Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. Neytendur Mikill verðmunur a nyjum laxi Þessa dagana eru laxveiðimenn um land allt sem óðast að yfirfara allan sinn útbúnað, albúnir að renna fyrir fyrsta lax sumarsins. Reyndar er ver- tíðin hafin og lofar byrjunin mjög góðu, bæði fyrir veiðimenn og neyt- endur. Síðastliðið sumar var metár í laxveiði hér á landi og ýmislegt bend- ir til þess að veiðin í ár ætli ekki að verða minni. Þeim matvöruverslunum fjölgar nú óðum sem hafa nýjan lax á boðstól- um og af því tilefni hringdum við í nokkrar verslanir á höfuðborgar- svæðinu og grennsluðumst fyrir um verðið. Yfirleitt er tvenns konar verð á laxinum. Hann er seldur í heilu lagi með haus og sporði og í sneiðum. Margs ber að gæta þegar spurt er um verð á laxi. I fyrsta lagi þarf að ganga úr skugga um að laxinn sé örugglega nýr. í öðru lagi skyldi hugað að því hvort lax sem seldur er í heilu lagi sé slægður eða ekki. Síð- ast en ekki síst skiptir það svo töluverðu máli hvort laxinn er veidd- ur við náttúrulegar aðstæður í net eða á stöng eða hvort um er að ræða eldislax sem alinn hefur verið á til- tölulega einhæfu fæði. Munið að senda inn upplýsingaseðilinn fyrir heimilisbókhald DV r i i i i i i Hvað kostar heimilishaldið? I i i | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | I tjölskyldu af sömu stærð og yðar. I J Nafn áskrifanda______________ i J Heimili______________________ i J Sími_______ i J Fjöldi heimiiisfólks_________ i Kostnaður í maí 1987: ______________________________ J Matur og hreinlætisvörur 1 Annað I Alls I I Upplýsingaseðiíl til samanburðar á heimiliskostnaði Víða erlendis þar sem áróður er rekinn fyrir hinum náttúrulegustu afurðum gera menn gjaman mikið úr þessum greinarmun, enda er eldis- laxinn þá mun ódýrari. Sumir gera svo einnig greinarmun á eldislaxi eftir því hvort hann er alinn í sjókví eða í kerjum á landi. Það er eins með laxinn og græn- metið, hann er alltaf dýrastur fyrst á vorin en lækkar svo í verði eftir því sem framboðið eykst með haust- inu. Eins og sjá má á töflunni sem hér fylgir er mikill verðmunur á laxi nú í upphafi sumars. Við munum svo fylgjast með verðinu þegar líður á sumarið. KGK Nýr lax Verðsamanb. I heilu haus og sporði í sneiðum Athuga- semdir Kjötbúðin Borg 380 kr/kg 450 kr/kg Sjóeldislax frá ísnó h/f Nóatún 590 kr/kg 690 kr/kg Óslægður. Frá Hvítárvöllum í Borgarfirði. Nýibær 580 kr/kg 680 kr/kg Slægður. Úr Hvítá í Borgarf. Hagkaup 585 kr/kg 768 kr/kg Slægður. Úr Hvítá í Borgarf. Hólagarður 390 kr/kg 490 kr/kg Slægður. Þverá í Borgarf. Nýr lax er nú á boðstólum í fjölda matvöruverslanna, en á mismunandi verði Hver er réttur okkar? Greinar um tiyggingamál Það hefur orðið að samkomulagi milli ritstjómar DV og Margrétar Thoroddsen, deildarstjóra hjá Tryggingastofhun ríkisins, að hún skrifaði að staðaldri hér í blaðið greinar, sem em til upplýsingar og glöggvunar fyrir almenning um tryggingarbætur og réttindi í því sambandi. Greinar Margrétar munu birtast að jafnaði einu sinni í viku, á þriðju- dögum. Fólki er jafnframt bent á að það getur sent inn fyrirspumir sem Margrét mundi þá leitast við að svara í skrifum sínum. Bréf þessa eðlis skulu merkjast: DV, c/o Margrét Thoroddsen Þverholti 11, Rvík Margrét Thoroddsen Elli- og sjómannalífeyrir Ellilrfeyrir - gninnlrfeyrir Sjómannalífeyrir Arið 1981 vom sett lög um að sjó- menn ættu rétt á lífeyri við 60 ára aldur. Skilyrði er að þeir hafi stund- að sjómennsku í 25 ár eða lengur, eigi færri en 180 daga að meðaltali á ári. Njóta þeir allra sömu hlunn- inda og ellilífeyrisþegar. Auk gmnnlífseyris er um ýmsar tengdar bætur að ræða sem fólk á rétt á í ákveðnum tilvikum. Mun ég gera grein fyrir þeim í næstu pistlum. Allir sem orðnir em 67 ára eiga rétt á ellilífeyri, svo framarlega sem þeir hafa átt hér lögheimili a.m.k. í 3 ár, á aldrinum 16-67 ára. Grunnlífeyrir er algjörlega óháður tekjum og efhahag. Er hann 7.581 kr. á mánuði hjá einstaklingi en hjá hjónum, sem bæði njóta lífeyris, skerðist upphæðin um 10%, þannig að hvort þeirra fær 6.823 kr. á mán- uði. Upphæðirnar miðast við 1. júni sl. Heimilt er að fresta töku ellilífeyr- is og hækkar þá upphæðin með hveiju ári sem líður fram að 72 ára aldri. Andist sá sem frestað hefúr, á eftirlifandi maki rétt á þeirri hækk- un sem frestunin hafði í för með sér. Sækja þarf um allar bætur almannatrygginga Aðalskrifstofúr Tryggingastofnun- ar ríkisins em að Laugavegi 114, Reykjavík en utan Reykjavíkur em bæjarfógetar og sýslumenn umboðs- menn hennar, hver í sínu umdæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.