Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Kærurnar í Hafskipsmálinu Loksins hafa verið birtar ákærurnar í Hafskipsmál- inu. Athygli vekur að upplýsingar um nöfn hinna ákærðu og sakargiftir á hendur þeim birtust í fjölmiðli áður en fréttatilkynning frá ríkissaksóknara var gefin út og áður en hinir ákærðu sáu ákærurnar. Lögfræðing- ur Útvegsbankans hefur bent á að slíkur leki hafi verið algengur frá Rannsóknarlögreglu ríkisins meðan Hall- varður Einvarðsson var rannsóknarlögreglustjóri. Nú verði hans vart hjá saksóknaraembættinu eftir að Hall- varður hefur tekið við embætti ríkissaksóknara. Hallvarður hlýtur að taka þessa ábendingu alvarlega og gefa skýringar á svo augljósu trúnaðarbroti. Ekki kemur á óvart að forsvarsmenn Hafskips skuli ákærðir eftir allt það sem á undan hefur gengið. Hitt kemur á óvart að tveir þeirra sem hnepptir voru í gæslu- varðhald á síðasta ári, annar þeirra í margar vikur, eru hvergi á skrá meðal þeirra ákærðu. Verður ekki betur séð en gæsluvarðhaldið og mannorðshnekkirinn, sem af því leiddi, hafi verið að tilefnislausu. Það sýnir að rannsókn málsins hefur verið sótt meira af kappi en forsjá. Það minnir og á að ekki er hægt að setja sama- semmerki milli gæsluvarðhalds og sektar og það á raunar einnig við um ákæru. Hún segir ekkert til um sekt. Ekki er heldur að finna nafn Alberts Guðmundssonar á lista hinna ákærðu. Því hefur látlaust verið haldið fram í marga mánuði að Albert væri viðriðinn þetta sakamál og gott ef ekki höfuðpaurinn, sem bæði formað- ur hjá Hafskip og í bankaráði Útvegsbankans um skeið. Nú kemur í ljós að mat ríkissaksóknara er að Albert beri enga ábyrgð á meintu misferli, né heldur hafi tekið þátt í því. Ríkissaksóknari hefur staðfest að frekari kærur séu ekki fyrir hendi og liggur þar með fyrir að sakargiftir á hendur Albert Guðmundssyni eiga ekki við rök að styðjast. Dylgjur um sekt hans reynast tilefn- islausar. Sjálfsagt kemur þessi niðurstaða á heppilegum tíma fyrir Albert Guðmundsson sem nú stendur í ströngu í kosningabaráttunni. Ákærurnar á bankastjóra Útvegsbankans eru hins vegar óvæntar. Það hlýtur að vera eðli bankastarfsemi yfirleitt að taka áhættu. Ef bankastjórar bera refsiverða ábyrgð á því hvort lán séu endurgreidd eða þeir þurfa að gjalda fyrir það með starfi sínu að viðskiptamenn bankanna reynist vanskilamenn þá er sjálfsagt víða pottur brotinn. Þá mættu fleiri fjúka. Hitt er annað að ef um er að ræða vítaverða vanrækslu eða afglöp í opin- beru starfi hljóta bankastjórar sem aðrir að sæta ábyrgð. Það mun koma í ljós við réttarhöldin og dómsniðurstöð- ur og verður engum getum leitt að málalokum á þessu stigi. Bankastjórarnir gerðu rétt í því að óska afsagnar eftir að ákæran kom fram, enda illt undir slíku að sitja. Bankaráðið hefur hins vegar hafnað afsögnunum og óskað eftir því að bankastjórarnir sitji áfram. Sú á- kvörðun er óskiljanleg í ljósi eindreginna óska banka- stjóranna sjálfra. Það hlýtur að koma í hlut hins nýja bankaráðs að endurskoða þá afstöðu. Hvorki bankanum né bankastjórunum er greiði gerður með því að halda þeim í starfi sem þeir sjálfir telja virðingu sinnar vegna nauðsyn að losna undan á meðan á málaferlunum stend- ur. Ellert B. Schram Nú eru flokksbrotin og flokkarnir orðnir svo margir að matartímarnir hrökkva naumast til. Harðir og mjúkir stælar Þjóðin er þessa dagana haldin óviðráðanlegri taugaveiklun, upp- stökk, sveitt og undarleg í hegðun og það bráir ekki af henni fyrr en kosninganóttina þegar hún drekkir sér í gleði sinni og sorg. Ósköp verða margir fegnir þegar þetta er allt saman afstaðið, ekki síst vesalings frambjóðendurnir sem eru þessa dagana eins og útspýtt hundsskinn um allar þorpagrundir á eftir atkvæðum. Það eru ómældar píslir sem þetta fólk leggur á sig til þess að sannfæra okkur háttvirta kjósendur um ágæti sitt. Ekki trúi ég að allir dansi jafnviljugir í þeim leik. Ekki matfriður Vinnandi fólk hefur engan frið haft í matar- og kaffitímum fyrir framboðsfólki sem ryðst inn í borðsa- lina og þeysir úr sér orðaflaumi um ágæti stefnunnar og háleit markmið flokksins. Þetta er náttúrlega gott og blessað. Fólk hefur sjálfsagt gott af því að sjá fulltrúa sína í návígi svona á fjögurra ára ffesti. En ósköp verður þetta samt þreytandi, því sama ræðan er nefhilega endurtekin í sjónvarpinu og líka í útvarpinu og svo má lesa hana í blöðunum dag- lega. Fólk kann hana nokkurn veginn utan að. Nú, svo eru flokkarnir og flokks- brotin orðin svo mörg að matar- tímamir hrökkva naumast til. Engin furða að mönnum svelgist á súpunni undir þeim lestri öllum. Lýðræðið er vesen En þetta og þvílíkt er nú einu sinni fylgifiskur lýðræðisins. Einn af homsteinum þess er náttúrlega að sjónarmið allra framboða, hversu fráleit sem þau kunna að virðast, eigi greiða leið til almennings og um þau sé fjallað, skoðanir vegnar og metnar, rökstuddar og hraktar. Það vill náttúrlega enda í þvargi og vit- leysu, en þetta „vesen“ allt fylgir nú blessuðu lýðræðinu. En flokkamir standa heldur ekki jafnt að vfgi. Það em ýmis teikn á lofti sem benda til þess að kosninga- baráttan hér verði æ meira upp á ameríska vísu þar sem engin pólitík á upp á pallborðið utan hún sé feit og rík. Slíkt leiðir af sér pólitíska uppdráttarsýki og endar með því að stjómmálamenn hætta að verða venjulegt fólk og breytast í gervi- kalla sem em dubbaðir upp á einhverri auglýsingastofunni. Einstaka menn hafa raunar komist inn á þing án þess að biðja nokkra hræðu um að kjósa sig. Þeir hafa litið á það eins og hvern annan dóna- skap að ganga fyrir hvers manns dyr og biðjast ásjár. Þeir hafa kannski fúslega viðrað sín sjónarmið þar sem I talfæri rm Jón Hjartarson kurteislega hefur eftir því verið leit- að. Slíkt fólk hefur jafnan notið hinnar mestu virðingar og lýðhylli. Aulafyndni og kjaftháttur En slík hófsemi hjartans hefur raunar sjaldan ráðið ferðinni í kosn- ingabaráttu og allra síst nú. Skrumið birtist ekki einasta í fallegu heilsíðu- auglýsingunum í dagblöðunum. Það birtis ekki síður í því hvernig stæll- inn á framboðskynningunni í sjón- varpinu er hannaður. Pólitíkst ábyrgðarleysi er sennilega meira en góðu hófi gegnir meðal almennings. Menn litu á kosningafundi, þessa með gamla laginu, eins og hverja aðra skemmtun. Það sem mesta lukku vakti voru aulabrandarar og sóðalegur kjaftháttur. Og ég er ekki frá því að þetta sé svona enn. Ætli menn líti ekki margir hverjir á flokkakynningar, til að mynda í sjónvarpi, eins og hvem annan skemmtiþátt. Ég lagði það á mig, eins og líklega yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, að horfa á þetta „sjó“ hjá ríkissjón- varpinu núna í vikunni. Uppbrettar ermar og eitt tár Því miður fékk ég ekki frið til þess að horfa á fyrri lotuna, á mánudag- inn. Þannig missti ég til dæmis af Framsókn. Ég býst við að hún hafi verið búraleg, saklaus prúð og undir- leit, eins og venjulega. Ég á það við þá framsóknarmenn að þeir syngi fyrir þjóðina jólasveinavísuna um hann Guðmund „okkar“ Þórarins- son, sem virkaði svo vel í kosninga- baráttunni um árið. Albert var mjúkur. Hann var svo mjúkur að það lá við að hann læki út úr stólnum. Og var það ekki rétt sem mér sýndist: Að það kæmi tár þegar hann talaði um litla manninn. Eg sá Steina með uppbrettar erm- ar. Þetta alþýðlega „trix“ hefur hann lært af Eykon sem notaði það í próf- kjörsslagnum með góðum árangri. Að öðru leyti fór kynningin þetta kvöld fyrir ofan garð og neðan, því miður. Ég fylgdist þeim mun betur með seinni daginn. Kvennalistinn reið á vaðið með svolítið öðruvísi pró- gramm en hinir. Þær fá plús fyrir viðleitina, en einhvem veginn hittu þær ekki á rétta tóninn. Mér fannst til dæmis að karlarnir lékju allt of sterkt. Ég þekki ekki nokkum mann sem tekur Flokk mannsins alvarlega og í ljósi þess var þeirra sjó bara skond- ið. Gaman að þessum Pétri, góð hjá honum sveiflan. Það er náttúrlega ekkert grín þeg- ar heill þingflokkur hleypur frá kjósendum sínum yfir í aðra flokka, svo fylgismönnum Bandalags jafn- aðarmann er vorkunn, því er ekki að neita. En baráttan er óneitanlega vonleysisleg. Og BJ-kaflinn bar tals- verðan keim af því. Barbídrengirnir A-flokkamir held ég hafi staðið sig rétt bærilega. En skelfing var það mislukkað hjá Alþýðubandalaginu að birta þessar myndir af „ljótu“ íhaldsköllunum. Það var hálfgerð móðgun við vitsmunalíf hæstvirtra kjósenda. Kratamir virðast hins vegar komnir langlengst af flokkunum í því að tileinka sér ameríska stælinn. Mikið andskoti voru þeir uppstrílað- ir og tilgerðarlegir þama í sjón- varpinu, eins og nýríkir gleðimenn á danshúsi. Ósköp kann ég illa við þá Jón Baldvin og félaga í þessum barbíleik. En kannski höfðar þessi „einfaldi smekkur“ til alþýðunnar. Eru þeir ekki líka að flytja inn rósir fyrir milljón. Karl við veginn Það er þó til marks um að amer- íska aðferðin á enn nokkuð i land í kosningabaráttunni héðra að eftir- minnilegasta atriðið i þessari kynningu (það ég sá) skyldi vera kallinn við þjóðveginn austur í Flóa, sem romsaði úr sér skáldlegum heil- aspuna af mikilli íþrótt. Hann var einfaldlega með besta textann, tóma merkingarleysu sjálfsagt, (en var svo mikil merking í þessu hjá hinum). Eyvindur var sem sagt stjama þessar sýningar. Það er svo aftur kald- hæðni örlaganna að það kýs hann ekki nokkur kjaftur eða þennan flokk hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.