Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Rokkspildan
... Siðan skein sól. Jakob, Eyjólfur, Helgi og Pétur horfa til himins. DV-mynd S
Blikur á lofti
í þakherbergi í Brautarholtinu
er verið að æfa. Pétur Grétarsson
trommar, Jakob Magnússon plokk-
ar bassann, Eyjólfur Jóhannsson
leikur á gítar og Helgi Björnsson
sönglar. Þetta er nýtt band,...
Síðan skein sól. „Ég veit ekki
alveg á hvað þetta minriir mig,“
hugsa ég þar sem ég sit úti í horni
og hlusta. „Þeii spila rokk, en ...
það er eitthvað sem erfitt er að
henda reiður á.“
Þegar við svo setjumst niður yfir
kaffi dettur mér leikurinn í hug.
Leikurinn er til þess gerður að
komast eftir krókaleiðum að því
hvað raunverulega sé að gerast.
Finna út tilgang og markmið. Regl-
urnar eru einfaldar. Hver leikmað-
ur varpar fram orðum eða setningu
sem snerta alla fjóra. Hinir út-
skýra. Fari leikmaður eða leik-
menn ekki eftir þessum reglum er
gefin áminning. Tvær áminningar
jafngilda brottvísun úr leiknum.
Þetta er jafnsáraeinfalt og Frúin
í 'Hamborg og oftast miklu árang-
ursríkara. Það er að segja ef
leikmenn fara eftir settum reglum.
í leik
Helgi: FLUGVÉLAR
Pétur: „Ég á von á því að verða
nógu mikilvægur til að Ieigð verði
undir mig nýja leiguþotan. Ég bíð
ennþá rólegur."
Eyjólfur: „Einu sinni var ég í
fjögurra manna flugvél sem var
keyrð á ská upp í loftið. Svo var
slökkt á hreyflinum og hún féll í
átt til jarðar. Þegar svo hreyflarnir
voru settir í gang aftur fór maginn
upp í háls. Alveg æðislegt."
Jakob: „Það er náttúrlega seldur
bjór í flugvélum. Flugvélamatur er
líka góður, sérstaklega lúða í
hlaupi."
Pétur: BLÖÐIN
Helgi: „Fingraæfingar að fletta
þeim. Er blaðasjúklingur, vil helst
lesa þau öll.“
Jakob: „Blöð voru einu sinni not-
uð töluvert utan um fisk. Þá var
meira í þeim en er núna.“
Eyjólfur: „Fletti þeim af vana.
Móri hefur alltaf verið í sérstöku
uppáhaldi hjá mér. Annars finnast
mér blöð heldur leiðingleg nema
krossgátublöð. Það er engum blöð-
um um það að fletta."
Jakob: SÍMI
Eyjólfur: „Sérlega skemmtilegt
tæki. Takkasímar með stjörnu þó
skemmtilegastir. Ég hafði einu
sinni mjög gaman af lagi sem fjall-
aði um AÍexander Graham Bell.“
Helgi: „Meiri háttar þægilegt
tæki. Ég nota símann mikið. Mér
finnst gaman að tala í síma.“
Pétur: „Ég er hrifnastur af sim-
svörum. Að gefnu tilefni vil ég taka
fram að ég nota minn aldrei til að
sigta þá út sem ég vil tala við. Það
eru allir jafnir gagnvart mínum
símsvara."
1 áminning
Einmitt í svona aðstöðu er nauð-
synlegt að leikstjórnandinn grípi í
taumana. Leikmenn mega auðvitað
ekki fara í kringum efnið. Réttast
að veita áminningu. „Þið verðið
að fjalla um eitthvað sem snertir
ykkur, til dæmis áhrifavalda."
Helgi: STRANGLERS.
Jakob: „Yndisleg hljómsveit,
mínir menn. Sólarmegin í lífinu."
Eyjólfur: „Ágætismenn.
Skemmtilegast að hlusta á þá á
4000 manna tónleikum þar sem fólk
sofnar í bassahátölurum."
Pétur: „Lágtíðni."
Jakob: PRINCE
Eyjólfur: „Fékk nýja double-
diskinn um daginn. Mér varð svo
mikið um að ég lét viðskiptavin í
búðinni bíða.“
Pétur: Hann er grófur, gerir allt
sem má ekki. Sándar vel.“
Helgi: Mozart án hárkollunnar.
Hann er búinn að snúa innhverf-
unni út.“
Eyjólfur: BROTNA TÖNNIN
HANS HELGA
Pétur: „Bjöggakomplex".
Helgi: „Ég datt á svelli þegar ég
var 6 ára og nefbrotnaði í leiðinni.
Gleymdi þessu strax en var minnt-
ur á þetta þegar Bjöggi kom fram.
Þá datt mér auðvitað ekki í hug
að láta tannlækni gera neitt í mál-
inu.“
Jakob: „Ég hef nú ekkert orðið
var við þessa tönn. Þetta setur
góðan svip á Helga. Hann var
heppinn að missa ekki allan efri
góminn."
Úr leik
„Hægan, hægan, piltar. Látum
umbúðirnar liggja milli hluta.
Hvað með bandið sjálft?"
Pétur: SlÐAN SKEIN SÓL
Helgi: „Alveg djöfullega gaman.
Þetta er eins og að brjóta niður
veggi. Maður sér allt í nýju ljósi
og finnur nýja hluti í sjálfum sér.“
Jakob: „Þetta eru góðir strákar
upp til hópa.“
Éyjólfur: „Þetta er ljúft lið. Engir
þröskuldar ennþá sem við komust
ekki yfir.“
„Stemmningin er eins og á
KFUM fundi. Hvert er fagnaðarer-
indið?“
„Ekkert sérstakt. En boðorðin
eru að minnsta kosti okkar eigin.
Það eru forréttindi að búa til mús-
ík án forskriftar - músík sem er
eingöngu byggð á tilfinningum.
Tíminn er eina kvöðin. Hann má
ekki fara til spillis. Þessi músík
virkar fyrir okkur. Vonandi gerir
hún það líka fyrir aðra. Þú hefur
heyrt hana, hvað finnst þér?
„Ja, þar vandast málið. Sam-
kvæmt reglunum má ég ekki spila
með. Ef ég geri það eru forsendur
leiksins brostnar."
„Gott og vel“
Sólarmegin
Og þannig endaði leikurinn eig-
inlega jafnilla og hann byrjaði. Það
er engan veginn hægt að fræðast
neitt um hljómsveit af tilsvörum
um flugvélar, hvað þá síma. Það
sem ég heyrði í þakherberginu í
Brautarholtinu var örugglega
rokk. En ..., eitthvað til viðbótar
sem ég get ómögulega komið á bás.
Þeir fara ekki algerlega eftir sett-
um reglum og virðast kæra sig
kollótta um allt skipulag, saman-
ber leikinn góða. Beinin, þeir
spiluðu með mig.
... Síðan skein sól. Spennandi
að sjá hversu ört þessi hækkar á
lofti.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson