Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Jarðarmenið Eftir margra daga viðburðalitlar könnunarviðræður virðist nú ætla að draga til einhverra tíðinda í stjórnar- myndunarviðræðum Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Flestir eru sammála um að alvöru- viðræður séu hafnar. Ágreiningsmálin, átakamálin, eru komin upp á borðið. Var það ekki vonum fyrr. Ólíklegt verður að teljast að þessir þrír gamalreyndu flokkar láti stranda á minniháttar málum ef hægt er að kalla húsnæðismál, heilbrigðis- og menntamál minni- háttar mál. Það eru hins vegar efnahagsmálin sem ráða úrslitum og í þeim efnum hljóta stærstu hindranirnar að verða á vegi flokkanna. Verðbólgan er nú á hraðri uppleið, gengið stendur valt og tap ríkissjóðs og við- skiptahallinn reynist meiri en látið var í veðri vaka þegar kosningarnar fóru fram. Hugmyndir um gengis- fellingu, aðhaldsaðgerðir í launamálum og nýja skatt- heimtu eru strax farnar að heyrast. Hér í blaðinu var fullyrt í gær að Alþýðuflokkurinn setti fram kröfu um stóreignaskatt og tillögur um skattgjald á kreditkorta- þjónustu. Alþýðuflokkurinn verður ekki sakaður um að bera ábyrgð á slæmum ríkisfjármálum eða vaxandi verð- bólgu. Það gera hinir flokkarnir tveir. Það er hins vegar heldur aumkunarverð staða fyrir Alþýðuflokkinn að þurfa nú að koma til skjalanna og ganga til samstarfs við núverandi stjórnarflokka til að lappa upp á áfram- haldandi stjórnarsetu þeirra. Auðvitað væri æskilegast að ný stjórn tæki við sem ekki þyrfti að plástra sárin en gæti í þess stað sett fram nýja stjórnarstefnu í öðrum anda en sú sem nú er ríkjandi. Eða þá hitt að núver- andi stjórn axlaði sjálf ábyrgðina og afleiðingarnar af verkum sínum og sýndi þjóðinni fram á hvernig hún hygðist leysa þau vandamál sem hún sjálf hefði skapað. Slíkir valkostir eru því miður ekki fyrir hendi þar sem hvorki stjórnarflokkarnir né heldur stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa nægjanlegan meirihluta. Þess vegna þurfa kratarnir að ganga undir það jarðarmen að gera tilraun til að framlengja líf gömlu stjórnarinn- ar og þess vegna þurfa stjórnarflokkarnir að hlusta á skilyrði Alþýðuflokksins. Og þess vegna þarf þjóðin að kyngja því að allt er nú á hverfanda hveli í efnahagsmál- um. Það er dæmalaust að horfa upp á þau ósköp, í allri velmeguninni, verðmætasköpuninni og lífskjarasókn- inni, að nú þurfi að taka enn eina kollsteypuna. Ný gengisfelling, nýir skattar, nýjar ráðstafanir fyrir botn- lausan ríkissjóð eru í farvatninu af heimatilbúnum ástæðum. Þetta eru dálaglegar fréttir úr Lindargötunni og svo koma ráðherrar og ráðamenn og hafa mestar áhyggjur af því hvort þeir fái endurnýjað líf í ráðherra- stólum! Auðvitað vill þjóðin að ný stjórn komist á laggirnar sem fyrst. Þessi biðstaða er slæm fyrir alla meðan allt rekur á reiðanum og enginn ber raunverulega ábyrgð. En þjóðinni er ekki sama hvers konar stjórn það verður og hún mun hafa sínar skoðanir á því ef og þegar stjórn- málamennirnir kaupa sér ráðherrastólana á kostnað almennings. Það yrði náttúrlega tímamótauppgjöf, op- inber húðstrýking á sjálfum sér, ef núverandi stjórnar- flokkar gleyptu öll stóru orðin frá því fyrir kosningar og kyngdu stórbrotnum tillögum Alþýðuflokks eða ann- arra hjálparkokka um nýja skattheimtu í miðju góðærinu. Hvert er þá orðið þeirra starf? Ellert B. Schram Hverjir mega sHja í óskiptu búi? Breyting á erfðatögum Fram til ársins 1985 var seta í óskiptu búi með öllu óheimil nema með leyfi barna hins látna eða for- ráðamanna þeirra. Það ár var gerð lagabreyting á Alþingi sem gerði hjónum kleift að gera með sér samn- ing um að það hjónanna sem lengur lifði mætti sitja í óskiptu búi svo lengi sem það óskaði og þarf þá ekki leyfi bama að koma til. Þó á það aðeins við um böm beggja hjónanna, böm hins látna með öðrum aðila geta eft- ir sem áður krafist skipta. Fá fjölskylduniál em sárari en erf- ið erfðamál og vegna þess frum- kvæðis, sem ég hafði um ofangreinda lagabreytingu, hef ég líklega fengið að heyra fleiri harmsögur vegna slíkra mála en velflestir lögfræðing- ar landsins. Hinn 13. júní 1985 skrifaði ég grein í Dagblaðið til að skýra lagabreytinguna sem varð á talsvert annan veg en við flutnings- menn fhunvarpsins höfðum lagt til en vegna síendurtekinna fyrirspuma um hana vil ég leitast við að upplýsa hvernig megi forðast eitthvað af þeim erfiðleikum sem blasa við hin- um eftirlifandi við fráfall maka. Hvað á fólk að gera til að tryggja rétt sinn? Öll hjón, ung jafnt sem eldri, ættu að gera með sér samning um að það sem lengur lifir eigi rétt til setu í óskiptu búi svo lengi sem þess er óskað. Slíkur samningur verður trú- lega best gerður með aðstoð lögfræð- ings og hann skal síðan staðfestur og færður til bókar hjá viðkomandi sýslumannsembætti eða bæjarfó- geta, í Reykjavík hjá borgarfógeta- embættinu. Mörgum kann að vaxa í augum að leita til lögfræðings en hér er ekki um að ræða þann kostn- að sem ætti að þurfa að .hindra að frá svo mikilsverðu atriði í lífi hverr- ar manneskju sé gengið til að forðast miklu dýrkeyptari óvissu. Skylda embættismanna Þar sem um er að ræða mjög ein- falda aðgerð hlýtur það að valda undrun að viðkomandi embætti skuli ekki fyrir löngu hafa komið sér upp stöðluðu eyðublaði fyrir slíkan samning svo að spara megi fólki ómakið við hlaup milli lögfræðinga. Reyndar hefði dómsmálaráðuneytið átt að hafa frumkvæði um gerð þess. Hér er ekki aðeins um að ræða brýnt hagsmunamál einstaklinga heldur sparaði það mikið fé og fyrirhöfn yfirvalda ef sem allra flestir gerðu slíkan samning. KjaUaiinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið Eftir því sem næst verður komist er nokkur munur á hversu liðlega afgreiðslu fólk fær varðandi gerð samnings eftir embættum og á það einnig við um upplýsingar um hvernig staðið skuli að honum. Mik- ið vantar því miður á að upplýsinga- skylda stjómvalda sé skýr og skilgreind og því kann að vera nokk- ur munur á þeirri afgreiðslu sem fólk fær varðandi það sem hér um ræðir eins og svo margt annað sem varðar réttindi hins almenna borg- ara. Stjúpbörn geta krafist skipta Sé um að ræða böm hins látna með öðrum aðila verður samningur- inn flóknari, en ekki síður nauðsyn- legur, Stjúpbömin geta krafist skipta en hjónin geta engu að síður tiyggt rétt sinn að nokkm. Það verð- ur því aldrei of oft sagt að með því að ganga frá málum sem þessum í tíma yrði mörgum hlíft við ótrúleg- um raunum sem bætast við þá sorg sem fæstir flýja. Um erfðalög Þessi breyting á erfðalögum voru betri en engin breyting og ber að fagna því að fjöldi fólks hefur nýtt sér hana. Hinu vil ég ekki leyna að það urðu mér mikil vonbrigði að frumvarpið skyldi taka þeim breyt- ingum sem raun varð á. Upphaflega ÖTimvarpið gerði ráð fyrir sjálfkrafa rétti eftirlifandi maka til setu í því heimili og húsnæði sem hann sat í við lát makans, án nokkurs leyfis bama eða stjúpbama. I mörgum ræðum með frumvarpinu lagði ég áherslu á að óeðlilegt væri að stjúp- böm hefðu annan rétt en böm beggja til að krefjast skipta og benti á að það væri síst til þess fallið að bæta samskipti þessara aðila. Öll önnur löggjöf, svo sem bamalögin, em til þess sett að það foreldrið, sem ekki hefúr bömin á eigin heimili, eigi við þau sem mest og best sam- skipti og axli uppeldishlutverk sitt og ábyrgð án tillits til þess hvort foreldramir kjósa að búa saman. Alþingi verður að fylgjast með þróun þjóðfélagsins hveiju sinni og enginn getur lokað augunum fyrir þeirri byltingu sem orðið hefúr í málefnum fjölskyldunnar, hvort sem okkur lík- ar hún betur eða verr. Staðreyndin er sú að nú búa um 8000 böm hjá öðra foreldri sínu og þessi hópur stækkar stöðugt. Ekkert er þessum hópi mikilvægara en að báðir for- eldrar sinni bömum sínum á allan þann máta sem unnt er, þó annar aðilinn deili ekki með þeim heimili. Á þann eiim hátt er von til þess að góð og elskuleg sambúð takist með öllum aðilum, einnig stjúpforeldrum, sambúð sem byggist á ábyrgð allra aðila gagnvart framtíð bamanna. Sérréttindi stjúpbamanna þurfa þá ekki að vera eins konar uppbót fyrir vanrækslu látins foreldris, enda verður hún ekki bætt með fjármun- um og því síður með harkalegum aðgerðum sem koma eftirlifandi maka hans í óleysanlegan vanda. „Fá fjölskyldumál eru sárari en erfið erfða- mál og vegna þess frumkvæðis, sem ég hafði um ofangreinda lagabreytingu, hef ég líklega fengið að heyra fleiri harmsögur vegna slíkra mála en velflestir lögfræðing- ar landsins.“ „Öll hjón, ung jafnt sem eldri, ættu aö gera með sér samning um að það sem lengur lifir eigi rétt til setu í óskiptu búi svo lengi sem þess er óskað.“ Frekari breytingar nauðsynlegar Við afgreiðslu frumvarpsins var því heitið að fram skyldi fara heild- arendurskoðun á erfðalögunum og væri nefnd þegar að störfúm. Ekkert hefur frá henni heyrst en sú er von mín að ný ríkisstjóm láti þessa end- urskoðun fara fram sem allra fyrst. Með síhækkandi lífaldri manna og örum breytingum á fjölskylduhátt- um er biýnt að réttur manna til eigin eigna, sem þeir hafa sjálfir aflað sér, sé tryggður fyrir ágengni þeirrar kynslóðar sem öllum öðrum kyn- slóðum fremur í sögu lýðveldisins hefúr fengið tækifæri til menntunar og þroska og er því rétt til að standa á eigin fótum þar til eigna foreldra hennar er ekki fengur þörf. Langt í heildarendurskoðun Víst er að nokkur bið verður á heildarendurskoðun erfðalaganna. Þangað til hún er orðin að veraleika verður fólk aldrei of oft brýnt til að ganga frá hugsanlegum búskiptum svo sem lög leyfa. Og það er von mín að viðkomandi embætti sýni lip- urð við þá sem til þeirra leita með þessa tiltölulega einföldu aðgerð sem tvímælalaust er til góðs fyrir alla aðila og þjóðfélagið í heild. Guðrún Helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.