Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
39
Stöð 2 kl. 16.45:
Astargyðjan
Rita Hayworth
í maímánuði síðastliðnum lést hin
þekkta leikkona Rita Hayworth. I til-
eíhi af því verður sýnd á Stöð 2
bandarísk bíómynd frá 1983 um við-
burðaríka ævi hennar og störf.
Kyntáknið Rita lagði Hollywood að
fótum sér á fimmta áratugnum. Hún
var sannast sagna sú sem allir karl-
menn vildu eiga og allar konur líkjast,
einkanlega eftir að hún lék Gildu.
Hafði hún oft á orði að karlmennimir
í lífi hennar elskuðu Gildu en ekki
hana sjálfa. En þrátt fyrir frægð og
frama, eða kannski þess vegna, mætti
Rita andstreymi í sínu eigin lífi.
Rita Hayworth var ástargyðja sem allir karlmenn vildu eiga og allar konur líkj
ast á fimmta áratugnum.
Útvaip - Sjónvarp
Lestur ur forystugreinum dagblaðanna hefur verið færður inn i Morgun-
vaktina.
RÚV, rás 1, kl. 7.30:
Lestur úr forystugreinum
dagblaðanna færður til
Breytingar á skipulagi og uppbygg-
ingu dagskrár sumarins eru ekki
róttækar á rás eitt og eru flestallir
þættir á sama tíma áfram. Þó verða
einhverjar breytingar og má benda á
að lestur úr forystugreinum dagblað-
anna færist inn í Morgunvaktina og
verður lesið úr forvstugreinum
skömmu eftir fréttayfirlit kl. 7.30.
Sumir þættir falla niður eins og
gengur og gerist þegar sumardagskrá
tekur við. Nefna má Landpóstinn
klukkan 15.20 en í hans stað kemur
endurtekið efni. Talsvert verður aukið
við endurtekningar á dagskrárliðum.
Ástæðan fyrir því er að góðir dag-
skrárliðir fara fram hjá mönnum
vegna þess að þeim er útvarpað á þeim
tíma þegar margfr hafa ekki kost á
að hlusta á útvarp.
Fimmtudagur
m m • r r
11. jum
_________Sjónvaap____________
20.00 Fréttir.
20.40 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Ráðherrafundur í Reykjavik. Þáttur
á vegum fréttastofu Sjónvarpsins um
fund utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsríkja i Reykjavík.
21.35 Góði granninn Sam (Good Neigh-
bour Sam). Bandarisk gamanmynd frá
1964. Leikstjóri David Swift. Aðal-
hlutverk: Jack Lemmon, Romy
Schneider, Dorothy Provine og Ed-
ward G. Robinson. Sam Bissell er falið
mikilvægt verkefni á auglýsingastof-
unni þar sem hann starfar. Um leið
býðst honum of fjár fyrir að leika eigin-
mann milljónaerfingja í nokkra daga.
Sam hyggur gott til glóðarinnar en
ekki gengur það árekstralaust að sam-
eina þessi hlutverk. Þýðandi Reynir
Harðarson.
23.45 Dagskrárlok.
Stöð 2
16.45 Ástargyðjan Rita Hayworth (Rita
Hayworth, Love Goddess). Bandarisk
bíómynd frá 1983 um leikkonuna Ritu
Hayworth sem lést í maímánuði sl. I
aðalhlutverkum eru Lynda Carter, Mic-
hael Lerner, John Considine og
Alejandro Rey. Leikstjóri James
Goldstone. Á fimmta áratugnum lagði
kyntáknið Rita Hayworth Hollywood
að fótum sér. Hún var sú sem allir
menn vildu eiga og allar konur líkjast.
En þrátt fyrir frægð og frama - eða
kannski vegna þessa - mætti Rita and-
streymi I sínu eigin lífi.
18.30 Ljóti andarunginn eftir H.C. Anders-
en. Teiknimynd.
19.00 Kattanóru-sveiflubandið. Teikni-
mynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Bresku kosningarnar. Þórir Guð-
mundsson fréttamaður ræðir við
breska stjórnmálaskýrendur og kynnir
jafnframt frambjóðendur bresku þing-
kosninganna sem fara fram þennan
dag, 11. júni.
20.30 Sumarliðir. Hrefna Haraldsdóttir
kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2
næstu vikuna, virðir fyrir sér mannlifið
og stiklar á menningarviðburðum.
Stjórn upptöku: Hilmar Oddsson.
21.05 Dagar og nætur Molly Dodd (The
Days and Nights of Molly Dodd). Nýr
bandariskur gamanmyndaflokkur með
Blair Brown, William Converse-Rob-
berts, Allyn Ann McLerie og James
Greene i aðalhlutverkum. Gamansamir
þættir um fasteignasalann Molly Dodd
og samskipti hennar við fyrrverandi
eiginmann, móður, yfirmann og lyftu-
vörð.
21.35 Dagbók Lyttons (Lytton's Diary).
Breskur sakamálaþáttur með Peter
Bowles og Ralph Bates í aðalhlutverk-
um. Neville Lytton er sá slúðurdálka-
höfundur sem á hvað mestri velgengni
að fagna á Fleet stræti. Hann kemst
þó oft í hann krappan þegar hann leit-
ar uppi heimildarmenn sína.
22.25 Faðerni (Paternity). Bandariskgam-
anmynd frá árinu 1981.1 aðalhlutverk-
um eru Burt Reynolds, Beverly
D'Angelo, Norman Fell, Paul Dooley
og Lauren Hutton. Leikstjóri er David
Steinberg. Piparsveini nokkrum finnst
lif sitt orðið innantómt og til að ráða
bót á þvi ákveður hann að fá barn inn
á heimilið - en án móður. Hann ræður
unga þjónustustúlku til þess að ganga
með og ala barnið.
23.55 Flugumenn (I Spy). Bandariskur
njósnamyndaflokkur með Bill Cosby
og Robert Culp í aðalhlutverkum. Tveir
þrekmiklir og dugandi bandarískir al-
þjóðanjósnarar fela sitt rétta andlit á
bak við tennisíþróttina.
00.45 Dagskrárlok.
Utvarp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 i dagsins önn. Viðtalið. Umsjón:
Ásdís Skúladóttir. (Þátturinn verður
endurtekinn n.k. mánudagsdvöld kl.
20.40).
14.00 „Davið, smásaga eftir Le Clécio.
frirhildur Ölafsdóttir þýddi og flytur for-
málsorð. Silja Aðalsteinsdóttir les
síðari hluta.
14.35 Dægurlög á milli striða
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Sumar i sveit. Umsjón: Hilda
Torfadóttir. (Frá Akureyri) (Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður).
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Siðdegistónleikar.
17.40 Torgið. Umsjón: Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson flytur.
19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend
málefni.
20.00 Vegryk. Þáttur í umsjá Jóns Hjart-
arsonar.
20.40 Tónleikar i útvarpssal.
21.30 Skáld á Akureyri. Annar þáttur.
Umsjón: Þröstur Ásmundsson. (Frá
Akureyri).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Meistararnir miklu. Fjallað um stór-
menni tónbókmenntanna og list þeirra
borin saman við tónlist nútímans.
Umsjón: Sigmar B. Hauksson.
23.00 Kvöldtónleikar. a. Fiðlukonsert I
a-moll eftir Johann Sebastian Bach.
Henry Szeryng og „Collegium Music-
um"-kammersveitin í Winterhur leika.
b. Pianósónata í Es-dúr eftir Joseph
Haydn. Andrej Gawrilow leikur.
c. Sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Franz Schu-
bert. Filharmoníusveitin i Vinarborg
leikur; Karl Böhm stjórnar.
24. Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing-
ólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
Utvarp zás II
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur
Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og
Gunnar Svanbergsson.
16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi
Broddason og Erla B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Vinsældarlisti rásar 2. Gunnar
Svanbergsson og Georg Magnússon
kynna og leika 30 vinsælustu lögin.
22.05 Tiskur. Umsjón: Katrin Pálsdóttir.
23.00 Kvöldspjall. Haraldur Ingi Har-
aldsson sér um þáttinn að þessu sinni.
(Frá Akureyri)
00.10 Næturvakt útvarps. Magnús Ein-
arsson stendur vaktina til morguns.
Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00,
11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp
Akureyii
18.03-19.00 Svæðlsútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5. M.a. er leitað
svara við spurningum hlustenda og
efnt til markaðar á markaðstorgi svæð-
isútvarpsins.
Bylgjan FM 98,9
12.00 Fréttir
12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi.
Þorsteinn spjallar við fólkið sem er
ekki í fréttum og leikur létta hádegis-
tónlist. Fréttir kl. 13.
14.00 Ásgelr Tómasson og siðdegispopp-
ið. Gömul uppáhaldslög og vinsælda-
listapopp I réttum hlutföllum. Fjallað
um tónleika komandi helgar. Fréttir kl.
14, 15 og 16.
17.00 Ásta R. Jóhannesdóttir i Reykjavik
siðdegis. Ásta leikur tónlist, litur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk sem kem-
ur við sögu. Fréttir kl. 17.00.
18.00 Fréttir.
19.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og
tónlist. Fréttir kl. 19.
21.00 Sumarkvöld á Bylgjunni.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Alfa FM 102,9
13.00Tónlistarþátturrheð lestri úr Ritning-
unni.
16.00 Hlé.
20.00 Biblíulestur í umsjón Gunnars Þor-
steinssonar.
21.00 Logos. Stjórnandi: Þröstur Stein-
þórsson.
22.00 Fagnaðarerindið flutt í tali og tónum.
Miracle. Flytjandi: Aril Edvardsen.
22.15 Síðustu tímar. Flytjandi: Jimmy
Swaggart.
12.00 Hádegið i góðum höndum Skúla
Gautasonar.
13.30 Siðdegi í lagi hjá Ómari Péturssyni.
17.00 Marinó V. Marinósson með gamla
og góða tónlist fyrir alla.,
19.00 Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar. Leik-
in verða tíu vinsælustu lögin sem valin
voru á þriðjudaginn.
20.00 Guddli og Gassi spila plötur úr eig-
in söfnum.
22.00 Gestur E. Jónasson i stofu Hljóð-
bylgjunnar með góðu fólki.
23.30 Dagskráin klárast með góðri tónlist.
00.30 Dagskrárlok.
____________Stjaman_____________________
7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Ljúflingsmúsik
i morgunsárið, veður, færð og hagnýt-
ar upplýsingar úr umferðinni.
10.00 Jón Axel Ólafsson lætur gamminn
geysa, leikur við hvern sinn fingur og
tekur á móti óskum hlustenda.
13.00 Gunnlaugur Helgason. Nýrri og eldri
dægurlagamúsík, sinnir þeirri islensku
sérstaklega og fær gesti I talstofu.
16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Bjarni fylgir
hlustendum heim úr vinnunni, leikur
fjörlega tónlist, heldur úti getraun með
veglegum verðlaunum og endar þátt-
inn á hugljúfri sveitatónlist.
19.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Fylgist vel
með því nýjasta úr poppinu, gluggar
i fræðin og listana, tónlistargetraun
o.fl. o. fl.
22.00 Örn Petersen. Úrviðskiptalífinu, Örn
Petersen tekur á ýmsu sem er á döf-
inni i viðskiptalífinu.
23.00 Stjörnuhljómleikar. Hljómleikar með
bresku söngkonunni Allison Moyet.
24.00 Stjörnuvaktin. Gisli Sveinn Loftsson.
Vedur
Hæg breytileg átt eða norðan gola,
skýjað að mestu á norðaustur- og aust-
urlandi, en víðast léttskýjað í öðrum
landshlutum. Hiti verður 10-14 stig um
sunnan og vestanvert landið en heldur
svalara norðan og austanlands.
Akureyri léttskýjað 4
Egilsstaðir skýjað 3
Galtarviti alskýjað 3
Hjarðames léttskýjað 5
Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 9
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 6
Reykjavík léttskýjað 8
Vestmarmaeyjar léttskýjað 7
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen skýjað 8
Helsinki skýjað 13
Ka upmannahöfn þokumóða 15
Osió léttskýjað 11
Stokkhólmur skýjað 12
Þórshöfn skýjað 5
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve léttskýjað 20
Amsterdam skýjað 14
Aþena léttskýjað 26
Barcelona léttskýjað 20
Beriín skúr 16
Chicago skýjað 24
Feneyjar léttskýjað 22
(Rimini/Lignano)
Frankfurt skýjað 18
Hamborg skýjað 16
LasPalmas léttskýjað 23
(Kanarieyjar)
London skýjað 15
LosAngeles þokumóða 18
Luxemborg skýjað 16
Miami skýjað 30
Madrid léttskýjað 21
Malaga léttskýjað 26
Mallorka léttskýjað 20
Montreal léttskýjað 21
-Yeu' York heiðskírt 23
Xuuk rigning 5
Róm skýjað 22
Vin hálfskýjað 19
Winnipeg skýjað 22
Valencia skýjað 22
Gengið
Gengisskráning nr. 107 - 11. júni
1987 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 38.610 38.730 38.990
Pund 64.112 64.311 63.398
Kan. dollar 28.765 28.855 29.108
Dönsk kr. 5.7139 5.7316 5.6839
Norsk kr. 5,7882 5.8062 5,7699
Sænsk kr. 6.1554 6.1746 6.1377
Fi. mark 8.8332 8.8607 8.8153
Fra. franki 6.4286 6.4486 6,4221
Belg. franki 1.0363 1.0395 1.0327
Sviss. franki 25.9615 26.0422 25.7615
Holl. gyllini 19.0700 19.1292 18.9931
Vþ. mark 21.4888 21.5556 21.3996
ít. lira 0.02965 0.02975 0.02962
Austurr. sch. 3.0564 3.0659 3.0412
Port. escudo 0.2755 0.2763 0.2741
Spá. peseti 0.3080 0.3090 0.30&1
Japanskt yen 0.27037 0.27121 0.27058
írskt pund 57.577 57.756 57.282
SDR 50.1647 50.3209 50.0617
ECU 44.6061 44.7448 44,3901
Símsvari vegna gengisskrnningar 22190.
*
LUKKUDAGAR
11. júni
377
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.