Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
23
Iþróttir
• Njáll Eiösson reyndist betri en enginn þegar hann kom inn á í
gær. Eftir fimm mínútna leik skoraði hann mark og sést á litlu
myndinni þegar hann þrumaði boltanum í netið. Á stærri myndinni
er hinn skæði sóknarmaður Vals, Jón Grétar Jónsson, að kljást við
varnarmann Þórs. DV-myndir GUN
á Skaganum
- skemmtilegur leikur beggja liða í 4-2 sigri ÍÁ á ÍBK
illtaf markahátíð
an Ross, þjálfari Valsmanna, eftir 2-0 sigur gegn Þór
lega 10 mínútur á inni en hann hungraði
greinilega í knattspymu og var gaman
fyrir hann að skora þarna. Njáll skoraði
með góðu skoti eftir að Baldurmarkvörð-
ur Þórs hafði varið skot frá Siguijóni.
„Það er alltaf viss ánægja yfir því að
váramaður skori mark,“ sagði Ian Ross
ánægður með innáskiptinguna.
Það sýnir líklega styrk Valsliðáns um
þessar mundir að liðið fékk þama þrjú
stig án þess að sýna neinn sérstakan leik.
Þeir áttu nokkur færi en gekk illa að
nýta þau. Ross sagði eftir leikinn að það
væri þó alltaf jákvætt, en hann var án-
ægðari en margir aðrir yfir leik liðsins
og taldi það lofsvert á meðan liðið skap-
aði sér færi. „Þetta var góður leikur,"
sagði hann glottuleitur enda Valsmenn
með forystu í Islandsmótinu. Vörnin var
tvímælalaust besti hluti liðsins í gær.
Guðni tekur varla feilspor og býr yfir
ótrúlegum hraða, Sævar var traustur og
Þorgrímur var geysilega grimmur - mik-
ill „stopper" þar en hann mæti þó skila
boltanum betur frá sér. Miðjuleikmenn-
imir hafa. oft átt betri dag en vom þó
sífellt á ferðinni. I sókninni var Jón Grét-
ar góður, tók vel við boltanum og skilaði
honum vel frá sér. Ámundi hefur leikið
betur.
Þórsarar mættu þama ofjörlum sínum.
um það var engum blöðum að fletta.
Þeir reyndu þó að snúa leiknum sér í
hag með lofsverðri baráttu en hið létta
spil sem einu sinni einkenndi liðið virð-
ist þó horfið. Bestir vom þeir Jónas
Róbertsson og Siguróli Kristjánsson sem
börðust vel og revndu ávallt að spila
boltanum. -SMJ
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi;
Skagamenn sigmðu Keflvíkinga í
fjörugum leik á Akranesi í gærkvöldi.
Leikurinn var í jafnvægi í upphafinu
en fyrsta færið féll þó í hlut heima-
manna. Aðalsteinn Víglundsson átti
skalla rétt yfir markslá Keflvíkinga
eftir fyrirgjöf frá Sigurði Lámssyni.
Tveimur mínútum síðar komst Ing-
var Guðmundsson inn fyrir vöm
Skagamanna en Birkir varði mjög vel
fast skot hans.
Þegar á leið óx Akumesingum ás-
megin og náðu þeir undirtökum í
leiknum.
Sóttu þeir þá ákaft og uppskám sam-
kvæmt erfiði sínu.
Fyrsta markið varð til á 26. mínútu
er Valgeir Barðason sendi boltann inn
í vítateig Keflvíkinga. Þar kom Aðal-
steinn Víglundsson á siglingu og
skoraði af öryggi.
Eftir markið vom Suðumesjamenn
úti á þekju og gengu Skagamenn því
á lagið. Gerðu þrjú mörk á ekki lengri
tíma en fimm mínútum.
Aðalsteinn skorar á 40. mínútu með
hnitmiðuðu skoti eftir sendingu frá
Sveinbirni Hákonarsyni.
Þá skorar Heimir Guðmundsson á
• Sveinbjörn Hákonarson átti stórleik
gegn ÍBK.
44. mínútu, spinnur sig í gegnuni vöm
Keflvíkinga og rennir knettinum í
markið fram hjá Þorsteini.
Á lokamínútu síðari hálfleiks skorar
síðan Valgeir Barðason með þrumu-
skoti eftir glæsilega sendingu frá
Sveinbirni Hákonarsvni.
Eftir hléið komu Suðumesjamenn
tvíefldir til leiks. Skein grimmdin af
leik þeirra og var ljóst að þeir ætluðu
sér meiri veg en orðinn var.
Skoruðu þeir enda tvívegis á
skömmum tíma eftir að hafa átt ófá
færi; - Birkir var þeim jafnan Þrándtu
í Götu.
Fyrra markið skoraði Óli Þór úr
víti en það síðara gerði Freyr Sverris-
son með þrumuskoti fi-á markteig.
Eftir þessa orrahríð dró heldur af
Spðumesjamönnum og þegar nær dró
lokunum virtust Skagamenn líklegri
til afreka þótt mörkin vtöu ekki fleiri.
Sveinbjörn Hákonarson var besti
maður á vellinum, sendingar hans
glæsilegar á að líta og var hann sí-
fellt iðinn og skæður.
Þá átti Aðalsteinn Víglundsson
einnig góðan dag í'liði Akumesinga.
Hjá Keflvikingum var Óli Þór best-
ur. Fljótui- með bolta og ávallt hætta
þegar hann átti í hlut.
Sveinn Sveinsson dæmdi leikinn og
stóð sig njeð prýði. -JÖG
Langt hjá Einari
Einar Vilhjálmsson náði mjög
góðu kasti á vormóti í Laugardaln-
um i gærkvöldi.
Kastaði hann spjótinu 79.28
metra sem telst hans best afrek á
þessu ári í keppni. Einarí hefi.tr
gengið mjög vel á æfingum að
undanfómu og hefúr hann kastað
nokkuð yfir 80 metra á þeim vett-
vangi.
Ekki verður annað sagt en að
þessi köst kempunnar gefi fyrirheit
um annað og meira er líða tekur
á sumarið.
\ 7m3m\ / jl
V áí V VALSMENN
Almennur félagsfundur í kvöld kl. 20.00 að Hlíðar-
enda. Knattspyrnufélagið Valur
SóknartMlti
MEÐ
Á HRINGVEGINUM
GETRAUNASEÐILL VEGNA GETRAUNA A BLS. 21
SKILAFRESTUR ER TIL ÞRIÐJUDAGS 16. JUNI
Sendist til 1. Verðlaun: Myndavél frá Ljósmyndaþjónustunni, Laugavegi 178, að verð-
DV-FERÐABLAÐ mæti kr. 5.750,-
Þverholti 11 2. Verðlaun: Sjónauki frá Gelli, Skipholti 7, að verðmæti kr. 2.890,-
P.O. Box 5380 3. Verðlaun: 2 stk. fdmur + framköllun frá Ljósmyndaþjónustunni, Laugavegi
125 Reykjavík 178, að verðmæti kr. 1.660,-
...................
Á MYNDINNI SJÁIÐ ÞIÐ?
□ KIRK JUBÆ J ARKL AU STUR
□ HÖFN í HORNAFIRÐI
□ VÍK í MÝRDAL
Nafn........
Heimilisfang
Póstnúmer...
Sími........