Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 30
34
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
I gærkvöldi
Lena M. Rist kennari:
Samkeppnin til góðs
Ég vaknaði við Rós 2 kl. 6, þurfti
sjálf að mæca til vinnu kl. 6.30 og
fannst notalegt að fá létta tónlist
ásamt spjalli og það hlýtur að vera
þægilegt íyrir flugfarþega að fá upp-
lýsingar um brottfarartíma flugvéla,
sem sagt gott.
Samkeppnin í útvarps og sjón-
varpsrekstri hefur að mínu viti orðið
til góðs, aukið fjölbreytni og þjón-
ustu við okkur neytendur, þ.e.
dagskráin er betur kynnt bæði í út-
varpi og sjónvarpi.
Morgunútvarp Bylgjunnar hlusta
ég oftast á, en tel að Rás 2 sé að
sækja í sig veðrið. Frjálslegt spjall
við venjulegt fólk um málefni líðandi
stundar finnst mér skemmtilegt. Ég
hlusta að jafnaði á útvarp milli 17
og 19 og flyt mig mjög frjálslega
milli stöðva.
Eitthvað fylgir samt með af nöldri.
„Popp“síbyljan á daginn er óþolandi
einhæf og ég vil leyfa mér að fúll-
yrða að stór hluti þjóðarinnar myndi
Lena M. Rist.
vilja meiri fjölbreytni, ungir sem
gamlir. Það er fjöldinn allur af fólki
(líka ungu) sem iðkar annars konar
tónlist og hvers á hann að gjalda?
Sem sagt fjölbreyttari tónlist, takk!
Hlustaði samkvæmt venju á fréttir
klukkan 19 í útvarp, svo á fréttir á
Stöð 2 klukkan 19.30 og ég virðist
vera fréttasjúklingur því ég horfði
með öðru auganum á fréttir í ríkis-
sjónvarpinu klukkan 20. Spuminga-
þátturinn sem á eftir fylgdi fannst
mér lítið áhugaverður. Fyrsti þáttur-
inn í nýjum myndaflokki kemur ekki
til með að festa mig við sjónvarpið.
Umræðuþáttur um Nató fannst mér
áhugaverður, en hann breytti ekki
skoðun minni sem er að Island eigi
að vera utan hemaðarbandalaga og
vinna að friðsamlegri sambúð þjóða
heims. Ég hlustaði ekkert á kvöldag-
skrá útvarpsrása.
Spakmælid
Ekkert er fegurra en að gleyma, nema ef vera kynni að vera
gleymdur.
Oscar Wilde
Andlát
Jónas S. Jónsson er látinn. Hann
fæddist á Eystra-Miðfelli á Hval-
fjarðarströnd 9. júlí 1917, sonur
hjónanna Ingveldar Jónsdóttur og
Jóns Jónassonar. Jónas hóf snemma
nám í garðyrkju í Hveragerði og
stundaði síðan framhaldsnám í Dan-
mörku. Árið 1944 hóf hann sjálfstæð-
an atvinnurekstur er hann stofnaði
garðyrkjustöðina Sólvang í Foss-
vogi. Þessa stöð rak Jónas í mörg
ár. Hann stofnaði síðar blómabúðina
Dögg, sem hann stjórnaði til dauða-
dags. Þá rak hann blómabúð á
Akranesi og í Suðveri. Eftirlifandi
eiginkona Jónasar er Kristín Krist-
jánsdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Útför Jónasar verður gerð frá Foss-
vogskapellu í dag kl. 13.30.
Sigurður Már Pétursson er látinn.
Hann fæddist á Húsvík og voru for-
eldrarhans hjónin Birna Bjarnadótt-
ir og Pétur Sigfússon. Sigurður var
tvígiftur. Fvrri kona hans var Björg
Þorvarðardóttir. en þau slitu sam-
vistum. Þeim varð fimm barna auðið.
Árið 1972 giftist hann seinni konu
sinni, Steingerði Sigurðardóttur,
sem lifir mann sinn. Sigurður nam
klæðskeraiðn. en starfaði lengst af
Öllum á óvart ákvað Verðlagsráð
sjávarútvegsins á fundi sínum í gær
að gefa almennt fiskverð frjálst frá 15.
júní til 30. september. Það sem réð
úrslitum um að Verðlagsráð tók þessa
ákvörðun eru breytingar sem gerðar
hafa verið um greiðslur í verðjöfnun-
arsjóð. Viðmiðunarverð til greiðslu í
sjóðinn hefúr verið hækkað svo að
frystingin greiðir ekkert til hans og
saltfiskvinnslan mun minna en til
þessa.
„Ég efast um að frjálst fiskverð skili
því sem til er ætlast»Ég veit að marg-
ir munu semja um ákveðið verð út
tímabilið við sfna viðskiptabáta og þar
með er komið fast verð en ekki frjálst.
Þetta hefur gerst í humrinum, en þar
var ákveðið að hafa verðið frjálst,"
sagði Ámi Benediktsson, fulltrúi fisk-
vinnslustöðva Sambandsins í Verð-
hjá varnarliðinu á Keflarvíkurflug-
velli. Útför hans verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag kl. 13.30.
Óskar ísaksen bifreiðastjóri lést 31.
maí sl Hann var fæddur í Tromsvik
í Noregi 14. október 1923. Foreldrar
hans voru hjónin Margrét Markús-
dóttir og Hagerup ísaksen. Eftirlif-
andi eiginkona Óskars er Margrét
Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuð-
ust eina dóttur. Óskar stundaði
lengst af leigubílaakstur hjá BSR.
Útför hans verður gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag kl. 15.
lagsráði. í samtali við DV í morgun.
Ámi sagði að kaupendur gætu nú
boðið lægra verð fyrir fiskinn þegar
mest berst að, sem aftur yrði til þess
að sjómenn og útgerðarmenn drægju
úr sókn. Ef verðlagsráðsverð væri í
gildi yrði að greiða það fyrir allan afla
sem berst að landi.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lagsins, á sæti í Verðlagsráði. Hann
sagði í morgun að sér litist vel á að
gefa verðið frjálst. Hann sagðist ekki
geta séð hvemig verðlagsráðsverð
ætti að vera í gildi nú þegar fiskmark-
aðir væm komnir um allt. Hann taldi
að verðið myndi að öllu jöfnu hækka
frá því sem verið hefur, en til að byrja
með myndi verðið ráðast af því hversu
mikið berst að hverju sinni og í hinni
dæmigerðu sumaraflahrotu gæti það
lækkað eitthvað. -S.dór
Þórey S. Pétursdóttir lést 31. maí
sl. Hún fæddist í Húsey i Skagafirði
9. desember 1916. Tvítug að aldri
eignaðist hún sitt fyrsta barn. 1942
giftist hún Sigurjóni Karel Guð-
mundssyni. Þeim varð fjögurra
barna auðið, en fyrsta barn þeirra
lést í barnæsku. Sigurjón lést árið
1968. Útför Þóreyjar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag kl. 15.
þorsteinn Egilson lést 3. júní sl.
Hann fæddist í Viðey 11. apríl 1910.
Foreldrar hans voru hjónin Elín Vig-
fúsdóttir og Sveinbjörn Egilson.
Þorsteinn lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla íslands 1932 og hóf
þá störf á skrifstofu kexverksmiðj-
unnar Frón þar sem hann vann síðan
allan sinn starfsaldur eða til ársins
1978. Eftirlifandi eiginkona hans er
Þóra Óskarsdóttir. Útför Þorsteins
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Ida Gothedsen f. Fenger, andaðist
í Viborg 9. júní.
Jón Guðmundsson, Heiðargerði
11, Akranesi, andaðist 9. júní sl. í
Sjúkrahúsi Akraness. Jarðsett verð-
ur frá Akraneskirkju kl. 14 föstudag-
inn 19. júni nk.
Margrét Magnúsdóttir Grönvold
er látin.
Jarðarför Arndísar Skúladóttur
fer fram frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 12. júní kl. 13.30.
Egill Th. Sandholt, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 12. júní kl. 15.
Útför Ingibjargar S. Jónsdóttur
frá Staðarbjörgum fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 12. júní kl.
13.30.
Júlíus Jónas Ágústsson, Lang-
holtsvegi 208, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 12. júní kl. 15.
Katrín H. Jónasdóttir, Stórholti
18, Reykjavík, verður jarðsungin frá
kirkju Óháða safnaðarins föstudag-
inn 12. júní kl. 10.30.
Óskar Halldórsson, stýrimaður á
djúpbátnum Fagranesinu, ísafirði,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 16.
júní kl. 15 frá Fossvogskirkju.
Kveðjuathöfn fer fram frá ísafjarðar-
kirkju föstudaginn 12. júní kl. 14.
THkyimingar
Samtök psoriasis
og exemsjúklinga
hafa fengið gistiaðstöðu í verbúð Fisknes
hf., Grindavík, fyrir þá sem yilja stunda
Bláa lónið. Upplýsingar hjá Sigurgeir sími
» 92-8280 og hjá Spoex sími 25880.
„Hvaðertregða?“
Eðlisfræðifélag Islands heldur erindi í dag,
fimmtudag 11. júní, í kaffistofu Raunvís-
indastofnunar, Dunhaga 3, kl. 17.15. Þórir
Sigurðsson talar um kenningar þýska eðl-
isfræðingsins Ernst Mach: Hvað er tregða,
innri eiginleiki eða heimsfræðileg áhrif? I
erindinu verður fjallað á alþýðlegan hátt
um viðleitni manna eins og Sciama, Dicke,
Hoyles og Narlikars á síðari árum til að
fella lögmál Mach inn í hreyfifræði New-.
tons og Einsteins. Eyrirlesturinn er öllum
opinn.
Rukkunarhefti
tapaðist
Ungur blaðberi á Seltjamamesi
varð fyrir því óhappi að týna rukkun-
,arhefiLDM jiýJega.. Finnandi vinsam-.
legast hafi samband við afgreiðslu DV.
Kvennaráðgjöfin, Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3, er opin þriðjudaga kl. 20-22.
Sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar
þeirra sem orðið hafa fyrir siljaspellum,
sími 21500, símsvari.
Tapad - Fundið
Mása er týnd
Mása er kisa með rautt merki um hálsinn
þar sem á stendur nafn og heimilisfang,
Hjaltabakki 22, sími 71252. Hún hefur
ekki sést heima í viku og er hennar sárt
saknað. Þeir sem hafa orðið varir við ferð-
ir hennar eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 71252.
Afmæli
85 ára afmæli á í dag, 11. júní, Sig-
urður G. Jóhannsson pípulagn-
ingameistari, Hátúni 13, Reykjavík.
Hann og kona hans, Sigríður Bene-
diktsdóttir, ætla að taka á móti
gestum á heimili dóttur sinnar, Erlu,
í Efstasundi 79 milli kl. 16 og 20.
70 ára verður á morgun, 12. júní,
Hermann Guðmundsson frá Súg-
andafirði, nú stöðvarstjóri Pósts og
síma, Akranesi. Hann tekur á móti
.gestuai. í .Oddfcllöwhúsinu .á .Akra-
nesi milli kl. 17 og 20 í dag.
Vikið frá eftir níu ára starf hjá Menningarstofnun:
Krafínn endurgreiðslu á
52 tíma veikindagreiðslu
„Bandaríska sendiráðið fer i
engu eftir íslenskri vinnulöggjöf.
Sem dæmi má nefna að starfsmenn
hafa ekki fengið vísitöluhækkanir
á laun frá því í september í fyrra.
Mikil óánægja er nú meðal ís-
lenskra starfsmanna sendiráðsins,"
segir Baldur Frederiksen, sem hef-
ur starfað hjá Menningarstofnun
Bandaríkjanna í níu ár, en hefur
nú verið vikið frá störfum.
Ástæður brottvikningarinnar
segir hann vera þær helstar að
snemma árs 1984 gekkst hann und-
ir uppskurð þar sem annað lunga
hans var numið brott. Starfsmenn
sendiráðsins fá aðeins þrettán daga
á ári í veikindafrí. Eftir uppskurð-
inri 'Vgp jBaldur frá vinnú í þrjá
mánuði, þar af aðeins einn á laun-
um. Árlega hefur Baldur þurft að
leggjast inn á sjúkrahús, í viku tii
tíu daga hvert sinn, til að láta
hreinsa það lunga sem eftir er. Frá
því að hann veiktist segir Baldur
að vinnuskilyrði hafi verið erfið
fyrir hann hjá Menningarstofnun-
inni.
í lok mars fékk Baldur bréf frá
Menningarstofnuninni þar sem
honum er tilkynnt að honum sé
vikið frá störfum í einn mánuð án
launa. Sú aðferð að víkja mönnum
frá störfum í einn mánuð launa-
laust er óþekkt hér á landi, eftir
því sem næst verður komist. I bréf-
inu var Baldri tilkynnt að hann
mætti hefja störf aftur að mánuðin-
um liðnum ef hann breytti um
hugarfar gagnvart vinnunni.
Þessa málsmeðferð telur Baldur
ekkert annað en brottrekstur og
hóf því ekki störf á ný. Þegar ljóst
var að Baldur ætlaði ekki að halda
áfram störfum var hann krafinn
greiðslu á ofgreiddum veikinda-
dögum, alls fimmtíu og tveim
klukkustundum.
Eins og fyrr sagði fá starfsmenn-
irnir aðeins þrettán veikindadaga
á ári. Það er fleira sem skýtur
skökku við í kjaramálum íslenskra
starfsmanna sendiráðsins að sögn
Baldurs. Fyrr sagði að engar vísi-
töluhækkanir hefðu verið greiddar
á laun frá því í fyrra, barneignarfrí
eru ekki greidd né orlof á yfirvinnu.
-sme
Fiskverð gefið frjalst
Sumir bjartsýnir
aðrir með efasemdir