Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. „Þegarég fékkskila- boðin reyndi égfyrst að riijaupp hvaðaVal- geirþetta væri.“ „Þaðereitt- hvaðí samspilinu milli textans oglagsins semvið heyrum ekki venjulega í dægurlögum semgerir þettalagsvo hrífandi“ Halla Margrét Halla Margrét Árnadóttir vill hvorki tala um græna sófann sinn né gleymda kærasta. „Það mega aðr- ir tala um einkalíf sitt. Mér finnst það ekkert sniðugt," segir hún ákveðin. Nú er það vinnan sem á hug henn- ar allan. Hún og tónskáldið Valgeir eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á undirbúning á hægu og hljóðu lagi fyrir Söngvakeppni Evr- ópusýnar í Belgíu þann 9. maí. „^íér líður eins og í landsliðinu," segir Halla Margrét og brosir að til- hugsuninni. „Það er einhvern veginn kominn yfir mig mikill íþróttaandi." Eitt lag í húsinu Þessi íþróttaandi í Hljóðrita er þó ekki líkur því sem menn sjá til Jóns Páls og félaga hans sem urra og gnísta tönnum fyrir framan verkfæri sín. í hljóðverinu er allt hægt og hljótt og lagið' sem á að halda uppi heiðri fslands á erlendri grund hljómar eins og undirtónn á göngun- um. Það er bara eitt lag í húsinu. Endalaust þarf að yfirfara verkið og tæknimennirnir með Gunnar Smára fremstan í flokki sperra eyrun í leit að misfellum. Halla Margrét er ókunnug vinnu í hljóðveri. „Þessi stúdíóvinna er heilt stúdíum," segir hún. Áður en öll þessi.ósköp dundu yfir vann hún hjá Vörubílastöðinni Þrótti, milli þess sem hún sótti tíma í Söngskól- anum og hafði ekki áhyggjur af „mixerum“ hvað þá öðrum ónefnan- legum tækjum. Söngurinn er hlutverk Höllu Margrétar í þessu ævintýri. „Eg vakna á morgnana með keppnina í huganum og sofna út frá henni,“ seg- ir hún og nú færist alvara yfir svipinn. „Ég er kannski ekki svo spennt,“ heldur hún áfram, „en þessi sigur kom mér bara svo á óvart. Eft- ir þetta þarf ég að hagræða ýmsu í mínu lífi betur en áður. Það á bæði við um vinnuna og námið. Alltverð- ur að vera vel skipulagt því tíminn er naumur. Ég verð að fá sem mestan svefn og samt að gera allt sem gera þarf á þessum 24 tímum sem eru í sólar- hringnum. Það er svolítið erfitt.“ E>etta bætti ekki úr skák Halla Margrét er þó ekki á því að lífið hafi verið mjög kyrrlátt áður „en þetta bætti alls ekki úr skák,“ segir hún og glettnin er aftur komin upp á yfirborðið. „Það er mjög gaman að glíma við þetta,“ segir hún og skellir síðari upp úr: „Þú mátt ekki halda að þetta sé eins og japönsk glíma.“ • Upphafið að þátttöku Höllu Margrétar í söngvakeppninni verður rakið til Valgeirs Guðjónssonar. Hann frétti að Halla gæti sungið og lét liggja fyrir henni skilaboð þess efnis að hann vildi ná tali af þessari óþekktu söngkonu. „Þegar ég fékk skilaboðin reyndi ég fyrst að rifja upp hvaða Valgeir þetta væri,“ segir Halla Margrét. „Hvaða Valgeir þekki ég? En ég fór samt eftir skilaboðunum og talaði við þennan Valgeir. Hann lék lagið fyrir mig og vildi vita hvernig mér litist á og hvort ég væri til í að syngja það. Ég hélt nú það því ég hreifst af laginu um leið og ég heyrði það.“ Ekki bara textinn — ekki bara lagið Sumir segja að Hægt og hljótt sé of hægt og hljótt lag til að eiga mögu- leika í Söngvakeppni Evrópusýnar. Lög verða þó ekki metin með at- kvæðagreiðslum. Hálf þjóðin hefur þegar fengið lagið á heilann og Halla Margrét er í þeim hópi. „Það er eitt- hvað í samspilinu milli textans og lagsins, sem við heyrum ekki venju- lega í dægurlögum, sem gerir þetta lag svo hrífandi,“ segir hún og horfir þungbúin niður á borðið. Hún lítur upp og orðar hugsunina upp á nýtt: „Það er ekki bara textinn og ekki bara lagið heldur þetta tvénnt sam- an,“ segir hún viss í sinni sök og það er fátt um mótmæli. Og það er enginn kvíði sestur að í Höllu Margréti að fást við þetta lag í úsrslitunum. „Þegar lag fellur svona að texta þá er gaman að spreyta sig sem söngvari," segir hún. „Ef söngvarinn nær ekki til áheyr- enda þá er allt ónýtt. Því hljóp strax í mig einhvers konar íþróttaandi og mig langaði til að spreyta mig.“ Fyrirfram átti Halla Margrét þó ekki von á að ná í úrslitakeppnina og hafði raunar orð Valgeirs fyrir því að svo færi ekki. „Ég man að við Valgeir ræddum eitt sinn um það þegar við vorum byrjuð að vinna að laginú fyrir keppnina í sjónvarpinu og þá lofaði tónskáldið mér því að við mundum ekki sigra,“ segir Halla Margrét og á bágt með að ráða við hláturinn. „Lagið var ekki endilega ætlað í þessa keppni og honum þótti það ekki líklegt til sigurs. Það var ekki fyrr en við aðra eða þriðju stiga- gjöf í sjónvarpinu að hjartað tók kipp - og þar með fór loforð tónskáldsins fyrir lítið.“ Raulað í banka Eftir að keppninni í sjónvarpinu lauk heyrðist sigurlagið ekki opin- berlega þar til nú í síðustu viku enda eru það reglur keppninnar að ekki mátti leika lögin í úrslitakeppninni fyrr en eftir 4. apríl. Þau sem vinna að lokafráganginum hafa þó heyrt lagið aftur og aftur og „ég er komin með þetta lag á heilann,“ segir Halla í einlægu helgarvið Margrét. „Ég raula það alstaðar og er hætt að taka eftir því sjálf. Ég ræð ekki við mig, er byrjuð án þess að vita af þvi að raula „hægt og hljótt“ í verslunum eða úti í banka. Ég er eiginlega hissa á að ég skuli ekki vera búin að fá leið á laginu. Ég hef undanfarið verið í erfiðum upptökum þar sem allt er unnið á hægagangi og hvert einasta atriði endurtekið aftur og aftur. Eitt vit- laust orð getur eyðilagt margra tíma vinnu. Ég er því satt að segja undr- andi á að vera ekki dauðleið." Um leið og íslenska útgáfa lagsins er endurunnin þá er einnig gerð ensk útgáfa af því. I þeirri útgáfu hefur lagið fengið vinnuheitið One more song og það er enn Valgeir sem sem- ur textann. „Mér finnst lagið koma síst verr út í ensku útgáfunni,“ segir Halla Margrét. „Ljóðið, þetta sem ég er að syngja, finnst mér skipta miklu máli,“ heldur hún áfram og nú er tónninn í rödd- inni ákveðinn. „Er ljóðið að segja eitthvað sem mörg okkar kannast við, einhver reynsla sem við eigum sameiginlega eða er þetta bara texti út í bláinn? Undirstaða í klassíkinni Það sem ræður úrslitum um hvort lög lifa er hvort lag og texti slá á einhverja strengi hjá bæði söngvar- anum og áheyrendum." Halla Margrét er að ræða alvöruna sem býr að baki skemmtilegum lögum. Margir vilja líkja klassískum söng, þessu svokallaða óperugauli, við al- vöru. Þaðan hefur Halla Margrét undirstöðuna. Hún er nú á þriðja ári í söngnámi í Söngskólanum. Þessa dagana verður hún þó að láta námið sitja á hakanum - og þó ekki alveg. Þegar hlé er á upptökum, og leiðin- legir blaðamenn utandyra, þá notar Halla Margrét tímann til að æfa ar- iur fyrir próf i vor. „Ég lærði eina aríu í morgun,“ segir hún hróðug en það bíður líka bunki af aríum á stól við hliðina á upptökuborðinu. „Söngnámið er undirstaðan sem ég byggi á,“ segir Halla Margrét. „Klassísk tónlistarmenntun getur ekki haft slæm áhrif, hvaða tónlist sem fengist er við. Það er bæði tækn- in og einnig að þekkja meira en þennan þrönga heim dægurtónlistar- innar. Ég hlusta á alla tónlist og þar með eru talin harmóníkulög. Ef menn hlusta einlægt á sömu tegund tónlistar þá lokast menn af. Það er eins og að standa úti í horni og snúa andlitinu að vegg. Þess vegna er betra að snúa baki í hornið og horfa út.“ V irðingarley si einu svikin Þeir sem stífari eru á meiningunni eru þó þeirrar skoðunar að það séu ekki annað en svik við málstað klassískrar tónlistar að syngja dæg- urlög. Halla Margrét er á annarri skoðun. „Það er aðeins hægt að svíkja málstað með því að hætta að bera virðingu fyrir því sem maður er að gera,“ segir hún og enn mætir okkur þessi ákveðni tónn sem stund- um yfirtekur glettnina í rödd söng- konunnar. „Ég hef ekki trú á að það sem ég er að gera núna geti skemmt fyrir mér því ég finn að þetta er þroskandi fyrir mig,“ heldur hún áfram í sama tón og bætir við „sem listamann vonandi," um leið og al- varan er rokin út í veður og vind. Á unglingsárum sínum segist Halla Margrét ekki hafa haldið upp á einn poppara öðrum fremur. „Ég hlustaði bara á hvað sem var,“ segir hún. „Aðalatriðið er að vera ekki með fordóma. Það er eins og að skella hurðinni á nefið á sjálfum sér. Tónlistin sem ég hef gaman af er eins mismunandi og skapið er hverju sinni. Stundum langar mig að hlusta á hraða tónlist og stundum hæga.“ TJr nógu skapi að moða Og þegar skapið er annars vegar segist Halla Margrét hafa „úr nógu að moða og það sakar ekki að hafa skap ef maður kann á það,“ segir hún og brosir að sjálfri sér. Nóg um skaphörkuna í söngkon- unni sem syngur svo hægt og hljótt. Hún þarf á því að halda næstu daga því það er hörkuvinna framundan. „Þegar þessari törn við upptökurnar lýkur þá taka við nýjar æfingar,“ segir hún með æðruleysi. „Þetta verður endalaust púl fram að loka- keppninni. Það stendur til að taka lagið líka upp á frönsku. Ég hef trú á að lagið falli vel að því tungumáli. Ég held að þessi rómantík sem lag- ið er stílað upp á eigi upp á pallborðið hjá flestum þjóðum. Þar eru engin landamæri." 1 lokakeppninni verður lagið flutt „life“ eins og það heitir á fagmáli. Þó er leyfilegt að liafa undirleikinn af segulbandi allan eða að hluta. Þarna verður því ekkert plat á ferð- inni og engin leið að ljúka vinnunni heima og hreyfa síðan bara varirnar á sviðinu í Brussel. Halla Margrét segist ekki vera far- in að hugsa hvernig kvöldið lang- þráða verður. Hún veit þó að allt verður skipulagt þannig að ekkert ætti að koma á óvart. „Núna hugsa ég aðallega um hvemig ég flyt lag- ið,“ segir Halla Margrét. „Um daginn fór ég þó að hugsa um hvern- ig þetta yrði allt. Verður það svona eða verður það hinsegin. Ég sá þó fljótt að með því að hugsa þannig er stutt í að áhyggjumar hrannist upp. Ég ákvað því að slá öllum þess- um vangaveltum á frest og bíða eftir raunveruleikanum." Unc vitur að hjálj En þrátt fyi kennir Halla hægt að útilok veg. „Undirr áfram. Ég ætla til að vinna úi segfr hún og_g; völdunum. „Ég um lokakeppni draumunum. f martraðir. Ég martraðir og a á því núna. E ljúfir draumar. Og það þarf anna eftir kepf verður spennu segir hún. „Hv verð ég að gef ég geri. Spen kvæmilega á e gefa allt sem éf og það tekur tankinn aftur. Ég reikna me eftir keppnina dyrum að ljúl skólanum. Efti sömu skorður Nú, jæja. H þá ekki með si sigur hrekkur Þ>essi spi „O, hvað þei ing,“ svarar I má sjá þreytu „Ég líeld að þai um sigur fyrirl alltof fljótt. Fólk óskar m síðan hvort ég fyrir. Þetta er því að ég k\ hlakka til. Ég mér því að lá breyta áætlun lega. Ég held út í sjálfa mig um eitthvað si gera.“ Það er held huga Höllu Mi minnsta allt o um að hætta v ir höfuðið kær trúuð að ég h fyrirfram og hafi verið í þe Ég hef þessa nauðsynlegt i ekki máli hv kirkju eða á si Halla Margréi þá er líka löng í Brussel 9. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.