Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Síða 36
jjpM*1 T ""y"
K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Fimmtán ára
piltur lést
í Vaglaskógi
Jón G. Hanksscn, DV, Akureyri
Fimmtán ára piltur lést í Vagla-
skógi aðfaranótt laugardags.
Dánarorsök er ekki kunn ep talið
er að pilturinn hafi látist af völdum
reykeitrunar vegna útigrills. Ekki
er vitað til að áfengi eigi sök á þessu
hörmulega slysi.
Pilturinn hafði grillað úti um
kvöldið ásamt félaga sínum. Þeir
höfðu síðan farið að sofa tiltölulega
snemma um kvöldið og sett grillið
inn í tjaldið til að ylja sér en nokkuð
kalt var úti. Mikill reykur myndað-
ist í tjaldinu og er talið að pilturinn
hafi látist af reykeitrun. Hinn piltinn
sakaði ekki.
Pilturinn, sem lést, er frá Akureyri
*B*og hafði í vor lokið samræmdum
prófum úr 9. bekk gagnfræðaskólans
á Akureyri.
Flugumferðarstjórar:
Dregur saman
„Það dregur saman með okkur, við
erum famir að tala svipað tungu-
mál,“ sagði Ámi Þorgrímsson,
formaður Félags flugumferðarstjóra,
í samtali við DV um tilboð sem flug-
■’-^-umferðarstjórar fengu frá ríkinu
fyrir helgi.
„Þetta tilboð er sambærilegt þeim
samningum sem aðrir hafa fengið,"
sagði Ámi en í því er gert ráð fyrir
kauphækkunum á bilinu 22 til 24%.
Einnig er þar gert ráð fyrir breyting-
um á launatöflu og ýmsum tilfærsl-
um. -ój
- sjá einnig bls. 5
Þrír fengu
750 þúsund
Heildarsala lottósins í síðustu viku
var 11.270.225 krónur. Upp komu
^tölumar 2, 4,10,15 og 24 og skiptist
> fyrsti vinningur á milli þriggja ein-
staklinga sem fengu hver um sig
754.216 krónur.
410 manns vom með fjóra rétta og
fær hver í sinn hlut 1.649 krónur.
1073 fengu þrjá rétta og 156 kr. hver.
-GKr.
LOKI
Þessi hvítasunna var nú
einum of svört!
Ríkissjóðshallinn
jafnaður á 3 árum
- meðal þess sem Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða um
Eftir þingflokksfundi Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og FVam-
sóknarflokks í dag skýrist hvort
viðræður þessíira flokka leiða til
myndunar ríkisstjórnar. Góður
gangur og jákvæðiu- andi var í við-
ræðunum um helgina.
Undimefndir hafa rætt sérstaklega
um stærstu ágreiningsmálin; ríkis-
tjármál og fyrstu aðgerðir, hús-
næðismál og landbúnaðarmál.
Húsnæðisnefhdin og fjúrmálanefnd-
in mættu fyrir aðalviðræðuhópinn í
morgun en starf landbúnaðamefnd-
arinnar er skemmra á veg komið.
Anna Margrét Jónsdóttir, feguröardrottning íslands, krýnd undir lúðrablæstri og dynjandi fagnaðar-
látum áhorfenda i veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi. Gígja Birgisdóttir, fegurðardrotting Islands
árið 1986, krýndi Önnu Margréti og skilaði þar með kórónunni skrautlegu. DV-mynd: GVA
Fegurðardrottning valin í gærkvoldi:
„Ég trúi þessu varia enn“
- segir Anna Margrét Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur
„Þetta er auðvitað alveg stórkost-
legt, ég trúi þessu varla enn,” sagði
Anna Margrét Jónsdóttir, 19 ára
Reykjavíkurmær sem var kjörin feg-
urðardrottning Islands í veitinga-
húsinu Broadway í gærkvöldi. Hlaut
hún einnig titilinn ungfrú Reykjavík
og er þetta í fyrsta skipti sem sama
stúlka hreppir báða þessa titia.
Þátttakendur í keppninni voru tíu.
I öðm sæti varð Magnea Magnús-
dóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir í því
þriðja, Fjóla Grétarsdóttir í fjórða
og Hildur Guðmundsdóttir í því
fimmta. Fjöldi gesta var viðstaddur
keppninaog mikil spenna lá í loftinu
síðustu augnablikin áður en úrslit
voru tilkynnt en að því loknu bmt-
ust út mikil fagnaðarlæti.
-BTH
Hæg norð-
læg átt
Veður fer nokkuð kólnandi,
einkum á Norðurlandi, í dag.
Fremur hæg NA-læg átt verður
ríkjandi yfir landinu. Léttskýjað
um sunnan- og vestanvert landið,
víðast skýjað norðanlands og skúr-
ir við NA-ströndina. Hiti 7-14 stig.
I undimefnd um ríkisfjármál sitja
Kjartan Jóhannsson og Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson frá Alþýðu-
flokki, Geir H. Haarde og Birgir
ísleifúr Gunnarsson frá Sjálfstæðis-
flokki og Guðmundur G. Þórarins-
son og Bolli Héðinsson frá
Framsóknarflokki.
Svo virðist sem starf nefndarinnar
hafi gengið nokkuð vel. Fundur var
síðast haldinn ki. 9 í morgun.
Nefhdamienn sögðu í samtali við
DV í morgun að þeir byggjust ekki
við því að ákveðnar tillögur yrðu
lagðar fyrir aðalviðræðuneftidina
heldur væri hér frekar um að ræða
kortlagningu á stöðunni.
Undimefhdin heföi farið yfir allt
svið ríkisfjármálanna og tekið sam-
an hvar samkomulag væri og hvar
flokkana greindi á. Ekki yrði t.d. um
að ræða ákveðnar tillögur um
skattahækkanir heldur yrði gengið
frá samkomulagi um slíkt á síðasta
stigi stjómarmyndunarinnar, ef af
verður.
Samkomulag virðist vera í nefhd-
inni um að hallinn á ríkisbúskapn-
um verði jafnaður á nokkrum tíma,
t.d. þremur árum. Þá hefur virðis-
aukaskatturinn verið nokkuð til
umræðu og eru um hann skiptar
skoðanir milli flokkanna. Þvi gæti
eins farið að hugmyndir um virðis-
aukaskatt verði lagðar til hliðar ef
af stjómarmyndun verður.
-ES/KMU
Verkfræðingar
í verkfalli
Fyrir helgina slitnaði upp úr
samningaviðræðum verkfræðinga og
viðsemjenda þeirra og em um 80 verk-
fræðingar komnir í verkfall.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar
ríkissáttasemjara var búið að ná sam-
komulagi um önnur atriði en launalið-
inn þegar upp úr samningaviðræðun-
um slitnaði.
Guðlaugur sagðist myndi ræða við
deiluaðila í dag og kanna hvort gmnd-
vöilur er fyrir því að kalla samninga-
nefhdir deiluaðila saman á nýjan leik.
-S.dór
Nato-fundurinn:
HotelSogu
lokað klukkan
eitt í dag
„Hótel Sögu verður lokað klukkan
13 í dag og eftir það fer enginn inn á
svæðið nema með sérstakan passa og
ef tilfallandi gestir eiga nauðsynlegt
erindi inn á svæðið fara þeir ferða
sinna í fylgd öryggisvarða," sagði
Hjálmar W. Hannesson í utanríkis-
ráðuneytinu.
Hjálmar sagði að mikil undirbún-
ingsvinna hefði verið unnin yfir
helgina og nú væri allt til reiðu. Tölu-
verður hluti af fastastarfsfólki NATO
er kominn til landsins og eitthvað af
sendinefridum. Engir af utanríkisráð-
heminum eru enn komnir, sá fyrsti
kemur í dag og er frá Tyrklandi en
hinir koma flestir á morgun. -JFJ