Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Fyrir rúmri öld fluttu ástralskir bændur starra til landsins frá Evr- ópu. Fuglunum var ætlað að hafa hemil á skordýrum sem lögðust á uppskeru bænda. Nú er hins vegar - svo komið að starrarnir eru orðnir verra vandamál en skordýrin sem þeim var ætlað að éta. Enn halda fuglamir sig að mestu í landinu austanverðu en á síðustu árum hafa þeir verið að færa sig í átt að vesturströndinni, mönnum til mikillar skelfingar. Landbúnað- arráðuneytið ástralska hefur hafið herferð gegn fuglunum og gerir út sveitir skotmanna til að fella þá. Víða um lönd, einkum þó í Bandaríkjunum, er töluverðum fjármunum varið til að halda störr- unum í skefjum. í Ástalíu er Hópar starranna eru stórir og erfitt verk að halda þeim í skefjum. ætlunin að koma í veg fyrir að fugl- arnir leggi allt landið undir sig. Starrarnir hafa ekki átt greiða leið til vesturstrandarinnar vegna þess að eyðimörkin um miðbik landsins er þeim mikill farartálmi. Yfir eyðimörkina Þó fór að bera á því eftir 1970 að starrarnir kæmust yfir eyðimörk- ina. Síðan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir nái ekki fótfestu á vesturströndinni. Starrarnir valda miklum ursla á ökrum því þeir éta fræ sáðjurt- anna. Einnig eru þeir skæðir í ávaxtagörðum. Þegar hóparnir eru mjög stórir keppa starrarnir einnig um fæðuna við búpening þannig að bændur hafa hinn mesta ímu- gust á þessum fuglum. Leið starranna til vesturstrandar Ástralíu liggur með járnbrautun- um sem nú hafa verið lagðar yfir eyðimörkina. Fuglarnir sækjast mjög eftir að gera sér hreiður í húsum og öðrum mannvirkjum. Þannig hafa áningarstöðvar við leið járnbrautanna yfir eyðimörk- ina einnig orðið að áningarstöðum fuglanna á leið vestur. Því þykir mörgum sem þessi barátta sé næsta vonlaus því straumur fuglanna vestur sé stöðugur og litlu skipti þótt nokkrir skotmenn elti þá. Náttúruverndarmenn hafa mót- mælt þessum veiðum án þess þó að gera mikið veður út af herferðinni. „Náttúruverndarsinnar virðast halda að nánast allar dýrategundir séu í útrýmingarhættu," er haft eftir fulítrúa í landbúnaðarráðu- neytinu. „Þeir virðast hins vegar ekkert hugsa um það að ef starr- arnir ná fótfestu á vesturströndinni raska þeir lífríkinu þar eins og annars staðar þar sem þeir hafa numið land.“ Snarað/GK Hópur skotmanna sem astralska stjornin hefur ráðið til að veiða starra. Flug og skip. Flug út, skipheim, skip út og flug heim, eÓa eins og þú vilt. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Hafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Nota má „Flug og skip“ til þess að komast til og frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og Skotlandi. Flug og skip, ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna. Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. FR! Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLESÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.