Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Skák DV Kortsnoj og Speelman efstir í Beersheba Viktor Kortsnoj sýndi enn á ný dæmalausa hörku sína er hann náði að deila efsta sætinu á sjöunda al- þjóðlega skákmótinu í Beersheba í Israel sem lauk á mánudag. Framan af móti tefldi hann ósköp þreytulega ef miða skal við glannalegar og kraftmiklar skákir hans á IBM- mótmu á dögunum. Eftir átta skákir hafði hann gert fimm jafntefli en unnið þrjár og hreint ekki sannfær- andi. Þá var enski stórmeistarinn Jonathan Speelman langefstur. En Kortsnoj setti á fulla ferð. Vann þrjár síðustu skákimar og með 8'/: v. af 11 mögulegum urðu þeir félagar tveimur vinningum fyrir ofan næstu menn. Öldruð móðir Kortsnojs býr í Be- ersheba og hefur gert lengi svo það er auðsótt mál að ginna stórmeistar- ann til þess að tefla í bænum. Þetta var í fjórða skipti sem hann tefldi í Beersheba. Þar búa um 140 þúsund manns og þar af er um fjórðungur íbúa innflytjendur frá Sovétríkjun- um. Bjæjarbúar hafa gjarnan á orði að öruggara sé að hvísla Ieyndarmál- um á hebresku fremur en rússnesku. Beersheba liggur í eyðimörkinni sunnan við Dauðahafið. Þurrt loft og hiti komst mest í 32 gráður á daginn en öllu kaldara var að kvöld- lagi eyðimerkurloftslag. Þetta er ósköp friðsæll og vinalegur bær þar sem Abraham forðum ákvað að setja niður pjönkur sínar og grafa eftir vatni. Brunnar Abrahams eru enn á sfnum stað og þaðan er nafn bæjam- ins komið: Sjö brunna borg á máli innfæddra. Þrátt fyrir friðsældina má glöggt sjá að Israelsmenn em stríöshrjáð þjóð. Hermenn á hveriu strjái og margir með alvæpni. Það var ekki laust við að kalt vatn rynni milli skinns og hömnds íslendingsins er hann mætti slíku fólki á götu. Hríð- skotabyssuna skilja þessir menn helst ekki við sig enda bíður allt að sjö ára fangelsi ef hún glatast. Teflt var í húsakynnum skák- klúbbs bæjarins við fremur frum- stæðar aðstæður sem þó vöndust vel. Kortsnoj var vitanlega mesta aðdráttarafl áhorfenda en Speelman tefldi best og hefði allt eins átt skilið að verða einn efstur. Þessir tveir voru í sérflokki. Bandaríski stór- meistarinn Gurevich náði þriðja sæti með 6'A v. Síðan greinarhöf- undur. Englendingurinn Watson og Greenfeld frá Israel með 6 v. Svo Rohde og Bimboim með 5 'A v. Aðr- ir minna. Ég var ekki sérlega ánægður með frammistöðuna, sem þó var í fullu samræmi við stigatöluna. Mótið var af 11. styrkleikaflokki. Ég var kom- inn til bæjarins tveim dögum áður en mótið skyldi hefjast og taldi mig færan í flestan sjó. Ég dró númer eitt í töfluröð, átti því hvítt í tveim fyrstu skákunum og nú skyldi svín- unum slátrað! Rohde kom mér niður á jörðina í fyrstu umferð með því að snúa vöm í sókn eftir franska vöm. Ungverski stórmeistarinn Farago tefldi sömu byrjun gegn mér í næstu umferð en nú fór ég að öllu með gát sem náttúrlega varð til þess að hann hélt auðveldlega jöfnu. Næstu tvær skákir vann ég - Gre- enfeld og Bimboim - en síðan komu þrjú jafntefli þar til ég vann Shvidl- er. Kortsnoj var svo móterjinn í þriðju síðustu umferð og grimmari en nokkru sinni fyrr enda hugði hann á hefndir frá IBM-mótinu. Er skemmst frá því að segja að hann „steindrap mig“. Skák mótsins að dómi margra annarra keppenda, enda tefldi Kortsnoj af stakri snilld þótt það sama verði ekki sagt um mótherja hans. Eftir þessa umferð fengu skák- menn tveggja daga frí og gátu þá loks litast um í landinu helga. Skoð- anaferðir til Betlehem og Jerúsalem og léttsaltaðir skákmenn svamlandi um í Dauðahafinu. Trúarleg hughrif urðu til þess að margir tefldu næstu skákir í kristilegum anda, sbr. mál- tækið góða „sælla er að gefa en þiggja“. Greinarhöfundur var einn þeirra og skipti þá ekki máli þótt hann ætti í höggi við neðsta mann mótsins, Hollendinginn Kuif, sem fram að því hafði tapað átta skákum í níu umferðum. Hann tefldi franska vöm, sem svo sannarlega reyndist ekki nægtarbrunnur hvað mig snerti. Hálfur vinningur í þrem skákum gegn þessari byijun. Þrír vinningar og ég hefði orðið efstur! Með sigri i síðustu skákinni komst ég upp að hlið titilveiðaranna sem eins og svo oft áður áttu ekki sjö dagana sæla. Watson tapaði í næst- síðustu umferð fyrir Bimboim, Greenfeld í síðustu fyrir Kortsnoj og Rechelis tapaði báðum síðustu skákunum. Hér eru tvær skákir mín- ar frá mótinu þar sem skiptast á skin og skúrir þótt í eyðimörkinni sé. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jón L. Arnason Enskur leikur l.c4 e5 2. Rc3 RfB 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. b3 0-0 9. Bb2 He8 10. Hcl Bg4 11. d3 Bf8 12. Rd2 Dd7 13. Hel Hab8 14. Rce4 Rd4 Eftir byrjunina hefur svartur náð mjög frambærilegri stöðu og Kortsnoj hafði orð á því eftir skák- ina að svartur stæði öllu betur. Hér var 14. - Rb4 freistandi en hvítur svarar með 15. Rf3! og nær betra tafli. Drápi á a2 svarar hann með 16. Hal og a7-peðið fellur. 15. Rc5 Dc8?! Frá og með þessum leik tefldi ég ekki sem nákvæmast. Betra er ein- faldlega 15. - Bxc5 16. Hxc5 c6 með góðum færum. 16. Rf3! Mér sást yfir þetta snjalla svar. Eftir 16. - Bxf3 17. exf3 á hvítur betra. 16. - Rd7! 17. Rxd4 Bxc518. Rf3 Bb6? Hvítur hefur náð uppskiptum á sterkum riddara svarts á d4 og hefur því fengið einhverju áorkað. Samt er svartur ekki langt frá tafljöfnun ef hann leikur betri leikinn, 18. - Dd8. Kortsnoj hugsaði sig nú lengi um og fann frumlega leið. Ég bjóst við framhaldi eins og 19. Hc2 ásamt Dal og Hecl o.s.frv. 19. Hc4! Be6? Ég skynja ekki hættuna. Mun betra er 19. - Bfo. 20. Hh4 fB Um annað er ekki að ræða. Eftir 20. - Bfo 21. e4 Bg6 22. Bh3! f6 23. d4 blómstrar hvíta staðan. 21. d4 g5 Svartur tekur áskoruninni því að eftir 21. - exd4 22. Rxd4 á hann lak- ara. 22. Hh6 Kg7 23. dxe5! Kxh6 24. exfB „Ég fóma ekki á hveijum degi,“ sagði Kortsnoj eftir skákina. í prakt- isku tafli er hætt við að vömin verði svörtum erfið. Augljósi leikurinn er 24. - Kg6, sem Kortsnoj hafði hugsað sér að svara með 25. Dd2 (25. Rxg5!? sem ég óttaðist svarar svartur best með 25.-Rxf6!) h6 26. h4 og frum- kvæðið er sterkt sem fyrr. Þetta var samt besti möguleikinn. 24. - Hg8(?) 25. Dd2 Kh5!? abcdefgh 26. h3! Rc5 27. g4+ Bxg4 Nú hélt ég mig vera að snúa á hann en hann á ráð undir rifi hveiju. Ekki var 27. - Kh6 skárra vegna 28. h4! Bxg4 29. hxg5+ Kh5 30. Df4! með ógnunum eftir h-línunni. 28. hxg4 Dxg4 29. Re5! Dh4 Skák Jón L. Árnason Aðrir drottningarleikir tapa fall- ega. T.d. 29. - Df5 30. e4! Df4 31. BÍ3+ Kh432. Kg2!ogóverjandimát. 30. Dc2! Vinningsleikurinn. Afbrigðin em einföld en smekkleg: A) 30. - Hg6 31. Bf3 + g4 32. Df5 + Dg5 33. Bxg4 + og riddaramát í næsta leik. Eða b) 30. - h6 31. Df5! Df4 32. Bf3+ Kh4 33. Kg2! með máti eftir h-línunni. 30. - Re4 31. Dxe4 Bxf2+ 32. Kfl Dxe4 33. Bxe4 Bxel 34. Kxel Hbd8 Svartur er með tapað tafl en stund- um vinnst ekki tími til þess að leggja niður vopn. 35. Í7 Hgf8 36. Ba3 Hxf7 37. Rxf7 Hd4 38. Bxb7 g4 39. Re5 Kh4 40. e3! - Svartur gaf. Hvítt: Alon Greenfeld Svart: Jón L. Árnason Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 Bb7 6. e3 h6 7. Bh4 Bxc3+ 8. bxc3 d6 9. Rd2 g5 10. Bg3 Rbd7 11. h4 Ke7!? 12. Hh2 Dg8 13. Be2? Betra er 13. Bd3, því að nú kemur svartur drottningu sinni í ákjósan- lega vígstöðu. 13. - Dg6 14. Da4 g4! 15. 0-0-0(?) Hann varð að reyna 15. h5 Rxh5 16. Bh4+ f6 17. OAM) með vissum færum fyrir peðið. 15. - Rh5 16. Rfl Hhd817. Bd3 Be4 18. Bxe4 Og hér er 18. Dc2 skárra, þótt hvíta staðan sé eftir sem áður ákaflega óburðug. Kóngshrókurinn og drottningarbiskupinn eru vand- ræðagripir. 18. - Dxe4 19. Db5 RdfB! 20. Rd2 Dd3 21. Rbl Dg6 22. Bf4 Ekki 22. Rd2? Rxg3 23. 6cg3 Dd3 með vinningsstöðu. 22. - g3! Nákvæmara en 22. - Rxf4 23. exf4 g3 24. f5! og hvítur á meiri mögu- leika. Eftir textaleikinn kemst hann ekki hjá liðstapi. 23. Bxg3 Rxg3 24. fxg3 Rg4! 25. h5 De4 Mögulegt var einnig 25. - Dg5 og ef 26. Hh4 Rxe3 27. Hd2, þá 27. - Rfl! og vinnur skiptamun. Með 26. Dxg5 hxg5 27. Hh3 Rf2 28. g4 hefði hvítur þó getað veitt harðvítuga mótspymu. 26. Hh4 Dxe3+ 27. Hd2 Rf2! 28. Dc6 Dxg3 29. Df3 Dxh4 30. Hxf2 f5 31. Rd2 Hf8 32. Kb2 Kd7 33.He2 Hae8? Gefur óþarfa tækifæri. Einfaldara er 33. - Hab8, eða 33. - c6 og svartur ætti að vinna létt. 34. Db7! Dxh5 35. Rf3 Hab8 36. Da6 f4 37. d5 e5 38. Da4+ b5(?) Og nú var 38. - Kd8 39. Dxa7 Hc8 vandaðri leið. 39. cxb5 Hb6 40. c4 a6 41. Da5 Df5 42. Dc3 axb5 43. c5 Ha6 44. cxd6 cxd6 45. Rh4!? Góð tilraun í erfiðri stöðu. Svartur má gæta að sér í framhaldinu. 45. - Df7 46. Hc2 Hfa8! 47. Kbl Dxd5 48. Dh3+ Eða 48. Dc7+ Ke8 49. Dh7 Hc6! 50. Dh8+ Kd7 51. Dh7+ Kc8 og vinnur. 48. - Kd8 49. Rf5 Hc6 50. Dh4+ Kc7 - Og hvítur gafst upp. -JLÁ NAME COUNTRY ELO 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 v. 1 J. ÁRNASON lceland 2540 1 2 1 1 1 2 1 2 1 2 1 0 0 1 0 6 2 1. FARAGO Hungary 2535 1 2 0 1 2 0 1 0 1 2 0 t 1 0 1 H 3 A.GREENFELD Israel 2515 0 i m 1 0 1 2 0 1 0 1 1 2 1 G 4 N. BIRNBOIM Israel 2465 0 1 2 0 0 1 2 1 t 1 2 1 1 2 1 5k 5 J. SPEELMAN Un.Kingdom 2550 1 2 1 1 1 \ z x i 1 1 2 1 1 2 1 6 D. GUREVICH USA 2535 1 2 0 1 2 1 2 X 1 2 1 2 1 1 2 1 1 J_ Z 7 W. WATSON Un.Kingdom 2500 1 2 1 1 0 \ l 1 2 0 1 1 2 1 2 6 8 E. SHVIDLER Israel 2450 0 1 2 0 1 0 0 1 2 1 0 0 0 1 2 0 1 9 V.KORCHNOI Swiss 2625 1 1 r 1 2 1 2 1 2 1 1 1 2 1 2 10 R. KUIJF Holland 2470 i i 7. 0 0 0 0 0 1 ■ o 0 Zi 1 I G. RECHELIS Israel 2445 0 1 1 2 1 2 1 2 0 1 2 1 2 1 2 1 §81 o 5 12 M.A. ROHDE USA 2530 1 0 0 0 0 1 2 1 2 1 1 2 1 i 5i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.