Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Tíöarandinn Ungur áhugamaður um bréfdufnarækt, Willy Blumenstein, var einn þeirra sem staddur var við Bræðrapart í Laugardal viö undirbúning síðasta bréfdúfnakappflugs. Algengt er að hver eigandi komi með 10-15 dúfur til skráningar i keppni. Með sól, segulsvið og si ávarnið að leiðarlj ósi ^ - fylgst með bréfdúfnakappflugi ^ Það dettur líklega engum neitt sérstakt í hug þegar þeir sjá dúfur fljúga i hópum yfir borg og bæ enda ekki óalgeng sjón. Samt sem áður er oft ekki um neinar venjulegar dúfur að ræða. einkum þó ef slíkur hópur sést á ^veimi í nágrenni Laugardalsins en einmitt þar. í húsinu Bræðraparti, á félagsskap- urinn Dúfnaræktunarsamband íslands sínar aðalstöðvar. Það er því vel líklegt að dúfa, sem sést í nágrenni Bræðraparts, sé þraut- þjálfuð bréfdúfa sem hugsanlega er að koma heim eftir langflug frá Hrísey eða þaðaii af fjarlægari stöðum. Gert klárt fyrir dúfnakapp- flug „Dúfnaræktunarsambandið var stofnað árið 1984 og samanstendur af aðildarfélögum um allt land,“ sagði Guðjón Már Jónsson, form- aður sambandsins, þegar blaða- maður lagði leið sína niður í Bræðrapart en einmitt þá var verið að gera allt klárt fyrir bréfdúfna- kappflug sem hefjast átti daginn eftir frá Hrauneyjafossi. „Við vorum svo heppnir að fá þessa aðstöðu hérna skömmu eftir að sambandið var stofnað en Bræðrapartur hefur staðið ónotað- ur eftir bruna sem varð i honum árið 1982. Eftir að sambandið var stofnað hefur komist á skipulögð starfsemi, menn vinna í ýmsum nefndum, t.d. aganefnd, bréfdúfu- nefnd og skrautdúfu- og staðal- nefnd. Meðlimum fer líka sífellt fjölgandi, þeir teljast hátt á þriðja hundrað en reglulega virkir með- limir eru í kringum fjörutíu, þeir láta dúfurnar sínar taka þátt í keppnum og eru tíðir gestir hér niðri í Bræðraparti. Um þessar mundir er starfsemin síðan að fara af stað á fullu því keppnistímabilið er að hefjast og sjálf aðalkeppnin, Visa-keppnin svokallaða, fer fram þann 20. júní næstkomandi." Skimaö út í loftið með tifandi klukku Hvernig fer keppnin, sem þið er- uð að undirbúa núna, fram? Hún er þrautskipulögð, hingað koma eigendur dúfnanna með þær og á þær eru látnar sérstakar merk- ingar, númeraður hringur sem settur er um aðra löppina á þeim. Hver eigandi fær sérstaklega stillta klukku sem hann tekur með sér á móttökustað daginn eftir. Þegar búið er að skrá dúfurnar og merkja skilja eigendurnir þær eftir og halda til síns heima. Loks leggur bílstjóri með þær af stað daginn eftir og heldur á ákveðinn slepp- ingarstað sem að þessu sinni verðurHrauneyjafossvirkjun. Búið er að semja um ákveðinn slepping- artima og á því augnabliki setja eigendurnir klukkurnar af stað. Nú, svo hefst biðin en henni fylgir auðvitað mesta spennan. Eigend- urnir bíða úti og skima eftir dúfunum með klukkuna tifandi og þegar dúfan loksins lendir á áfangastað ber að hafa snör hand- tök, taka hringinn af fætinum á henni og setja hann í sérstakan stimpil á klukkunni. Þá fyrst stoppar klukkan og eigendurnir geta andað léttar.“ Sumar hverfa, aðrar koma hel- særðar - Kemur ekki fyrir að einstaka dúfu seinkar eða hún kemur alls ekki til baka? „Jú, mikil ósköp, þær eiga það til að vera að tínast að þetta allt Texti: Björg Thorarensen DV-myndir: Sveinn Þormóósson George Marshall, Björn Ingvarsson, sem hefur stundað dúfnarækt manna lengst á islandi, og Ómar Runólfsson merkja keppnisdúfurnar með númeruðum gúmmíhring. Aðalspennan er að koma þessum hring inn í klukkuna efir að keppnisdúfa er sest. /;)/•(; i t.;! TiTuirm .7^/Fm i.l t.í ós ijijj fouiíj'J., iöi í í h Ifh/iv - ".smiért ujievrinis 11119 let .(•I4WMÍH 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.