Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Spumingin Hvað gerðirðu um hvítasunnuna? Friðrik Sigurðsson: Eiginlega fór ég ekkert sérstakt - bara í göngu með fjölskyldunni um Öskjuhlíðina. Síð- an fylgdist ég með fegurðarsam- keppninni í sjónvarpinu. Einar Gislason: Ég var á Laugar- vatni í sumarbústað. Að sjálfsögðu var það góð dvöl því það er ekkert til betra en sumarbústaðalíf. Itagnheiður Margrét Guðmundsdótt- ir og Birna Anna Björnsdóttir: Fór til Irlands - eins dags ferðalag og Birna var hjá ömmu og afa á meðan. - Og þar var líka ganian. við vorum að heyja - raka úti í garði. Ögmundur Guðmundsson Hélt mig nú bara heima og dundaði í kringum sjálfan mig og frúna. Við erum orðin roskin - og vön hvort öðru - svo það gengur rólega fyrir sig. Árni Stefánsson: Var bara heima og tók það rólega. Vinn annars við veit- ingarekstur og tók það rólega þar líka. Salbjörg Ríta Jónsdóttir: Ja, ég fór í Keflavíkurgönguna því þetta er í fyrsta skipti sem ég er í Reykjavík þegar hún er farin. Það var lang- skemmtilegast þegar við komum í Hafnarfjörð og farið var að syngja og svoleiðis. Lesendur______________________dv Prestar með eyðni? Gamall Timamaður skrifar: Við, gömlu sveitamennimir sem lásum Tímann á velmektardögum Jónasar frá Hriflu og Tryggva Þór- hallssonar, eigum sumir erfitt með að átta okkur á bændablaðinu „nú til dags“ Það hefði til að mynda þótt illa farið með pappírinn að leggja hálfa forsíðuna undir aðalfyrirsögn og af- ganginn í undirfyrirsögn. I sama tölublaði alls 60 fyrirsagnir - og fátt annað. 24. maí fékk ég Tíma-skammtinn minn, þrjú blöð í einu. Það var helg- arblessunin. Margt var þar „tíma- bært“. Og enn var forsíðan „forvitni- leg“: Islensk auðn, rokhviður og iárétt regn metið á 5 milljarða. Já. flest má nú selja útlendingunum. Þetta drýgir aldeilis tekjurnar hjá stjórninni okkar, „startsstjóminni" eða hinni þegar hún „kemst á topp- inn“, eins og sagt var í sveitinni. Þá segir frá því í nefndum helgar- skammti (23.5.) að nú sé í ráði að Danir og Skandinavar leggi koloni- skatt á vömr, seldar okkur. Þessi stórletursfrétt er svolítið skondin. Fyrst er þá að nefna að Jónas hefði nú nefnt þetta nýlenduskatt. Og svo þetta um Dani og Skandinava. í Lademanns alfræðibók, nýrri segir: „Skandinavia. Et fællesnavn for Danmark, Norge og Sverige." í Nor- disk Leksikon: „. . .hele det omráde, der beboes af de skandinaviska folk, hvortil ogsá danskere tilhörer." En þá fyrst brá mér er ég hélt áfram lestri: Eyðni innan kirkjunn- ar. í einfeldni minni flaug mér í hug illur gmnur, skyldi nú sá vágestur farinn að herja á kirkjunnar þjóna? Nei, sem betur fer var ekki svo, þeir ræddu bara um þetta mikla mál, þá væntanlega „innan kirkjunnar." Það var verra með taölyktina sem hefur kostað nokkra leiðara og titr- ing. Nú þykir okkur gömlum sveita- mönnum taðlykt bara góð, jafnvel betri en fiskilykt sem ennþá hefúr mátt nefna. En vitanlega má ekki móðga þá bændur sem eftir em í Framsókn. Er þeim meir en nóg til hrellingar að foringinn skuli orðinn pólitískur flóttamaður. Heimsmeistarakeppnin: Hæfari dansarar Svar, vegna fyrirspurnar frá Rut Páls- dóttur í DV 25. maí 1987, frá Níelsi Einarssyni. Þar sem fyrirspuminni er væntan- lega beint til mín og nemenda Nýja dansskólans langar mig að nota tæki- færið og svara henni í stuttu máli. 1. Mér er með öllu ókunnugt um að til sé sjóður þar sem dánsarar geta fengið fé til að taka þátt í dans- keppni/dansmótum hérlendis eða erlendis. 2. Danskeppni sú, sem þú ert væntan- lega að spyrja um, er ekki heims- meistaradanskeppni heldur er um að ræða breskt mót þar sem allir, sem áhuga hafa á að vera með, geta tekið þátt, svo framarlega sem þeir kosta sig sjálfir. 3. Þetta mót hefur verið sl. 62 ár í Blackpool og er opið öllum. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem Islend- ingar eru með. 4. Varðandi mestu möguleika, eins og það er orðað í fyrirspum þinni, hafa íslendingar ekki mikla mögu- leika. í þeim riðli, sem Jón Þór og Esther kepptu í, vom 289 pör og var úrtak 50% í fyrstu umferð. Dómarar höfðu u.þ.b. tvær og hálfa sekúndu fyrir par. Hér heima var tími u.þ.b. sex sekúndur fyrir par. 5. Islandsmeistaradanskeppni í latín- og standard-dönsum var takmörkuð við tvo dansa af fimm. Dansafbrigði hérlendis vom einnig takmörkuð. 6. Varðandi íslandsmeistarana var Borgarbúi skrifar: Sl. laugardag, um lengstu helgi sumarsins, byrjaði árvisst ófremdar- ástand í verslunannálum höfuð- borgarinnar. Lokað í þrjá daga í verslunum borgarinnar og síðan áfram það sem eftir er sumars á laug- ardögum. Nú þegar ferðamannatíminn er hafinn fyrir alvöm er það einkar slappt til afspumar að hvergi er hægt að komast í banka eða útibú, t.d. á ferðamiðstöðvum, eins og tíðk- ast víðast erlendis, til að skipta erlendum gjaldeyri í íslenskan. En það er auðvitað ekki einungis að útlent ferðafólk líði fyrir þessa hneisu heldur allir borgarbúar. Það er að vísu opið í verslunum á Sel- tjamamesi og í Mosfellssveit en það " ............ ; - engin fyrirstaða, svo mér sé kunn- ugt um, á þátttöku þeirra í Black- pool-mótinu. 7. Við Islendingar erum u.þ.b. 20 árum á eftir öðrum þjóðum í þessari íþrótt. Ef við ætlum okkur meiri hlutdeild í dansíþrótt á erlendum vettvangi þarf mikið að bæta og laga. 8. Þau Jón Þór og Esther fengu mikið lof í Blackpool-danskeppninni þrátt fyrir að þau sigmðu ekki. Við reikn- uðum ekki með sigri. Við ætluðum aðeins að vera með, sjá samanburð, er nú kannski ekki hægt að taka sér ferð á hendur í þessi bæjarfélög í hvert skipti sem mann vanhagar um einhvem hlut. Ekki geta borgaryfirvöld hér í Reykjavík sagt sem svo: „Farið þið bara út á Nes og versliði þar“ eða þá „Versliði bara á fostudögum fyrir alla helgina." Eða em borgaryfir- völd kannski að loka fyrir öll viðskipti í tvo daga í viku? Þótt forseti borgarstjómar sé í far- arbroddi fyrir Verslunarmannafélagi Reykjavíkur getur borgarstjóm sem best afgreitt þetta leiðindamál með einum fundi. Það er áreiðanlega meirihluti fyrir því í borgarstjóm. Maður trúir vart öðm. Það verður a.m.k. að láta á það reyna. Þetta er áreiðanlega eina borgin læra af reynslunni. Að endingu, við höfúm aldrei staðið í vegi fyrir því að aðrir framkvæmi það sem er dansinum til framdráttar. Þess vegna er erfitt að skiLja alla þessa gagnrýni á framtak sem er fyrir dans- inn í landinu, t.d. gömludansakeppni, alþjóðlega danskeppni, samkvæmis- dansakeppni, danssýningar, þátt okkar á erlendum vettvangi o.s.frv. Það veldur furðu að heyra ávallt radd- ir niðurrifs á góðu framtaki sem er til bóta fyrir þá sem bera dansinn fyrir brjósti. eða bæjarfélagið í hinum vestræna heimi þar sem laugardagurinn er einhver heilög kýr að því er varðar eitt stéttarfélag, þ.e. V.R. Þetta er mál sem borgarbúar verða að láta til sín taka og það strax. Hver er þessi mismunur á verslunar- fólki í öðrum sveitarfélögum hér á landi og í Reykjavík? Em ekki versl- unarmannafélög úti á landi líka? - Hver hefur þessi heljartök á verslun- arfólki í Reykjavík? Eins og segir í grein í DV nýlega: „Við hljótum að spyrja hvort neyt- andanum komi málið ekki við. Hvað segja þeir um málið?“ - Já, það er góð spuming, hvað ætla neytendur að gera? Fiá heiðar- legum fjol- skyldumönnum Fulltrúi Öryggis heimilisins ’87 hringdi: „Vepa skrifa ónafngreindrar húsmóður í DV, fimmtudaginn 4. júní, þá viljum við, sem að þessari söluherferð stöndum, koma þvi á framfæri að verð þess vamings sera við bjóðum fólki með vaxtalausura aíborgunum er sambærilegt verði sams konar vamings í verslunum eða annars staðar á markaðnum. Þó viljum við taka fram hér að öryggi heimilisins ’87 færir neyt- endum vömna heim jafiit í Reykja- vík sem um land allt - neytendum að kostnaðarlausu. Öllum er lánað - enginn undanskilinn eða flett upp í neinum skrám og því þýðir það talsverð afföll. Við viljum vekja athygli á því að hér er ekki um að ræða tækis- færissinnaða sölumenn heldur heiðarlega fjölskyldumenn sem vinna að þessu allan ársins hring. Þess skal getið í lokm að Öryggi heimilisins hefur ekki lent í nein- um árekstrum við yfirvöld vegna söluherferðarinnar heldur þvert á móti fengið jákvæðar móttökur. Viljum við að endingu nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjöl- mörgu viðskiptavinum sem nú þegar hafa keypt sjúki'akassa fyrir góðar móttökur.“ Stjaman: Gott að vakna við Atiantis Eymastór skrifar: „Það var einstaklega gott að vakna á þriðjudagsmorguninn við það gamla góða lag Atlantis. Ég var með útvarpstækið stillt á nýju Sfjömuna og Þorgeir Ástvaldsson hafði þann ágæta smekk að velja mitt uppáhaldslag í morgunþátt- inn sinn. Atlantis er aEtof sjaldan spilað og gjarnan mætti næst fylgja eitt eða tvö orð um flytjend- uma. Fróðleiksmolar um lista- mennina, sem lögin semja og flytja, em alltaf til bóta að minu mati. Kærar þakkir, Þorgeir!" Söfiiuður kvekara? S.G. skrifar: „Getur einhver lesandi DV hjálp- að raér? Mig langar að vita hvort kvekarar em með söfnuð hér eða trúfélag. Og ef svo er - hvemig er hægt að komast í samband við þá? Það þarf teygjur i heimsmeistaratignina. Laugardagslokun verslana: Borgaryfirvöld afstýri hneykslinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.