Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 40
40
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Fundir
Ályktun
Fundur haldinn í 5. deild Starfsmannafé-
lags Reykjavikur 8. apríl 1987, á Slökkvi-
stöðinni í Reykjavík, ályktar eftirfarandi
um nýgerðan kjarasamning milli Starfs-
^mannafélags Reykjavíkur og Reykjavík-
urborgar. Þrátt fyrir þónokkra lagfæringu
á launastiga samningsins og öðrum minni-
háttar atriðum sjáum við okkur ekki
annað fært en greiða atkvæði á móti þess-
um samningi. Ástæður þessarar ákvörðun-
ar eru fyrst og fremst þær að samkvæmt
nýjum samningsréttarlögum, sem tóku
gildi í desember sl., er gert ráð fyrir að
um einn kjarasamning sé að ræða þar sem
kröfur einstakra starfshópa um leiðrétt-
ingar séu teknar til afgreiðslu. Það er hins
vegar skoðun okkar að þessi samningur
sé eingöngu miðaður við vanda borgaryfir-
valda við að halda opnum sjúkrastofum,
en sinni á engan hátt vandamálum ann-
arra borgarstofnana og starfsmanna
^þeirra. Þar sem ekkert tillit er tekið til
sjálfsagðra og eðlilegra krafna einstakra
starfshópa varðandi leiðréttingu um röðun
í launaflokka þrátt fyrir að auðvelt sé að
fmna semanburð bæði á hinum almenna
vinnumarkaði, hjá ríkinu og hinum ýmsu
sveitarfélögum. Og að hann innsigli enn
frekar en verið hefur það sjónarmið að
Starfsmannafélagi Reykjavíkur beri áfram
titillinn: „Lægst launaða félag opinberra
starfsmanna á landinu". Vð leyfum okkur
því að skora á aðra starfshópa innan fé-
lagsins að gera upp hug sinn til þessara
þátta. jafnframt því að við áskiljum okkur
rétt til að gera þær ráðstafanir sem þurfa
þvkir til að ná fram okkar sjálfsögðu og
eðlilegu kröfum um leiðréttingar. ÁÍyktun
þessi var samþykkt samhljóða.
Ýmislegt
Kökubasar
og barnafatamarkaður verður í Fram-
heimilinu við Safamýri, laugardaginn 11.
apríl og hefst kl. 15.
Framkonur
Ferðalög
Útivistarferðir
Dagsferð sunnudag 12. apríl.
Kl. 13 Tröllafoss-Haukafjöll. Létt og íjöl-
breytt gönguleið. Verð. 600 kr.. frítt f. börn
m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ. bensín-
sölu.
Páskaferðir Útvistar 16.-20. apríl.
1. Þórsmörk 5 og 3 dagar. Gist í Útivistar-
skálunum Básum.
2. Öræfi-Skaftafell-Kálfafellsdalur. 5
dagar með dagsferð með snjóbíl á Vátna-
jökul.
3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. 3 og 5 dag-
ar. Gist á Lýsuhóli. Sundlaug.
4. Gönguskíðaferð í Esjuíjöll. 5 dagar.
Gist í skála. Uppl. og farm. á skrifst. Gróf-
inni 1. símar: 14606 og 23732. Sjáumst.
Feróafélag íslands
Dagsferðir sunnudag 12. apríl
1. Kl. 10.30 Stíflisdalur um Kjöl að
Fossá, skiðaganga. Ekið verður að bæn-
um Stíflisdal, gengið þaðan upp á Kjöl og
komið niður hjá Fossá í Kjós. Verð kr. 600.
2. Kl. 13 - Reynivallaháís - Fossá. Ekið
að Reynivöllum í Kjós, gengið þaðan um
Kirkjustíg yfir Reynivallaháls að Fossá.
Verð kr. 600.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Ferðafélag Islands.
STURTUKLEFAR
Sérsmíðaðir sturtu-
klefar frá Háborg.
Áttu í vandræðum með að
koma sturtuklefa fyrir í bað-
herberginu? Hafðu þá sam-
band. Við getum leyst málið
með sérsmiðuðum sturtuklefa
í hvert baðherbergi.
Tilkyimingar
„Jassað í Heita pottinum“
Sunnudagskvöldið 12. apríl leikur Þorleif-
ur Gíslason saxófónleikari í jassklúbbnum
Heita pottinum í Duus-húsi. Honum til
aðstoðar eru þeir Árni Scheving. er leikur
á bassa. Alfreð Alfreðsson trommur og
Kristján Magnússon píanóleikari. Undan-
farin sunnudagskvöld hafa verið mjög vel
sótt og virðist jassinn í Heita pottinum
hafa haslað sér völl í tónlistarlífi höfuð-
borgarinnar.
Ráðstefna um samskipti fjöl-
miðla og hljómplötuframleið-
enda
Samband hljómplötuframleiðenda, sem er
félag fyrirtækja sem standa að hljómplötu-
útgáfu hérlendis, hefur ákveðið að boða
til ráðstefnu að Hótel Sögu laugardaginn
11. apríl nk. kl. 14 um framangreint fund-
arefni.
Starfsfólki frá stærstu íjölmiðlum landsins.
er boðið til fundarins í því skyni m.a. að
gera grein fyrir þeirri þjónustu sem æski-
legt er að hljómplötuframleiðendur geti
veitt íjölmiðlum. Einnig verður rætt um
sérstöðu á útgáfu íslenskra hljómplatna
gagnvart þeim erlendu og kynningu á
slíku efni í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Framsöguerindi munu halda Steinar Berg
ísleifsson, formaður Sambands hljóm-
plötuframleiðenda, Einar Sigurðsson,
útvarpsstjóri á Bylgjunni, og Kolbrún
Halldórsdóttir frá rás 2. Að framsöguræð-
um loknum munu hefjast panelumræður
með þátttöku ofangreindra aðila auk Jón-
asar R. Jónssonar, dagskrárstjóra Stöðvar
2. og Sveins Guðjónssonar, blaðamanns
hjá Morgunblaðinu. Ráðstefnan verður
haldin í sal C í nýbyggingu Hótel Sögu.
Tónlistarfélag Akraness
Tónleikar verða hjá Tónlistarfélagi Akra-
néss laugardaginn 11. apríl í safnaðar-
heimili Akraneskirkju kl. hálffjögur.
Sigurður Pétur Bragason óperusöngvari
syngur ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur
píanóleikara.
Á efnisskránni eru íslensk lög, þýsk ljóð
og ítalskar óperuaríur.
Sigurður Pétur Bragason hóf nám í píanó-
leik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Rögnvaldi Sigurjónssyni og lauk tón-
menntakennaraprófi frá skólanum árið
1978. Hann lauk 8. stigs prófi úr Söngskól-
anum í Reykjavík 1981. Kennarar hans
voru Sigurður Björnsson og Magnús Jóns-
son. Hann var við söngnám hjá Maestro
Pier Miranda Ferraro í Mílanó á Ítalíu frá
1983' til 1986. Sigurður hefur sungið með
íslensku óperunni hlutverk í óperunum
Búum til óperu eftir Benjamin Britten og
Töfraflautunni eftir Mozart. í Þjóðleik-
húsinu nú í haust söng’ hann í óperunni
Tosca eftir Puccini tvö hlutverk, Sciarr-
one og Sacristan. Síðastliðið vor söng
hann hlutverk Jesú Krists í verkinu Sjö
orð Krists á^krossinum eftir Allori á mik-
illi sönghátíð í Mílanó sem haldin er um
hverja páska.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanó-
kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1978. Eftir það lá leið
hennar til Þýskalands þar sem hún stund-
aði framhaldsnám við tónlistarháskólann
í Freiburg im Breisgau. Þaðan lauk hún
Diplom-prófi 1981 og var síðan við nám í
tónlistarháskólanum í Stuttgart en þar
valdi hún ljóðaflutning sem sérgrein undir
handleiðslu prófessors Konrads Richter.
Eftir að Þóra Fríða kom heim frá námi
árið 1984 hefur hún aðallega starfað sem
píanóleikari og kennari í Reykjavík.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið
opnuð. Sýningin er opin almenningi á
opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang-
ur er ókeypis.
Kvennalistinn
í Reykjaneskjördæmi
Kvennalistinn verður með opið hús og
vöfflukafíí laugardag kl. 15 að Reykjavík-
urvegi 68, Hafnarfirði (2. hæð).
Verið öll velkomin. Ræðum málin.
60 ára verður á morgun, sunnudag-
inn 12. apríl, Lára Kristjánsdóttir,
Gyðufelli 12. Hún tekur á móti gest-
um í veitingahúsinu Bakka, Lækjar-
götu 8, sunnudaginn 19. apríl kl. 18.
Neskirkja 30 ára
Neskirkja, sem kölluð hefur verið fyrsta
nútímakirkjan á íslandi, á vígsluafmæli
næstkomandi sunnudag. Hún var vígð á
pálmasunnudag árið 1957 af þáverandi
biskupi, herra Ásmundi Guðmundssyni,
en fyrsti sóknarprestur safnaðarins, séra
Jón Thorarensen, þjónaði fyrir altari.
Afmælisins verður minnst næsta sunnu-
dag en þá mun biskup landsins, herra
Pétur Sigurgeirsson, predika við guðs-
þjónustu kl. 14. Kór kirkjunnar syngur
undir stjórn organistans, Reynis Jónas-
sonar, og Guðrún Birgisdóttir og Martial
Nardeau leika á flautur. Núverandi sókn-
arprestar, séra Frank M. Halldórsson og
séra Guðmundur Óskar Ólafsson, þjóna
fyrir altari.
Að lokinni guðsþjónustu mun Stefán Jóns-
son, fyrrum formaður sóknarnefndar, rifja
upp þætti úr byggingarsögu hússins og
kórkirkjunnarsyngja. Núverandi formað-
ur sóknarnefndar er Baldur Jónsson.
Sýning á útskurðarlist í Eden
Nú stendur yfir i Eden í Hveragerði sýn-
ing á blómasúlum og skúlptúrum unnum
úr tré eftir Erlend Finnboga Magnússon.
Listamaðurinn hefur á undanförnum árum
nær eingöngu helgað sig útskurðarlistinni
og af verkum hans má nefna útskorna
hurð Þorlákshafnarkirkju, útskomar inn-
réttingar Eden í Hveragerði, Hótel Geysi
í Haukadal og Skiðaskálann í Hveradöl-
um,
Sýningin í Eden er sölusýning og stendur
yfir til 15. þ.m.
Kvenfélag Kópavogs
Spiluð verður félagsvist næstkomandi
mánudag, 13. apríl, kl. 20.30 í félagsheimil-
inu í Kópavogi. Allir velkomnir.
Veðurfar á íslandi eftir Mark-
ús A. Einarsson
Nú er aftur fáanleg hjá Bókaútgáfunni
Iðunni bókin Veðurfar á Islandi eftir
Markús Á. Einarsson veðurfræðing, en
hún hefur verið uppseld um tíma.
Bókin gefur yfirlit um helstu niðurstöð-
ur rannsókna á veðurfari íslands og
skiptist í tíu meginkaíla. Hún er í senn
handbók og almennt fræðslurit - jafnt til
fróðleiks áhugamönnum sem og til nota
fyrir verkfræðinga, náttúrufræðinga og
fleiri þá sem upplýsinga er þörf um veður-
far starfa sinna vegna.
Leikfélag Akureyrar
sýnir Kabarett föstudags- og laugardags-
kvöld kl. 20.30.
Ásmundarsafn
við Sigtún
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 14-17.
Gullni haninn
Myndlist-matgerðarlist.
18 olíu- og vatnslitamyndir eftir Sólveigu
Eggerz Pétursdóttur með dönskum „mót-
ívum“, hanga á veggjum veitingastaðar-
ins, sem nú býður sælkerum gómsæta
danska rétti ásamt hinum hefðbundna
matseðli Gullna hanans.
Sýning á Mokka kaffi
Birgir Schiöth sýnir verk sín á Mokka
kaffi, Skólavörðustíg 3a. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 9.30 23.30 og sunnudaga
frá kl. 14 23.30, Sýningin sem er sölusýn-
ing stendur í mánuð.
Alþýðuleikhúsið
Um þessar mundir sýnir Alþýðuleikhúsið
leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ í veit-
ingahúsinu Kvosinni. Uppselt hefur verið
á allar sýningar til þessa. Hér er á ferð-
inni nýtt finnskt leikrit eftir þá Johan
Bergum og Bengt Ahlfors sem frumsýnt
var í Helsinki sl. haust. Leikritið fjallar
um hinn skelfilega sjúkdóm eyðni frá sjón-
arhóli hins almenna borgara. leikstjóri
verksins er Inga Bjarnason en leikarar
Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds-
son. Næstu sýningar verða í dag, laugar-
dag, kl. 13, mánudaginn 13. apríl,
þriðjudaginn 14. apríl og miðvikudaginn
15. apríl kl. 12 stundvíslega. Miðaverð er
kr. 750 og í því er innifalið, leiksýningin,
léttur hádegisverður og kaffi. Miðapant-
anir eru í síma 15185 og tekur sjálfvirkur
símsvari við pöntunum allan sólarhring-
inn.
Stjórn Félags íslenskra mynd-
listarmanna
fagnar samþykkt Alþingis á breytingum á
tollskrá þar sem tollar á litum til listmál-
unar eru lækkaðir verulega. Ennfremur
samþykkt stjórnarfrumvarps á uppboðs-
lögum þar sem söluskattur á listaverkum
er felldur niður og þess í stað stigið stórt
• skref í þá átt að viðurkenna höfundarrétt
myndlistarmanna með því að taka upp
10 % gjald er greiðist til eigenda höfunda-
réttar.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Messur á páskum 1987
Fermingarguðsþjónusta verður í Fríkirkj-
unni kl. 11.00 á skírdag. Sama dag verður
kvöldmessa með altarisgöngu kl. 20.30.
Magnús Steinn Loftsson tenórsöngvari
syngur stólvers.
Á föstudaginn langa er guðsþjónusta kl.
14.00. Flutt verður Litanía sr. Bjarna Þor-
steinssonar. Oddur Björnsson básúnuleik-
ari leikur einleik.
Á páskadag verða tvær hátíðarguðsþjón-
ustur, önnur kl. 8.00 árdegis, hin kl. 14.00.
Annan í páskum verður svo barnaguðs-
þjónusta að venju. Guðspjallið er útskýrt
með hjálp mynda, smábarnasöngvar og
barnasálmar sungnir, afmælisbörn boðin
sérstaklega velkomin og lesin sögulok
framhaldssögunnar Dísu frænku eftir Stef-
án Jónsson. Við píanóið er Pavel Smid.
Kaþólskir
í Sovétríkjunum
Nk. sunnudag, 12. apríl, kl. 16 verða sýnd-
ar þrjár stuttar frétta- og fræðslumyndii
frá Sovétríkjunum í bíósal MÍR að Vatns-
stíg 10. Ein myndanna segir frá starfi
kaþólsku kirkjunnar í Sovétríkjunum og
önnur er frá Sovétlýðveldinu Kazakhstan.
Skýringar með myndunum eru á ísiensku
og ensku. Aðgangur að kvikmyndasýning-
um MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
Maraþon
íTrivial Pursuit
byrjar kl. 12.00 á hádegi á laugardag og
stendur til klukkan 12 á sunnudag í sal
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Ný (skammtíma) útvarpsstöð
Um helgina verður útvarpað stansiaust í
48 tíma frá félagsmiðstöðinni Þróttheim-
um á FM 106. Útsendingar hófust í
gærkvöldi og og standa yfir til kl. 20 á
sunnudagskvöld. Útvarpsstöðin heitir
„Sundarás" og hafa unglingarnir sem bera
veg og vanda af framkvæmdum unnið að
undirbúningi undanfarnar íjórar vikur og
lagt dag við nótt marga sólarhringa.
Tapað - Fundið
Læða týnd
Grá og hvít læða tapaðist frá Grettisgötu
fyrir rúmri viku. Ef einhverjir hafa orðið
varir við hana vinsamiegast hafið sam-
band í síma 29758.
Afmæli
75 ára varð í gær, föstudaginn 10.
apríl, Jón Þ. Sigurðsson, vélstjóri
frá Hnífsdal. Af því tilefni tekur
hann á móti gestum í Gullna hanan-
um, Laugavegi 178, Reykjavík,
sunnudaginn 12. apríl frá kl. 14.