Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. Spumingin Hvað finnst þér að fæð- ingarorlofið eigi að vera langt? Helgi Þórðarson verkamaður: Það er ágætt eins og það er og mætti alls ekki vera styttra en 3 mánuðir. Karl- peningurinn hefur ekkert með fæðingarorlofið að gera því konurn- ar eiga að vera heima og sjá um heimilið og börnin. Jóhanna Lárusdóttir sölumaður: Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa það 6 mánuði enda veitir ekkert af. Mér finnst að faðirinn eigi líka að hafa rétt til þess að taka sér fæðing- arorlof án þess að það dragist frá f»A:„„o^.fofi móðurinnar. Ólöf Sigurðardóttir, starfar í þvotta- húsi: Ja, allt að 4 til 6 mánuðir, það tekur sinn tima að jafna sig. Annars hlýtur nauðsyn á fæðingarorlofi að fara mikið eftir því hvernig fólkið vinnur og heimilisaðstæðum öllum. Hallur Gunnarsson sjómaður: Hálft ár ætti að vera alveg ágætur tími fyrir foreldra til að aðlagast þessum breyttu aðstæðum. t Arnar Axelsson fangavörður: Mér finnst þetta alveg sæmilegt eins og þetta er daginn í dag, þ.e. þrír mán- Jóna Hilmarsdóttir afgreiðslustúlka: Minnst 6 mánuðir og að feðurnir eigi allavega að fá mánuð án þess að það dragist frá orlofi móðurinnar. Lesendur Sigtúnshópurinn: „Eilrfur vítahringur^ Fyrrverandi húseigandi skrifar: Mig langaði að koma á framfæri áskorun til stjómmálaflokkanna að undanskildum Alþýðuflokki þar sem ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir að hann sé eini flokkurinn er hafi lagt þingsályktun fram þess efnis að hjálpa svokölluðum Sigtúnshópi úr ógöngum þeim sem margir eru að sligast undan. Hópnum sem lenti í misgengi launa og vaxta út af hús- næðiskaupum á árunum 1980 til 1983. Á Sigtúnshópurinn bara að falla undir gleymda kynslóð sem ekkert á að gera fýrir? Á að strika okkur endanlega út, við erum ekki til, þar sem þeir eru búnir að leggja hundruð heimila í rúst. Þar á ég meðal ann- ars við sjálfsvíg út af óendanlegum skuldahala er enginn réð við. Svo ekki sé talað um alla þá örvinglun er fylgdi í kjölfarið. Allstaðar lokað- ar eru dyr og engin hjálp úr ógöngunum. Ef ráðamenn þjóðarinnar eru svo vitlausir að halda að þetta sé bóla sem eigi eftir að hjaðna þá er mikill misskilningur á ferðinni sem skal hér með leiðréttur. Við erum ekki hætt að beijast fyrir rétti okkar, við höfum ekki neinu að tapa lengur, það er allt farið fjandans til. Þetta er eilífur vítahringur sem ókleift virðist að komast út úr vegna þess að ráðamenn sofa á verðinum og láta sig þetta engu varða. Því spyr ég ykkur, ráðamenn góð- ir! Skipta atkvæði okkar í komandi kosningum ykkur ekki lengur máli? Farið nú að geraeitthvað af vitifyr- ir þetta fólk áður en það verður um seinan. Kennarar „á næturvinnufaxta í verkfaiiinu!“ D.K. hringdi: Mér fannst athyglisvert að heyra Kristján Thorlacius gefa þá yfírlýs- ingu í útvarpi að kennarar muni kenna lengur en upphaflega stóð til vegna verkfallsins og þá líklega á næturvinnukaupi. Rúv: „Eftthvað sem vit er í“ Gerður Helgadóttir hringdi: Ég er sjálf menntskælingur úr MS Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir að og vil óska þeim til hamingju með gefa okkur kost á að sjá spurainga- ffábæra frammistöðu, þið eigið ekki keppni framhaldskólanna. Þetta eru langt í toppinn með þessu ffamhaldi. í senn mjög skemmtilegir og fræð- Að lokum vil ég hvetja sjónvarpið andi þættir er allflestir ættu að hafa til að hafa meira af svona spuminga- gaman af. þáttum, þetta er eitthvað sem vit er í. Mér finnst þá hægt að líta þannig á dæmið að þeir hafi verið á nætur- vinnutaxta í verkfallinu því hvað eru þeir að gera annað en að vinna upp þá tíma sem nemendur misstu meðan þeir voru verkfallinu. Ikea: M I Hreinlætisaðstaða fyrir ungböm Páll Kristjánsson, verslunarstjóri Ikea, hringdi: Mig langaði að gera athugasemd við grein í lesendasíðunni, Illa búið að bamafólki, en greinin fjallar um hreinlætisaðstöðu fyrir fólk með smáböm. Ég vil taka það fram að í greininni kemur fram að í Reykjavík sé hvergi slík aðstaða fyrir fólk með ungböm. Það er rangt því við hér í Ikea erum búin að hafa slíka þjón- ustu frá því við fluttum í nýja húsnæðið. Við erum með sérstakt baðher- bergi sem er einmitt ætlað sem hreinlætisaðstaða fyrir fólk með ungböm og þar er allt tiltækt við höndina sem þarf í þeim efhum, meira að segja bleiur sem fólk getur fengið sér að kostnaðarlausu. Laukurvið eyrnabólgu Margrét hringdi: Það er því miður mjög algengt að ungaböm fái í eyrun og við það verða þau mjög óróleg og óvær. Það er eflaust hægt að fá aragrúa af lyfjum við eymabólgu en ég er ein af þeim sem er meinilla við lyf og hef enga ofurtrú á þeim. Þess vegna var ég mjög fegin er mér var sagt að laukur leysti vandann. Ótrúlegt en satt, stað- reyndin er sú að eymabólgan nánast hvarf og það var minna um grátur og gnístran tanna. Það á að saxa laukinn smátt eða setja hann í hvítlaukspressu og fá vökvann í bómull sem síðan er sett bak við eyrun á baminu. Gott er að setja síðan þunna húfu á bamið svo hún haldi bómullinni á sínum stað. Helst að hafa þetta yfir nóttina. Þetta er gamalt húsráð sem ég vona að geti komið öðrum að notum eins og mér. Nauðsynlegt er að setja lauk- inn bak við eyrum strax og bamið byijar að kvarta. Gleðin er mikil hjá yngstu áhorfendunum er teiknimyndir birtast á skjánum en þeir eru ekki sparir á þær á Stöð 2. Stöð 2: „Mikið gert fyrir krakkana" Elín Helgadóttir hringdi: Ég vil þakka stöðinni fyrir að sinna yngstu kynslóðinni vel, mér finnst það mjög mikill kostur við stöð- ina hvað hún gerir mikið fyrir krakkana. Krakkamir mínir sitja alveg límdir við kassann og hafa mjög gaman af öllum þessum teiknimyndum, atburð- arásin er mjög hröð og litadýrðin mikil. Ég er mjög ánægð með stöðina og finnst hún vera með eitthvað við allra hæfi og úrvalið og fjölbreytni í myndavali er mikil. En það sem mér finnst aðalplúsinn er hve mikið er gert fyrir bömin. Leðurjakki tekinn í misgripum Laukurinn leynir á sér, er talinn gott ráð við eyrrs Vala hringdi: komandi, er tekið hefur rangan Leðuijakki var tekinn í mis- jakka, er vinsamlegast beðinn að gripum á veitingastaðnum A. hringja í síma 52009. Hansen laugardaginn 21. mars. Við- „Ekki er öll vitleysan eins“ Elias Davíðsson skrifar: 1 útvarpsfréttum þann 25 mars sl. var greint frá því að Bandaríkja- stjóm hefði skorað á Sovétríkin að heimila þarlendum gyðingum, sem þess óska, að flytja úr landi. Maður hefði nú skilið og tekið fyllilega undir ef Bandaríkjastjóm hefði krafist af Sovétstjóminni að hún heimilaði öllum þegnum sínum (án tillits til trúarflokks eða þjóðem- is) að flytja úr landi enda sjálfsögð mannréttindi. En svo er ekki. Gyð- ingar í Sovétríkjunum ættu að njóta sérréttinda í þeim efrium. Hvers vegna? Furðulegast í öllu þessu er að til þess að framkvæma þessa áskorun þyrftu sovésk yfirvöld að skera úr hver er gyðingur og hver ekki og yrði að grípa til svipaðra aðferða og nasistar notuðu til að flokka fólk. Já, það er margt skiýtið í kýrhausn- um hjá þeim vestra og ekki öll vitleysan eins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.