Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. 3 Fréttir Deilan um ísfískútflutninginn: Vandamál Vestmannaeyinga yfiifært á altt landiö segír Jón Páll Halldórsson, forstjóri Norðurtanga á ísafírði „Satinleikurinn er sá að við fram- leiðum alveg jafti mikið af ftystum físki og áður, en þar sem skreiðar- framleiðsla hefur lagst af er sá fiskur sem áður fór í skreið seldur út ísað- ur í gámum. Að auki vil ég benda á að sökum vinnuaflsskorts er ekki hffigt að frysta meiri fisk en gert er. Þetta á við um allt land nema Vest- mannaeyjar. Dar hefúr verið flutt út svo mikið af ísfiski að frystingin hefúr ekki fengið jafn mikið hráefni og áður var. Þar er ísfiskútfiutning- urinn að verða vandamál sem menn svo yfirfæra á allt landið. Ég þekki engan annan stað á landinu þar sem ísfískútflutningurinn hefúr skapað vandamál fyrir frystinguna, hvað þá saltfiskverkunina," sagði Jón Páll Halldórsson, forstjóri frystihúss Norðurtanga á fsafirði Mikil gagnrýni hefúr komið fram hjá Sölumiðstöðinni og saltfisk- framleiðendum á vaxandi ísfiskút- flutning og talað er um fiskskort á Bandaríkjamarkaði. „Það er alveg rétt að minna er nú framleitt á Bandaríkjamarkað en verið hefúr en það hefur ekkert með ísfiskútflutning að gera. Ástæðan er einfaldlega sú að dollarinn er svo verðlítill um þessar mundir að mun hagstæðara er að fryata fisk fyrir Evrópumarkað. Bæði pundið og markið standa mjög hátt og valda þessu," sagði Jón Páll. Gagmýni hefúr einnig komið fram á það að við séum að selja Þjóðverj- um, Bretum og Dönum fiak, sem þeir svo senda á sömu markaði og við og keppi þar með við okkur um markaðina. „Það er alveg rétt en allt annað mál en að ísfiskútflutningurinn valdi hér einhverju atvinnuleysi utan Vestmannaeyja. Ég er sammála þvi að það getur komið okkur illa að selja keppinautum okkar á mörkuð- unum hráefni og ég tel að við eigum að skoða það mál afar vel,“ sagði Jón PáU og lagði áherslu á að menn mættu ekki rugla þessu saman. Jón Páll sagði Vestmannaeyjar liggja mikið betur við varðandi ís- fisksölu en aðrir staðir á landinu sökum þess að þaðan væri styst á markaðina og þeirra fiskur þvi alltaf nýrri en annarra. Eins væri meira um það í Eyjum en annars staðar að emstaklingar án fiskvinnslu ættu báta og þeir leituðu með aflann þangað sem hæst verð fengist fyrir hráefiiið hverju sinni. Loks henti Jón Páll á að ekkert er greitt í verðjöfiiunarsjóð af ís- fiskútflutningi eins og gert er bæði af saltfiski og frystum fiski. Ef ís- fiskútflytjendur þyrftu að greiða til verðjöfriunarsjóðs myndi margt brey tast hj á þeim. -S.dór 20 hundar á nætur- vakt á Hótel Sögu Um 80 hjálparsveitarmenn standa þessa dagana vörð umhverfis Hótel Sögu og gæta öryggis allra aðila á ráðherrafundi Atlantshafsbandalags- ins. En á nætumar eru það um 20 hundar frá björgunarsveitunum sem standa vaktina og hafa að sögn Arna Sigurjónssonar hjá lögi'eglunni reynst ákaflega vel. Að auki er allt tiltækt lögi-eglulið í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- unum á vaktinni ásamt víkingasveit- inni. en meðlimir þeirrar sveitar em þeir einu sem bera vopn af öiyggis- vörðunum. -JFJ Þjóðarbókhlaðan sem klósett Þjóðarbókhlaðan. sem stendiu' gegnt Hótel Sögu. þar sem ráðherra- fundm’ Atlantshafsbandalagsins stendur nú \flr. kemur nú að góðum notiun. Þar inni hefur verið komið frrir bráðabirgðaklósetti frrir þá er gæta öryggis ráðhen’anna utandyra. I vinnuskúr við hina verðandi bók- hlöðu hefur verið komið upp ..svona hálfgildings lögi-eglustöð" eins og einn lögreglumaðurinn orðaði það. Er þar inni talstöð. sími og annað slíkt og sagði sami lögregliunaður að þetta væri nokkurs konar hjarta öiyggis- gæslunnai' utandvra. -JFJ OEPUTT SECinill CEIEIIl SECKTMIE GEIEUL Matthías ræddi við Carrington Carrington lávarður. framkvæmd- Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð- arstjóri Atlantshafsbandalagsins. og herra hittust tun nónbilið í gær. -JFJ Carrington, framkvæmdasfjóri Atlantshafsbandaiagsins (t.h.) á blaðamannafundinum i Háskólabió í gær.Við hlið hans situr aðstoðarmaður hans, Guidi Right. Utanríkisráðherrafundur NATO-ríkjanna í Reykjavík: Ræða afvopnunarmál og Persaflóaástand „Eftir leiðtogafundinn hér á íslandi síðastliðið haust hafa afvopnunarvið- ræður gengið hratt fyrir sig," sagði Carrington lávarður, frimikvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, á Waðamannaftindi í Háskólabíó í gær. Carrington sagði að afvopnunarvið- ræður stórveldanna yrðu sennilega eitt aðalumræðuefnið á fundi utanrík- isráðh(;rra bandalagsins er hefst í dag, nauðsynlegt væri að Bandaríkin og bandalagsþjóðir þeirra hefðu samráð. Einnig sagði Carrington að í tengslum við þær yrði rætt um ójafnvægið í efnavopnum og hefðbundnum vopnum sem væru Sovétríkjunum mjög í hag. Af öðrum málum á döfinni nefndi framkvæmdastjórinn Afganistan og brot Sovétmanna á Helsinki-sáttmál- anum. Einnig þótti Carrington liklegt að George Shultz. utanríkisráðherra Bandan’kjanna. myndi vilja ræða sér- staklega ástandið við Persaflóa og öryggi skipa á flóanum. Carrington minntist afmælis Mar- shallaðstoðarinnar og sagði að ef hún hefði ekki komið til stæðu handalags- ríkin ekki í sömu sponun og þau gera nú seni sjálfstæð og óháð ríki. Lengri fundur en venjulega Eftir upphafsorð Carringtons svar- aði hann spurningum úr sal og var það haft eftir örvggisfulltrúa úr fasta- starfsliði NATO að fimdurinn hefði verið lengri og meira spurt en á sam- bærilegimi fundum. Carrington sagði að á fundinum myndu ráðherramir leitast við að ná samstöðu um afstöðu til afvopnunar- mála í víðtækiun skilningi (eldflaugar. efnavopn. hefðbundin vopn). Varðandi afstöðu NATO til ákvörð- unar Bandarikjastjómar um að halda siglingaleiðinni lun Persaflóa opinni sagði Canington að bandalagið sem slíkt mvndi ekki starfa utan svæðis síns. Hins vegar gætu einstök lönd innan bandalagsins látið málið til sín taka. Taldi hann' líklegt að Shultz ræddi við ráðherra einstakra ríkja og bæði um aðstoð og skýrði afstöðu Bandaríkjastjórnar. Um hugnivndir Þjóðverja varðandi vígvallarkjarnorkuvopn sagðist Carr- ington telja unnt að ná samstöðu um tillögur sem ræða mætti við Sovét- menn. Taldi hann það góðra gjalda vert. -JFJ P SwhHMRI ■—----------------------- Laxá i Kjós var opnud í gær og uröu menn fengsælir á fyrsta degi. Meðal annars setti Árni Þorvaldsson hjá Tryggingu i 20 punda iax og sagði hann það stærsta fisk sem hann hefði veitt i Laxá og hefði hann þó stundað ána i nokkur ár. Árni heldur hér á tuttugu pundaranum en meö honum á myndinni er Hörður Helgason sendiherra sem lánaði risl- una- DV mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.