Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Síða 19
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. 19 V Þeim leist vel á sig í nýju flugstöðinni, Helgu og Jóhanni „Sannarlega fallegt“ „Þetta er sannarlega fallegt, sérstaklega blómin," sagði Helga Jónasdóttir og maður hennar, Jóhann Indriðason, var nokkuð sammála. Hann sagðist hafa komið þarna áður og fundist svolítið pakkað. „Þetta fer eftir umferð, núna er þetta afslappað og ró- legt. Annars tala menn um að þetta sé of lítil bygging, það hafi vantað framtíðarsýn inn í umræðuna," sagði Jóhann. „Að öðru leyti er þetta persónulegra en maður sér erlendis og fríhöfnin afskaplega hugguleg.“ Þau hjónin voru á leið í frí, fyrst til Kaup- mannahafnar en þaðan ætluðu þau til Austurríkis. „Mætti vera stærri“ „Mér fmnst flugstöðin líta ljómandi vel út. Þó hélt ég að hún væri miklu stærri," sagði Ásta Eyjóifsdóttir. Lárus Bergsson, maður hennar, sagði að sér kæmi þetta ekk- ert á óvart. „Maður var búinn að sjá þetta á myndum. Mér þykir móttökusalurinn samt ekki nógu skemmtilegur. Hann hefði átt að vera miklu stærri. Mér finnst hann eiginlega vera minni en sá sem var í gömlu flugstöð- inni,“ sagði hann. Lárus og Asta voru á leið til London í viðskiptaerindum. Lárus Bergsson og Asta Eyjólfsdóttir voru á leið til London. Þeim fannst að flugstöðin mætti vera stærri. Vigdis Schram og Kristín Guð- mundsdóttir. „Hrifin afLeifi“ „Mér fmnst þetta aiveg frá- bært, sérstaklega listaverkið hans Leifs Breiðfjörð. Ég hef allt- af verið svo hrifin af Leifi sem listamanni og keypti af honum verk löngu áður en hann varð frasgur," sagði Kristín Guð- mundsdóttir. Hún sagðist vera að fara í menningarferöaiag til Grikklands þar sem Sigurður A. Magnússon myndi leiða hópinn og kynna sögufræga staði, sér- staklega á eynni Krít. Vigdís Schram var með henni og sagðist hún einnig vera mjög hrifin af nýju flugstöðinni. „Það er helst að verslanirnar í fríhöfninni séu of litlar," sagði hún. „Bara ágætt“ „Mér líst bara alveg ágætlega á þetta, annars var ég ekki búin að gera mér neina hugmynd um hvernig þetta liti út,“ sagði Signý Gísladóttir sem, ásamt Evu Dögg, fjögurra ára dóttur sinni, var að fara til Kaupmannahafnar. Þar ætluðu þær að vera í mánuð í heimsókn hjá skyldfólki. Signý sagðist hafa verið spennt að sjá nýju flugstöðina og það ylli sér nokkrum vonbrigðum hversu lítil fríhöfnin væri. Signý Gísladóttir og Eva Dögg. Sverrir Norðfjörð, Alena Anderlav og Sverrir 11 ára. Fjölskyldan var ákaflega skrautlega klædd. „Þetta er gjörbylting“ „Þetta er vissulega mikil bylting frá því sem var,“ sagði Sverrir Norð- ^örð sem var á ferð með fjölskyldu sinni. „Við hjónin erum bæði arkitektar þannig að við horfum kannski á flugstöðina með öðrum augum en margir aðrir. Annars er þetta gjörbylting, þótt hún sé ekki stór. Annars virðist flugstöðin vera hlýleg og heimilisleg og það sér maður ekki í öðrum löndum. Afgreiðsluborðin eru kannski svolítið kubbsieg en það er. smáatriði," sagði Sverrir. Eiginkona hans. Alena Anderlav, sem er tékknesk, tók að mestu undir skoðanir hans og sagð- ist vera ánægð með flugstöðina. „Það mættu vera fleiri sjónvarpsskerm- ar þar sem maður gæti fylgst með flugi.“ sagði hún. Báðum fannst þeim móttökusalurinn vera of lítill. Fjölskyldan var á leið til Lúxemborgar þar sem þau ætluðu að fá sér bílaleigubíl, svokallað flug og bíll, og átti að halda til Þýskalands, Sviss, Frakklands, Mónakó og enda á Kor- síku. „Þetta verður bæði sumarleyfi og vinna því við ætlum að kynna okkur byggingarlist þessara landa." „Stórkostleg“ „Okkur líst mjög vel á nýju flugstöðina, fmnst hún alveg stórkostleg," sögðu þau Ragnar Kristinsson og Guðlaug Sigurð- ardóttir sem voru á leið til Benidorm með tvö börn sín, árs- gamalt og tveggja ára. „Við vorum mjög ánægð með fríhöfn- ina, versluðum talsvert þar og fannst ódýrt. Þetta er nokkurn veginn eins og maður hafði búist við eftir þeim myndum að dæma sem maður hafði séð,“ sagði Ragnar. Voru þau ekkert kvíðin að fara með tvö lítil börn á sólar- strönd? „Nei, alls ekki.“ ana tvo, Viktor, 2ja ára, og Kristin, ársgamlan, á leið til Benidorm. „Við erum mjög ánægð,“ sögðu þau Jakob Gunnarsson, Þurý Árnadóttir og Árni, 12 ára. Þetta er flott“ er allt annar heirnur," sagði hann. „Ég er mjög sáttur við flugstöðina miðað við þá gömlu. Mér finnst þetta allt vera mjög ein- falt og þægilegt í sniðum og stöðin alveg mátulega stór.“ Þau voru á leið til Frakk- lands ásamt syninum Árna sem er tólf ára. „Við verðum með bíl og ætlurn að ferðast um landið í mánuð.“ „Mér líst vel á mig hér. Þetta er mikil fram- för frá því sem áður var,“ sagði Þurý Árnadóttir. „Hún er kannski ekki eins stór og ég átti von á en flott. Fríhöfnin er mjög góð og það eina sem mér finnst að er inn- gangurinn sem mér finnst ekki nógu vel merktur," sagði Þurý. Eiginmaður hennar, Jakob Gunnarsson, var sama sinnis. „Þetta „Ætti að vera stærri“ Axel Jónsson og Guðlaugur Þorbjörnsson voru að fara til London að kaupa skip sem nota á til að flytja út ferskfisk. „Mér líst mjög vel á flugstöðina,“ sagði Axel. „Ég hélt samt að hún væri miklu stærri. Sérstak- lega finnst mér að aðkoman, þar sem maður er bókaður inn, mætti vera stærri. Ég gæti ímyndað mér að þar gæti orðið troðningur ef margar vélar fara á svipuðum tíma. Guð- laugur tók í sama streng og sagðist hafa búist við henni stærri. „Annars líst mér vel á þetta í fljótu bragði. Þetta er fallegt and- lit út á við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.