Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 38
38 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Fréttir Tvísýn barátta um jöfnunarsætið Suðurlandskjördæmi er sá lands- hluti þar sem einna erfiðast er að spá fyrir um kosningaúrslitin þar sem þar er að finna sterkasta fram- boðslista Borgaraflokksins utan höfuðborgarinnar. Menn eru ekki í vafa um að efsti maður Borgara- flokksins í þessu kjördæmi kemst inn á þing en spumingin er hvort hann kippi öðrum með sér. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löng- um verið sterkur á Suðurlandi, fékk tæp 40% atkvæða i síðustu þing- kosningum og 3 menn inn. Nú er þeim aðeins spáð einum kjördæma- kjömum en hins vegar er líklegt að þegar öldur „Albertsmálsins" lægja er líður á mánuðinn að Eggert Haukdal nái einnig kjöri sem kjör- dæmakjörinn enda átti hann nægt fylgi 1979 til að komast á þing af T-listanum. Áma Johnsen verður hins vegar að telja vonlausan eins og staðan er. Borgaraflokkurinn býr að því að aðrir listar en D-listinn eru taldir mun veikari en þeir vom í síðustu kosningum. Þannig hefúr brotthvarf Garðars Sigurðssonar af G-listanum veikt hann vemlega. Er bent á í því sambandi að fylgi Garðars í Vest- mannaeyjum hafi náð langt út fyrir raðir alþýðubandalagsfólks þar. Og hvað A-listann varðar er talið að Magnús Magnússon eigi nær ekkert fylgi utan Vestmannaeyja, raunar sagði einn viðmælenda DV að hann skildi ekki af hverju þeir væru með Magnús efstan i stað þess að hafa þar ungan og frískan frambjóðanda og nefndi hann að sonur Magnúsar, Páll, hefði sennilega náð kjöri létti- lega ef hann hefði fengist í framboð. Framsóknarflokkurinn er í nokk- urri kreppu í þessu kjördæmi með óvinsælan landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar. í síðustu kosning- um náði Framsókn tveimur mönnum inn en nú er talið að ekki sé ömgg- ur nema einn. Guðni Ágústsson hefúr að vísu unnið mikið kosninga- starf undanfarinn mánuð én honum hefúr ekki tekist að ná til ungs fólks Fylgi Magnúsar Magnússonar, efsta manns á lista Al- þýðuflokksins, er aðallega bundið við Vestmannaeyjar. Guðni Ágústsson, annar maður á lista Framsóknarflokks- ins. Hann hefur unnið mikið kosningastarf, en Framsókn er talin í nokkurri kreppu í Suðurlandskjördæmi. og er almennt álitinn einn af þessum íhaldssömu framsóknarmönnum sem ungt fólk hefúr ekki áhuga fyrir. Flokkur mannsins og Kvennalist- inn blanda sér ekki í baráttuna um þingsæti í þessum kosningum en þó ber að gæta þess að Kvennalistinn náði inn manni í bæjarstjómarkosn- ingum á Selfossi. Konurnar em taldar taka fylgi frá G-listanum. Flokkur mannsins mun ekki blanda sér í baráttu um þingsæti í þessu kjördæmi. Fréttaskýring Friðrik Indriðason Ef þetta er síðan allt. lagt saman verður útkoman sú að Framsóknar- flokkurinn fær 1 mann, Sjálfstæðis- flokkur 2, Borgaraflokkur 1 og Alþýðubandalagið 1 en tvísýn bar- átta verði milli Ólafs Gránz af S-lista og Magnúsar Magnússonar um jöfn- unarsætið. Oli eins og Albert „Óli Þ. Guðbjartsson er Al- bertstýpan. Hann hefur setið lengi í bæjarstjóm og er ekta fyrirgreiðslu- pólitíkus. í gegnum þetta starf sitt hefur hann eignast hönk upp í bakið á ótrúlegum §ölda fólks og ég tel víst að margir muni kjósa hann í laumi,“ sagði einn af viðmælendum DV. Þegar rætt er um framboð Borg- araflokksins og vem Óla í efsta sætinu þar verður að kynna aðeins forsögu mála í Sjálfstæðisflokknum í þessu kjördæmi. Óli var á sínum tíma „Gunnarsmaður" i valdabar- áttu þeirra Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Hann taldi sig eiga víst þingsæti fyrir flokkinn i síðustu kosningum þegar Þorsteinn Pálsson var kallaður til sögunnar og hefur hann aldrei fyrirgefið Þor- steini að hafa haft af sér sætið. Fylgi Óla er talið aðallega bundið við Selfoss og nágrenni en hins veg- ar virðist hann eiga einhverja atkvæðablokk í Rangárvallarsýslu, allavega hafa menn á Selfossi tekið eftir nokkrum §ölda L-bifreiða við kosningaskrifstofu Borgaraflokks- ins á staðnum er fúndir hafa verið þar. Framsókn í tvo? Þeii' menn sem DV talaði við höfðu mjög skiptar skoðanir um hvort Framsóknarflokkurinn næði sínum tveimur mönnum inn í kjördæminu eða ekki. Eins og fyrr segir hefúr Jón Helgason þótt óvinsæll land- búnaðarráðherra, það er að honum hafa nokkuð beinst spjótin vegna þess að hag bænda hefur stöðugt hrakað meðan núverandi stjórn hef- ur setið að völdum. Sökum þessa er almennt talið að Guðni komist ekki á þing. Þeir sem aftur spá Guðna þingsæti benda á að síðustu vikumar hafi Jón nokkuð rétt úr kútnum og nefna samning þann sem gerður var milli ríkis og bænda um óbreyttan „kvóta“ þeim til handa næstu árin, samningur sem m.a. hefur verið nefndur stuldur aldarinnar. Telja þeir af þessum sökum að nær sé að segja að Guðni og Magnús, í stað Ólafs og Magnúsar, keppi um jöfn- unarsætið. Ef Guðni fer á þing með þessum formerkjum yrði það ugg- laust dýrkeyptasta þingsæti íslands- sögunnar. -FRI Kosningamar á Suðurlandi: Loftorka 25 Konráð Andrésson, forstjóri Loftorku sf. í Borgarnesi. ara Siguiján Guimarsson, DV, Borgamesi; Loftorka sf. i Borgarnesi var með opið hús nýlega og bauð öllum, sem áhuga höfðu á, að koma og skoða húsakynni og aðstöðu. Var þessi kynning í tengslum við 25 ára afmæli fyrirtækisins. Það var árið 1962 sem fyrirtækið var stofnað og var keypt ein loftpressa og ráðinn starfsmaður sem er Indriði Bjömsson og er hann enn starfsmaður fyrirtækisins. Síðan þetta var hefúr mikið vatn runnið til sjávar og fyrir- tækinu vaxið fiskur urh hrygg. Eigendur þessa fyrirtækis hafa verið frá upphafi þeir sömu og stjóma þeir því frá tveim stjómstöðvum, þ.e. Kon- ráð Andrésson sér um þá starfsemi sem fer fram í Borgamesi en Sigurður Sig- urðsson um Reykjavíkursvæðið. Fyrirtækið hefúr frá upphafi verið í Hluti athafnasvæðis Loftorku sf. í Borgarnesi. DV-myndir Sigurjón jarðvegsvinnu og 1969 var bætt við framleiðslu á steyptum rörum. Fyrir fjórum árum hóf Loftorka sf. fram- leiðslu á svokölluðum samlokueining- um sem em steinsteyptir húshlutar með einangmn í. Þegar er fjöldi þess- ara húsa kominn Vel á annað hundrað- ið. Hjá Loftorku sf. starfa nú um 110 manns og þar af eru í Borgamesi um 60 manns. Fjöldi manns kom og skoðaði að- stöðu þeirra Loftorkumanna og þáði veitingar og hægt var að sjá hvemig fyrirtæki þetta hefur þróast þessi tutt- ugu og fimm ár því á veggjum vinnslu- sala mátti líta ljósmyndir, línurit og teikningar af þeim húsum sem nú er verið að ffamleiða. Auk einingahúsaffamleiðslu er í Borgamesi unnið við rörasteypu og steinsteypuframleiðslu, framleiddar em gangstéttarhellur og milliveggja- steinn, svo eitthvað sé nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.