Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Fréttir Réttindasviptingar krafíst yfír flugumferðarstjórum og flugstjóra: Sakaðir um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu Ríkissaksóknari krefst þess að flug- umferðarstjóramir þrír, sem ákærðir hafa verið vegna tveggja flugumferð- aratvika, verði dæmdir til refsingar og sviptir flugumferðarstjóraréttind- um. Saksóknari krefst þess einnig að flugstjórinn, sem ákærður er, verði dæmdur til refsingar og sviptur rétti til að starfa í loftfari. Flugleiðaþoturnar Fyrra atvikið varð þann 6. septemb- er 1984. Flugumferðarstjóri á Kefla- vikurflugvelli og flugstjóri TF-FLl, Boeing 727-þotu Flugleiða, með 145 manns um bcrð, eru ákærðir fyrir að hafa eigi sýnt riægjanlega aðgæslu við brottflug flugvélarinnar frá Keflavík þannig að mjög litlu munaði að hún rækist á TF-FLB, DC-8-þotu Flugleiða, með 258 manns innanborðs, yfir eða nálægt Herdísarvík. Flugumferðarstjórinn er ákærður fyrir að hafa eigi gætt þess að halda nægjanlegum aðskilnaði á milli flug- vélanna og fyrir að hafa eigi gripið nægjanlega fljótt til takmarkana á hraða og klifri Boeing-þotunnar. Flugstjórinn er ákærður fyrir að hafa haldið óbreyttri stefnu og klifri flugvélarinnar eftir að honum varð ljóst að flugvélamar höfðu fengið áþekka brottflugsheimild frá flugvell- inum og að flugvél hans nálgaðist mjög DC-8-þotuna. Ennfremur fyrir að hafa ekki sinnt síðbúnum fyrirmælum flugumferðarstjórans um að halda sig 1.000 fetum neðan við DC-8-þotuna. Þess í stað hafi hann flogið undir hana og siðan upp í gegnum fluglag henn- ar, rétt fyrir framan hana, þrátt fyrir að hann hefði misst sjónar á DC-8- þotunni, sem þá bar við sólu „og munaði mjög litlu að flugvélamar rækjust saman,“ eins og segir í ákæm- skjalinu. Austfjarðaatvikið Síðara tilvikið varð 2. júní 1986. Tveir flugumferðarstjórar í flugtum- inum í Reykjavík eru ákærðir fyrir að hafa eigi sýnt nægjanlega árvekni og aðgæslu við flugumferðarstjóm er Boeing 747-þotu frá British Airways, með 375 farþega innanborðs, og DC-8-þotu frá SAS, með 186 farþega innanborðs, var flogið í venjubundnu áætlunarflugi um flugstjómarsvæði þein-a í 33.000 feta hæð með þeim af- leiðingum að leiðir flugvélanna skámst í lofti nálægt Egilsstöðum „svo að mjög litlu munaði að flugvélamar rækjust saman og grönduðu hvorri annarri". Öðrum flugumferðarstjóranum er gefið að sök að hafa eigi athugað hvort leiðir flugvélanna skærust er nemandi hans í flugumferðarstjóm, með sam- þykki ákærða, heimilaði júmbóþo- tunni hækkað flug. Hinum flugumferðarstjóranum er gefið að sök að hafa, þegar hann sam- þykkti hækkað flug júmbóþotunnar, eftir fyrirspum frá fyrrgreindum nema, eigi sýnt nægjanlega árvekni og að- gæslu við flugumferðarstjóm þannig að honum yfirsást sú mikla árekstrar- hætta sem flugvélamar vom í. -KMU Ráðherrann breski, Lucas lávaröur, mætti til fundar hjá Verzlunarráði í gær. Þar tóku menn forskot á sæluna og gáfu ráðherranum páskaegg sem hann þáði með þökkum. DV-mynd KAE Breskur ráðherra á Islandi Aðstoðarviðskiptaráðherra Breta, Lucas, lávarður af Chilworth, hefúr verið í heimsókn hér á landi undan- farna daga. Lucas fer með málefni viðskipta og iðnaðar í bresku stjórn- inni og er hann hér á landi m.a. í þeim tilgangi að liðka til fyrir auknum við- skiptum Islendinga og Breta. Lucas hélt erindi um viðskiptamál á morgunfundi Verzlunarráðs síðastlið- inn miðvikudag. Þá hefur hann rætt við ýmsa aðila hér á landi, þar á með- al viðskiptaráðherra, um tengsl og viðskipti verslunarbandalaganna tveggja í Evrópu, EFTA (Frísverslun- arbandalags Evrópu) og EEC (Efna- hagsbandalag Evrópu). -ES Tímarít: Frjálst framtak kaupir Fjölni : ::ísienski túnaritamarkaðurinn tók snöggum breytingum í gær er Frjáist framtnk festi kaup á útgáfufyrirtæk- inu Fjölni. Var starfemönnum fyrir- tækjanna tilkynnt um kaupin í gær. Á fundi er Magnús Hreggviðsson, eigandi Fijáls framtaks, hélt með starfsfólki Fjölnis bauð hann því öllu að halda áfram störfúm enda ekki ráðgert aðV' útgáfústarfsemi Fjölnis verði lögð niður. Fijálst framtak hefur gefið út túnartið Nýtt líf en Fjölnir tímaritið Mannlíf. Bæði ritin munu halda áfram að koma út. Einhverjar breyt- ingar vorða þó gerðar á timaritaút- gáfú fyrirtækjanna þar sem umfjöllunarefhi ritanna skarast. Frjálst framtak mun stækka um 30 prósent eftir kaupin á Fjölni miðað við mannafla og umfang útgáfú. Tímaritin sem Frjálst framtak gef- ur út eftir kaupin eru þessi: Á veiðum, Áfangar, Bamablaðið ABC, Bílablaðið, Bíllinn, Bóndinn, Fiski- fréttir, Fréttablað iðnaðarins, Frjáls verslun, Gróður & garðar, Hús & garður, Iðnaðarblaðið, íþróttablað- ið, Mannlíf, Nýtt lff, Sjávarfréttir, Viðskipta- og tölvublaðið og Við sem fljúgum. -EIR Yoko Ono í Heimsmynd: „Við eigum sama afmælisdag" - segir ritsljórinn Yoko Ono og Herdis Þorgeirsdóttir. Yoko Ono ræðir um Bítlana, eit- urlyf, ást, vonbrigði og lífið eftir að John Lennon var myrtur í viðtali er birtist í næsta tölublaði Heim.s- myndar er kemur út eftir helgi. Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri ræddi við Yoko í Dakota-byggingunni í New York þar sem John Lennon var myrtur í desember 1980. „Mér hefur verið sagt að Yoko Ono hleypi ekki að sér fólki nema skoða fyrst stjömukort þess. I mínu tilviki bað hún ekki urn neitt, ef til vill vegna þess að við eigum sama afinælisdag, 18. febrúar," sagði Her- dís Þorgeirsdóttir í samtali við DV. Yoko Ono veitir örsjaldan viðtöl, það síðasta birtist í New York Times árið 1982: „Ég ræddi við lrana þegar ég var í New York í tvo daga um síðustu mánaðamót. Yoko er stór- kostleg manneskja,“ sagði Herdís Þorgeirsdóttir. -EIR Samningar við Kenýa: íslendingar vinna fýrir 2,5 milljarða íslensk sendinefnd frá iðnaðarráðu- neytinu hefúr verið í Kenýa að undanförnu og gengið frá endanlegum samningum um hluta þeirra verkefna sem íslensk fyrirtæki munu vinna á næstunni í Kenýa. Albert Guðmundáson, þáverandi iðnaðarráðherra, undirritaði ramma- samning um verkefni íslendinga í Kenýa í febrúar. í heild hljóðar samn- ingurinn upp á 2,5 milljarða. Þessi fyrsti hluti nemur um 650 milljónum. Islenskir aðilai' munu í heild bora 11 vinnslu- og rannsóknarholur og veita verkfræðilega ráðgjöf vegna boran- anna og fyrirhugaðra virkjana. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að undanförnu að afla íslendingum verkefna erlendis þar sem sérþekking þeirra nýtist. Virkjun jarðvarma er eitt af þeim sviðum þar sem Islending- ar eru í fremstu röð í heiminum og því náðust samningar við Kenýamenn um þetta mikil verkefni á því sviði. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.