Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Talsmaður breska flugfélagsins British Midland segir félagið enn ekki farið að skila hagnaði en þess verði ekki langt að bíða þar sem reiknað sé með að það auki far- þegafölda sinn um þriðjung á þessu ári. Og risarnir eru einnig teknir að vakna til vitundar um ástandið. Breska flugfélagið British Air- ways, sem áður var ríkisrekið, en er nú nýkomið í einkaeign, endur- skoðaði nýverið sambönd sín við hollenska ríkisflugfélagið KLM og sagði upp samningum um farþeg- amóttöku fyrir félagið á Schiphol flugvelli við Amsterdam. Og KLM er á varðbergi. Flugfé- lagið er vel undirbúið fyrir frjáls- ræði í farþegaflutningum á fleiri flugleiðum innan Evrópubanda- lagsins. Samkvæmt talsmanni þess vill KLM að allt flug verði gefið frjálst mun fyrr en rætt hefur verið um. En nú nýverið hefur komið upp nýr flötur á þessu máli. KLM, Martinair, Air Holland, og Transa- via hafa nú verið kærð fyrir Evrópuráðinu í Brussel og er kæru- efnið óleyfileg hringamyndun. Það eru neytendasamtök Evrópu sem kæra og telja þau að félögin hafi með sér samráð um verð en það er talið mjög alvarlegt brot þar eð Evrópubandalagið leitast við að halda uppi frjálsri markaðsstefnu í viðskiptum milli aðildarlanda. -PLP Það eru milli 40 og 50 fararstjórar erlendis á okkar vegum í sumar, mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það er ráðið í innan við tíu stöður í sumar og eru þær stöður allar skipaðar," sagði Kjartan. -Hvað er svona spennandi við þetta starf ? „Það er ekki gott að segja. Fólk heldur að þetta sé ofsalega gaman og þægilegt að vinna svona erlendis. Það er að visu oft gaman en ekki er það alltaf þægilegt. Þetta er mikil vinna og oft erfið. Vinnutíminn er ótakmarkaður og fríið oft litið. En því er ekki að neita að það er eitthvað heillandi við þetta starf. Mað- ur sér það best á því að sama fólkið sækir um ár eftir ár,“ sagði Kjartan. -Hvað þarf góður fararstjóri að hafa til brunns að bera? „Hann þarf að hafa góða þekkingu á því landi sem hann vinnur í. Hann þarf að vera laghentur, geta lagað stíflu í klósetti með jafnléttri lund og hann mætir í fullsetna rútu og talar um allt sem fyrir augu ber í margra daga ferð. Fararstjóri má ekki vera stór upp á sig en númer eitt er þó að vera jákvæður og hress. Hann er jú með fólk í fríi, bæði böm og fullorðna, og þarf að geta talað við hvern sem er og láta ekki bera á því að hann sé þreyttur eða pirraður. Hann þarf víst að hafa það sem kallað er þjónustu- lund,“ sagði Kjartan. Nordisk Hotellpass Pohjoismainen Hotellipassi 1987 18/6 - 16/8 Danma/k, Finland, Norge, Sverlge, Island Tanska, Suoml, Norja, Ruotsi, Islantl 'Æ// ■?'< /-nx/hn Svona litur hótelpassinn út. BRAUTARHOLTI33 - SIMI695660. VW Golf Sincro 4WD árg. 1987, ekinn 8.000 km. Verð kr. 790.000,- Honda Accord árg. 1983, ekinn 61.000 km. Verð kr. 400.000,- Fal- leaur bill. MMC Lancer árg. 1985, ekinn VW Golf árg. 1985, ekinn 19.000 34.000 km. Verð kr. 390.000,- km, GT innrétting, sportfelgur, 1600 vél, útvarp, segulband, sum- ar- og vetrardekk. Verð kr. 490.000,- ■m Jón Ingi Georgs verkamaður Nei, lærdómurinn situr fyrir, en í sumar fer ég í lax-, og silungsveiðitúra. Maria Högnadóttir bréfberi Ég fer ekkert í páskafríinu, ætli ég reyni ekki frekar að komast eitthvað inn- anlands í sumar. Ég hef áhuga á að komast í sumarhús. EGILL VILHJÁLMSSON Kópavogi Ferðamál ■=7 Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. U UMFERÐAR RÁÐ njeep SYNUM I DAG og á morgun hinar glæsilegu CHEROKEE bifreiðar okkar. Opið 10-5 laugardag og 1-5 sunnudag. Mercedes Benz 230 DE station árg. 1984, ekinn 29.000 km, sum- ar- og vetrardekk. Verö kr. 930.000,- Gott eintak. Audi 100 CD árg. 1987, ekinn 1700 km, álfelgur o.fl. Mjög fallegur bíll, sem nýr. Verð kr. 1.400.000,- GOTT ÚRVAL NÝLEGRA BILA A STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00. Ferðaspuming Verið vel- komin. Nú eru páskar í nánd, en það fer nú mjög í vöxt að fólk nýti frídagana til að bregða sér í smáferðalög, og þá jafnvel í lengri ferðir. Um þessar mund- ir hefja ferðaskrifstofur einnig flugferðir til sólarlanda, og hefur sjaldan verið jafh mikil ásókn í þær ferðir en einmitt núna. Okkur lék forvitni á því að vita hvað fólk hygðist taka sér fyrir hendur um hátíðarnar og fórum út og tókum nokkra tali. Viðmælendur okkar voru ýmist önnum kaffiir í námi eða þá að þeir æt- luðu að geyma ferðalög til sumars. Aðeins einn hugðist bregða sér úr bæ, en það var líka til að halda á vit heimahaga og eyða hátíðunum með fjöl- skyldunni. Munda Pálín Enoksdóttir öryrki Nei, ég fer ekkert um páskana, en með sumrinu ætla ég að fara að heimsækja ættingja í Skagafirði og á Akureyri. Alls verð ég um viku á hverjum stað. Sigurjón Björnsson námsmaður Ég fer ekkert, verð bara heima um pá- skana, og hef ekki ákveðið neitt um sumarið. Eyði því sennilega heima við líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.