Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Side 6
6
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
Utlönd
Sigri Thatcher
víða fagnað
Sigri íhaldsmanna, undir forystu
Margaret Thatcher forsætisráðherra,
í þingkosningunum á Bretlandi á
fimmtudag hefur víða verið fagnað af
aðdáendum hennar og samheijum í
hinum ýmsu löndum heims.
Thatcher hélt eitt hundrað sæta
meirihluta í neðri málstofu breska
þingsins og hefur því traust tök á
stjómvöl breska ríkisins næstu árin.
Alls hlaut flokkur hennar 375 þing-
sæti sem er fimmtán sætum minna en
hann hafði fyrir kosningar. Verka-
mannaflokkurinn fékk 229 sæti eða
21 sæti meira en í síðustu kosningum.
Kosningabandalag frjálslyndra og sós-
íaldemókrata varð hins vegar fyrir
miklu áfalli í kosningunum og hefur
aðeins 22 þingsæti.
Thatcher bárust ámaðaróskir frá
utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og
helstu bandalagsríkjum Breta þegar í
gærmorgun.
Þá hringdi Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti í hana frá Vestur-Berlín,
þar sem hann var í heimsókn, og ósk-
aði henni til hamingju með þennan
mikla sigur.
Utanríkisráðherrar ríkja Atlants-
hafsbandalagsins, sem sátu fund í
Reykjavík í gær, lýstu yfir ánægju
sinni með sigur Thatcher, enda mun
stefna Verkamannaflokksins, helsta
keppinautar íhaldsmanna á Bretlandi,
í vamarmálum þykja óvænleg meðal
NATO-ráðherra.
Þá fógnuðu stjómvöld í Suður-Afr-
íku sigri Thatcher og sögðu að það
hefði orðið erfiður kostur að eiga við
Bretland undir stjóm Verkamanna-
flokksins, með eða án þátttöku kosn-
ingabandalags frjálslyndra og
sósíaldemókrata. Hefur S-Afríku-
mönnum efalaust verið í huga sú
staðreynd að í röðum stjómarand-
stöðuþingmanna era nú þrír þeldökk-
ir, tveir karlmenn og ein kona, og
hefði mátt búast við harðri afstöðu
þeirra gegn kynþáttaaðskilnaðar-
stefnu stjómvalda í S-Afn'ku.
Loks má geta þess að stjómmála-
menn í Argentínu fóra vægt í sakimar
og fögnuðu ekki opinberlega endur-
kjöri Thatcher sem á sínum tíma sendi
breska herinn á þá út af Falklandseyj-
um. Hins vegar tók að minnsta kosti
einn argentískur stjómmálamaður í
þann streng í gær að nú gæti Thatc-
her líklega gengið til samninga um
Falklandseyjar við Argentínumenn
þegar kosningabaráttan er að baki.
Margir þættir þeirrar deilu munu enn
óútkljáðir.
Margaret Thatcher veifar hér til stuðningsmanna ásamt eiginmanni sínum, Dennis, fyrir utan opinberan bústað forsæt-
isráðherra Bretlands, Downing stræti númer tiu. simamynd Reuter
Hvatti til niður-
rifs Berlínarmúrs
Reagan forseti virðir fyrir sér Berlínarmúrinn frá Brandenborgarhliðinu.
Hann horfir gegnum plötu úr skotheldu gleri sem komið var fyrir þar tii
að verja forsetann hugsanlegum árásum. simamynd Reuter
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hvatti í gær austantjaldsríki til þess
að rífa Berlínarmúrinn til granna en
forsetinn var þá í opinberri heimsókn
í Vestur-Berlín í tilefhi af sjö hundrað
og fimmtíu ára afinæli borgarinnar.
Til mikilla óeirða kom fyrir heim-
sókn forsetans og tóku um tuttugu
þúsund manns þátt í mótmælum gegn
Bandaríkjunum. Meðan á heimsókn
forsetans stóð héldu liðlega þúsund
menn úr óeirðasveitum lögreglunnar
um átta hundrað af áköfustu mótmæl-
VIÐ SENDUM ÍSLENSKUM
SJÓMÖNNUM
ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI DAGSINS
EIMSKIP
*
endunum innilokuðum í miðborg
V-Berlínar, nálægt rústum kirkju sem
ekki hefur verið gert við eftir heims-
styrjöldina síðari. Era kirkjurústimar
varðveittar sem minnismerki um styij-
öldina.
Nokkur ungmenni, sem vora meðal
mótmælenda, slösuðust þegar lögregla
réðst gegn þeim með kylfum. Ungling-
amir fleygðu gijóti og flöskum að
lögreglunni og þegar átti að sleppa
þeim úr haldi settust tugir þeirra á
götuna og varð að bera þá á brott.
I heimsókninni skoðaði Reagan for-
seti meðal annars Berlínarmúrinn úr
Þúsundir
í kröfúgöngu
í Póllandi
Þúsundir pólskra ungmenna lögðu
af stað í kröfúgöngu um götur borgar-
innar Gdansk í gær eftir að hafa hlýtt
á messu Jóhannesar Páls II. páfa þar.
Hófu ungmennin gönguna þrátt fyrir
að páfi hefði beðið fólk að sýna still-
ingu.
Vitni segja að ungmennin hafi hróp-
að slagorð með Einingu, sem era
bönnuð samtök, og leiðtoga þeirra,
Lech Walesa. Þá munu þau einnig
hafa haldið á spjöldum með yfirlýsing-
um um stuðning við friðarhreyfingu
sem einnig er bönnuð í Póllandi.
í fyrstu fréttum frá Gdansk sagði að
lögreglan hefði engin afskipti af
göngufólkinu þótt mikill skari örygg-
isvarða væri á svæðinu.
Tugþúsundir manna úr hópi þeim
sem hlýddi á messu páfa fylgdist með
göngunni og hlýddi á göngufólkið
hrópa „það er ekkert frelsi án Eining-
ar“.
Mun minni kröfuganga, sem farin
var við heimsókn páfa til borgarinnar
Krakow fyrr í vikunni, var harðlega
fordæmd af leiðtogum kommúnista-
flokks Póllands. Sögðu fiokksleið-
togamir að truflanir af þessu tagi
gætu stórlega skaðað kirkju landsins.
Páfi hvatti þá sem hlýddu á messu
hans, sem vora nær milljón manna,
til þess að sýna stillingu og minnti þá
á að marka ekki dýrð dagsins með
slíku.
nokkurri fjaríægð. Ekki þótti öryggi
hans tryggara en svo að hann varð
að standa bak við plötu úr skotheldu
gleri á meðan.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóösbækur óbund. 10-12 Ib.lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 12-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vól.
18 mán. uppsögn 22 24.5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,5 Ib
Sterlingspund 7,5-10 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3.5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-9,5 Ab.Sb, Sp.Úb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlár óverðtryggð (%) lægst
Almennir vixlar(forv.) 21-24 Bb.Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 24-26 eöa kge
Almennskuldabréf 21.5-25 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 21,5-25 Úb
Skuldabréf
Aö 2.5árum Til lenari tíma Útlán til rramleiðslu 6,5-7,5 6,75-7.5 Lb Úb
Isl. krónur 18,5-24 Ab
SDR 7.75-8 Bb.Lb. Úb
Bandaríkjadalir Sterlingspund Vestur-þýsk mörk 8-9 10.25- 11.5 5.25- 5.75 3,5 Sb Lb Bb.Lb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 33,6
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júní 1687 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækka0i3%1.april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 248 kr.
Flugleiðir 170kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaöarbankinn 134 kr.
Verslunarbankinn 116 kr.
Úgerðarf. Akure. hf. 150 kr.
Skagstrendingur hf. 350 kr. .
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og
skiptaskuldabréfum, útgefnum af j
aðila, er miðað við sérstakt kaupg
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskipt;
gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðuban
Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðart
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvi
bankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = \
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarki
birtast i DV á fimmtudögum.