Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Scotto Dramatísk framsögn Á sviði er innlifun Renötu Scotto slík að mörgum áhorfendum þykir nóg um enda er hún ein af þeim óperusöngkonum sem menn þreyt- ast aldrei á að þræta um. Aðspurð um söngstíl sinn segist Renata Scotto umfram allt vilja „segja eitthvað markvert" með söng sínum. „Rödd hennar segir mér alltaf heilmikið,“ segir starfs- systir hennar, Zinka Milanov. I söng sínum gerir Renata Scotto miklum mun meira en að fylgja laglínu, hún snýr sérhverri lagh'nu upp í dramatíska framsögn. Resít- atíf eru sérgrein hennar og þar helst allt í hendur, framsögnin, til- fmningin fyrir blæbrigðum orða og hrynjandi þeirra í gefinni setningu. Oft er eins og söngkonan hafi skipulagt túlkun sína á ákveðnu hlutverki út í ystu æsar en samt tekst henni að syngja frá hjartanu, gefa til kynna að hún sé að upp- götva nýja vídd á sérhverju hlut- Renata Scotto. er ekki hægt að búa til hæfileika- fólk í söng. Það er hægt að læra að syngja og hreyfa sig á sviði en þar með ertu ekki orðinn óperu- söngvari. Ég fékk hæfileikann í vöggugjöf." Bel canto Mercedes Llopart hafði talsverð áhrif á söngtækni Renötu Scotto með því að þjálfa hana í bel canto söng, aðallega óperum Bellinis og Donizettis, og naut hún lengi vel góðs af þeirri þjálfun. Seinna fór rödd hennar að breyt- ast, verða „dekkri", lægri og dramatískari, og fór hún þá að leggja æ meiri áherslu á óperur Verdis án þess þó að gefa upp á bátinn þá Bellini og Donizettis. Söngunnendur hafa mikið velt því fyrir sér hvers konar sópran Renata Scotto sé í raun og veru, því henni hefur tekist að ganga þvert á ýmsar viðteknar reglur í óperusöng. Hún byrjaði feril sinn með því að syngja „létt“ hlutverk með mikl- um dramatískum tilþrifum, fór svo jafnlétt með fáguð bel canto hlut- verk og ástríðufull hlutverk í raunsæisóperum. Aðspurð segist söngkonan ein- faldlega vera sópran og ekkert annað og þá liggur beinast við að bera hana saman við Mariu Cajlas, sem einnig forðaðist að einskorða sig við ákveðna tegund óperu- söngs. I læri hjá Callas Renata Scotto var einmitt að stíga sín fyrstu spor við La Scala þegar Callas réð þar lögum og lof- um. Án efa hefur hin unga og framagjarna söngkona fylgst grannt með söngtækni hinnar miklu „dívu“. Það er einmitt fróð- legt að bera saman túlkun þessara tveggja söngkvenna á sömu ar- íunni. Báðar hafa þær einstakt lag á „dimmum“ tónum, fara vel með söngtexta, beita dramatískum áherslum mjög markvisst og lifa sig inn í sérhvert hlutverk. Menn deildu líka ákaft um rödd Callas, kvörtuðu undan hörku í henni, skerandi hánótum og titr- ingi á lágu nótunum. En Renata Scotto lætur ekki deigan síga þótt komin sé á sex- tugsaldurinn. Hún kemur hingað til lands marglofuð fyrir söng sinn beggja vegna Atlantsála á síðustu misserum. Við Islendingar eigum því mikla söngveislu í vændum í dag. -ai (Helstu heimildir: Opera News, Opera People e. R.M. Jacobsen, Prima Donnas e. Rupert Christiansen). La að áhorfendum. Um sviðsfram- komu sína segir söngkonan sjálf: „Á sviðinu er ég eins og ný mann- eskja en samt hef ég alltaf fullt vald á röddinni. Það er að vísu erfitt að finna alveg réttu áhersl- urnar en það tekst yfirleitt á æfingum. Það sem síðan gerist á sviðinu er einskær ánægja hvað mig snertir." Renata Scotto fæddist árið 1934 í Savona á ítölsku Rivierunni en gekk sextán ára gömul í klaustur- skóla í Mílano. Hún lærði söng hjá frægum spænskum kennara, Mercedes Llopart, sem uppgötvaði gríðarlegt tónsvið stúlkunnar og kenndi Renötu að beita röddinni. Nítján ára gömul söng Renata „Sempre libera“ úr La Traviata í samkeppni, vann hana og var boðið að syngja hlutverk Violettu í Te- atro Nuovo. Það fórst henni svo vel úr hendi að henni var boðið að syngja við La Scala strax árið eftir, eða 1954, andspænis nöfnu sinni Tebaldi og Mario del Monaco. Renata Scotto hefur ætíð haldið því fram að sönghæfileikar sínir séu meðfæddir: „Hann er innra með mér þessi hæfileiki, talento. Það Renata Scotto er án efa ein fjöl- hæfasta og virtasta óperusöngkona vorra tíma og þar að auki síðasta prímadonnan af gamla, góða skól- -anum þeirra Callas og Tebaldi: stór í lundog óhemjulega metnaðarfull. Allt frá því frægasta söngkona 19. aldar, María Malibran, birtist La Scotto kornungri á miðilsfundi og hvatti hana til að halda uppi merki sínu í nútímanum hefur hún hvergi gefið eftir í söng heldur kappkostað að auka við tækni sína, bæta við sig hlutverkum, koma sér áfram. Fyrir vikið hefur Renata Scotto á valdi sínu fleiri hlutverk heldur en nokkur önnur núlifandi óperu- söngkona. Hún getur sungið öll helstu kvenhlutverk í óperum 19. aldar, allt frá Bellini til hinna „raunsærri" (verismo) óperuhöf- unda. Rupert Christiansen, sem skrifað hefur heila bók um príma- donnur óperusögunnar, hefur eftirfarandi um Renötu Scotto að segja: „Nokkur kólóratúrahlut- verk, til dæmis hlutverk Normu, eru henni sennilega um megn en hún er verðugur arftaki stórsöngv- ara eins og Muzio og Tebaldi í túlkun á óperum Puccinis. Hún getur sungið af sérstakri mýkt og innlifun (morbidezza) en einnig allt að því harðneskjulega en hvort- tveggja gera túlkun hennar á hlutverkum þeirra Violettu, Des- demónu og Manon Lescaut sér- staklega áhrifamikla. Þekktasta hlutverk hennar er þó Madame Butterfly Puccinis sem segja má að hún hafi endurnýjað og eignað sér með því að hreinsa það af allri tilgerð og viðkvæmni sem minni háttar söngkonur gripu óspart til þegar gæða átti hlutverkið tilfinn- ingalegri dýpt.“ verki, hvort sem höfundurinn er Bellini, Verdi eða Puccini. Þarna er um að ræða hárná- kvæmt jafnvægi milli tæknilegrar fágunar og tilfinningalegra sann- inda, sem fáum söngkonum er gefið að fara með. Einskær ánægja Á sviði hefur Renata Scotto orð á sér fyrir að einangra sig frá sam- söngvurum sínum og einbeita sér SKUTBÍLL 1500 < ’TfíJff.Tí? N LADA Höfum þennan frábæra farkost til afgreiðslu á mjög stuttum tíma. Verð aðeins 216.000,- Góð greiðslukjör. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 10-16. Beinn sími í söludeild 31236. Verið velkomin. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.