggja fram tilboð af hálfu ríkisstjórnarinnar, ef og þegar í ljós kemur að annar stjórnarflokkurinn undir forystu forsætisráðherrans kemur af fjöllum og vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Einmitt þessa dagana eru stjórnarflokkarnir báðir að höfða til kjósenda í krafti traustsins og stöðugleik- ans og nefna sérstaklega árangur sinn í verðbólgumál- um. En hvernig virkar sá áróður, ef nákvæmlega sömu dagana er hver höndin upp á móti annarri og þeir sjálf- ir, stjórnarflokkarnir, að karpa um hvort efnahags- ramminn sé sprunginn eða ekki? Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Kjósendur kunna svo sannarlega að meta það við stjórnarflokkana þegar þeir bundust samtökum um að skera upp herör gegn verðbólgunni. Þeir kunna og að meta þátt aðila vinnumarkaðarins í þeirri viðleitni. Þess vegna er það vatn á myllu upplausnarafla þegar Þorsteinn og Stein- grímur saka hvor annan um yfirboð og ábyrgðarleysi. Ellert B Schram „Samkeppni á frjálsum markaði er þrotiaus þekkingaröflun, og við truflum hana, ef við röskum þeirri tekjuskipt- ingu, sem leiðir af frjálsum viðskiptum." Moðið í miðjunni Kennning félagshyggjufólks um blandað hagkerfi er, að markaðsöflin eigi að skapa verðmætin, en ríkið siðan að skipta þeim eftir einhverj- um réttlætislögmálum. Aðalhug- myndafræðingur Alþýðuflokksins og fyrrverandi hagvitringur þjóðar- innar, Jón Sigurðsson, ritar til dæmis í nýlegum bæklingi flokksins, Lýðræði, jafiiaðarstefnu og mark- aðsbúskap (bls. 7): „Reynslan hefur sýnt, að öflugur markaðsbúskapur tryggir best árangur í framleiðslu og tekjumyndun. Ríkisvaldið á hins vegar íyrir sitt leyti að tryggja réttl- átari skiptingu lífsgæða en leiða myndi af taumlausum markaðs- búskap." I þessari hugsun Jóns Sigurðsson- ar og annarra jafnaðarmanna er hins vegar þverbrestur. Einstakling- amir skapa því færri verðmæti sem ríkið tekur að sér að skipta fleiri verðmætum. Því meira sem skipt er á vettvangi stjómmálanna, því minna verður til skiptanna. Það var þess vegna ekki að furða, að Fri- edrich von Hayek, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði 1974, kallaði þessa hugmynd „miðju-moð“ í fyrirlestri á íslandi árið 1980, (en hann birtist í tímaritinu Frelsinu sama ár). Hyggj- um hér að þessu moði. Ráð til aukinnar verðmæta- sköpunar Sleppum því að sinni, að við getum áreiðanlega aldrei komið okkur saman um þau réttlætislögmál, sem skipta eigi verðmætunum eftir, þeg- ar þau hafa verið sköpuð. Ef ríkið tekur að sér að skipta verðmætun- um, þá leiðir það því til þess, að við eyðum kröftum okkar í samninga um þessa skiptingu (í staðinn fyrir að skapa verðmæti) og að þeir bera síðan hæstan hlut frá borði, sem besta hafa samnningsaðstöðuna - og það er ekki lítilmagninn. Pólití- skir samningar eru líklegir til að leiða til óréttlátari tekjuskiptingar en frjálsir samningar einstakling- anna á markaðnum. Snúum okkur heldur að hinu, hvemig sköpun verðmætanna verð- ur í raun og veru háttað, ef ríkið tekur að sér að ráðstafa miklum hluta þeirra. Hagfræðingar gera greinarmun á tveimur ráðum til þess að auka verðmæt^sköpun. Þau eru hræðslan við yfirboðarana og vonin um ávinning eða með enn knappara orðalagi: vöndurinn og gulrótin. Þú getur auðvitað beitt vendinum til þess að reka fólk áfram eins og þrælahaldarar gerðu að fomu, en þú getur líka hvatt það áfram með gulrótinni. Gulrótin og vöndurinn Tvær ástæður em til þess, að gul- rótin hefur gjaman gefist betur en vöndurinn. Önnur er, að sá, sem hleypur í átt til gulrótarinnar, hleyp- ur eins hratt og hann getur sjálfur, en hinn, sem hleypur undan vendin- um, hleypur aðeins á hraða yfirboð- arans. Hin ástæðan er, að heilum Eymd félagshyggjunnar Kjállariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor herskara eftirlitsmanna og yfirboð- ara er ofaukið, þegar treyst er á gulrótina fremur en vöndinn, því að þá þarf ekki að reka fólk áfram. 1 einfóldustu mynd sinni er því röksemd von Hayeks og annarra hagfræðinga gegn hugmyndum jafh- aðarmanna, að fólk hlaupi því hægar sem ríkið taki fleiri gulrætur frá því til þess að skipta með öðrum. Jón Sigurðsson og félagar hans geta þá auðvitað gripið til vandarins, en hvort tveggja er, að það samrýmist varla yfirlýstum lýðræðishugmynd- um þeirra og skilar líklega af framangreindum ástæðum verri ár- angri en notkun gulrótarinnar. Samkeppni sem þrotlaus þekkingaröflun Þetta hefur hagfræðin sagt okkur í tvö hundruð ár og heilbrigð skyn- semi auðvitað miklu lengur, þótt jafnaðarmenn láti það eins og vind um eyru þjóta. En von Hayek hefur sett fram aðra röksemd og miklu dýpri gegn miðju-moði jafiiaðar- manna. Hún hvílir á óhjákvæmileg- um þekkingarskorti okkar: Tekjuskipting sú, sem leiðir af frjáls- um viðskiptum, veitir okkur nauð- synlegar upplýsingar um, hvaða verðfeæti við eigum að skapa og hvernig, svo að við sköpum óhjá- kvæmilega miklu minni og lakari verðmæti, ef við breytum henni með valdboði eins og Jón Sigurðsson leggur til. Það verð, sem myndast á þjónustu okkar í frjálsum viðskiptum, endur- speglar annars vegar gæði hennar miðað við þjónustu keppinautanna og hins vegar þá þörf, sem kaupend- ur finna hjá sér fyrir hana. Án þess fáum við ekki nægilegar upplýsingar um gæði þjónustu okkar og þörf annarra fyrir hana og getum þess vegna ekki brugðist skynsamlega við breytingum. Þá erum við með öðrum orðum að afsala okkur nauð- synlegri þekkingu, og það getur ekki verið skynsamlegt. Verið getur, að við viljum leggja okkur öll fram við verðmætasköpun, annaðhvort sakir gulrótarinnar eða vandarins. En spumingin er, hvort við getum það eða ekki. Og við get- um það ekki nema við fáum að vita, hvers konar verðmæti við eigum að skapa og hverjum okkar gengur best að skapa þau. Samkeppni á frjálsum markaði er þrotlaus þekkingaröflun, og við truflum hana, ef við röskum þeirri tekjuskiptingu, sem leiðir af frjálsum viðskiptum. Hvað um lítilmagnann? Við getum þvi litið á þá tekjuskipt- ingu, sem hlýst af fijálsum viðskipt- um, sem vísbendingu um, hvemig við eigum að sá, ef við ætlum að uppskera. Hún er leiðarstjama til framtíðarinnar, ef svo má að orði komast. En þá vaknar óhjákvæmi- lega önnur spuming: Hvað verður um lítilmagnann, ef tekjuskiptingin er látin afskiptalaus af ríkinu? Við henni em tvö svör. 1 fyrsta lagi má ekki gleyma fjölskyldunni, öflugasta tryggingafélagi sögunnar, og ýmsum fijálsum samtökum einstakling- anna. Því víðtækari sem afekipti ríkisins af mannúðarmálum verða, því minna er framtak einstakling- anna líklegra til að verða, og öfugt. í öðm lagi hafa fijálslyndir hagfræð- ingar síður en svo amast við opin- berri aðstoð við lítilmagnann, svo framarlega sem aðstoð við þá, sem betur mega sín, fylgir ekki með í kaupunum (eins og hefur gerst allt of oft í vestrænum velferðarríkjum), og verðmyndun á frjálsum markaði er ekki raskað. Þeir Hayek, Friedman og aðrir fijálshyggjumenn hafa af þessum ástæðum lagt til, að strengt sé örygg- isnet um allt þjóðlífið til hjálpar því fólki, sem getur ekki séð sér farborða af eigin rammleik. En það er auðvit- að allt annað en að fella með valdboði allt hagskipulagið í þær skorður, sem Jón Sigurðsson og samheijar hans í hópi íslensks fé- lagshyggjufólks telja af einhveijum ástæðum réttlátar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Einstaklingamir skapa því færri verð- mæti sem ríkið tekur að sér að skipta fleiri verðmætum. Því meira sem skipt er á vett- vangi stjómmálanna, því minna verður til skiptanna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.