Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Qupperneq 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
___________________________________ Erlend myndsjá
Hvað segirðu, Georg minn?
Hvað segirðu, Georg minn, til hvers á ég að nota þetta? Er þetta eitt af
þessum nýmóðins tækniundrum sem stjörnustríðsstrákarnir hafa verið að
búa til handa okkur? Símamynd Reuter
Ja, nú skil ég. Og ég set bara krossinn þarna á línuna, ha? Alveg eins og indíánarnir í bíómyndunum.
Með vétlvi fotgangstöð
Það er ekki að spyrja að sambandi hunds og drengs. Þegar brestur
skyndilega á svo illt veður að ekki er hundi út sigandi kemur regnhlífin
í góðar þarfir. Og hann Pétur, ellefu ára drengur i Hamborg, gerði sér
glögga grein fyrir mikilvægi þess að halda Dino þurrum þótt hann sjálf-
ur vöknaði ofurlítið. Síðar í lífinu verður þessi tillitssemi nefnd riddara-
mennska og beinist gegn konum ef blessaðar kvenréttindakonurnar
verða ekki búnar að setja slíkt á bannlista.
„Og allt dótið mltt líka“
Hurð skall nærri hælum hjá honum Matthew Kautz í Harrenton, Virginiufylki
í Bandaríkjunum, þegar húsið, sem hann bjó I, brann til kaldra kola í síö-
ustu viku. Ellefu fjölskyldur urðu heimilislausar þótt enginn slasaðist
alvarlega. Matthew var bjargað út á siðustu stundu af slökkviliðsmanni.
Hann virðist þó ekki of hrifinn af björguninni, vill ef til vill mótmæla því að
allt dótið hans var skilið eftir í eldinum. Þeir þekkja ekkert á mikilvægisröð
hlutanna, þessir slökkviliðsmenn. Björguðu ekki svo mikið sem einum kubbi.
Manhattan í sóttkví
„Manhattan í sóttkví - höfuðborg eyðni“ stendur á kröfuspjöldum þessa náunga sem gerði rusk við hádegisverðarfund
i bandaríska blaðamannaklúbbnum i síðustu viku. Von var á Elisabetu Taylor til veislunnar og þótti ekki rétt að spilla
matarlyst stjörnunnar meö uppákomu af þessu tagi svo maðurinn var fjarlægður. Varla hefur það þó verið boðskapur-
inn sem var óvelkominn því ræðuefni Taylor á fundinum var eyðni og útbreiðsla hennar.
Dauðadómur fýrir fíkniefnasmygl
Hann Reginald Spiers man líklega tímana tvenna. Fyrrum margfaldur verðlaunahafi vegna árangurs í spjótkasti en
nú fangelsislimur og það sem verra er, með dauðadóm vofandi yfir sér. Spiers, sem er Ástraliumaður, var i siðustu
viku dæmdur til lifláts af dómstóli í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Hafði hann gert tilraun til að smygla inn í landið
einhverju magni af heróini og yfirvöld Sri Lanka telja þá leið liklegasta til árangurs í baráttunni gegn fikniefnum að
fella nógu harða dóma yfir þejm sem flytja þau inn. Úrskurður dómara var því sá að Spiers skyldi liflátinn. Það fylgdi
þó sögunni að dómurinn væri öðrum til viðvörunar fyrst ogfremst. Litlir möguleikar væru taldir á að honum yrði fullnægt.