Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Veiðimenn á norðurslóðum skipta ekki lengur við Hudson Bay. Hudson Bay flýr flóann sinn Feiri en einn af forstjórum Hud- son Bay verslunarfélagsins hafa gert sér ferð inn í fundarsal fyrirtækisins í Toronto til að líta á stofnskjal fyrir- tækisins. Þetta skjal er eitt hið' frægasta í sögu Nýja heimisns. Það var gefið út af hans hátign Karli II. Bretakon- ungi 2. maí árið 1670. Þar með var stofnað Leiðangurs- og verslunarfé- lag Hudsonfóla. Félagið fékk í vöggugjöf um 40% af því landi sem nú tilheyrir Kanada. I meira en þrjár aldir hefur þetta skjal verið stolt fyrirtækisins. Rétt- indin sem því fylgdu gerðu Hudson Bay að stórveldi í verslun, einkum með skinnavörur. 178 útibú seld Veldi fyrirtækisins hefur til skamms tíma verið mest á norður- slóðum Kanada. Nú virðist sem breyting verði þar á. Nú i janúar var ákveðið að selja 178 verslunarútibú þar í norðrinu. Þar með hefur Hud- son Bay höggvið á þær rætur sem það óx af. Verslunin á norðurslóðum var orð- in mjög lítill partur af umsvifum Hudson Bay og sérfræðingar í við- skiptum eru á einu máli um að þessi sala hafi verið skynsamleg. Þeir eru þó margir sem ekki eru hrifnir af uppátækinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt sölunni og segja að þarna hafi að óþörfu verið brotin aldagömul hefð. Það er verslunarfyrirtæki i Ontario sem keypti og það heldur nafni versl- ananna í tvö ár. Eftir það verður ekkert sem minnir á þriggja alda umsvif Hudson Bay á norðurslóðum. Hefðin rofin „Nú er á enda saga sem á engan sinn líka í sögu verslunar," segir Robert Chesire sem stjórnaði þessum útibúum um árabil. „Eg er undrandi fremur en reiður." Margir þeirra sem átt hafa góð við- skipti við Hudson Bay alla sína ævi eiga erfitt með að sætta sig við þessi málalok sem virðast vera endanleg. Þeir segja að stofnskjalið frá Karli II. hafi verið svívirt. Félagið hafi til þess umboð frá Bretakonungi að versla á svæðinu og það verði ekki framselt. Snarað/GK 19 99 Framtíð okkarallra veltur á því hvort tekstað bægja gereyðingarhœtt- unnifrá og stöðva vopnakapphlaupið. Vel- ferð okkar veltur líka á virðingufyrir náttú- runni, takmörkuðum auðlindum hennar og fegurð. Við krefjumst framtíðar. Þess vegna höfnum við skeytingar- leysi neyslusamfélagsins og hagsmunum stundar- gróðans. Þess vegna vilj- um við afvopnun en ekki aukinn vígbúnað. Greiddu atkvæði með nýju verðmætamati: Virðingufyrir lífinu og öllum íbúum jarðarb* Álfheiður Ingadóttir 99 Menning er hluti af daglegu lífi okkarallra. En blómlegt menningar- og listalífsprettur ekki af engu. Áhugi ogþekking almennings ersá jarð- vegursem menningin þarfnast, því vöxtur hennar og viðgangur er í höndum okkarsjálfra - við sköpumhana, á henni byggjum viðsér- kenni okkar og sjálfstæði sem þjóð. Menningarstarfsemi á rétt á myndarlegum stuðningi úrsameigin- legum sjóðum okkar því vönduð hugverk og handverk eru sérhverri menningarþjóð lífsnauð- syn. Við sem kjósum G-listann vitum það. ^ Guðrún Helgadóttir 99 Það eru hrikalegar stéttaandstæður í þessu þjóðfélagi. Annars vegar eru þeirsem njóta alls kyns sérréttinda ogfjár- hagslegrafríðinda, og til þeirra streymafjármun- irnir í stöðugt ríkari mæli. Hins vegareru þeirsem þurfa að leggja allt í sölurnar til að lifa frá degi til dags. Þegar svona er komið er ábyrgðarhluti að sitja hjá. Við verðum að láta heyrastí okkur, þögnin er okkur öllum hœttuleg. Berjumst saman fyrir bjartariframtíð! X-GÁ5 Olga Guðrún Ámadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.