Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Side 36
52
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
Stjómmál
Segi af mér flokksfomwnnsku
nái ég ekkl kjöri tl Alþingis
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson á beinni línu DV
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir
á beinni línu DV að hann myndi
segja af sér formennsku í fiokknum
næði hann ekki kjöri ,til Alþingis
Flokksformaðurinn sagði enn-
fremur að hann myndi ekki sitja í
ríkisstjórn með Albert Guðmunds-
syni sem forsætisráðherra.
Símalínur blaðsins voru rauðgló-
andi meðan Jón Baldvin sat fyrir
svörum á föstudagskvöld. Yfir 40
lesendur náðu að koma að spumingu
og birtist hér stór hluti þeirra.
Spurt var meðal annars um Al-
bert, siðgæði, skattamál, húsnæðis-
mál, lífeyrismál, lánamál
námsmanna, byggðastefhu, land-
búnað, kvótakerfi, stjómarmyndun,
bindindismál, kjamorkuvopn og
kjaramál.
Við beinu línuna unnu blaða-
mennimir Axel Ammendrup, Eyjólf-
ur Sveinsson, Guðrím Kristjáns-
dóttir, Herbert Guðmundsson,
Kristján Már Unnarsson, Ólafur
Jóhannsson og Sigurdór Sigurdórs-
son, svo og Gunnar V. Andrésson
ljósmyndari.
-KMU
Leitar Albert
til vinstri?
Sigurlaugur Guðjónsson, Reykjavík:
Ef taka má mark á nýlegum skoð-
anakönnunum benda þær til þess að
Alþýðuflokkur, Kvennalisti, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðubandalag
vrðu allir að sameinast til að mynda
vinstri stjóm. Hvemig litist þér á það
og hvaða mynstur telur þú líklegast?
- Ég held að það geti enginn stjóm-
' málamaður í þessari stöðu sagt neitt
sem er sérstaklega marktækt. Það
liggur ljóst fyrir að eftir því sem flokk-
unum fjölgar meira þeim mun erfiðari
verður stjómarmyndun að loknum
kosningum.
En það er þó hægt að ráða eitthvað
í líkumar. Éf eitthvað er að marka
t.d. yfiriýsingar Sverris Hermannsson-
ar menntamálaráðherra, sem er alls
ekki víst, þá er heiftin, úlfúðin og
hatrið þvílíkt milli Sjálfstæðisflokks
og Borgaraflokksins að útilokuð er
. samstjóm þeirra tveggja, góðborgara
og Borgaraflokksins.
Ég minnist þess hins vegar að Al-
bert Guðmundsson gerðist á sfnum
tíma guðfaðir ríkisstjómarinnar
1980-1983 með viðeigandi tengslum
við t.d. forystumenn Alþýðubanda-
lagsins. Er þar af leiðandi ekki nokkuð
líklegt ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar
Albert að hann leiti aftur á gömul mið
og reyni að endurtaka ringulreiðarrík-
isstjómina frá 1980 með Alþýðubanda-
lagi, Framsókn og Kvennalista?
Þetta er auðvitað ekkert annað en
það að ég er að hugsa upphátt en
miða út frá fenginni reynslu.
Lánasjóður
námsmanna
Guðmundur Gunnarsson, Sandgerði:
Hver er stefna Alþýðuflokksins í
lánamálum námsmanna en í grein í
blaði Alþýðubandalagsins, G 87, var
sagt að þér fyndust námsmenn upp til
hópa svindlarar, braskarar og þeir
ættu bara að lifa á bókum. Á þetta
við rök að styðjast?
- Þetta er það sem við má búast úr
þessari átt. Um stefhu okkar í málefn-
um lánasjóðsins hef ég þetta að segja:
Stefnan tekur mið af þremur mark-
miðum. Lánasjóðurinn er til þess að
skapa jafhrétti til náms án tillits til
efnahags, að hvetja menn til náms og
í þriðja lagi að tiyggja fjárhagsstöðu
lánasjóðsins og binda enda á hringlið
sem námsmenn hafa þurft að búa við
að undanfömu. Við leggjum áherslu á
að lánin séu verðtryggð og segjum að
þau eigi að bera lægstu félagslega
vexti, 1%. Og af einni milljón em það
10.000 krónur. Við viljum afnema það
ákvæði að námsmenn, sem afla tekna
á sunmum, fái við það skertan lánsrétt
og þegar við bætast tillögur okkar um
að námsmenn haldi námsfrádrætti í
staðgreiðslukerfi skatta og tillögur
okkar um kaupleiguíbúðir fyrir ungar
fjölskyldur sem em að byija á vinnu-
markaðinum þá fullyrði ég að stefna
okkar í málefhum ungs fólks og náms-
manna sérstaklega er einhver sú
skynsamlegasta og hagkvæmasta sem
nokkur flokkur hefur boðað.
Fullorðins-
fræðsla
Alexander Schelbat, Reykjavík:
Er ekki hægt að senda útlendinga
sem hingað flytjast í skóla til að læra
tungumálið?
- Þegar ég var skólameistari vestur á
fjörðum var þar margt fólk i fiskvinnu
frá ýmsum þjóðlöndum og eitt af mín-
um fyrstu verkum var að efha til
námskeiða í íslensku fyrir þetta fólk
og það gekk ágætlega. Fólk þarf að
eiga aðgang að kvöldnámskeiðum og
fullorðinsfræðslu.
Engin tillaga
frá Kawel
Guðmundur Einarsson, Reykjavík:
Karvel Pálmason, sem gengið hefur
í gegnum hjartaaðgerð og sest síðan
inn á þing með 75% örorku, hefur
aldrei komið með neina tillögu um
neitt nema gagnvart sjálfum sér enda
þótt margir, sem hafa gengið í gegnum
þetta, hafi ekki fengið starf við sitt
hæfi. Er Alþýðuflokkurinn bara fyrir
sjálfan sig en ekki fyrir almenning?
- Það er misskilningur. Karvel hefur
ekki fiutt neina tillögu um þetta og
það eru kjósendur sem ákveða að
Karvel situr á þingi. Þetta er ekki
löggjafaratriði heldur um það hvemig
hægt er að tryggja í framkvæmd það
að fólk, sem hefur skerta starfsorku,
fái starf við sitt hæfi. Þetta er skipu-
lagsatriði og framkvæmdaatriði fyrst
og fremst.
Segði umsvifa-
laust af mér
Sveiiui Hallsson, Reykjavik:
Hvað muntu gera ef Alþýðuflokkur-
inn fær ekki nema t.d. átta þingmenn
í næstu kosningum?
- Viðbrögð min yrðu afdráttarlaust
þau að ég myndi taka það sem van-
traust og segja af mér formennsku ef
þessar kosningar fæm þannig, eins og
skoðanakannanir í svipinn benda til,
að ég félli í kosningunum.
Ég mun ekki leiða Alþýðuflokkinn
sem fallkandidat utan þings heldur
láta öðrum eftir að gera betur en ég
get.
Rukkurum fjölgar
á upplausnartímum
Helgi Hauksson, Súðavik, spyr:
Hefur þú áhyggjur af þeim miklu
peningum sem lögfræðingar hirða i
innheimtulaun og oft á vegum bank-
anna og þvi að þeir ákveða þessi
innheimtulaun sjálfir?
- Já, það er umhugsunarefni að til séu
stéttir manna sem hafa sjálfdæmi um
verð á sinni þjónustu. Lögfræðingar
em ekki einsdæmi. Það er ekki gott á
meðan flestir verða að una því að
þurfa að hafa samningsaðila. Það er
gömul saga að á upplausnartímum
fjölgar lögfræðingum, einkum þeim
sem mkka. Það verður að ráðast að
rótum vandans. Þeir sem hafa orðið
verstu fómarlömb þess sem gerst hefur
í efnahagsmálum, misgengis lána og
launa og okurvaxtanna, vom að sjálf-
sögðu húsbyggjendur á ámnum 1980
til 1985. Við erum eini flokkurinn sem
hefur flutt tillögu um að leysa vanda
þessa fólks. Ekki með því að lengja lán
eða auka lán heldur með því að skil-
greina þann hluta af greiðslubyrði
þessa fólks sem er umfram launaþróun
og slá því föstu í fyrsta lagi að þama
megi koma til endurgreiðsla á helm-
ingnum af þessu og í annan stað
lenging og skuldbreyting á öðrum
skammtímalánum. Þetta er sá hópur
sem sker sig úr og hefur orðið fómar-
lamb ófyrirséðrar óstjómar.
Ellilrfeyrir
ekki undir
lágmarkslaunum
Hörður Haraldsson, Reykjavík, spyr:
Hvað hyggst Alþýðuflokkurinn gera
í málefhum fatlaðra, ellilífeyrisþega
og öryrkja ef hann á sæti í næstu ríkis-
stjóm?
- Það er stefnumið flokksins varðandi
ellilífeyrisþega að það verði örugglega
tryggt að ellilífeyrisþegar fái bætur
eða greiðslur sem undir engum kring-
umstæðum séu lægri en lágmarkslaun
í landinu. Varðandi málefhi fatlaðra
minni ég á að framkvæmdasjóður ör-
yrkja, sem er undanfari framkvæmda-
sjóðs fatlaðra, var stofnaður að
frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur
og í tíð núverandi ríkisstjómar hafa
framlög í þennan sjóð verið skert um
eitthvað á áttunda hundrað milljónir
króna. Við segjum í okkar stefnuyfir-
lýsingu að það verði eitt af forgangs-
verkefhunum að standa vörð um
þennan sjóð og tiyggja það að fatlaðir
og öryrkjar fái lífeyri sem ekki verði
lægri en lágmarkslaun.
Hvað kom til að við fengum ekki
meiri hækkun í janúarsamningunum
í vetur?
- Það skalt þú spyrja þá Steingrím
og Þorstein um, þeir ráða þessu.
Enginn ágreiningur
um kjamorku-
vopnalaust svæði
Gunnar B. Guðmundsson Selfossi
spyr:
Er það rétt Jón Baldvin að þú sért
á móti kjamorkuvopnalausum Norð-
urlöndum?
Ég er það ekki, enda liggur stefha
Alþýðuflokksins fyrir í þessu máli,
skýr og afdráttarlaus. Norðurlöndin
em og eiga að vera áfram kjamorku-
vopnalaus, en yfirlýsing um þessa
stöðu þeirra þarf að vera liður í víð-
tækara samkomulagi um stærra
kjamorkvopnalaustsvæði þ.e.a.s þetta
þarf að ná til hafsvæðisins sem er
okkar lífæð og þetta þarf að ná til
landsvæða þar sem kjamorkuvopn
em. Þetta er í samræmi við ályktun
alþingis þannig að að ég hlýt að álykta
að um þetta sé enginn ágreiningur
meðal stjómmálaflokka á Alþingi Is-
lendinga.
Kaupleiguíbúðir
Gunnar Bjarnason, Reykjgvik spyr:
Hvemig ætlið þið að koma kerfi um
kaupleiguíbúðir á?
Kaupleigukerfið byggist á því að
frumkvæðisaðilinn um bygginguna sé
sveitarfélög eða félagasamtök. Fjár-
mögnunin fer þannig fram að 80% lán
kemur úr Byggingasjóði ríkisins eða
Byggingasjóði verkamanna. 20%
framlagið í upphafi kemur annaðhvort
frá sveitarfélaginu eða er útborgun
þeirra einstaklinga sem félagahópinn
mynda. Þessi lán em til 40 ára og em
ýmist með 3,5% eða 1% vöxtum. Síðan
gerist tvennt. Ef þú leigir í kaupleigu-
íbúð miðast leigan við það að þú
greiðir til baka með vöxtum 80% lán-
ið að viðbættum kostnaði við viðhald
húsnæðisins. Þetta er í reynd útreikn-
að miðað við meðalíbúðir og á
núverandi verði hófleg og viðráðanleg
mánaðarleg greiðsla. Hvað varðar
20% framlagið er það að segja að ef
viðkomandi breytir leigusamningi í
kaupsamning þá bætist sú greiðsla við
en samt sem áður em þessar mánaðar-
greiðslur viðráðanlegar, þær em á
bilinu frá 8.000 til 12.000 krónur. Ef
um hreina leigu er að ræða þá er það
okkar hugmynd að ríkisvaldið tryggi
í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga
að sveitarfélögin fái lán fyrir þessu
vaxtalaust.
Umhverfís-
málaráduneyti
Þorsteinn Þorsteinsson á Akureyri
spyr:
Hvert er þitt álit á því að komið
verði á umhverfismálaráðuneyti?
- Á okkar stefnuskrá er fækkun ráðu-
neyta en ekki fjölgun, en að því er
umhverfismálin varðar segjum við í
okkar stefnuskrá: Alþýðuflokkurinn
vill samræma stjóm umhverfismála
innan stjómarráðsins, draga úr meng-
un og losun úrgangs í hafið, stefrit
verði að fullri aðild íslands að samn-
ingum og umræðum um takmörkun á
losun geislavirkra efha. Við höfum
viljað fá eitt atvinnumálaráðuneyti
sem samræmdi aðgerðir sjávarútvegs,
landbúnaðar og iðnaðar og við viljum
líka samræma utanríkis- og viðskipta-
ráðuneytið. Okkar mat er það að
þessar stofhanir em að sumu leyti til
skaða svona skiptar, sérstaklega hvað
varðar nýja atvinnustefhu.
Bindindisstefna
Guðjón Eggertsson spyr:
Hefur Alþýðuflokkurinn gengið frá
stefnuyfirlýsingu í bindindismálum?
- Nei, ekki get ég nú sagt það, en
Alþýðuflokkurinn hefur mótað það
sem við getum kallað fjölskyldustefnu
og þar er meðal annars að þessum
málefhum vikið með þessum orðum:
Við viljum nýta skólakerfið betur til
kennslu í heilsuvemdarmálum, slysa-
vömum og í vörnum gegn ávana- og
fíkniefnum. Undir þetta fellur að sjálf-
sögðu ofheysla áfengis. Aðrir miðlar
verði einnig nýttir til að efla forvarn-
arstarf. Ég vil leggja sérstaka áherslu
á stuðning við félagasamtök sem vinna
mikið og þarft verk við að bjarga fólki
frá ofheyslu áfengis og vímuefnum.
Lágu launin
Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjavík,
spyr:
Hvemig á að fara að því að hækka
lágu launin?
- Þú spyrð mig sem stjómmálamann.
Þetta mál er tvíþætt. í fyrsta lagi hlýt-
ur það að koma til kasta verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hún á að semja við
samningaborð um það að tryggja sín-
um umbjóðendum réttmætan hlut í
þjóðartekjum og aukningu þeirra. Það
sem ég sem stjómmálamaður get gert
og minn flokkur, það er að ég get reynt
að tryggja það að skattalöggjöfin sé
réttlát, það sé ekki verið að skatt-
leggja tekjur sem em innan við
Albert forsætisráðherra?
Guðrún Kristjánsdóttir:
Gætir þú hugsað þér að sitja í rík-
isstjóm með Albert Guðmundsson
sem forsætisráðherra?
- Nei.
Hvers vegna ekki?
- Ég held að þetta nei þarfnist ekki
frekari skýringa.
Em fleiri sem þú útilokará þennan
hátt sem forsætisráðherra í ríkis-
stjóm með þér?
- Nei.
En gætir þú hugsað þér að starfa
með Albert í ríkisstjóm yfirleitt?
- Ástæðumar fyrir því að ég vil
ekki starfa með Albert í ríkisstjóm,
þar sem hann væri forsætisráðherra,
em augljósar að óbreyttu. Meðan
Albert er í stöðu grunaðs manns um
skattamisferli þá mun ég ekki stuðla
að því að hann verði forsætisráð-
herra.
En gætirðu hugsað þér hann sem
ráðherra í öðm ráðherraembætti í
ríkisstjóm sem þú sætir í?
- Það sem ég er að vísa til em að-
stæður sem em tímabundnar. Þær
em ekki fordæming á persónu sem
slíka, bara vísan til staðreynda og
þetta svar gildir þá að öðm jöfhu
meðan þetta ástand varir.
Einn Irfeynssjóð fyrir alla landsmenn
Hörður Gunnaisson, Reykjavík,
spyr:
Éitt af stefhumálum ykkar er einn
lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn
og jiví spyr ég - Hvers vegna?
- Astæðumar fyrir þessu em marg-
ar, meðal annars þessar: Við erum
með á milli 90 og 100 lífeyrissjóði.
Sumir þeirra em þannig að rekstrar-
kostnaður þeirra á ári hverju er
hærri en nemur árlegum lífeyris-
greiðslum. Þeir em mjög misjafnlega
veikir eða sterkir og sumir munu
fyrirsjáanlega ekki geta staðið við
sínar skuldbindingar. Ef við lítum á
þetta út frá sjónarmiði fólksins þá
er ástandið svona: Það em á milli
30 og 40 þúsund manns sem njóta
engra lífeyrisréttinda. Það em yfir
7.600 manns sem em með sjöföld líf-
eyrisréttindi. Með öðmm orðum,
þetta er skipulagslaus óskapnaður.
Tillögur okkar em þessar Hættum
að semja um þetta skýrslur, hættum
að þusa eða kvarta yfir þessu, gerum
eitthvað í þessu. Tillagan er því
þessi: Einn sameiginlegan lífeyris-
sjóð fyrir aUa landsmenn. Samræmd
lífeyrisréttindi þar af leiðandi. I ann-
an stað, að því er varðar yfirráð yfir
fjármagninu og ákvörðunarrétt yfir
ávöxtun þess, þá segjum við, það á
að vera deildarskipt eftir landshlut-
um.