Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Page 14
14
LAUGARDAGUR 13. JÚNl 1987.
Sigrún Geirsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins:
Sveitarstjómarmálin, eiginmaðurmn og §51skyldan
Sigrún Geirsdóttir er fulltrúi Al-
þýðubandalagsins. Hún er 43 ára
gömul, lærð fóstra en vinnur í prent-
smiðjunni Nesprent sem hún og
eiginmaður hennar, Guðmundur
Haraldsson, reka. Þau eiga fjögur
börn, Harald (22 ára), tvíburana
Bergrósu og Berglindi (20 ára) og
Gerði (16 ára).
Sigrún er gömul handboltakempa,
lék með Val á unglingsárunum en
síðan með Þrótti. Sigrún hefur starf-
að mikið með kvenfélaginu Nönnu
og einnig verið í stjórn Foreldrafé-
lags Grunnskólans í Neskaupstað.
-Hvað dró þig út i stjórnmálin?
„Ég hef starfað í ýmsum nefndum
á vegum bæjarins fyrir Alþýðu-
bandalagið og hef áhuga á bæjarmál-
um. Fyrir síðustu bæjarstjórnar-
kosningar var ég beðin um að taka
þátt í próíkjöri í Alþýðubandalaginu
og eftir mikla umhugsun sló ég til.
Það þýðir ekki að standa alltaf hjá
og benda á aðrar konur, en það erum
við konurnar alltof gjarnar á að gera.
1 framhaldi af prófkjörinu tók ég svo
sæti á lista flokksins."
-Hefurðu nægan tíma til að sinna
stjórnmálum og heimilishaldi?
„Eins og hjá mörgum endist sólar-
hringurinn ekki alltaf, hann mætti
vera lengri. Þrjú elstu börnin voru
að heiman í vetur vegna skólagöngu
svo að heimilishaldið var í minna
lagi. Annars tekur öll fjölskyldan
þátt í þeim verkum."
-Hvað um áhugamál?
„Núna eru það sveitarstjórnarmál,
eiginmaðurinn og fjölskyldan sem
taka mestan tímann. Svo starfa ég
töluvert í kvenfélaginu. Þá hef ég
gaman af því að fara á skíði og einn-
ig af því að föndra en hef haft lítinn
tíma fyrir það að undanförnu."
-Hvernig líst þér á að konur skuli
vera komnar með meirihluta í bæjar-
stjórn og hvað um samstarf við
konurnar í framtíðinni?
„Þessi staða er komin upp vegna
mjög óvenjulegra aðstæðna í Sjálf-
stæðisflokknum en það er ánægju-
legt að það skuli vera einmitt hér á
Neskaupstað sem konur verða fyrst-
ar til að vera í meirihluta í bæjar-
stjórn.
Að sjálfsögðu vænti ég mér alls
góðs af starfi kvennanna í bæjar-
stjórn. En það ár, sem ég er búin að
vera bæjarfulltrúi, hefur samstarfið
með mínum samherjum i Alþýðu-
bandalaginu verið gott og á ég ekki
von á öðru en að það verði svo
áfram.“
*■*■******. *
Sigrún Geirsdóttir að störfum í prentsmiðjunni Nesprent
Konuríki í Neskaupstað?
JT / I #■! 1 . t
Konur 1 meirinluta 1 bæj ar-
stjóm í fyrsta sinn á íslandi
Þegar Eggert Brekkan læknir
sagði sig úr bæjarstjórn Neskaup-
staðar og Elínborg Eyþórsdóttir
kom inn í hans stað skapaðist sú
staða í fyrsta sinn á íslandi að kon-
ur komust í meirihluta í bæjar-
stjóm.
Forsaga þessa máls er sú að bæj-
arstjóm barst tillaga frá bæjarráði
um að Neskaupstaður sækti um að
stofhuð yrði H 2 heilsugæslustöð
með tveimur læknum, hjúkruna-
rfræðingi og aðstöðu fyrir tann-
lækni en bærinn hefur verið
tannlæknislaus um alllangan tíma.
Eggert Brekkan, yfirlæknir
Fjórðungssjúkrahússins á Nes-
kaupstað og bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, bar þá fram
frestunartillögu og lagði til að
kostnaðaráætlun bæjarins yrði
skoðuð vegna þessarar tillögu.
Frestunartillagan var felld með
atkvæðum Alþýðubandalags-
manna en aðrir sátu hjá.
Vegna þessa máls hætti Eggert
setu í bæjarstjóm og Elínborg tók
við. Þar með voru konur orðnar i
meirihluta fastafulltrúa í bæjar-
stjóm, eða fimm á móti fjórum
körlum.
Kvenfuiltrúarnir í bæjarstjórn
Neskaupstaðar voru sammála um
að það væri mjög ánægjulegt að
þessi staða í bæjarmálum skyldi
fyrst koma upp í Neskaupstað og
benti þetta til mikillar sóknar
kvenna á sviði stjórnmála ekki síð-
ur en á öðrum sviðum.
Konurnar í bæjarstjóm Nes-
kaupstaðar voru teknar tali og þær
meðal annars spurðar um bæjar-
málapólitíkina, áhugamálin og
hvemig stjórnmálaafskipti sam-
rýmdust heimilisstörfumun.
Elínborg Eyþórsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
Konur hafa betri innsýn í mörg mál
Elínborg Eyþórsdóttir er fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Hún er 44 ára
gömul skrifstofumær. Elínborg er
gift Sigfúsi Ó. Guðmundssyni og reka
þau hjónin skrifstofu með umboðum
fyrir meðal annarra Flugleiðir og
Eimskip. Þau hjón eiga tvö börn,
Guðmund (25 ára) og Þóreyju (21
árs). Þá eiga þau tvö barnabörn.
Elínborg hefur í mörg ár starfað í
skólanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og var í stjórn Slysavarnafélagsins.
Þá er hún í stjórn Rauða kross deild-
arinnar og eftir að hún tók sæti í
bæjarstjórn hafa bæst við ýmis
nefndarstörf.
-Hvað kom þér til að hefja af-
skipti af stjórnmálum?
„Ástæðan er einfaldlega sú að ég
álít það siðferðilega skyldu einstakl-
ings að láta sig skipta mál bæjarfé-
lagsins sem hann býr í. Reyna að
bæta umhverfið og mannlega þætti
eins og frekast er kostur fyrir næstu
kynslóð."
-Fer ekki óhemjutími í allt þetta
félagsmálastúss?
„Eg hef nóg að gera. Bæjarmálin
hafa ekki tekið mikinn tíma fram að
þessu. Þetta kemur því sem óvænt
viðbót við önnur störf.“
-Hvað um áhugamál?
Áhugamálin eru mörg en yfirleitt
er tíminn af skornum skammti. Ég
hef gaman af að dunda í garðinum
og ég renni fyrir silung og lax þegar
ég get. Annars er bridge mjög ofar-
lega á blaði hjá mér en við Elma
höfum spilað saman bridge í mörg
ár. Síðast en ekki síst er ég svo ham-
ingjusöm að eiga tvö yndisleg
barnabörn sem ég vildi svo sannar-
lega hafa meiri tíma til að sinna. Svo
vantar alltaf fleiri stundir til að eyða
með fjölskyldu og vinum.“
-Hvernig líst þér á stöðuna í bæj-
armálum og væntanlega samvinnu
kvenna í bæjarstjórn?
„Mér finnst ánægjulegt að í Nes-
kaupstað skuli konur fyrstar á
íslandi skipa meirihluta í bæjar-
stjórn og ég tel gott að konur fái að
spreyta sig á bæjarmálum. Ég held
að konur hafi betri innsýn í ýmis
mál sem upp geta komið og bæjar-
stjórn hefur í sínu valdi að láta ná
fram að ganga. Vonandi verður gott
samstarf milli allra bæjarfulltrúa,
bæjarfélaginu til heilla.“
Myndir og texti: Þorgerður Malmquist
Elínborg Eyþórsdóttir að störfum á umboðsskrifstofu Flugleiða og Eimskips.