Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. St. Jósefsspítali, Landakoti Hafnarbúðir Hjúkrunarfræðingar nv. Hafnarbúðir eru lítill en mjög þægilegur vinnustaður, góður starfsandi og gott fólk. Þangaó vantar nú hjúkr- unarfræðinga á næturvaktir. - Athugið að þeir sem taka 60% nv. fá deildarstjóralaun. Upplýsingar veittar í síma 19600-300, hjúkrunarstjórn, alla daga. Reykjavík 9.4. 1987. St. Jósefsspítali, Landakoti Hjúkrunarfræðingar bd. Hjúkrunarfræðingar, langar ykkur ekki til að starfa á frábærri barnadeild? Unnið er eftir einstaklingshæfðri hjúkrun. Aðlögunarprógramm sniðió eftir þörfum starfsfólks. Góður starfsandi. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600-220 alla virka daga. Reykjavík 9.4. 1987. Páskaferð á Hótel HvoIsvöII Hótel Hvolsvöllur hefur ákveðið að bjóða upp á Þórsmerkurferð laugardaginn 18. apríl. Farið verður frá hótelinu kl. 9:00 og áætlaöur komu- tími til baka kl. 18:00. Leiðsögumaður verður með í ferðinni. Sértilboð um gistingu og dvöl á Hótel Hvolsvelli Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi Morgunverður báða dagana Þórsmerkurferð m/Ieiðsögumanni Nesti í Þórsmerkurferð Verð kr. 2.950.- fvrir nianninn. Kúrekarnir í Texas fara enn um á hestum en riddaraliöarnir hafa tekiö tæknina í sína þjónustu. Riddaramennska í Texas Þegar sveit riddaraliðanna frá 1’exas var stofnuð árið 1823 voru inntökuskilyrðin einföld. Nýliðar urðu að vera vel hestfærir, þeir þurftu að geta slegist og eldað mat. Þessi sveit er sú elsta í Norður- Ameríku. Henni var ætlað að gæta laga og réttar á víðáttumiklu svæði þar sem harkan ein dugði mann- fólkinu til að komast af. Réttlætið var því ekki alltaf í samræmi við laganna bókstaf. „Hann var einum of illskeyttur svo ég varð að drepa hann,“ segir í skýrslu eins af riddurunum um viðskipti við nautgripaþjóf. Nú er öldin önnur og riddaralið- arnir frá Texas mynda eina af deildum lögreglunnar í fylkinu og þykja ólíkt prúðari í framgöngu en áður var. Hetjan Clint Peoples „Ég kenndi þessum mönnum nú- tímasiði eftir að ég kom hingað," segir Clint Peoples sem er þekkt- astur núlifandi liðsforingja í sveit- unum. Hann hefur komið á fót minjasafni um riddaraliðana og líf- ið í villta vestrinu á frægðardögum þeirra. Peoples lét á sínum tíma sam- ræma einkennisbúning riddaralið- anna. Þeir ganga nú allir í svörtum stígvélum, gyrtir svörtu belti, með svart bindi um hálsinn, hvítan hatt á höfði og í bláum fötum. Þeir bera allir forláta skammbyssur og ferð- ast í bílum þvi hrossin hafa nú fengið hvíld. Þyrlur þykja hins veg- ar þarfaþing. Sveit riddaraliðanna frá Texas var stofnuð til að verja landnema fyrir árásum indíána. Þá var Texas hluti af Mexíkó. Árið 1823 áttu riddararnir í erfiðleikum með in- díánana vegna þess að byssur þeirra tíma voru fjarri því að vera kostagripir. Þá gátu indíánar sko- tið 12 örvum á sama tíma og riddararnir hleyptu af einu skoti. Þetta átti eftir að breytast. Mað- ur að nafni Samuel Colt var ráðinn til að smíða fljótvirkari byssu og það tókst honum. Þar með var sex skota marghleypan komin fram á sjónarsviðið og hún átti eftir að verða með vinsælustu verkfærum í villta vestrinu. Róstur í villta vestrinu Árið 1845 varð Texas fylki í Banda- ríkjunum og þá tók bandaríski herinn að sér að berjast við indíán- ana þannig að næstu árin voru róleg hjá riddurunum frá Texas. Þegar borgarastríðið braust út árið 1861 hófst þó á ný annatími hjá riddurunum. Að loknu stríði átti að leysa sveitir riddaranna upp en frá því var þó horfið skömmu síðar enda fóru miklir róstutímar í hönd í villta vestrinu. Hættan af indíán- unum var að vísu að mestu úr sögunni en fjöldi óaldarflokka spratt upp í staöipn. Þetta voru hrossa- og nautaþjó- far, lesta- og bankaræningjar. Það var hlutverk riddaranna frá Texas að kenna þessum mönnum betri siði. Þá var og í Texas vaxandi ólga vegna notkunar gaddavírs á árun- um eftir 1870. K"úrekarnir, sem vanir voru að flakka um sléttuna, fengu mikinn ímugust á gaddavírn- um og klipptu hann niður við öll tækifæri. Riddararnir fengu það hlutverk að verja vírinn. Þá kom á þessum árum oft til ryskinga í bæjum og þorpum þegar stórir hópar kúreka áttu þar leið um. Riddararnir voru þá kallaðir til að skakka leikinn. Þetta fjör í bæjarlífinu magnaðist um allan helming þegar olíuvinnsla hófst fyrir alvöru í Texas. Þá spruttu upp hóruhús út um allar trissur. Það kom í hlut Clints Peoples að loka hóruhúsi sem gekk undir nafninu Kjúklingabúgarðurinn. Þetta gleðihús var síðar gert ódauðlegt í myndinni Besta litla hóruhúsið í Texas. Þrefaldur skammtur af blýi Clint Peoples var einnig svo gott sem búinn að handtaka Bonnie og Clyde tveim dögum áður en þau skötuhjú voru drepin á þjóðvegin- um. Um svipað leyti felldi Clint Peoples alræmdan glæpamann í skotbardaga. „Vinurinn hafði falið sig undir húsinu sínu,“ segir Peop- les frá. „Þegar ég kíkti undir það skaut hann á mig og eyðilagði hatt- inn minn. Þá var mér nóg boðið og ég lét hann hafa þrefaldan skammt af blýi og þar með var það búið.“ I safninu, þar sem frægðarferiil riddaranna frá Texas er rakinn, er samankomið flest það sem tengist sögu villta vestursins. Þar eru einnig munir frá valdatíð Maximil- ians af Austurríki sem í þrjú ár var keisari af Mexíkó. Hann var tekinn af lffi árið 1864. Nóttina fyrir aftök- una grét hann mikið og má enn sjá blettina á koddanum sem er til sýn- is í safni riddaranna frá Texas. Reuter/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.