Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. A5 Simamynd Reuter Keisaraleg saiung Híróhító Japanskeisari er nú á 87. aldursári en ern með afbrigðum og mótfallinn öllu slugsi. Fyrir skömmu tók hann sig til og tók að sá hrís- grjónum á landsvæði sem tilheyrir keisarahöllinni. Þótt hrísgrjónasáning sé vinna sem mikið reynir á bakið, ekki síst fyrir aldraða menn, lét Híró- hító það ekki á sig fá heldur vann ótrauður. Hárgreiðsla hertogaynjunnar Sara Ferguson, eiginkona Andrews Bretaprins og hertogaynja af York, er undir smásjánni hjá löndum sínum þessa dagana, svo mikið að athyglin er næstum farin að beinast frá Díönu prinsessu. Bretinn er líka afskaplega hrifmn af Söru og við hvert fótmál bíða hennar ljósmyndarar í leyni. Hattat- ís^a og hárgreiðsla eru auðvitað sérlega mikilvæg atriði sem þarf að taka til skoðunar þegar hertogaynja á í hlut. Hárgreiðsla Söru er þó venjulega látlaus, hún virðist einkum vera hrifin af því að taka hárið á ýmsan máta saman í hnakkanum, stundum með einfalt tagl, en oftast þó með einhverjar frekari útfæringar, svo sem hnúta eða fléttur. Fiðrildastílinn kalla Bretar nýjasta hárgreiðslustíl Söru sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Með einfalt tagl og barðastóran hatt. Hertogaynjan heimsækir elliheimili í Chelsea, á hátiðardegi þess og heilsar upp á Russell gamla, gamlan her- mann og elsta vistmanninn sem brosir breitt til hennar úr hjólastólnum sínum. Enda ekki á hverjum degi sem hann spjallar við hertogaynju. Þegar Fergie mætti á pianótónleika í London nýverið vakti hárgreiðsla hennar athygli. Sú aðferð að binda hárið á sérstakan hátt aftur i hnakkan- um minnti einna helst á fiðrildi. - Simamyndir Reuter Sviðsljós Ólyginn sagði... Jack Nicholsor> veldur framleiðendum kvik- myndar þeirrar, sem hann leikur í þessa dagana, vand- ræðum. Þegar kvikmynda- upptökur stóðu yfir fyrir nokkru setti Jack fram þá kröfu að honum yrði útvegað einbýlishús með innisundlaug nálægt upptökustaðnum. Hann er nefnilega mikill vatnssvamlari og unir sér hvergi betur en í sundlaug. Aðeins eitt einbýlishús í ná- grenninu uppfyllti þessi skil- yrði og eigendurnir settu upp þrefalda leigu. Völdu kvik<. ( myndaframleiðendurnir frekar þann kostinn að punga út fyr- ir sundlauginni heldur en að missa Jack, enda gæti það orðið þeim dýrara spaug. r" i iinimiiil ' ] íiintirtrn llrlltíliGj i mímmft : j ] Sltj | Q3 VAREFAKTA er vottorð dönsku neytendastofnunarinnar um dginleika vara, sem framleiðendur og innflyijendur geta sent henni til prófunar, ef þeir vilja, med öðrum oröum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆDIMED ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarflr Noröurlandabúa - gædi á gódu verÓi! þorir og þollr KALDAR STAÐREYNDIR um það sem máll skiptir, svo sem kælisvið, frystigetu, einangrun, styrk- leika, gangtíma og rafmagnsnotkun. Hátúni 6a, simi (91) 24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.