Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 28 Skák Deildakeppnin í skák: Hörð barátta TR-sveit- anna um sigurinn Um síðustu helgi lauk hinni ár- ' legu deildakeppni Skáksambands íslands. Ekki er haft hátt um þetta mót utan hóps skákmanna en er það þó hið merkasta. Sem flokka- keppni i skák er það einstakt. auk þess trúlega fjölmennasta skákmót á íslandi ár hvert. í þetta sinn voru þátttakendur fleiri en nokkru sinni fvrr eða alls 28 sveitir og tefldu í þremur deildum. í fyrstu deild er teflt á 8 borðum, á 6 borðum í ann- arri og þriðju deild. Nokkur undanfarin ár hefur keppninni verið tvískipt. Á haust- dögum safnast saman skákkappar af landinu öllu. sviðnir af sól- breyskju sumarsins og óðir og uppvægir að loka sig inni yfir timb- ‘ urmönnum og skákklukkum. Þá er fyrrihluti keppninnar tefldur yfir eina helgi. Þegar sól hækkar á lofti á ný og líður að vori taka menn sig upp á nýjan leik, leggja land undir fót og koma saman á hentugum stað yfir eina helgi til að Ijúka keppninni. Þegar svona háttar til er mikilvægt að allt gangi upp og veður og færð sé ekki til að spilla margslungnum áætlunum skámannanna. Þetta gengur þó ekki alltaf eftir og í þetta sinn var tvísýnt um að allir kæmust til Reykjavíkur í tæka tíð. Þannig var alls óvíst um flug frá ísafirði fram á síðustu stundu og leit jafnvel út fvrir að Vestfirðingar yrðu að fresta sínum feikjum. Akureyring- ar komu landleiðina í stað þess að bíða í von og óvon eftir flugi. Allt fór þó betur en á horfðist um tíma og þegar klukkurnar voru settar í gang á föstudagskvöldið voru allir mættir til leiks í fundarsal Sóknar við Skipholtið. Nú skyldi teflt til Sóknar! 1. deild Taflfélag Reykjavíkur ber ægis- hjálm yfir önnur taflfélög á landinu og það heyrir til algerra undan- tekninga ef sigri þeirra í deilda- keppninni er ógnað. Reyndar tefla þeir fram tveimur sveitum í 1. deild, kenndum við norðvestur og suð- austur, eftir því hvar liðsmenn búa i bænum. Var suðaustursveitin i þetta sinn sýnu sigurstranglegri, gat enda stillt upp fjórum stór- meisturum ef sterkasta liðið hefði náðst saman. Þá var norðvestur- sveitin einnig með fjöld sókn- djarfra meistara innanborðs. Forysta TR-sveitanna eftir fyrri- hluta keppninnar var þó í naum- asta lagi. Á hæla þeim komu lið frá Taflfélagi Seltjarnarness og Skák- félagi Akureyrar og virtist ekki ómögulegt að þessar sveitir gætu náð að ógna veldi stórabróður í seinni hlutanum. Svo virðist sem þeir TR-ingar með yfirkalífa sinn í deildakeppnismálum, Ólaf H. Ól- afsson, í fararbroddi hafi bitið hressilega í skjaldarrendur frammi fyrir þessari hættu og strax í fyrstu umferð seinni hlutans voru ferðal- únir Akureyringar lagðir eftir- minnilega að velli. Náðu norðanmenn einungis að krækja sér í tvö jafntefli í átta skákum og töpuðu 7-1. Eftir þetta var einung- is spurt um það hvor TR-sveitin yrði snarpari á endasprettinum. Suðaustursveitin, sem hafði 'A vinnings forskot þegar hér var komið sögu, náði saman 21 vinn- ingi af 24 mögulegum en það dugði ekki til. Bræðraliðið gaf einungis frá sér 1 'A vinning og skaust fram B-sveit Taflfélags Seltjarnarness og A-sveit Taflfélags Reykjavíkur. úr á síðustu metrunum. I sigur- sveitinni tefldu m.a. meistararnir Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Kristjánsson, Davíð Ólafsson og Dan Hansson. Hin sveitin skartaði með kappa eins og Jóhann Hjartar- son, Margeir Pétursson og Guðmund Sigurjónsson. Þeirtefldu þó lítið nema Jóhann. Eins og svo oft áður börðust Akureyringar og Seltirningar um 3. sætið. I þetta sinn urðu norðanmenn hlutskarp- ari, sigruðu í innbyrðis viðureign sveitanna og innsigluðu þriðja sæt- Skák Áskell Örn Kárason ið með stórsigri á lánlausum Vestirðingum í síðustu umferð. Hafi verið hart barist um sigur- inn var fallbaráttan ekki síður jöfn og spennandi. Þegar síðasta um- ferðin hófst var helmingur sveit- anna í 1. deild í bráðri fallhættu. Skákfélag Hafnarfjarðar rak lengi lestina og um tíma var útlitið mjög dökkt hjá Taflfélagi Garðabæjar. Báðar þessar sveitir héldu þó haus í lokaumferðunum og það kom í hlut nýliðanna í deildinni, B-sveit- ar Taflfélags Seltjarnarness, að bíta í eplið súra. Þeir byrjuðu mjög vel en allt hrundi saman í síðustu umferðunum. Eins og taflan ber með sér var munurinn á sveitunum í 5.-8. sæti sáralítill. 2. deild í 2. deild sigraði sveit Taflfélags Kópavogs af öryggi. TK er gamal- gróið 1. deildar félag en hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár. Félagið er nú á uppleið á ný, missti naumlega af 1. deildar sætinu i fyrra. í næstu tveimur sætum eru sveitir frá TR. Þar sem reglurnar kveða á um að einungis tvær sveit- ir frá sama félagi megi tefla í 1. deild stóð TK engin ógn af þeim. 3. deild Fyrr í vetur lauk keppni í þremur riðlum i 3. deild. Sigurvegararnir tefldu nú til úrslita um 2. deildar sæti. B-sveit Skákfélags Akur- eyrar, sem að mestu er skipuð 15-16 ára gömlum unglingum, vann Norðurlandsriðil 3. deildar með yfirburðum og úrslitakeppnina af engu minna öryggi. Efnilegir ungir menn þar á ferð. Arnar Þorsteinsson, nýbakaður Akureyrarmeistari, var drjúgur að hala inn vinninga fyrir lið sitt. Hér má sjá hvernig hann leikur gamal- kunnan meistara grátt í viðureign sveitanna sem börðust um brons- verðlaunin á mótinu: Hvítt: Harvey Georgsson (Taflfél. Seltjarnarness). Svart: Arnar Þorsteinsson (Skák- fél. Akureyrar) Benkö-bragð 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 Bxa6 6. Rc3 d6 7. g3 g6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 I þessarri byrjun fórnar svartur peði fyrir hraða liðsskipan. Svarta staðan teflir sig nánast sjálf og áætlunin einföld: sókn eftir opnum linum á drottningarvæng með lið- sinni biskupsins á löngu skálín- unni. Þetta kostar eitt peð sem fæst þó gjarnan aftur með vöxtum ef hvítur gætir ekki að sér. Hér teflir Harvey fulllinkulega. Betra er talið 9. Rh3 með hugmyndinni Rf4 þar sem hann hefur vakandi auga með d5, d3 og e2 sem oft verða veikir hjá hvítum í þessari byrjun. 9. - 0-0 10. 0-0 Rbd7 11. h3 Dc7 12. Dc2 Rb6 13. Hdl Hfb8 14. e4 Rfd7 15. b3 c4 16. Bb2. Það er freistandi að reyna að skipta upp á „langa“ biskupnum á g7, en þetta reynist óheillaspor. Með 16. b4 vinnur hvítur rými á drottningarvæng og gerir svörtum erfitt fyrir að sýna fram á réttmæti peðsfórnarinnar. 16. - Rc5 17. Bfl cxb3 18. axb3 Bxfl 19. KxD? Tapar peði, en eftir 19. Hxfl Hxal 20. Bxal Rbd7 er hvítur í krappri vörn. 19. - Hxal 20. Bxal Rbd7 21. Rd2 Rxb3! 22. Rxb3 Dc4+ 23. De2 Dxb3 24. Del Hvítum eru allar bjargir bannað- ar. Ekki dugir 24. Hbl vegna Dxbl+ 25. Rxbl Hxbl+ og hvíta drottningin má ekki við margnum. 24. - Rc5 25 f3 Ha8 Hvítur gafst upp. 39. Rd6+! Hxd6 40. He8 + Svartur gafst upp. 1. DEILD 1 2 3 4 5 6 7 8 V 1. Taflfélag Rvíkur Nv 3/2 4/2 6/2 8 7/2 5/2 7 42'/, 2. Taflfélag Rvíkur Sa 4'/2 7 5 4'/, 6/2 7 7 41/2 3. Skákfélag Akureyrar A 3/2 1 4 '/2 6 5 4/2 5 29/2 4. Taflfélag Seltjness A f/2 3 3/2 4/2 6 5/2 5 29 5. Skáksamb. Vestfiarða 0 3’/2 2 3'/, 3/2 4!4 4 21 6. Skákfélag Hafnarf A '/2 l'/2 3 2 4/2 1 4 5 20/2 7. Taflfélag Garðabæjar 2'/; 1 3/2 2/2 3/2 4 31/, 20/2 8. Taflfélag Seltjness B 1 1 3 3 4 3 4/2 19/2 Að lokum ein snaggaraleg sókn- arskák úr herbúðum deildarmeist- aranna: Hvítt: Hannes H. Stefánsson (TR- norðvestur) Svart: Ágúst S. Karlsson (Skákfél. Hafnarfjarðar) Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe Rf6 5. RxfB gxf6 6. Rf3 Bf5 7. Bf4 e6 8. Bd3 Ra6 9. c3 Bxd3 10. Dxd3 h5 11. Bg3 Dd5 12. 0-0 0-0-0 13. b4 Rc7 14. c4 Dd7 15. Dc3 Bd6 16. Bh4 Hh6 17. a4 Hg8 18. b5 Hhg6 19 Khl Re8 20. a5 Bb8 21. a6 Rd6 22. Hfbl Hxg2 23. b6 bxa6 24. Bg3 Hxg3 25. fxg3 Db7 26. Da5 Rxc4 27. bxa7 Dxa7 28. Dc3 Rb6 29. Dxc6 + Bc7 30. d5 exd5 31. DxfB Hd8 32. Rd4 Hd7 33. Ha2 Bd8 34. Hc2+ Rc4 35. Dc6+ Bc7 36. He2 Hd8 37. Rf5 Rb6 38. He7 Db7 2. deild 1. Taflfélag Kópavogs 30 v. 2. Taflfélag Reykjavikur C 28'A v. 3. Taflfélag Reykjavíkur D 26'/2 v. 4. UMSE 19 v. 5. Skáksamb. Austurlands 18 v. 6. USAH 17 v. 7. Skákf. Sauðárkróks 15 /2 v. 8. Skákf. Hafnarfjarðar B 13 '/2 v. 3. deild úrslitakeppni: 1. Skákfélag Akureyrar B 8 'A v. 2. Skákfélag Keflaavíkur 6 'A v. 3. Umf. Geisli, Súðavík 3 v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.