Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavik,
Simar 14135 — 14340.
FIMM GÓMSÆTIR
SJÁVARRÉ
Nú getur
þú valið
um
fimm
góms
■ r
s|
rét
SKELJAGRATIN
RÆKJUBÖKUR
RÆKJURÚLLUI
MORNAY
OG HIN
SÍGILDA
SJAVARRÉTTABAKA
MARSKA
Gamli timinn i sölumennskunni
í Singapore
Sagt er að hermenn flestra þjóða,
sem börðust i Suðaustur-Asíu í síð-
ari heimsstyrjöldinni, eigi það
einnig sameiginlegt að þekkja götu
sem gengur undir nafninu Change
Alley í Singapore.
Meðan Bretland var enn heims-
veldi og Singapore í tölu djásnanna
í krúnunni var Change Alley mið-
stöð verslunar í nýlendunni sem
þjónaði stóru svæði austanvert við
Indlandshafið og allt til Ástralíu.
Nú er öldin önnur og viðskiptin
í götunni hafa dregist saman. Her-
menn heimsveldisins koma þar
ekki lengur. Nú má helst sjá þar
sovéska sjómenn sem fengið hafa
landvistarleyfi.
Einu sinni var vinsælt meðal her-
manna að kaupa ódýrar skyrtur í
verslunum í götunni. Nú er sú
verslun aflögð. Frá árinu 1969 hafa
hermenn frá Nýja-Sjálandi haft
bækistöðvar í Singapore en þeir
Sovéskir sjómenn
Síðustu árin hefur stöðugt farið
í vöxt að skip úr svovéska fiskveiði-
flotanum, sem sækir á Suðurhöf,
leiti eftir þjónustu í Singapore.
Þeir koma nú í stað stríðsmanna
frá Vesturlöndum.
„Viðskiptin við breska hermenn
voru einu sinni undirstaða verslun-
arinnar hér í götunni," segir
Mohamed Faruk kaupmaður. „Við
söknum þeirra.“
Faruk hefur stundað viðskipti í
götunni frá því að hann var barn.
Fyrst seldi hann blöðrur en nú á
hann skartgripaverslun. „Ég man
þá tíð þegar róið var með hermenn
og sjómenn frá hafskipahöfninni
og hingað. Gamlar kínverskar kon-
ur seldu þeim blóm og banana,“
segir Faruk, með eftirsjá.
„Þá komu líka í götuna Indverjar
sem keyptu gjaldeyri á betra verði
en bankarnir. Jakkar þeirra voru
úttroðnir af peningum,“ segir
Faruk.
Nú er líka kominn sá tími að yfir-
völd vilja rífa gömlu húsin við
Change Alley og reisa þar stór-
hýsi. Það hefur lengi staðið til en
vegna efnahagsþrenginga síðustu
árin hefur áætluninni um niðurrif
húsanna verið frestað.
Nú eru uppgangstímar aftur
gengnir í garð og þá verður Change
Alley að hverfa.
Reuter/GK
SKIPPER
CS 115
10 tommu skermur,
8 litir, 50 khz,
botnstækkun,
botnlæsing.