Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Page 15
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
15
Eru þeir sem guma mest af
góðærinu að glutra því niður?
Áður en „borgar,astyrjöld“ sjálf-
stæðismanna yfirskyggði allt annað
- í umræðum um'stjómmál bar mikið
á því í málflutningi forystumanna
Sjálfstæðisflokksins, og reyndar
einnig Framsóknarflokks, að þeir
gumuðu af góðærinu og teldu sig
vera á réttri leið. Sprengiíramboð
Alberts Guðmundssonar hefur að
minns.ta kosti um sinn gjörbreytt
umræðunum og beint athyglinni að
öðru. En málefni mega ekki drukkna
í málæði um valdabaráttu sjálfstæð-
ismanna, sem nú bjóða fram í tvennu
lagi.
Lítum nánar á góðærið, sem ríkis-
stjómin gumar af. Er allt í stakasta
lagi í efnahagsmálunum um þessar
mundir? Skilar ríkisstjómin af sér
góðu búi? Því miður er myndin ekki
jafnbjört og stjómarflokkamir vilja
vera láta.
Eins og allir vita áraði vel í fyrra.
Gott árferði og hófsamlegir kjara-
samningar færðu þjóðarbúskapinn
vemlega í átt til jafhvægis. Eigi ein-
hver einn, innlendur aðili heiður
skilinn fyrir árangurinn í fyrra, þá
er það verkalýðshreyfingin en ekki
ríkisstjómin; hún skal þó njóta
sannmælis fyrir að hafa greitt fyrir
samningum í fyrra. Á fyrstu mánuð-
um þessa árs sjást þess hins vegar
greinileg merki að þessi farsæla þró-
un sé á enda.
Góðærið engin nýlunda
Góðæri er engin nýlunda í íslensk-
um þjóðarbúskap. Á undanfomum
áratugum hafa metafli og batnandi
viðskiptakjör oft fylgst að. Iðulega
hefur síðan komið bakslag. Góðær-
inu hefur gjaman fylgt mikil þensla,
sem stjómvöld hafa oft orðið til að
magna. Fyrir vikið hefúr bakslagið
orðið erfiðara viðfangs en þurft hefði
KjaUaiiim
Jón Sigurðsson
hagfræðingur
að vera. Afleiðing þessa hefur verið
landlæg verðbólga og óhófleg
skuldasöfhun erlendis. Vonir stóðu
til þess í fyrra, að tekist hefði að ijúfa
þennan vítahring. Þær vonir dofiia
nú óðum.
Hættumerki
Hættumerkin er meðal annars
þessi:
Halli á fjárlögum fyrir árið
1987 er nærri 3 milljarðar króna
þrátt fyrir góðærið. Líklegt virð-
ist, að hallinn á ríkissjóði verði
meiri en stefnt er að í fjárlögum.
Á bak við þennan halla býr án
efa meira misvægi í ríkisfjármál-
um, af þeirri einfoldu ástæðu, að
í góðæri em tekjur ríkissjóðs af
veltusköttum meiri en í meðal-
ári. Tölur ríkisbókhalds fyrstu
tvo mánuði þessa árs sýna miklu
meiri halla en á sama tíma í
fyrra.
Utlán bankanna vaxa nú
mun örar en innlán. Fyrstu tvo
mánuði ársins jukust útlán um
4 14 milljarð króna en innlán um
rúmlega 214 milljarð. Af aukn-
ingu útlána er 114 milljarður
króna vegna kaupa bankanna á
víxlum af ríkissjóði. En jafnvel
að þessum kaupum frátöldum
em umskiptin í þensluátt mikil
frá því í fyrra, því þá jukust útl-
án um rösklega 1 milljarð króna
en innlán um 214 milljarð fyrstu
tvo mánuði ársins.
Lausatök ríkisstjómarinnar á rík-
isíjármálum og peningamálum bera
því vitni, að kosningar em í nánd.
Ríkisstjómin hefur að undanfómu
tekið ýmsar útgjaldaákvarðanir, sem
munu auka hallann. Hér má nefiia
auknar niðurgreiðslur á búvörum
og framlög til framkvæmda utan
fjárlaga; að ekki sé minnst á allt að
800 milljón króna framlag til þess
að endurreisa Útvegsbankann. Þá
hefur ríkisstjómin nýlega skuld-
bundið ríkissjóð til að ábyrgjast sölu
á landbúnaðarafurðum næstu fjögur
árin í aðalatriðum á gmndvelli nú-
verandi framleiðslumagns, sem í
senn felur í sér, að offramleiðsla á
búvöm er fest í sessi og miklar
greiðslukvaðir fyrir ríkissjóð. Þá er
nú ljóst, að launahækkanir opin-
berra starfsmanna á árinu verða
mun meiri en gert er ráð fyrir í fjár-
lögum. Opinberir starfsmenn em
vissulega verðir launa sinna, en lag-
færing á launum þeirra gæti reynst
sýnd veiði en ekki gefin, ef ekki er
aflað ríkistekna eða dregið úr öðrum
útgjöldum til þess að greiða hana.
Fjármagna atkvæöakaup
Hallinn á ríkissjóði stefhir nú án
efa hærra en íjárlögin sýna. Til að
fjármagna atkvæðakaup sín selur
ríkisstjómin nú almenningi og fyrir-
tækjum skuldabréf og bönkunum
víxla í miklum mæli, sem þrýstir
vöxtunum upp á við. Á sama tíma
og ríkissjóður er rekinn með halla
er losað um útlánahömlur á bönkun-
um. Stjóm peningamála vegur því
ekki á móti þensluáhrifum hallans á
ríkissjóði. Halli á ríkissjóði, sem er
fjármagnaður beint eða óbeint með
seðlaprentun eða erlendum lántök-
um, magnar hættu á verðbólgu og
viðskiptahalla gagnvart útlöndum.
Þegar má sjá merki þess, að þróunin
stefiii í þessa átt:
Verðbólgan er þvi miður ekki
um 10-13% á ári um þessar
mundir eins og ráðherrar halda
fram. Upp á síðkastið hafa verð-
breytingar reyndar svarað til
15-20% verðbólgu á ári sam-
kvæmt upplýsingum Hagstof-
unnar. Verðbólga hér á landi er
því enn miklu meiri en í helstu
viðskiptalöndum íslendinga,
þannig að grundvöllur stöðug-
leika í gengismálum virðist vera
að bresta. Fari svo er hætt við
því að verðbólguhringiða mynd-
ist.
Viðskiptahalli gagnvart útl-
öndum er að myndast á ný, þótt
spáð sé meiri útflutningi en
nokkru sinni fyrr. Tölur um
vöruskiptin við útlönd sýna 114
milljarðs króna halla fyrstu tvo
mánuði ársins samanborið við
um 14 milljarðs afgang á sama
tíma i fyrra. Að einhverju leyti
kann áhrifa farmannaverkfalls
að gæta í útflutningstölum, en
innflutningur hefur aukist mik-
ið. í síðustu þjóðhagsspá var
spáð 1 milljarðs króna viðskipta-
halla á þessu ári. Hann verður
mun meiri, ef svo fer fram sem
horfir. Skuldasöfnun fslendinga
erlendis heldur því áfram.
Skortir verulega á hjá ríkis-
stjórninni
Allt ber þetta að sama brunni. Það
er ekki nóg að tala um jafhvægis-
stjóm í efhahagsmálum. Það þarf
að framkvæma hana líka. í því efni
skortir nú vemlega á hjá ríkisstjóm-
inni. Af þeim sökum er hætta á þvi.
að jafnvægi í þjóða^búskapnum, sem
er forsenda þess að unnt sé að koma
fram varanlegum umbótum í efna-
hags- og atvinnumálum, sé að fara
forgörðum.
Það á því að vera fyrsta verkefni
nýrrar ríkisstjómar að koma á betra
jafnvægi í ríkisbúskapnum.
Jón Sigurðsson
Höfundur er hagfræðingur. Hann er
efsti maður á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjavik við þingkosn-
ingarnar 25. apríl.
„Halli á fjárlögum fyrir árið 1987 er nærri
3 milljarðar króna þrátt fyrir góðærið.
Líklegt virðist, að hallinn á ríkissjóði verði
meiri en stefnt er að í fjárlögum.“
Umönnun og aðstoð
heima eða stofnanavistun
Lokatillaga mín á Alþingi hefur
eðlilega ekki fengið neina umfjöllun
enda ekki einu sinni mælt fyrir
henni.
Hún varðar mál sem ég hefi oft
hreyft á Alþingi og vissa mín er sú
að þar er um hvort tveggja að ræða
velferðarmál hið mesta og hag-
kvæmismál fyrir samfélagið um leið.
Og eitt er víst: Vaxandi þörf kallar
á ákveðin andsvör samfélagsins,
.tryggingakerfis okkar þó alveg sér-
staklega og raunar löngu tímabært
að taka hér vel á málum, jafiit af
raunsæi sem réttsýni, en með mann-
lega reisn og hamingju að leiðarljósi.
Annars er tillagan og greinargerð
hennar svofeild og skýrir sig að
mestu sjálf:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjómina að endurskoða þau ákvæði
almannatryggingalaga sérstaklega
sem lúta að greiðslum vegna umönn-
unar aldraðra, svo og heimilisupp-
bótar til þeirra öldruðu er vilja sem
lengst búa að sínu. Hið sama verði
athugað varðandi samsvarandi
greiðslur tryggingabóta til fatlaðra.
Greinargerð
Tillaga þessi er flutt nú á lokadög-
um þessa þings til að ítreka þær
skoðanir flutningsmanns sem hann
hefur æði oft reifað með ýmsum
hætti bæði á þingi og í bloðum. Hér
er nauðsyn biýn á endurskoðun og
athugun þess sér í lagi hvemig bein-
línis megi spara til framtíðar litið
með því að stórhækka heimilisupp-
bót til aldraðra og fatlaðra sem vilja
búa að sínu, svo og umönnunar-
KjáUariim
Helgi Seljan
alþingismaður
fyrir Alþýðubandalagið
greiðslur til þeirra sem vilja annast
aldraða og fatlaða heima.
Hér er líka um mjög vemlegan
þátt í mannlegri hamingju og heill
samfélagsins að ræða. Við eigum að
hverfa í eins ríkum mæli og unnt er
frá vistunarstefhunni, sem er dýr
lausn og um margt óheppileg, og
beina því íjármagni, sem annars færi
í dýrar byggingar og dýran rekstur,
í heillavænlegri farvegi, fyrir þá
öldmðu sér í lagi og fatlaða einnig,
til hamingjuauka fyrir fleiri. Þó að
þessar greiðslur verði stórauknar
mundi um ótvíræðan beinan spamað
verða að ræða í heildina tekið. Mál-
ið þarf að kanna með heildaryfirsýn
að leiðarljósi og samanburði á stofii-
anastefhu og stórauknum greiðslum
til heimilanna, heimila aldraðra og
heimila þeirra sem vilja hlynna að
þeim öldmðu heima fyrir svo lengi
sem unnt er. Þetta á einnig við um
fatlaða þó að lög um þá komi þar
að nokkru til móts við aðstandend-
ur. Þennan þátt á einnig að taka út
úr heildarendurskoðun almanna-
tryggingalöggjafarinnar sem hlýtur
að koma inn á svo marga ólíka þætti
þótt ekki sé dregið úr nauðsyn um-
bóta á mörgum fleiri sviðum trygg-
ingamála.
Flutningsmaður telur rétt í lok
þingsetu sinnar að vekja hér athygli
á þessu máli enn einu sinni og það
með svo beinum hætti sem tillaga
þessi gerir ráð fyrir.“
Þörf hjúkrunarrýmis er ærin
fer vaxandi
g veit raunar ekki hvort miklu
er við að bæta því talnaleikir af
ýmsu tagi týna fljótt gildi sínu og
gleymast. En auðvitað koma bein-
harðar peningaupphæðir inn i allt
þetta dæmi. Upphæðir vegna
umönnunar og heimilisuppbótar eru
í dag svo hverfandi miðað við við-
bótarkostnað vegna stofnanavistar
að ég hygg að þreföldun slíkra
greiðslna mundi hvergi nærri nálg-
ast virkileikann á flestum stofhun-
um a.m.k.
Nú má enginn misskilja mig á
þann veg að ég sé svo bláeygur að
ég haldi að hér sé um allsherjarlausn
að ræða. Þörf hjúkrunarrýmis er
ærin og fer vaxandi. Framfarir
læknavísinda eiga þar eðlilega sinn
ríkulega þátt, jafhvel svo að stund-
um spyr maður sig inni á slíkri
hjúkrunardeild: Hveijum til góðs?
En auðvitað á ekki svo að hugsa um
mörk lífs og dauða þó það sé í raun
hræðilegt að sjá „dáið“ fólk á lífi svo
árum skipti.
En meginmálið er það að leita
þarf allra leiða til þess að fólki sé
gert kleift fyírhagslega og félagslega
að búa sem allra lengst að sínu eða
hjá sínum. Það gerist einfaldlega
ekki nema með verulegu átaki.
áherslubreytingu í greiðslum trygg-
ingakerfis, viðhorfsbreytingu um
leið, markvissari heildaryfirsýn og
ákveðinni stjómun fjármagns í þá
farvegi þar sem það bæði nýtist þjóð-
félagi og fólki sem allra best.
Skuld okkar við aldraða er
ærin
Því samfélagið á að vera til fýrir
fólkið og færa því allt það sem unnt
er til að auka velfamað þess og innri
ánægju án alls bmðls eða tilgangs-
lausrar sóunar.
Um eitt eigum við og hljótum að
vera sammála: Skuld okkar við aldr-
aða er ærin og við eigum að finna
farsælustu lausnina að því marki að
reyna að skuldjafha þar sem allra
best. Hið sama gildir um fatlaða.
Þessi tillögugerð og framkvæmd í
kjölfarið yrði utan efa góður áfangi
að því markmiði. Því sjálfsagða rétt-
lætismarkmiði. Því er þessu hreyft
og ég vænti þess að aðrir taki upp
merkið og skili þessu sem fyrst heilu
í höfn.
Þá verða samhjálparsjónarmiðin
að verða auðhyggjunni yfirsterkari,
en þar er líka komið að mesta máli
komandi kosninga. Þær munu þvi
trúlega skera úr um það hversu
giftusamlega tekst til um farsæla
framkvæmd.
Helgi Seljan
„Upphæðir vegna ummönnunar og heim-
ilsuppbótar eru í dag svo hverfandi miðað
við viðbótarkostnað vegna stofnanavist-
ar að ég hygg að þreföldun slíkra
greiðslna mundi hvergi nærri nálgast
virkileikann á flestum stofnunum a.m.k.“