Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
„Það felst ef til vill ekki mikil hæ-
verska í því hjá okkur en það hefur
rikt friður í Evrópu í fjóra áratugi
og við viljum þakka Atlantshafs-
bandalaginu ákaflega mikið þá
staðreynd. Þessi fjögurra áratuga
friður segir okkur einnig að banda-
lagið hefur náð markmiði sínu því
það var stofnað til að viðhalda friði
í álfunni og slíkt er hlutverk þess,“
sagði William Young, framkvæmda-
stjóri upplýsingaskrifstofu Atlants-
hafsbandalagsins, í viðtali við DV á
þriðjudag, en Young er nú staddur
hér á landi vegna fundar utanríkis-
ráðherra NATO-ríkja.
William Young er Kanadamaður.
Hann starfaði lengi fyrir kanadíska
útvarpið, Canadian Broadcasting
Corporation, fyrst sem framleiðandi
á útvarpsefni um listir, menningu,
vísindamál og stjórnmál, síðar sem
stjórnandi sjónvarpsþátta og við
kvikmvndastjórn. Hann hefur starf-
að hjá NATO í Brussel i hálft þriðja
ár. fyrst sem aðstoðarframkvæmda-
stjóri upplýsingaskrifstofu banda-
lagsins, en var fyrir viku settur
framkvæmdastjóri skrifstofunnar.
Young var fyrst spurður að því
hvert starf upplýsingaskrifstofunnar
væri. hvort hún væri ekki einfald-
lega áróðursskrifstofa.
RAIN-X efniö var fundið upp sérstaklega
fyrir bandaríska flugherinn á rúöur or-
ustuflugvéla.
Beriö RAIN-X utan á bílruöurnar og utan á
allt gler og plast, sem sjást þarf I gegn
um.
RAIN-X myndar ósýnilega vörn gegn
regni, aur og snjó. RAIN-X margfaldar út-
sýniö i rigningu og slagveðri, þannig aö
rúðuþurrkur eru oft óþarfar.
RAIN-X eykur þannig öryggi i akstri bif-
reiða og siglingu báta og skipa, þar sem
aur, frost og snjór festist ekki á rúöum.
Sé RAIN-X boriö á gluggarúöur húsa, þarf
ekki aö hreinsa þær mánuöum saman, þvi
regniö sér um aö halda þeim hreinum.
Kauptu RAIN-X (I gulu flöskunni) strax á
næstu bensínstöö.
Á ÍSLANDI í 20 ÁR
Við íofum þ\í
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Og svo gerast
þeir vart fallegri
og vandaðri
PFAFF
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
„Upplýsingaskrifstofan framleíðir
og fjallar um mikið magn upplýs-
inga, aðallega til afnota fyrir
bandalagsríkin eins og nafn skrif-
stofunnar ber með sér,“ sagði Young,
„en hvert land fyrir sig, eða stjórn-
völd hvers lands fyrir sig, ákveður
hversu mikið af þeim upplýsingum
er notað og hvernig.
Sú spurning hvort um áróður sé
að ræða eða upplýsingar gerir ekki
mikið vart við sig hjá okkur, ekki í
svo skýrum dráttum. Þær upplýsing-
ar, sem við látum frá okkur, eru frá
Atlantshafsráðinu komnar. Þar hef-
ur fengist samhljóma niðurstaða um
þær, það er fulltrúar allra aðildar-
ríkja eru sammála um viðkomandi
atriði. Eg efast um að það hafi mikið
áróðursgildi sem sextán ríkisstjórnir
koma sér saman um.
NATO ekki áróðursstofnun
Hjá Atlantshafsbandalaginu er
enda lítið hugsað um áróðursgildi
þeirra upplýsinga sem um hendur
okkar fara. Ef svo væri myndu
stefnumið og stefnumörkun hjá
bandalaginu vera með allt öðru móti
en nú er. Þótt stuðningur við banda-
lagið sjálft sé mjög almennur í öllum
aðildarríkjum hefur stuðningur við
einstök atriði stefnu bandalagsins
verið misjafn og bandalagið sjálft
gerir ekkert til að breyta því. Stefnu-
mið þess, svo sem hvað varðar
sveigjanleg viðbrögð, eru mörkuð af
nauðsvn þess að hafa afl sem býður
upp á raunhæfa leið til að mæta og
hrinda hugsanlegum árásum.
Ferðahópar veigamiklir
Annars má vel geta þess, úr því að
við erum að ræða um upplýsinga-
skrifstofuna, að veigamikill þáttur
starfsins hjá okkur er að taka á
móti hópum sem koma í heimsókn
frá aðildarríkjunum. Það koma til
okkar í höfuðstöðvar NATO hópar
verkalýðsleiðtoga, hópar frá friðar-
hreyfingum, stjórnmálaleiðtogar og
hópar kennara og nemenda frá há-
skólum hvaðanæva að. Meðal
annars koma alltaf einir þrír hópar
á ári hverju frá skrifstofu Atlants-
hafsbandalagsins hér á Islandi.
Það er raunar mikill hluti starfs
okkar að taka á móti þessum hópum
og sjá um þá meðan á dvölinni stend-
ur. Ég myndi jafnvel telja þá starf-
semi mikilvægasta af því sem
upplýsingaskrifstofan gerir.“
Forsendur sumar breyttar
- Nú hefur heimurinn breyst ákaf-
lega mikið síðan 1949 þegar NATO
var stofnað. Hafa forsendur fyrir til-
urð og starfsemi bandalagsins ekki
breyst líka og þá á hvern veg?
„Að einu leyti hafa forsendurnar
ekkert breyst. Atlantshafsbandalag-
ið hefur alltaf verið eins konar
tryggihg sem greidd eru iðgjöld af í
fullvissu þess að ef eitthvað gerist
þá höfum við styrk til að mæta því.
Að þessu leyti eru forsendurnar fyrir
NATO óbreyttar.
Ef við lítum til sögunnar og rýnum
i það hvort hættan hefur minnkað
frá árinu 1949, það er hættan á því
að Sovétríkin og bandamannaríki
þeirra ráðist á Vestur-Evrópu, þá
hefur staðan að því leyti þróast gegn-
um mörg stig á þessum tíma. Einfald-
ur samanburður mundi leiða til
William Young, framkvæmdastjóri upplýsingadeildar NATO.
William Young, framkvæmdastjóri upplýsingadeildar NATO:
Þökkum NATO nær
fjögurra áratuga
frið í Evrópu
þeirrar niðurstöðu að á árinu 1987
væji hættan á því að sovéskur her-
afli flæddi yfir vestanverða Evrópu
mun minni en hún var 1949. Líklega
er það rétt niðurstaða en hún segir
þér í raun ekki mikið. Síðan Atlants-
hafsbandalagið var stofnað hafa
hermál í Sovétríkjunum þróast veru-
lega. Mikilvægasti þáttur þeirrar
þróunar var þegar Sovétmenn náðu
að jafna yfirburði Bandaríkjamanna
í kjarnorkuvígbúnaði en það gerðist
á sjöunda áratug aldarinnar. Fram
til þess tima treystu vestræn ríki í
verulegum mæli á kjarnorkumátt
Bandaríkjanna sem endanlegt svar
við árás frá Sovétríkjunum. Á sama
tíma hafa Sovétmenn unnið ákaflega
. mikið að uppbyggingu hefðbundins
herafla síns, bæði að magni og að
gæðum.
Ég held að það sé óumdeilanlegt
að í dag ríkir betra andrúmsloft milli
stórveldanna en var 1949 og mögu-
leikar til samkomulags virðast meiri
en þeir hafa verið árum saman. Það
þýðir þó ekki að hættan sé liðin hjá
eða horfin.
Við verðum svo að muna það að
stefnumörkun Atlantshafsbanda-
lagsins miðar ekki að þvi einu að
byggja upp herafla og vígbúnað til
þess að mæta hugsanlegri árás held-
ur jafnframt á sama tíma að vinna
að samningaviðræðum við Sovétrík-
in og Varsjársbandalagið í því
augnamiði að minnka hættuna á
átökum og þár með þörfina fyrir her-
afla.“
Væri kaldhæðnislegt
- Leiðir það ekki af sér hærri ríkis-
útgjöld fyrir flestar bandalagsþjóðir
og þá hugsanlega aukna óánægju
með aðild að NATO í einstökum ríkj-
um ef til samkomulags um samdrátt
í kjarnorkuvígbúnaði í Evrópu dreg-
ur og þar af leiðandi til aukningar á
Það felst svo sem ekki í því nein
hógværð, en við þökkum NATO
ákaflega mikið að friður hefur hald-
ist.
NATO hefur ekki kynningarstörf á
dagskrá sinni, er ekki í áróðurs-
bransanum.
Ef svo væri myndi stefnan vera
öðruvísi mörkuð.
Að sumu leyti hafa aðstæður breyst,
að sumu leyti eru þær enn hinar
sömu og árið 1949.
Uflönd