Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
33
dv Tíðarandinn
að því mörgum dögum seinna, ein
og ein. Venjulegast skila þó flestar
sér innan nokkurra klukkustunda.
Stundum hverfa þær þó alveg eða
birtast jafnvel mánuðum seinna,
blóðugar og tættar eftir að hafa
flogið á snúrur eða lent í öðrum
óförum. Þrautseigjan í þeim er
ncfniiega alveg óskapleg, þær eru
stundum alveg örmagna þegar þær
loksins ná á leiðarenda."
Nýtt hraðamet slegið,
1700 metrar á mínútu
Þeim dúfnaræktarmönnum, sem
staddir voru i Bræðraparti þetta
kvöld og voru að undirbúa dúfur
sínar undir flugið næsta dag, varð
tíðrætt um keppni sem haldin hafði
verið helgina áður þegar um 250
dúfum var sleppt frá Hrauneyja-
fossvirkjun. I þeirri keppni setti ein
bréfdúfan nefnilega nýtt hraðamet
sem er með því besta í hciminum.
Þetta var dúfan Gustur sem er í
eigu Halldórs Guðbjörnssonar.
Hún flaug tæpa 129 kílómetra, sem
er lengd beinnar loftlínu frá
Hrauneyjafossi, á einungis 75 mín-
útum. Þetta þýðir rúma 1700 metra
á mínútu eða um 100 km hraða á
klukkustund en bestur tími áður
var um 1380 metrar á rnínútu. Veð-
ur var líka einstaklega hagstætt,
heiðskírt og meðbyr, þannig að
dúfurnar allt að því fuku heim.
- En hvernig er hægt að skýra
þessa einstöku ratvísi dúfnanna,
að þær skuli geta flogið beina leið
heim, t.d. frá Hrísey eða af Aust-
fjörðum þaðan sem þeim hefur
verið sleppt hérlendis. Víða erlend-
is er þó um enn lengri vegalengdir
að ræða.
Við því hefur ekki fengist neitt
einhlítt svar, frekar en búast má
við, en menn vita þó að þær skynja
segulsvið á sérstakan hátt sem þær
nota til að fmna rétta leið, með
góðri heyrn sinni geta þær miðað
leiðina út frá sjávarniði meðfram
ströndum og sólin hefur líka mikið
að segja um hve vel þeim gengur
að finna áttir. Þess vegna eiga þær
það mjög á hættu að missa áttir í
skýjafari og taka heldur stóran
krók á sig en að fljúga í gegnum
skýjabakka. Einnig getur aukið
segulsvið á vissum landsvæðum
gert þær alveg ruglaðar og af þeim
sökum veigra þær sér t.d. við að
fljúga yfir Stardalinn í Mosfells-
sveit.
Brotist í gegnum skýjabakka
Snemrna daginn eftir heimsókn
DV í Bræðrapart var dúfunum. sem
skráðar höfðu verið til keppni, alls
225 talsins, ekið upp að Hraunevja-
fossi þar sem áætlað var að sleppa
þeim klukkan átta sama morgun.
Ekki reyndust þó skilyrði jafngóð
og þau höfðu verið helgina áður.
Nú var skýjað og vindar voru óhag-
stæðii'. Þess vegna var slepping-
unni frestað um tvo tíma og þegar
dúfunum var sleppt um tíuleytið
hafði veðrið skánað örlítið.
En nú var róðurinn þyngri en
helgina áður. Fyrsta dúfan lét ekki
á sér kræla fyrr en um tveimur tím-
um seinna. Það var dúfan Sprettur
í eigu Þóris Eggertssonar sem lenti
fyrst og náði hún um 920 metra
hraða á mínútu. Það er því greini-
legt að veðrið hefur mikið að segja
í slíkri keppni þegar miðað er við
árangur. dúfnanna frá síðustu
helgi.
„Ég er búinn að dunda mér í
dúfnarækt frá því ég var smástrák-
ur, í a.m.k. tíu ár,“ sagði eigandinn.
Þórir, sem er aðeins 17 ára, „en
nýlega fór ég af stað með bréfdúfur
og þetta er í annað skipti sem
Sprettur vinnur."
Af þessari keppni, sem áður er
lýst, er Ijóst að bréfdúfnarækt er
tómstundagaman í miklum upp-
gangi hér á landi enda þótt veður-
farið íslenska sé ekki eins og best
verður á kosið fyrir slíka iðjn. Það
skiptir þó dúfurnar ekki svo miklu
máli endá eru þær þrautseigar með
afbrigðum eins og áður er lýst og
þegar þær hafa á annað horð van-
ist veðurfari má ætla að þær treysti
sér í gegnum hvaðá þrumuský sem
er með aðeins eitt í huga að kom-
ast á áfangastað.
..Þetta er oft ansi tímafrekt tóm-
stundagaman. en skemmtilegt og
tryggir manni góða útivist." segir
Halldór Guðbjörnsson. eigandi
Gusts. dúfunnarsem sló öll hraða-
met um síðustu helgi. þegar hann
var spurður að því hvernig hann
færi að því að þjálfa dúfurnar en
hann elur Ijölda dúfna þar sem
hann býr í Garðabænum.
..Þjálfttnin bvrjar þannig að
gengið er spölkorn með dúfuna frá
þeint stað þar sem aðsetur liennar
er og henni er síðan sleppt. Síðan
er bætt við. stig af stigi. meiri vega-
lengd og þegar þær eru komnar
yfir vissan kílómetrafjölda virðast
þær geta ratað ótrúlegustu vega-
■lengdir réttu leiðina heim. Síðan
þarf að halda þeim við. rninnst
„Ein aðferð við þjálfun bréfdúfna
er að aðskilja kven- og karlfuglana
um nokkurt skeiö og það bregst
Ómar Bjarnason gerir klukkurnar
klárar. „Dúiurnar verða að sækj-
ast eftir einhverju heima.“
tvisvar til þrisvar í viku þarf. að
keyra dálítinn spotta nteð þær og
sleppa þeim. Þótt fyrirhöfnin sé oft
ntikil er ánægjan af þessu enn
meiri. enda afskaplega skemmtilegt
og afslappandi tömstundagaman.
Stundum flækiast þiálfaðar
keppnisdúfur frá öðrttm löndum
með skipum hingað til íslands. þá
hafa þær villst af leið og sest á
skipin. Raunar eru þeir langflugs-
stofnar. sem við þjálfum hér. allir
kornnir af slíkum flökkudúfum.
En afföll geta líka orðið mikil í
svona dúfnahóp sem liúið er að
þjálfa og því verður alltaf að reikna
með. Verstur er fálkinn. hann er
höfuðóvinur allra dúfnavina því
meirihlutann af dúfnadauða. t.d. í
mínum hópi. má rekia til hans."
ekki að þegar karlfugli er sleppt
eftir slíkan tíma þá tlýgur hann í
gegnum eld og lirennistein til að
komast til kerlingarinnar aftur."
sagði ÓmarGuðbjörnsson. klukku-
meistari þeirra dút’naræktunar-
manna. þar sem hann stóð og stillti
klukkurnar fyrir keppnisdaginn.
„Þetta er kerfi setn við notum hér
í Bræðraparti og er kallað ekkju-
kerfi. Svo má nota ýtnsar aðferðir
aðrar við <tð lokka dúfurnar heim.
kvenfuglarnir t.d. eru ekki síðri
flugkappar en karlfuglarnir. þá er
ungi eð.t egg látið bíða þeirra við
heimkomuna. Það er aðalatriðið
að dúfurnar haft eitthvað heim að
sækja. annars legðu þær þetta
varltt á sig."
Halldór Guðbjörnsson með metdúfuna Gust. „Tímafrekt sport en ánægju-
legt.“
„Fálkinn er
erkifjandi
okkar dúfnavina11
„Höldum þeim
frá kerlunum
í viku11
HÉRAÐSSÝNING
á kynbótahrossum veröur haldin á Rangárbökkum
19.-21. júní nk. Skráningareyðublöð fást á skrifstofu
Búnaðarsambands Suðurlands og þeim sé skilað
vandlega útfylltum á sama stað fyrir 15. júní. Tíma-
setning dómstarfa verður auglýst síðar þegar þátttaka
liggur fyrir.
Búnaðarsamband Suðurlands, hrossaræktin.
PANTANIR
SÍMI13010
. KREDIDKOfíTAÞjONUSTA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
FIRMAKEPPNI
Firma- og félagakeppni ÍR verður haldin
dagana 13. og 14. júní og 20. og 21. júní.
Nánari upplýsingar í síma 75013 allan dag-
inn.
STARFSMAÐUR ÓSKAST
KNATTÞRAUTIR
OG
Knattspyrnusamband íslands og DV óska eftir að ráða
knattspyrnuþjálfara/íþróttakennara til að annast fram-
kvæmd knattþrauta sumarið 1987.
Allar upplýsingar veitir sktifstofa KSÍ. Sími 84444.
Nauðungaruppboð
Eftir krofu tollstjórans i Reykjavik, Gjaldheimtunnar i Reykjavik. Voku
hf„ skiptaréttar Reykjavikur, ýrnissa lögmanna. banka og stofnana.
fer fram opinbert uppboð á bifreiðum, vinnuvélum o.fl. að Smiðs-
höfða 1, (Voku hf.) laugardaginn 13. júni 1987 og hefstþað kl. ! 3 30.
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar:
R-3775 R-4853 R-6327 R-12913
R <13067 R-13218 R-14073 R-14862
R-15723 R-17995 R-20522 R-26825
R-27673 R-29110 R-30332 R-31564
R-32806 R-37855 R-38654 R-46351
R-49296 R-49427 R-50063 R-50585
R-52347 R-53632 R-56761 R-56830
R-61423 R-62078 R-63960 R-65190
R-65531 R-66682 R-68623 R-69261
A-7314 A-8262 G-4720 G-13351
G-15445 G-19115 i-1199 K-2173
L-2615 M-2774 X-1103 X-2509
X-3248 Y-3400 Y-4650 Y-7660
Y-13513 Y-13803 Y-13914 Ö-7516
Ö-9026 Ö-9396.
Bifreiðin R-53632 Daihatsu Rocky Turbo Diesel árg. 1986, ekin
13.000 km.
Ennfremur Ford Econoline 4x4 árg. 1976.
Auk þess verða væntanlega seldar margar fleiri bifreiðar.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs-
haldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík