Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 32
36
FIMMTUDAGUR 11. JÚNl 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Gitte Stallone
mætti ein á frumsýningu nýj-
ustu kvikmyndarinnar sem hún
fer með hlutverk í. Óvenjulegt
er að eiginmaðurinn, Sylvester
Stallone, hefur ekki komið ná-
lægt gerð þeirrar myndar eins
og annarra mynda sem Gitte
hefur leikið i. Kvikmynd þessi
ber heitið ,,Löggan í Beverly
Hills II" og er framhald af sam-
nefndri kvikmynd sem sló öll
aðsóknarmet fyrir fáum árum.
Eddie Murphy er enn í aðal-
hlutverki og er þessari mynd
spáð ekki minni vinsældum.
Sögusagnir ganga um að sam-
band Gitte og Sylvesters sé
orðið slæmt og skilnaður í að-
sigi enda hafa þau lítið sést
saman upp á siðkastið. Þau vis-
uðu þeim orðrómi á bug þar
sem þau voru í stuttu stoppi í
Kaupmannahöfn fyrir skömmu.
Sylvester var á leiðinni til Pak-
istan að taka upp Rambó III og
Gitte til módelstarfa i Mílanó
svo ekki virtust þau beinlínis
limd saman.
Melissa Gilbert
og Rob Lowe munu ganga í
það heilaga innan fárra vikna.
Þótt erjur hafi verið milli þeirra
undanfarið vegna ástarsena
sem Rob leikur í nýjustu kvik-
mynd sinni og Melissa er
afskaplega óánægð með virðast
þau hafa náð sáttum. Brúð-
kaupið verður veglegt eins og
við er að búast, kjóllinn einn
mun víst kosta svipaða upphæð
og ráðherrar hafa í laun og er
það þó víst bara brot af öllum
brúðkaupskostnaðinum.
hefur löngum verið hrifinn af
Ijóskum. Skilnaðurinn við
Alönu er ekki ennþá kominn í
gegn en samt á hann von á
barni með núverandi kærustu
sinni, blondínunni Kelly Ekberg.
Fyrir skömmu reyndi hann síð-
an, með slæmum árangri, að
læðast framhjá árvökulum Ijós-
myndurum, inn á diskótek í
New York meó enn annarri
blondínunni, Raegan Newman.
Rod er sem sagt meira og minna
í tengslum við þrjár blondínur
Dessa dagana.
DV
D-vaktin bar sigurorð í boðsundinu á sundmóti lögreglumanna. Hér gefur að líta hina vösku sveit ásamt aðstoðaryfirlögregluþjónunum Arnþóri Ingólfssyni
og Magnúsi Einarssyni. I þessum hópi er einnig eini kvenkyns þátttakandinn í keppninni , Dcra Reynisdóttir.
mwSm m iFtllÍÍP m. 1 ■ 1
r j w v... ™§|lll 'IK' K m í
Svarthvítt sundmót
..Lögreglusundið er búið að
vera árlegur viðburður hjá
okkur í meira en fimmtíu ár
og er venjulega haldið milli
vakta svo að flestir geti tekið
þátt,“ sagði Bjarki Elíasson
yfirlögregluþjónn um sérstæða
sundkeppni sem haldin var í
Laugardalslauginni á dögup-
um. Keppt var í boðsundi í
flokkum og skipaði hver vakt
einn flokk. Einnig var keppt í
björgunarsundi í lögreglu-
sundinu en í stað manns, sem
bjarga ætti undir venjulegum
kringumstæðum í þannig
sundi, voru lögreglumenn látn-
ir synda með níðþungan
múrstein. Vinningshafi í björg-
unarsundinu fær í verðlaun
veglegan bikar sem kenndur
er við sundkappann Erling
Pálsson og er bikarinn í varð-
veislu vmningshafa til næstu
keppni. I boðsundinu er sigur-
vaktinni veitt boðsundshornið
sem hefur verið verðlaunagrip-
ur keppninnar allt frá upphafí
og er það skorið út af Ríkharði
Jónssyni. Sagði Bjarki keppn-
ina hafa verið geysispennandi
að þessu sinni og á meðfylgj-
andi myndum má sjá sundgarp-
ana að keppni lokinni.
Jón Otti Guðmundsson, sigurvegari í björgunarsundinu, ásamt dóttur sinni,
Birnu Dögg, heldur á vinningsgripnum, yfir 50 ára gömlum bikar sem kennd-
ur er við Erling Pálsson. DV-myndir: Sveinn Þormóðsson
Hornið góða sem vaskasta sveitin
hlýtur. Þaö er skorið út at Ríkharði
Jónssyni.
Skátarnir skutust til Dalyikur á meðan á landsþingi stóð sem haldið var
á Akureyri á dögunum.
Skátar
skáskjótast
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Landsþing Hjálparsveitar skáta
var haldið á Akureyri á dögunum
og tókst þingið mjög vel. Mikill
kraftur er greinilega núna í skát-
unum og mættu um 150 þingfulltrú-
ar til Akureyrar auk margra
annarra skáta en um 1000 félagar
eru nú virkir í hjálparsveitum
skáta um allt land. Samþykkt var
á þinginu að stofna sérstaka jarð-
skjálftasveit og ekki má gleyma að
ákveðið var að halda allsherjars-
amæfingu á Hólsfjöllum í hyrjun
september nk. Þangað ætla skát-
arnir að bjóða öllum hjörgunar-
sveitum landsins til að taka þátt í
æfingunni. En skátarnir héldu sig
ekki aðeins á Akureyri á meðan
þingið stóð yfir. Þeir skutust á hát-
um til Dalvíkur, við köllum ])að
auðvitað að skáskjótast. Tilgang-
urinn með Dalvíkurferðinni varað
taka fyrstu skóflustunguna að
glæsilegri byggingu Hjálparsveitar
skáta á Dalvík.
■-3 ta.