Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. 31 son og Charles Adelman (Bandaríkj- unum) með 514 v., í 7.-11. sæti komu Jón G. Viðarsson, sem varð eini tap- lausi keppandinn á mótinu, Ólafur Kristjánsson, Akureyri, Elvar Guð- mundsson, Þröstur Þórhallsson og Pálmi Pétursson, allir með 5 v. Pálmi lenti í umferðaróhappi og varð að fresta einni skák sinni af þeim sökum. Nýr bíll, sem hann ók, lenti í samstuði við annan á blindhæð og er talið að báðir bílamir hafi gjöreyðilagst. Pálmi slapp nær ómeiddur og kona, sem ók hinum bílnum, slapp með rifbeinsbrot. Er talin mesta mildi að ekki fór verr. Láms Jóhannesson, Róbert Harðar- son, Gylfi Þórhallsson og Bela Peren}d (Ungverjalandi) fengu 414 v. Tómas Björnsson fékk 4 v. og heimsmeistar- inn Hannes Hlífar varð að láta sér nægja 314 vinning. Aðrir fengu minna. I neðri flokki varð Júgóslavi nokk- ur, Branco Lovric að naíni, efstur með 8 v. af 9 mögulegum. Hann vakti nokkrar deilur á mótinu því að mönn- um bar saman um að hann væri nokkm sterkari skákmaður en hann vildi sjálfúr viðurkenna og að hann hefði því fremur átt heima í efri flokki. Þráinn Vigfússon hlaut 7 v., Bjami Einarsson varð f 3. sæti með 614 v. og í 4.-6. sæti urðu Páll A. Jónsson og tveir Júgóslavar, Dragonovic og Radi Lovric, bróðir sigurvegarans, með 6 v. I 7.-8. sæti urðu Ægir Páll Frið- bertsson og Sverrir Gestsson með 514 v. Haraldur Baldursson, Friðgeir Hólm, Sverrir Unnarsson, Guðjón Gíslason og Jakob Duschek (Dan- mörku) fengu 5 v. Aðrir minna. Lítum á uppgjör efstu manna í efri flokki. Flókin skák og nokkuð ein- kennileg en um leið lýsandi dæmi um styrk skákkonunnar útlægu. Hvítt: Anna Akhshammova Svart: Antti Pyhálá Hollensk vörn. 1. d4 f5 2. Rc3 d5 3. Bg5 g6 4. h4 Byrjunarleikimir falla ekki sam- kvæmt venju. Þau Gulko-hjón hrífast bæði af því að slá mótherjann út af laginu snemma tafls og Pyhálá lætur að jafnaði heldur ekki sitt eftir liggja til þess að gæða tafl sitt lífi. Þótt stundum verði það á kostnað öryggis- ins. 4. - Bg7 5. Dd2 Be6 6. e3 Rd7 7. f3 RgfB 8. Rh3 Bf7 9. Rf2 c5 10. g4 fxg4 11. fxg4 Da5 12. Bg2 Rb6 13. Rce4! Nauðsynlegt, því að svartur var að því kominn að hrifsa til sín frumkvæð- ið með 13. - Rc4. Anna stýrir skákinni yfir í endatafl þar sem möguleikamir ættu að vega nokkuð jafnt. 13. - Dxd2 14. Rxd2 Hc8 15. c3 Rfd7 Mögulegt var 15. - Ra4 og þrýsta að drottningarvængnum. Svartur hyggst bijótast fram á miðborðinu sem gæti verið nokkuð tvíbent vopn. 16. a4 a5 17. Rb3 Rc4 18. 0-0-0 e5!? 19. dxe5 Rdb6 20. Rd3 Rxa4 21. Hhfl! b5? Betra er 21. - Be6 22. Rf4 Bxg4 með afar tvísýnni stöðu. Textaleikurinn er slæmur eins og brátt kemur í ljós. 22. Hxf7! Kxf7 23. Bxd5+ Ke8 24. Be6! Hb8 Engu betra er 24. - Hc7, vegna 25. Rdxc5! og mát á d8 blasir við. 25. Rbxc5 Rxc5 26. Rxc5 Bxe5 27. Hd7! Hvítu mennirnir standa með reidda exi við rúmgafl svarta kóngsins (les- ist: Aksar-rúmar-vá). Aðalhótunin er 28. Bf7 + Kf8 29. Re6 mát og fleira ligg- ur í loftinu. Svartur lifir þetta ekki af. 27. - HfS 28. He7+ Kd8 29. Bxc4 Einfaldast. Ef nú 29. - bxc4, þá 30. Hxe5+ með vinningsstöðu. 29. - BfB 30. Hd7+ Ke8 31. BxfB HxfB 32. Hxh7! Hbb6 33. Bd3 Hf2 34. h5 gxh5 35. gxh5 Hh2 36. Bg6+ Kd8 37. Rb7+ Kc8 38. Rxa5 Hffi 39. Hf7 Hd6 40. Bf5+ Kb8 41. Hb7+ Ka8 42. Be4!og svartur gafst upp. Jóhann og Margeir í Dubna Jóhann Hjartarson og Margeir Pét- ursson taka nú þátt í sterku alþjóðlegu móti í bænum Dubna í Sovétríkjunum, Skák sem er norðan við Moskvu. Mótið er af 12. styrkleikaflokki og þar tefla 14 keppendur, flestir Sovétmenn. Jóhann og Margeir em ásamt enska alþjóða- meistaranum Julian Hodgson einu skákmennimir frá Vestur-Evrópu sem tefla í mótinu. Aðrir þátttakendur eru: Geller, Ro- manishin, M. Gurevic, Razuvajev, Dolmatov, Lemer og Lputjan, sem all- ir em sovéskir stórmeistarar, Pigusov og Malanjúk, sovéskir alþjóðameistar- ar, og Ivanovic, stórmeistari frá Júgóslavíu. Er Margeir og Jóhann héldu utan var enn ekki ljóst hver 14. keppandinn yrði. Mótið hefst í dag og stendur til 27. þessa mánaðar. Jóhann ætlar annars ekki að sitja auðum höndum í sumar því að 17. júlí næstkomandi teflir hann í einu þriggja millisvæðamóta í skák. Það fer fram í Szirak í Ungveijalandi, smábæ um 80 km norðaustur af Búdapest. „Norðurlandkappningin í talvi“ Dagana 12.-23. júlí verður Norður- landamótið í skák haldið, að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir íslenska skákmenn að sameina sumarleyfi og skákiðkun. Ódýrari utanlandsferðir gefast a.m.k. ekki. Teflt verður í úr- valsflokki, meistaraflokki, tveimur almennum flokkum og sveina- og telpnaflokki, yngri en 16 ára. Keppni fer fram í Norðurlandahúsinu, sem var vígt fyrir fjórum árum. I úrvalsflokki verður aftur á móti teflt í útvarps- húsinu, rétt við hliðina. Nú þegar er ljóst að allnokkrir ís- lendingar hyggja á þátttöku í mótinu. í hinum ýmsu flokkum. I úrvalsflokki tefla Margeir Pétursson, Jón L. Áma- son og e.t.v. þriðji keppandinn. Þar leiða 12 skákmenn saman hesta sína. venjulegast tveir frá hverju Norður- landanna, einn Færeyingur og einn til viðbótar sem bitist er um. Færeyingar hafa lagt sig fram um að vanda sem best til mótsins og boð- ið verður upp á ýmiss konar skoðunar- ferðir, bæði siglingar og gönguferðir. Skáksamband Islands veitir nánari upplýsingar um mótið en þeir sem hyggjast taka þátt ættu að hafa hrað- ann á. -JLÁ Laus staða Tímabundin lektorsstaða til tveggja ára í upplýsinga- og merkja- fræði við rafmagnsverkfræðiskor Háskóla Islands er laus til umsóknar. Kennslusvið lektorsins er á sviði hliðrænnar og stafrænnar rása- fræði (síur), mótunar-, merkja- og upplýsingafræði. Rannsóknasvið skal vera á ofangreindum sviðum og aðstaða veitt í Upplýsinga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Æskilegt er að lektorinn geti hafið störf í byrjun haustmisseris 1987. 4. júní 1987. Menntamálaráðuneytið. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullrí ferð SKILAFRESTUR í BÍLAGETRAUN ER Á MIÐVIKUDAG Akureyri 179, Bridgefélag Reykja- víkur 148, Bridgefélag Breiðfirðinga 121, Breiðholt 117, Kópavogur 110, Suðurnes 101, Akranes 99, Sauðár- krókur 94, Skagfirðingar í Reykjavík 91, TBK-Reykjavík 90, Bridgefélag kvenna 88, Laugarvatn 83, Fljóts- dalshérað 80 og Hornafjörður 79. Stigaefstu spilarar samanlagt eru: Þórarinn Sigþórsson 1104, Jón Bald- ursson 1025, Sigurður Sverrisson 963, Ásmundur Pálsson 923, Guðlaugur R. Jóhannsson 919, Örn Arnþórsson 912, Valur Sigurðsson 844, Símon Símonarson 796, Karl Sigurhjartar- son 720, Jón Ásbjörnsson 692, Guðmundur P. Arnarson 685, Guð- mundur Sv. Hermannsson 673, Hörður Arnþórsson 625, Hjalti Elías- son 601, Guðmundur Pétursson 593, Stefán Guðjohnsen 531, Björn Ey- steinsson 515, Sævar Þorbjörnsson 512 og Aðalsteinn Jörgensen 509. Þessir 19 spilarar hafa áunnið sér nafnbótina „stórmeistari" í bridge (með yfir 500 stig). Næstir í röðinni eru: Þorlákur Jónsson, Þorgeir P. Eyjólfsson, Sig- tryggur Sigurðsson, Olafur Lárus- son, Hermann Lárusson, Óli Már Guðmundsson og Jón Hjaltason, all- ir með yfir 400 stig. Samtals hafa 19 hlotið stórmeistar- ann, 66 hlotið spaðann (150-499), 148 hlotið hjartað (50—149), 354 hlotið tíg- ulinn (15-49), 938 hlotið laufið (2-14) og 1376 eru án viðurkenningar (und- ir 2). Spilurum á skrá hefur fjölgað um tæplega 100 frá síðustu skrá sem kom út í janúar 1987. Skránni hefur verið dreift til allra félaganna innan BSÍ (til formanna). Einnig má sjá skrána á spilakvöldum í sumarbridge á þriðjudögum/ fimmtudögum. Norðurlandamót yngri spilara í Eyjafirði Mánudaginn 22. júní nk. hefst í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði Norður- landamót í yngri flokki spilara, f. 1962 og síðar. 9 lið taka þátt í mótinu, tvö frá hverju Norðurlandanna utan Sví- þjóðar sem sendir aðeins eitt lið. Spiluð verður einföld umferð, allir við alla, 32 spil í leik. Tveir leikir verða á dagskrá á mánudag og þriðjudag, frídagur á miðvikudegi, tveir leikir á fimmtudag og föstudag og einn leikur síðan á lokadag, laug- ardaginn 27. júní. Lið íslands eru þannig skipuð (eldra liðið); Jakob Kristinsson, Garðar Bjarnason, Matthías Þorvaldsson, Júlíus Sigur- jónsson, Hrannar Erlingsson og Ólafur Týr Guðjónsson. Yngra liðið skipa: Ólafur Jónsson, Steinar Jóns- son, Ari Konráðsson, Kjartan Ingvarsson, Gunnlaugur Karlsson og Ingólfur Haraldsson. Fyrirliðar lið- anna verða þeir Stefán Pálsson (eldra liðið) og Kristján Blöndal (yngra liðið). Agnar Jörgensson verður aðal- keppnisstjóri mótsins en Sigmundur Stefánsson mótsstjóri. Gunnar Berg, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson og Stefán Vilhjálmsson sjá um skipulag mála norðan heiða, auk Péturs Guð- jónssonar sem verður Agnari innan handar. Auk ofangreindra erfjöldinn allur af félögum sem leggur sitt af mörkum svo að vel megi til takast. Aðstæður í Eyjafirði eru allar hin- ar bestu sem hugsast geta en þetta er í fyrsta skipti sem Bridgesamband íslands heldur sambærilegt mót utan Reykjavíkur. A síðasta Norðurlandamóti, sem haldið var í Odense í Danmörku, sigruðu Danir. Enginn spilari, sem nú kemur til með að keppa fyrir okk- ar hönd, var með í því móti og raunar Bridge aðeins tveir þeirra hafa keppt á er- lendum vettvangi. í Búdapest á EM 1986, þeir Jakob Kristinsson og Júl- íus Sigurjónsson. Aðrir eru því óreyndir og sér í lagi yngsta parið á mótinu, bræðurnir ðlafur og Steinar Jónssynir frá Siglufirði. Þeir eru aðeins rétt fermdir. piltarnir. en hafa getið sér gott orð nú þegar. Mikil efni þar á ferð. Er það von Bridgesambands Is- lands að félagar á Norðurlandi og aðrir áhugamenn um bridge sjái sér fært að koma við í Hrafnagilsskóla og fylgjast með æskublómanum á Norðurlöndum í keppni. Nánar síð- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 133. og 135. tölublaði Lögbírtingablaðsins 1986 á eigninni Áusturströnd 8, Seltjarnarnesi „704", þingl eign Byggung sf., talin eign Eyjólfs Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands og Veð- deildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júní 1987 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 105., 109. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Víkurströnd 14, Seltjarnarnesi, þingl. eign Guðmundar Einarsson, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júni 1987 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 133. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Nesbala 32, Seltjarnarnesi, þingl. eign Halldóru Guðrúnar Tryggvad- óttur, fer fram eftir kröfu Valgarðs Sigurðssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júní 1987 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 133. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Leirutunga 22, Mosfellssveit, þingl. eign Gunnars Skaptasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Árm. Jónssonar hdl, Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Jóhanns Péturs Sveinssonar lögfr. á skrifstofu embættisins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júni 1987 kl. 16.15 _____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 133. og 135. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Norðurtún 11, Bessastaðahr., þingl. eign Jóns Páls Þorbergssonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júni 1987 kl. 17.00. _____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.