Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Neytendur Verðkönnun á matvöram í verslunum á Suðurlandi og á höfuðboigarsvæðinu Um miðjan maímánuð kannaði Verðlagsstofnun verð á sjötíu og sex vörutegundum í sautján matvöru- verslunum í Þorliíkshöfh, Hvera- gerði, á Eyrarbakka, Stokkseyri, Flúðum, í Þykkvabæ, á Hellu, Hvolsvelli, í Vík og á Kirkjubæjark- laustri. Til samanburðar var gerð verð- könnun í matvöruverslunum á Samanburður á meðalverði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu (Verslunum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í stórmarkaði, stórar hverfaverslanir og litlar hverfa- verslanir. Meðalverð í hverjum verslanahópi er borið saman við meðalverð í öllum verslunum á Suðurlandi.) Stórmarkaðir Stórar hverfaversl. Litlar hverfaversl. Verðmunur í % fjöldi vörutegunda fjöldi vörutegunda fjöldi vörutegunda Lægra verð á höfuðborgarsvaeðinu.: 0-10% 54 46 13 10-20% 15 2 3 20-30%___________1_______________________________________ Samtals 70 48 16 Hærra verð á höfuðborgarsvæðinu: 0-10% 6 27 56 10-20%____________________________________________4 Samtals 6 27 60 hverfaverslunum í Reykjavík en í matvöruverslunum á Suðurlandi. Hins vegar virðist vöruverð í litlum hverfaverslunum í Reykjavík vera hærra en í verslunum á Suðurlandi. Niðurstöður verðkönnunarinnar má fá á skrifstofu Verðlagsstofhunar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavíkur. KGK Hæsta og lægsta verð (I þessari töflu sést hve oft hver verslun var með lægsta og hæsta verð). Hve oft Hve oft Fjöldi með með vörutegunda lægsta verð hæsta verð í könnun Kaupf. Árnesinga Þorlákshöfn 7 2 69 Kaupf. Árnesinga Hveragerði 8 5 68 Matvörumarkaður Olís Hveragerði 3 9 68 Kaupf. Árnesinga Eyrarbakka 13 6 73 Ólabúð Eyrarbakka 5 2 53 Verslun Guðlaugs Pálssonar Eyrarbakka ... 8 4 31 Kaupf. Árnesinga Stokkseyri 19 4 72 Hornið Selfossi 2 5 61 Höfn hf. Selfossi 13 2 71 Vöruhús KÁ Selfossi 11 0 76 Versl. Grund Flúðum 10 8 62 Versl. Friðriks Friðrikssonar Þykkvabæ 9 5 49 Þór hf. Hellu 5 10 68 Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli 3 9 74 Kaupf. Skaftfellinga Vík 5 13 62 Nýland Vík 10 12 57 Kaupf. Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri 4 9 57 höfuðborgarsvæðinu og náði sú könnun til sömu vörutegunda. í öll- um tilfellum var borið saman verð á sömu vörumerkjum, að sykri og eggjum undanskildum. Vörumerkin sem urðu fyrir valinu fást yfirleitt í flestum þeim verslun- um sem könnunin náði til. Samkvæmt könnuninni er vöru- verð á Suðurlandi að jafnaði lægst í Höfh hf. Selfossi, Vöruhúsi KÁ. Selfossi og útibúum Kaupfélags Ár- nesinga á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Hins vegar var verðið að jafnaði hæst i Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og í Kaupfélagi Skaftfell- inga í Vík. Samanburður á könnuninni á Suð- urlandi og í Reykjavík bendir eindregið til þess að matvörur séu nokkuð dýrari á Suðurlandi. Matvöruverslunum í Reykjavík var skipt í þijá flokka: stórmarkaði, stórar hverfaverslanir og litlar hverfaverslanir. Hver flokkur var svo borinn saman við verslanir á Suðurlandi. Samanburðurinn bendir til þess að matvöruverð sé mun oftar lægra í stórmörkuðum og stórum Brauðvél frá Japan Nýjasta nýtt I eldhúsinu Bakarar mega fara að passa sig að verða ekki atvinnulausir. Japanir hafa fundið upp mjög nýstárlega eldhús- maskínu sem býr til brauð, í orðsins fyllstu merkingu. I vélina er látið vatn, ger og sú tegund af mjöli sem þú vilt nota í brauðið þitt og síðan er vélin sett í gang. Vélin hnoðar síðan og lag- ar deigið eins og með þarf og bakar það svo. Eftir allt að því fjórar klukku- stundir er hægt að fá sér glænýtt og ilmandi brauð beint úr vélinni. Við höfum ekki orðið vör við þessa vél hér á landi. en hún hefur verið á markað- inum í Japan síðan í mars. Þetta verður kannski næsta tækið sem „all- ir verða að eignast" hér á landi. -A.BJ. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heiniilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar íjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í maí 1987: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. i kjarnakarl er einmitt hlaup- Bandaríski langhlauparinn Noel Johnson sem hér var á dögunum. Þessi 87 ára gamli andi auglýsing fyrir blómafrævla. Blómafrævlar vinsælir Svo virðist sem blómafrævlar séu enn á ný að heilla landann. Þeir nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum og virðist sem þeir njóti vaxandi vin- sælda að nýju. Blómafrævlar eru eitt afsprengi holl- ustubyltingarinnar sem riðið hefur yfir Vesturlönd undanfarin ár. Þeir eru taldir mjög alhliða næringarupp- spretta og voru raunar seldir hér sem megrunarlyf í byrjun, en þá var lögð áhersla á að með neyslu þeirra mætti komast af án þess að neyta nokkurs matar. Þessir frævlar eru seldir undir mörg- um vörumerkjum og er hægt að fá þá í töflu- og duftformi. Þannig má fá sænskar töflur, svissneskt duft eða bandaríska belgi og er hægt að fá þetta á nánast öllu verði. Við ákváðum að kanna verð á einni gerðinni, „High Desert", ekki vegna þess að þetta merki sé eitthvað betra en önnur heldur vegna þess að þetta var það sem fékkst víðast. Verðupplýsingar eru fengnar í fjór- um verslunum og er miðað við 227 gramma pakkningar á frævlum í fonni korns eða dufts. Verðið er á bilinu kr. 864-1010 og kostar því hvert kíló 2. 600-3.000 krónur. Þess má geta í leiðinni að á einum staðnum mátti fá svissneska frævla í 250 gramma pakkningum og kostuðu þeir kr. 428, sem er nánast helmingi lægra verð en á hinum. En hér kemur verðið: Heilsumarkaðurinn kr. 898 Heilsuhúsið kr. 994 Lyfjabúðin Iðunn kr. 864 Laugarnesapótek kr. 1010 -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.